Tíminn - 10.08.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 10.08.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Mikið úrval Sendum um land allt Kaupum nýlega Opið virka daga bíla til niðurnfs ” 19 Li*upr Sími (*H ) 7 - 75-51. (»1)7- SO -:i(). daKa 10 16 HEDD HF. skfKópaUvVg/20 HEDD HF. Gagnkvæmt tryggingaféJag áabCS' abriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir ÍSTiSsS ■ Á samráðsfundi um verkefnið, frá vinstri eru: Jóhann Briem, ráðgjafi verkefnisstjómar, Eyþór Jónsson, Hörður Jónsson, Amlaugur Guðmundsson, Gyifi Aðalsteinsson, Stefán Guðjohnsen og Jón H. Magnússon. Tímamyndir: GE. Fimm ára áætlun í rafeindaidnadi: „ÖMIGGLÍGA MIKID UM AD KTTA SÉ A HINN VEGINN” — segir Jón Hjaltalín Magnússon, verkefnisstjóri ■ Rafeindaiðnaður íslendinga hefur vaxið með miklum hraða á undanförnum árum, og hefur hvert fyrirtækið sprottið upp af öðru, sem framleiða einhverskonar rafeindabúnað eða örtölvutæki. Eðlilega er lang mest af framleiðslu þessara fyrirtækja ætlað fyrir höfuð atvinnuveg þjóðarinnar, fískiðnaðinn, bæði veiðar og vinnslu. Sum þessara fyrirtækja hafa þegar skapað sér þann sess að vera talin leiðandi meðal framleiðenda á sínu sviði, vítt um veröldina. En samkeppnin er hörð og mikil nauðsyn er á að halda framleiðslukostnaði eins mikið í skefjum og framast er unnt. í þeim tilgangi hafa níu fyrirtæki í „bransanum“ orðið ásátt um að gera sameiginlega fímm ára áætlun um uppbyggingu iðnaðarins og sameiginleg kaup á tækjum til að framleiða hluti,i sem þau þurfa öll að nota, og sameiginlegan rekstur þeirra. Verkefnisstjóri er Jón Hjaltalín Magnússon og Tíminn ræddi við hann stutta stund um verkefnið. „í sambandi við hönnun á rafeinda- tækjum þarf margs konar úbúnað, sem nýtist hverju fyrirtæki aðeins skamman tíma í senn. Síðan liggur það ónotað, nema fleiri aðilar hafi aðgang að því. Hefði hvert fyrirtæki keypt sér slíkan búnað, verður það mikil fjárfesting í ef til vill rétt miðlungi góðum búnaði en með sameiginlegum kaupum sjá þau möguleika í að kaupa góðan búnað og endurnýja hann síðan á eðlilegan hátt. Pær hugmyndir sem cru að mótast, miða að því að stofnuð verði ein rannsóknar og þjónustumiðstöð með þessum tækjum og mönnuð sérfræðing- um á ákveðnum sviðum, sem mundu aðstoða fyrirtækin með hönnun á vörum til fjöldaframleiðslu og sölu erlendis. Þar hefðu fyritækin einnig aðstöðu til að vinna og leigja tækin. Einnig verði stofnað framleiðslufyrirtæki, til fjölda- framleiðslu á vissum vörum. Við byrjuðum að ræða saman um þetta í maí og í júní var samþykkt að fara út í þetta og við reiknum með að drögin verði tilbúin 1. nóvember, drögin ■ Verkefnastjórinn, Magnússon. Jón Hjaltalín að fimm ára áætlun. Inn í þá áætlun koma um 30 atriði um hvemig þetta kemur inn í iðnþróunarmál á Islandi, hátækniiðnað, sköpun atvinnutækifæra, samskipti við útlendinga og margt annað. Ég þori ekki að segja um hvort nokkur fyrirmynd er til að þessu hér á landi, en það er örugglega allt of mikið um að þetta sé gert á hinn veginn, þ.e. að hvert fyrirtæki fjárfesti fyrir sig. Hugmyndin er þó ekki ný, við fengum hana erlendis frá, en við aðlögum hana að íslenskum aðstæðum. Finnar stóðu andspænis því fyrir 15 árum að þeim var nauðsyn á að auka framleiðni í sínum höfuðatvinnu- vegum, líkt og við þurfum að gera hér nú. Þeir skipulögðu framleiðslu hjálpar- tækja til þess á svipaðan hátt og við eram að gera hér núna og þetta hefur gefið þeim þá raun að þetta er orðinn stóriðnaður hjá þeim. Þetta er framtak fyrirtækjanna, sem að þessu standa, en þau þurfa aðstoð til að koma því af stað. Við höfum fengið vilyrði frá Norræna iðnþróunarsjóðnum og við munum leita til íslenskra yfirvalda um aðstoð, það er ekki hægt öðravísi. Við geram ráð fyrir að það kosti 5-10 milljónir á ári í fimm ár, það er ekki meira en einn skuttogari,“ sagði Jón H. SV ÞRIÐJUDAGUR 10. ÁGÚST 1982 Fréttir Símgjöld tíl Kanada lækka ■ Frá og með deginum í dag, 10. ágúst, munu símgjöld til Kanada lækka um 54%, eða úr kr. 54 og í kr. 25 per mínútu í sjálfvali og samsvarandi fyrir handvirka þjónustu. Símnotendur geta í dag valið sjálfvirkt til 79 landa, en eftirtalin lönd hafa bæst við þann lista. Landsnúmer 61 Ástralía Bahrain Barbados Bermuda Brasilía Jamaíka Kenýa Sameinuðu araba- furstadæmin SriLanka Venezuela 973 1809 1809 55 1809 254 971 94 58 Fékk net í skrúfuna Um miðjan dag í gær fékk Hvanney SF-51 frá Hornafirði net í skrúfuna er skipið var að togveiðum út af Kötlutöngum. Vindur stóð af landi og rak skipið því til hafs. Nærstödd skip komu á vettvang, þar á meðal Lóðsinn frá Vestmanna- eyjum, sem tók skipið í tog inn til Eyja í gærkvöldi. Grjóthrun í Ólafsfjarðarmúla ■ Loka varð veginum undir Ólafsfjarðarmúla í gærkvöldi vegna grjóthruns, en rigningar að lokinni langvarandi þurrka- tíð komu af stað miklu hrani ofan úr fjallinu í gær. Fékk bíll stóreflis stein í hliðina í gær og skemmdist talsvert, en bílstjór- inn sem var einn í bílnum slapp ómeiddur. Stefnt var að því að opna vcginn nú í morgun og átti Valdimar Steingrímsson verkstjóri Vegagerðar ríkisins von á að umferð gæti gengið snurðulaust í dag. Nokkuð grjóthran varð og úr Ólafsvíkurenni á Snæfells- nesi um hádegisbilið í gær, en það var mun minna en nyrðra. dropar Háir sím- reikningar ■ Sérstók blaðamannamið- stöð var rekin í Narssassuaq meðan á hátíðahöldunum á Grænlandi stóð og var hún mikið notuð eins og sést af því að á föstudag, sem var rólegur dagur, námu símreikningarnir þar um 15.000 dkr. Daglegur símakostnaður rauk svo veru- lega upp fyrir þá tölu á mánudag og þriðjudag. Aðeins voru til staðar 3 símar í þessari miðstöð auk telextækja þannig að lá við slagsmálum um notkun þeirra því blaðamenn voru um 50 talsins. Biðtími eftir símtali var oft mældur í klukkutímum, því aðeins er 21 símalína út úr öllu Grænlandi. Elskuvina- samstarfið í Eyjum ■ Þrátt fyrir að sjálfstæðis- menn hafi unnið mikinn kosn- ingasigur við síðustu sveitar- stjórnarkosningar í Vest- mannaeyjum, þá gengur meirihlutasamstarfið ekki hnökralaust fyrir sig, að því er heimildir Dropa herma. Sjálfstæðismenn gældu við þá von fyrir kosningar að ná inn fimm fulltrúum, en fengu sjálfum sér og öllum á óvart sex. í sjötta sæti listans höfðu þeir sett kvenmann að nafni Sigurbjörg Axelsdóttir. Hún virðist ætla að verða óþægur Ijár í þúfu, og lagði m.a. stein í götu þess að Sigurður Jónsson sem skipaði eitt af efstu sætum listans við kosn- ingamar yrði gerður að bæjar- stjóra í Eyjum. Var ágætis- maðurinn Ólafur Elíasson ráð- inn í stöðuna ■ staðinn. En Sigurður mun ekki ætla að láta við svo búið standa. Segja heimildir að nú renni hann hýru auga til bæjarritara- starfsins sem laust er um þessar mundir, og telji sjálf- sagt að hann fái það í sárabót fyrir bæjarstjórastarfann. Sag- an er hins vegar ekki búin, því nú segja heimildir að fyrrnefnd Sigurbjörg sé enn komin af stað, og hafði hugsað sér að láta sinn ektamaka sækja um stöðuna, en hann er velmeg- andi skókaupmaður í Eyjum. Er nú að sjá hvort Sigurbjörg leggur Sigurð öðm sinni? Krummi ... sér að innbrotsþjófar virðast hafa tekið „ár aldraðra" bók- staflega.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.