Tíminn - 10.08.1982, Blaðsíða 10

Tíminn - 10.08.1982, Blaðsíða 10
mmtm ÞRIÐJUDAGUR 10. AGUST 1982 ÞRIÐJUDAGUR 10. AGUST 1982 JÍ'iSiIÍ Vilhjálmur sigradi med yfirburöum á Öldunga- meistaramóti GR ■ Tuttugu og fimnt keppendur tóku þátt í Oldungameistaramóti Golfklúbbs Rcykjavíkur sem fram fór um verslunarmannahelgina. Ald- urstakmark var 55 ár og keppt var með og án forgjafar. 36 holur voru spilaðar. ~ í keppni án forgjafar sigraði Vilhjálmur Ólafsson, á 156 höggum. í öðru sseti Jenti Ólafur Ág. Ólafsson, 171 högg og í þriðja Sverrir Norland, 172 högg. í keppni með forgjöf var Vilhjálm- ur Ólafsson í fyrsta sa-ti 156 högg. í öðru til þriðja sæti voru þeir Valur Fannar og Sverrir Norland, báðir á 142 höggum. _ Sjó. I Staöan l.deild ■ Staðan í 1. deild er mjög óljós eftir leiki hclgarinnar, eins og Jiún hefur raunar verið í ailt-sumar. Það er athyglisvert, að öll liðin i deildinni skuli fræðilega hafa mpguleika á sigri og einnig á að falla í 2. deild. Víkingar eru efstir og elga að auki leik til góða og hið sama má sVgja um ÍBV sem fylgja þeini fast á eftir ásamt KR-ingum. Hver einasti leiks ur í deildinni er ciginlega úrslita- leikur og það er áreiðanlegt að liðin eiga eftir að bcrjast af mikilli hörku nú á næstu vikum. En staðan er sem hér segir: Víkingur .... 12 5 6 1 20:14 16 Vestm.eyjar ... 12 6 2 4 15:11 14 KR . ..... 13 3 8 2 9:10 14 Valur .... 14 5 3 6 15:13 13 KA........ 14 3 5 5 12:13 13 Breiðablik ... 14 5 3 6 14:17 13 Kefiavik .... 13 5 3 5 12:15 13 Fram...... 13 3 6 4 14:13 12 Akranes .... 13 4 4 5 14:15 12 ísafjörður ... 14 4 4 6 19:23 12 Markahæstu leikmenn eru: - lleimir Karlsson, Víking, 9 Sigurður Grétarsson, Breiðabl. 6 „Gömlu” mennirnir skildu jafnir ■ Um helgina léku ÍBA og Vík- ingur í eldri flokki á íslandsmótinu á Akurcyri. Lciknum lauk með jafn- tefii. Bæði liðin skoruðu tvö mörk. Fyrir ÍBA skoruðu Ároi Gunnarsson og Benedik! Guðmundsson, en Kári Kaaber skoraði fyrir Víking bæði mörkin. Þrjú lið eiga möguleika á að komast í úrslit, Víkingur, ÍBA og KR, en keppinautur þeirra verður lið Fram. Sh Úrslitakeppni 4. deildar ■ Úrslitakeppni 4. deildar hefst í þessari viku og verða fyrstu lcikirnir leiknir á miðvikudag. Það eru sigurvegarar t riðlunum sem leika til úrslita og tvö lið sem verða efst í úrslitakeppninni leika í 3. deild á næsta keppnistímabili. Náhar verður greint frá þessari keppni síðar/ Sh Nýr umsjónar- maöur íþrótta- síöunnar ■ Ingólfur llannesson, sem gegnt hefur starfi íþróttafréttamanns hér á Ttmanum í sumar, er á föram til Noregs til náms. Við starfi hans tekur Sigurður Helgason. Sigurður er bókavörður að mennt og hefur hann fengist nokknð við skrif í dagblöð síðustu misserin. Þá hefur Sigurður verið annar tveggja rit- stjóra tímaritsins Allt nm knatt- spyrnu. MÍ í frjálsum íþróttum, 16 ára og yngri: Valsmenn fóru létt með ÍBÍ ■ Enginn vafi leikur á því að Valsmenn hafa flogið vestur á ísafjörð á laugardaginn með því hugarfari að vinna góðan sigur á heimamönnum, sem gert hafa þeim lífið leitt með „kærumáli- nu“ fræga. Enda gerðu þeir sér litið fyrir og unnu meðfjórum mörkum gegn einu. Ingi Björn skoraði fyrsta mark leiksins á 7. mínútu og skömmu síðar bætti Valur Valsson við öðru marki. Staðan 2-0 eftir tíu mínútur. Um miðjan hálfleikinn skoruðu heimamenn. Þar var Gústaf Baldvinsson á ferð, en hann fékk góða sendingu frá Jóni Oddssyni. í síðari hálfleik skoraði Dýri fyrst með skalla upp úr hornspyrnu og rétt fyrir leikslok skoraði Jón Gunnar Bergs eftir sendingu frá Þorsteini Sigurðssyni. Sigur Valsmanna í þessum leik var aldrei í hættu og það má segja, að hann sé sæt hefnd fyrir lokaúrslitin í fyrri leiknum. Þeirra besti maður var Dýri og einnig lék Valur vel. Hjá ísfirðingum var Gústaf bestur. -Sh 1. deild kvenna Breiðabliksstúlkur sigurstranglegar í 4x100 metra hlaupi ■ Bryndís Einarsdóttir skoraði jöfnun- armark Breiðabliks gegn KR. ■ Senn líður að lokum 1. deildarkepp- ni kvenna í knattspyrnu. Nokkrir leikir fóru fram í síðustu viku. íslandsmeistar- ar Breiðabliks léku gegn KR og þar gerðu dömurnar sér lítið fyrir og náðu stigi af Blikastúlkunum. Leiknum lauk með jafntefli 1-1 og skoraði Kolbrún Jóhannesdóttir mark KR, en Bryndís Einarsdóttir fyrir Breiðablik. Lið Vals er í miklu stuði um þessar mundir og þær sigruðu FH 1-0 og sá Kristín Briem um að skora. Skagakonur unnu Víking 2-0 og þar skoruðu Ragna Lóa og Kristín Þórðardóttir mörkin. KR-ingar urðu að lúta í lægra haldi fyrir Val, sem sigraði 3-0 óg þar skoruðu Helena og Ragnhild- ur mörkin. Breiðabliksliðið hefur aðeins tapað einu stigi í keppninni til þessa og því eru allar líkur á, að þær haldi velli sem íslandsmeistarar. En þó eiga Valsstúlk- urnar smá möguleika á sigri, en hann er ákaflega lítill. Staðan í 1. deild kvenna er nú þessi: Breiðablik......... 8 7 1 0 28-4 15 Valur .............. 8 4 3 1 9-4 11 Akranes ........... 7 3 2 2 10-9 8 KR ................. 8 2 4 2 7-8 8 Víkingur............ 8 0 3 5 3-1 3 FH ................. 7 0 1 6 0-20 1 - sh. Guðni Stefánsson, UMSE í hástökki 1,70 m. í telpnaflokki: Helga Magnúsdóttir, UÍA í 100 m. hlaupi. - Hún hljóp á 12,8 sek. í undanrásum. 1 4x100 metra hlaupi stráka sigraði sveit HSK og setti um leið nýtt íslandsmet 58,0 sek. Mótsstjóri á Blönduósi var Magnús Ólafsson á Sveinsstöðum og yfirdómari var Flemming Jessen frá Hvammstanga. Mótið var haldið á Blönduósi í tilefni af 70 ára afmæli USAH sem er á þessu ári. Að undanförnu hefur sveitarstjórn Blönducss staðið fyrir miklum fram- kvæmdum við íþróttamannvirki á staðn- um og hafa þau á þann hátt sýnt íþróttastarfinu mikinn velvilja. Margt fólk fylgdist með keppninni á Blönduósi um helgina. Nánar á morgun. sh. ■ Bryndís Hólm setti gott íslandsmet í langstökki ú Norðuriandamóti unglmga um belgina. ■ Um helgina fór fram í nágrenni Osló landskeppni unglinga á Norðurlöndum í frjálsum íþróttum. íslendingar mynd- uðu Uð með Dönum og enda þótt sveitinni hafi ekki gengið sem skyldi náðu nokkrir keppendur íslands mjög góðum árangri. Hæst ber íslandsmet Bryndísar Hólm í langstökki, en hún stökk 5,98 og bætti eigið met um 8 cm. Hún varð í öðru sæti í langstökkskeppninni. Þá má nefna árangur Kristjáns Harðarsonar, sem stökk lengra en gildandi fslandsmet Vilhjálms Einarssonar, sem sett var fyrir 25 árum. En of mikill meðvindur kemur í veg fyrir að stökkið 7,50 metrar verði viðurkennt sem nýtt met. f stigakeppni piltanna urðu Finnar í fyrsta sæti með 217 stig. Svíar hlutu 175 stig, Norðmenn 139 og dansk-íslenska sveitin rak lestina með 129 stig. Norsku dömurnar hlutu 97 stig og dansk-ís- lenska kvennaliðið 61. Aðrar þjóðir voru ekki með í þeirri keppni. Auk þeirra afreka er fyrr er greint frá má geta þess að Hrönn Guðmundsdóttir jafnaði fslandsmetið í 800 metra hlaupi, sem er 2:06,22 mtn. ■ Um helgina var haldið á Blönduósi Meistaramót fslands í frjálsum íþróttum fyrir 16 ára og yngri. Mikill fjöldi tók þátt í keppninni og voru 430 keppendur skráðir til leiks frá 19 félögum. Ágætur árangur náðist í ýmsum greinum og bestu afrek mótsins urðu: f strákaflokki: Finnbogi Gylfason, FH í langstökki 5,04 m. í stelpuflokki: Hulda Helgadóttir, HSK í langstökki 5,08 m. í piltaflokki: ■ ÓH Þér Magttússon skoraði gott mark gegn KA. Hér er hann f harðri baráttu í leik gegn KR. ■ Haukur Hafsteinsson. Hann hefur komið Víði í úrslitin ■ Hilmar Hafsteinsson þjálfar lið Víðis í Garði og það er eina liðið sem nú þegar er gulltryggt í úrslitakeppni 3. deildar. Hann hefur náð mjög góðum árangri sem þjálfari meðal annars með Grindavík, sem leikið hefur til úrslita í 3. dcild undir hans stjórn. Hann hefur einnig þjálfað yngri flokka hjá ÍBK með góðum árangri. Nú er Hilmar þjálfari unglingalandsliðsins 16-18 ára og von- andi nær hann góðum árangri með það lið. -sh. Molar Arnór skrifar undir í dag ■ 1 „Ef ekkcrt sérstakt kemur uppá mun Arnór skrifa undir samning til eins árs yið Lokeren á morgun." Þetta voru svör Eiðs Guðjohnsen í gær, þegar hann var spurður um stöðu mála hjá Arnóri varðandi samningsmál hans. „En verði ein- hver vandræði með það, kemur hann bara hingað heim og bíður átckta.“ - sh. Víðir í úrslit, en hörð barátta um hin þrjú sætin í úrslitunum ■ Úrslit leikja í 3. deild um helgina urðu sem hér segir:A-RH)ILL: Víðir-HV 2-0 Selfoss-Snæfell 2-1 Víkingur Ó.-Grindavík 1-2 Haukar-Snæfell 4-0 Staðan t A-riðlinunt er sem hér scgir: Víðir....... 13 11 1 1 33:9 23 HV......... 13 7 2 4 19:9 16 Selfoss.... 12 6 4 2 17:14 16 Grindavík ..... 13 5 3 5 20:20 13 Víkingur Ó. .. 13 3 4 6 12:21 10 ÍK ......... 12 4 1 7 15:24 9 Haukar...... 13 2 4 7 11:20 8 Snæfell.... 13 3 1 9 10:22 7 B-RIÐILL: KS-Tindastóll 0-0 Huginn-Árroðinn 3-1 HSÞ-Austri 3-2 Sindri-Magni 1-0 Staðan í B-riðlinum er nú þessi: Tindastóll . 13 8 4 1 26:11 20 KS.......... 12 9 1 2 36:8 19 Huginn...... 13 8 3 2 26:14 19 HSÞ ......... 12 5 4 3 22:16 14 Austri ...... 12 3 4 5 15:20 10 Magni ....... 13 2 4 7 13:21 8 Árroðinn .... 12 1 2 9 12:30 8 Sindri....... 11 2 0 9 9:29 4 — sh. GS sigraði í sveitakeppni karla GR sigraði í kvenna- keppninni ■ Nú um helgina fór fram sveita- kcppni landsmótsins í golfi á Hólms- velli í Leiru. í kurlaflokki sigraði sveit Golfklúbbs Suðurnesja á 927 höggum. í öðru sæti varð sveit GR með 948 högg og Golfklúbburinn Keilir í þriðja sæti með 957 högg. í kvennaflokki voru þátttökuliðin aðeins <vö og það voru dömumar úr GR sem sigraðu á 344 höggum og sveit Keilis þurfti 30 högg eða 374 samtals. Ingi Björn jafnaði markamet Matthfasar ■ Valsmaðurinn Ingi. Björn Al- bertsson jafnaði um helgina niarka- met Matthíasar Hallgrímssonar í 1. deild fótboltans, eh það er 94 mörk. Sá sem er þriðji í röðínni yfir mestu markaskorarana er Hermann Gunn- arsson, en hann skoraði 94 mörk á feriinum í 1. deild. Tveir judo- menn til keppni í Japan ■ Kolbeinn Gíslason og Bjanti Friðrilusoa halda innan skamms til Japan, hvar þeir munu taka þátt í einu stærsta júdómóti sem fram fer i beiminum á ári bveiju, Opna japanska metstaramótínu. Skagamaðurinn Sigurður Lárusson og Framarinn Lárus Grétarsson kljást hér um boltann. Framarar stálu öðru stiginu í lok leiksins gegn ÍA, 2:2 Framarar hreinlega hirtu annað stigið fyrir framan nefið á Skagamönnum er liðin mættust í leik á Laugardalsvellinum sl. sunnudags- kvöld. Skagamennirnir höfðu haft undirtökin allan leiktímann, en gáfu aðeins eftir í lokin og þeir misstu 2-0 forystu niður í 2-2 og skoruðu Framararnir seinna mark sitt aðeins nokkrum sekúndum fyrr leikslok. Byrjun leiksins var hin fjörlegasta. Sigþór var nærri því að skora á 6. mín., en Guðmundur varði auðveldlega skot hans. Skömmu seinna átti Kristján góðan skalla naumlega framhjá. Hinumegin gerði Guð- mundur Torfason harða hríð að Skagamark- inu, en Jóni Áskelssyni tókst að bjarga á marklínu. Eftir fremur tíðindalítinn miðhluta fyrri hálfleiks náðu Akurnesingarnir forystunni á 36. mín. Guðmundi Fram-markverði mistókst að slá boltann frá marki og eftir nokkuð hark í teiginum potaði Sigurður Lárusson boltanum í netið, 1-0. Undirtökin voru Skagamanna og þeir sóttu mjög. Á 42. mín braust Sigþór í gegnum Framvörnina, gaf á Kristján, sem var við nærstöngina, en skot hans fór í hliðametið. Aðeins 4. mín. síðar var Sigþór aftur á ferðinni, en nú var Kristján við fjærstöngina og skot hans hafnaði í bláhorni marks Fram, 2-0. Barningurinn var aðalsmerki fyrri hluta seinni hálfleiks, Skagamennirnir gáfu eftir miðjuna og reyndu að skora með skyndisókn- um. Þeir fengu 3 góð tækifæri til þess, Árni, Kristján og Sigþór, en mistókst í öll skiptin að skora. Þegar um 10. mín. voru til leiksloka var eins og Framararnir vöknuðu til lífsins. Halldór áttigott skot á Skagamarkið, en Davíð varði vel. A 83 mín. náði Fram góðri sókn, Marteinn skallaði fyrir og Viðar þrumaði boltanum viðstöðulaust í mark, 2-1. Fallegt mark. Áfram hélt sókn Fram og þegar ófáar sekúndur voru til leiksloka tókst þeim að jafna. Eftir hornspyrnu barst knötturinn til Sverris Einarssonar, þar sem hann stóð algjörlega óvaldaður á markteigshorninu og hann þrumaði boltanum rakleitt í netið, 2-2. Fögnuður Framaranna var mikill að leikslok- um, skiljanlega. Akurnesingarnir léku oft á tíðum ágætlega, einkum framanaf. En þeir gerðu mikil mistök í seinni hálfleiknum er þeir hreinlega „gáfu“ Frömurum miðjuna. Jafnteflið var nokkurs konar taktískur ósigur ÍA. Bestan leik í liði ÍA áttu Jón Gunnlaugsson og Guðjón Þórðarson. Þá kom Sigþór nokkuð á óvart. Aðrir leikmenn áttu góða spretti af og til. Framliðið er slakt þessa dagana og jafnvel margreyndir landsliðsmenn eins og Trausti og Guðmundur markvörður gera mörg mistök. En það er gaman að sjá til liðs sem ekki gefst upp þó að útlitið sé dökkt um tíma. -IngH ■ Á laugardaginn áttust lið Keflvík- inga og KA við á Keflavíkurvelli í 1. deildarkeppninni í knattspyrnu. Tölu- verður vindur var meðan á leiknum stóð og setti sitt mark á hann. Keflvíkingar léku undan vindinum í fyrri hálfleik og áttu mýmörg tækifæri til að skora hjá Akureyringunum. Þá átti Gunnar Gíslason gott tækifæri til að skora, en Þorsteinn markvörður Kefl- víkinga var vel á verði. En það voru Keflvíkingar sem skoruðu fyrsta mark leiksins og var þar Óli Þór Magnússon á ferð. Fékk hann knöttinn í góðu færi og skoraði örugglega framhjá Aðalsteini KA-markverði. Staðan í hálfleik var því 1-0 og töldu menn talsverðar líkur á að gestirnir næðu að skora og jafnvel sigra í seinni hálfleiknum. En þegar 10 mínútur voru liðnar af seinni hálfleiknum gaf Skúli Rósantsson góða sendingu fyrir markið, en Ragnari Margeirssyni voru eitthvað mislagðir fætur, en það kom ekki að sök, því að Ingvar Guðmundsson var réttur maður á réttum stað og skoraði af öryggi annað mark ÍBK. Og ekki leið á löngu þar til Skúli endurtók leikinn, nema hvað það var Ragnar sem náði að skora og staðan var þá orðin 3-0. En KA-menn voru ekki á þeim buxunum að gefast upp og rúmlega 20 mínútum fyrir leikslok einlék Gunnar Gíslason glæsilega upp völlinn og skaut glæsilegu skoti sem Þorsteinn réð ekki við. Og tíu mínútum síðar skoraði Steingrímur Birgisson fyrir KA eftir sendingu frá Hinrik Þórhallssyni. Stað- an orðin 3-2 og tíu mínútur til leiksloka. En þessar mínútur nicgðu Akureyring- um ekki til að jafna. Staðan í dcildinni setti mikinn svip á þennan leik. Fyrir heimamenn var sigur nauðsynlegur og KA-menn væru mjög vel staddir hefðu þeir sigrað. Þeir leikmenn sem bestan leik sýndu voru Sigurður Björgvinsson á miðjunni og Þorsteinn í markinu hjá Keflavík, en Gunnar Gíslason var bestur hjá KA. Hvorugt liðið mun eiga rólega daga á næstunni. KA mun án efa eiga í erfiðleikum á næstunni vegna fjarveru Elmars, en það er óþarfi annað en að spá því að þeir haldi sæti sínu í 1. deild næsta sumar. Keflvíkingarnir munu nú á morgun leika í bikarkeppninni gegn KR í Keflavík og það verður áreiðanlega mikill baráttuleikur og ekkert gefið eftir, því að bæði liðin hafa án efa hug á að leika til úrslita í bikarkeppninni. sh PMDIMVi KA ógnaði ÍBK í lokin En það nægði þeim ekki HSK setti íslandsmet Bryndís setti ís landsmet Met Kristjáns ekki viðurkennt vegna of mikils meðvinds Völsungur lagði Þrótt, Reykjavfk í 2. deild fótboltans um helgina ■ Heil umferð var leikin í 2. deildarkeppn- inni nú um helgina. Á föstudagskvöld léku Njarðvíkurmenn og Fylkir í Njarðvík og unnu heimamenn sigur með einu marki gegn engu. Það var Ólafur Bjömsson sem skoraði mark Njarðvíkinga. Á sama tíma léku Þórsarar gegn FH á Akureyri. Hvorugu liðinu tókst að skora mark. Á laugardag vom leiknir þrír leikir í 2. deildinni. Mest komu úrslitin í leik Þróttar R. og Völsungs á óvart. Þróttarar urðu að lúta í lægra haldi fyrir Norðanmönnum, sem skomðu tvö mörk gegn engu. Mörkin skoruðu Kristján Kristjánsson og Hörður Benónýsson. Á Vopnafirði léku heimamenn gegn Reyni úr Sandgerði og þeir gerðu sér lítið fyrir og drógu verulega úr möguleikum Reynismanna á sæti í 1. deild á næsta ári. Ólafur Jóhannesson þjálfari Einherja skoraði mark þeirra. f Borgamesi lék Skallagrímur gegn Þrótti Neskaupstað og sigmðu heimamenn með einu marki gegn engu. Bergur Magnússon skoraði mark Skallagríms og tryggði liði sínu þar með fyrsta sigur sinn á heimavelli í langan tíma. Þrátt fyrir tapið er staða Þróttara óneitan- lega mjög sterk, en liðið er 5 stigum á undan næstu liðum, sem koma til með að berjast af mikilli hörku um sæti í 1. deild á næsta keppnistímabili. Þór Akureyri, FH og Reynir koma öll mjög sterklega til greina og ómögulegt er að spá nokkm um hverjir verði hlutskarpastir. Staðan í 2. deild eftir leiki helgarinnar er annars þessi: Þróttur R............... 13 8 4 1 18:7 20 Þór Ak................. 13 4 7 2 24:12 15 Reynir S............... 13 6 3 4 19:11 15 FH ..................... U 5 5 3 16:15 15 Njarðvík............... 13 5 3 4 20:21 13 Völsungur.............. 13 4 4 5 14:14 12 Fylkir 13 1 10 2 13:13 12 Einherji............... 13 5 2 6 18:21 12 Skallagrímur........... 13 3 3 7 11:22 9 Þróttur N.............. 13 2 3 8 5:20 7 Staða neðstu liðanna í deildinni er óneitanlega erfið, en segja má að ekki sé ýkia langt í næstu lið. Þess vegna gctur allt gerst. Næsta umferð í deildinni verður um næstu helgi. Þá leika FH og Þróttur R., Reynir S. gegn Þór A., Völsungur og SkaUagrímur, Þróttur N. á móti Njarðvík og Fylkismenn fá Vopnfirðinga í heimsókn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.