Tíminn - 11.08.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 11.08.1982, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR U. ÁGÚST 1982 FUJIKA STEINOLÍU- OFNAR AtflR HAGS17ETT VERÐ Skeljungsbúðin Síðumúla33 símar 81722 og 38125 ÆTLIÐ ÞÉR AÐ KAUPA IGNIS CONCORD KÆLISKÁP? TILBOÐSVERÐ nú: á 310 It. kæliskáp 7,950 , Sérstaklega sparneytinn með polyurethane einangr- un. Hljóölátur, öruggur, stll- hreinn. Möguleiki á vinstri og hægri opnun. Gott fernu- pláss. Hægt aó skipta um iit aó framan. Lítið á bls. 4 í síma- skránni. Algjörlega sjálfvirk af- Þýðing. Góðir greiðsluskilmálar. RAFIÐJAN H.F. Kirkjustræti 8 v/Austurvöll S.19294 og 26660 ar leggja mesta áherslu á að útsýni frá Amarhóli út yfir Sundin muni verða byrgt með hinni væntanlegu byggingu og telja að mótmæli Reykvíkinga gegn slíkri skerðingu hafi verið því sem næst að engu höfð. „Ég óttast að málið sé komið í þann farveg að ekki verði aftur snúið,“ sagði Davíð Oddson borgarstjóri um málið og bætti við: „En ég skil mæta vel afstöðu þeirra sem hafa áhyggjur af miðborginni og viðkvæmum reitum þar. Seðlabank- inn hefur samning í höndunum og fram- kvæmdir eru hafnar, svo að í raun getum við ekkert gert,“ sagði Davíð. Hann upplýsti að hann hefði sent Seðlabanka- stjórninni afrit af mótmælunum og beðið um skriflegt svar hennar. „Okkar afstaða mun koma fram í svari, sem við munum senda borgar- stjóra,“ sagði Guðmundur Hjartarson bankastjóri, þegar Tíminn spurði hann hvort bankinn mundi ljá máls á því að falla frá byggingaráformum sínum við Arnarhól, en vildi ekki tjá sig frekar um málið„ Meðal þeirra sem skrifa undir mót- mælabréfið eru Þorsteinn Ö. Stephen- sen, Halldór Laxness, Tómas Guð- mundsson, Þorkell Sigurbjörnsson, Sveinn Einarsson, Þórarinn Eldjárn, Jón Baldvin Hannibalsson, Jón Þórar- insson, Vilmundur Gylfason og Ólafur Jóhann Sigurðsson, svo einhverjir séu nefndir. SV ■ „Það er eindregin krafa okkar að borgarstjóm taki nú þegar upp samn- inga við stjóm Seðlabankans um að hætt verði við byggingu bankans á þessum stað.“ Þetta stendur m.a. í bréfi 29 þjóðkunnra Isiendinga - sem flestir em þekktir listamenn - til borgarstjórans í Reykjavík, og Davíðs Oddsonar, og lagt var fyrir fund borgarráðs í gær. ( bréfinu er rakin saga byggingará- forma Seðlabankans við Arnarhól og mótmæla sem þau hafa vakið. Bréfritar- ■ Margir hafa verið að bíða eftir Idofningi innan Alþingishússins, en hann varð þá utan dyra þess í stað!: Nærstaddir höfðu orð á að líklega mundi haninn sá ama hcita Haukdal, þótt ekkert sé fullyrt um hvort það sé satt. En víst lætur hann dæluna ganga. (Tímamynd: H. Gunn.) 29 þjóðkunnir Islendingar mótmæla Sedlabankabyggingunni: „ÉG ÓTTAST AÐ EKKI VERÐI AFTDR SNÚID” — segir Davíð Oddsson, borgarstjóri f Reykjavík Þorskaflinn í júlí f jórðungi minni en á sama tíma í fyrra ■ Þorskaflinn í júlímánuði var um 1/5 minni en i sama mánuði í fyrra, eða samtals 27.369 tonn á móti 33.826 tonnum í júlí 1981. Þorskafli bátanna var nú 4.214 tonnum minni og togaranna 2.243 tonnum minni en í júlímánuði' 1981. Alls var botnfiskaflinn nú 57.809 tonn og hefur minnkað milli ára nánast um það sem minnkun þorskaflans nemur. Botnfiskafli í heild hcfur minnkað töluvert i öllum landshlutum nema á Suðurlandi þar sem bátaafli er nú nær tvöfalt meiri en í fyrra og á Vesturlandi þar sem bæði bátar og togarar hafa nú fengið töluvert meiri afla en í júlí í fyrra. Þorskafli frá áramótum var í júlílok aðeins rúm 268 þús. tonn á móti tæpum 351 þús. tonnum á sama tímabili í fyrra, þ.e. nær fjorðungi minni í ár. Þorskafli togaranna þessa fyrstu 7 mán. nemur 97.537 tonnum sem er um 31% minna en í fyrra, en bátanna 170.788 tonnum sem er 18% minna en á síðasta ári. Heildar botnfiskafli báta og togara þessa fyrstu 7 mánuði er nú rúm 459 þús. tonn en var rösk 517 þús. tonn á sama tíma í fyrra. Þorskafli togaranna er í öllum landshlutum frá fjórðungi til þriðjungi minni en í fyrra og allt upp í 38% minni í Reykjavík og Hafnarfirði. Heildarafli báta og togara er nú einnig töluvert minni í öllum landshlutum með þeirri einu undantekningu að bátar á Suður- landi hafa nú aflað beturen á síðasta ári. Þá má geta þess að loðnuveiðin í ár er aðeins 1/12 hluti af því sem hún var í fyrra eða rúm 13 þús. tonn á móti 158 þús. tonnum á sama tíma 1981. Humar- og rækjuafli hefur hins vegar verið heldur betri nú'en í fyrra. -HEl pmymooiH ÆVINTÝRAHEIMUR BARNANNA SENDUM í PÓSTKRÖFU. LEIKFANGA VERSLUN V HALL VEIGARSTÍG 1 SÍM/26010 J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.