Tíminn - 11.08.1982, Síða 1

Tíminn - 11.08.1982, Síða 1
íslendingaþættir fylgja blaðinu í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Miðvikudagur 11. ágúst 1982 180. tbl. 66. árgangur borgun ■ ■ • ■" . ■ ■ ■ ■ ■ 1 *J tekinn Gegn kjarnorku- vopnum - bls. 8-9 Sannfærandi heildarsvipur þarf að vera á þeim aðgerdum sem gripið verður til segir Steingrímur Hermannsson: „MK A VERÐBÆIUR, BU VÖRUVERD OG HSKVERD — ,,og bæta þeim lægst launudu skerdinguna ■ „Við teljum að fara eigi svipaða leið og með niðurtalningunni í byrjun síðasta árs en hún gaf mjög góða raun. Setja þak á verðbætur, búvöruverð og fiskverð og bæta þeim sem lægstu launin hafa þá skerðingu sem því fylgir,“ sagði Steingrímur Hermanns- son sjávarútvegsráðherra um tiUögur framsóknarmanna í samtali við Tím- Rottueitri dreift víds- vegar vid Ægissíðu: „ÓEÐULfGT Á STAÐ SEM BÖRN ERU v AÐ LEIK ■ „Mér finnst í hæsta máta óeðlilegt að dreifa rottueitri, sem Utur út eins og svaladrykkur, á stað þar sem böm em að leik alla daga. Ég fæ ekki betur séð en þetta liggi héma á við og dreif. A.m.k. greip hvolpurinn eitrið í kjaftinn á hlaupunum. Ég varð þess ekki einu sinni vör að hann stöðvaði til að ná því,“ sagði Ásgerður Ásgeirsdóttir, íbúi við Sörla- skjól í Reykjavík í samtali við blaðið í gær. Ásgerður var á kvöldgöngu með þriggja mánaða hvolp fyrir skömmu. Allt í einu varð hún þess vör að hvolpurinn var með plastpoka í kjaftinum. Pegar nánar var að gáð, sá hún að plastpokinn innihélt bleikt duft. „Duftið minnti einna helst á svaladrykk eins og börn geta fengið í öllum búðum,“ sagði Ásgerður. Þegar Ásgerður svo las utan á pokann, sá hún að innihaldið var rottueitur. „Þetta var rétt fyrir neðan Sörlaskjólið, einmitt við róluvöll þar sem böm eru að leika sér alla daga.“ Ásgerður leitaði skýringa á þessu hjá meindýraeyði Reykjavíkurborgar. Þar fékk hún þau svör að rottueitrinu væri komið fyrir víðsvegar við Ægissíðuna. Reynt væri að fela það milli steina til að forða því að böm kæmust í það. Þess má að lokum geta, að hvolpinum varð ekki meint af eitrinu. Enda ekki víst að hann hafi gleypt af því. - Sjó. ■ Ásgerður og hvolpurinn Röskur, sem næstum var búinn að gleypa rottueitur sem hann fann við Ægissíð- una, rétt við leikvöll þar sem börn eru að leik aUa daga. Tímamynd Ari. ann en hann á sæti í ráðherranefnd þebrri sem nú fjaUar um efnahagsvand- „Þetta er grundvöllurinn, en miða verður við aðstæður hverju sinni og þær eru afskaplega ljótar nú.“ Steingrfmur sagði að ráðherranefnd- in hefði fjallað ýtarlega um hugmyndir allra aðila og að úrslit væru að koma í þessu máli. „Það þarf að vera heildarsvipur á þeim aðgerðum sem gripið verður til og þær verða að vera sannfærandi bæði fyrir okkur og alla aðra. Sannfærandi um að þær nái þeim markmiðum sem við viljum setja okkur um verðbólgu og' viðskiptahalla. AUir eru sammála um hvert stefnir ef ekkert verður aðp gert. Allir eru sammála um að; hækkanir 1. des. n.k. af stærðargráð- unni 15-20% standast ekki. Allt| stöðvast. Spumingin er svo hversu menn treysta sér til að taka djúpt í árinni“ sagði Steingrímur. - FRIi

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.