Tíminn - 11.08.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.08.1982, Blaðsíða 5
Upp kemst um stórfellt smygl í ms. Eddu: TVEIR SKIPVERJflR GANGAST VIS ÖLUIM SMYGLVARNINGNUM ■ Tveir skipveijar á MS Eddu hafa gengist við að vera eigendur að smyglvamingi sem fannst í skipinu síðdegis á föstudaginn. Hér er um að ræða sex hundmð fjörtíu og átta h'tra af áfengi og eitt hundmð lítra af hreinum vínanda. Verðmæti vamingsins á svört- um markaði er talið hátt á fjórða hundrað þúsund króna. Mun þetta vera með stærri smyglmálum sem upp hafa komið um árabil. Skipið kom til landsins frá Bilbao á Spáni s.l. miðvikudag. Að venju fóru tollverðir um borð meðan skipið lá á ytri höfninni. Leit var árangurslaus, þar til síðdegis á föstudag, en þá var leitað í svokölluðu þurrarúmi, undir lest tvö í skipinu. Að sögn Hermanns Guðmundssonar, lögfræðings hjá tollgæslustjóra, var hér aðeins um venjulega tollleit að ræða. Sagði hann að ekki hefði verið nein sérstök ástæða til að ætla að smyglvam- ingur væri í skipinu. Smyglvamingurinn sem fannst saman- stendur af 600 flöskum af spönsku Vodka, 24 flöskum af amerísku Vodka, 12 flöskum af Baccardi rommi og 12 flöskum af Gini. - Sjó. ■ „Alveg hörkuskíðafæri“ segir Valdimar Ömólfsson í Keriingarfjöllum, þar sem þessi mynd er tekin.—Timamynd: Kás. Snjóaði nýlega í Kerlingarf jöllum: „Hörku skíðafæri” — segir Valdimar Örnólfsson „Skuld” fagnar friðun hvalsins ■ „Hvalurinn er eign heims- ins. Altént lítur heimurinn sjálf- ur svo á. Enginn hlustar á þrugl íslenskra forráðamanna um ein- hverja sérstaka „íslenska“ stofna.“ Svo segir meðal annars í yfirlýsingu frá „SKULD“ félagi áhugamanna um hvalavemd, undirritaðri af Eddu Bjamadótt- ur, Skúla Magnússyni, Dagbarti Stígssyni og Hrafnhildi Ágústs- dóttur. { yfirlýsingunni er fagnað samþykkt Alþjóða hvalveiðiráðsins um að alfriða hvalinn. Þar segir einnig að tvívegis hafi íslendingar misst af strætisvagninum í sambandi við hvalinn, í fyrra sinnið 1974, þegar þverskallast var við að framfylgja eigin samþykkt um friðun hvalsins og fyrir tveim árum þegar til boða stóð aðstoð við að koma á fót nýjum atvinnuvegi í stað hvalvinnsl- unnar. Þá er látin í Ijós von um að ráðuneytið (ótilgreint hvaða ráðuneyti) hætti nú að berja höfðinu við steininn, hætti að spilla öllum orðstír íslendinga og ætli sér ekki að eyðileggja allan erlendan markað fyrir íslenskar afurðir Bent er á að íslendingar hafi blóðmjólkað snemmbæruna: uppurið hvern fiskistofninn af öðrum og stjórn- völd hafi gert hvert áhlaupið á fætur öðru gegn fornum orðstír íslendinga og er í því sambandi vísað til aðferða við útrýmingu sel^. Talið er að haldi fram sem horfir í því efni, muni aðfarimar brennimerkja íslendinga í augum heims- ins, sem hina mestu ribbalda. SV ■ „Það snjóaði hjá okkur héma í Kerlingarfjöllum um daginn og síðan hefur verið alveg hörkuskíðafæri. Eins og það verður best um þetta leyti árs,“ sagði Valdimar Ömólfsson, í Skíða- skólanum í Kerlingarfjöllum, þegar Tíminn ræddi við hann um talstöð í gær. „Sumarið hefur verið alveg sérstak- lega ánægjulegt," sagði Valdimar. „Hingað hafa komið milli 1500 og 2000 gestir og það hefur verið fullbókað á öll námskeið hingað til.“ Skíðaskólinn verður rekinn að minnsta kosti út ágústmánuð. Valdimar sagði að enn væri ekki uppselt á þrjú unglinganámskeið sem verða 15., 20. og 25. þessa mánaðar. Valdimar sagðist búast við að fljótlega yrði uppselt, því skíðafærið væri gott og eftirspurnin mikil. Atvinnu- leysi í algeru lágmarki ■ Atvinnuleysi virðist, enn a.m.k., vera í algeru lágmarki hjá okkur íslend- ingum. Samkvæmt yfirliti júlímánaðar reyndist það jafngilda að 0,3% af áætl- uðum mannafla hafí ekki haft vinnu, eða að 330 manns hafi verið atvinnu- lausir allan mánuðinn. Þar af voru 225 konur, eða 68%. Atvinnuleysi í mánuðinum virðist bundið við einstaka staði. Þannig jafngilti það 17 manns í Kópavogi (þar af 14 konur), 20 í Hafnarfirði (11) og 13 (9) á Akranesi. Á Vestfjörðum er atvinnuleysi óþekkt ennþá. Af 59 atvinulausum á Norðurlandi-vestra voru 48 (46) á Siglufirði. Atvinnuleysi á Norðurland-eystra einskorðaðist nær við Akureyri alls 44 (26), en var nær ekkert á öllu Austurlandi. Á Suðurlandi voru 16 (14) af 23 á Selfossi, í Vestmannaeyjum aðeins 5 og á Reykja- nesi voru 15 (10) af alls 20 í Keflavík. Atvinnuleysi í Reykjavík jafngilti 95 (43) atvinnulausum allan mánuðinn. Tölur innan sviga gilda allsstaðar um atvinnulausar konur af heildarfjölda. - HEI. ■ Húsgagnaverslunin Nýform, Reykjavíkurvegi 66. - Tímamynd: Ari. Nýform í Hafnarfirði: Ný þjónusta við kaup- endur á landsbyggðinni ■ Húsgangaverslunin Nýform í Hafn- ingamiðstöðvar og verslunin tekur arfirði hefur tekið upp nýja þjónustu við ekkert fyrir pökkun og keyrslu á kaupendur úti á landsbyggðinni. vöruflutningamiðstöðina. Þessi þjónusta er ný hjá fyrirtækinu, Verslunin ekur sjálf húsgögnum 0g þvf ekki mikið reynd, en að sögn norður að Borgamesi, og austur að Sigurðar Guðjónssonar framkvæmda- Hvolsvelli, en á aðra staði á landinu em stjóra Nýforms hefur hún verið mikið húsgögnin síðan send með vöruflutning- notuð frá því að byrjað var að veita hana. um. Þá em vömmar fluttar á vömflutn- - SVJ. Alþýðubandalagið endurskoðar afstöðu sína til meirihlutasamstarfs á Akranesi: ,,Tek ekkert mark á þessari yfirlýsingu” — segir bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins ■ „Ég tek ekkert mark á þessari yfirlýsingu, hún kemur frá einhverju bæjarmálaráði og ég veit ekkert hvaða fyrirbrigði það er,“ sagði Guðmundur Vésteinsson fuiltrúi Alþýðu- flokksins í bæjarstjórn Akra- ness, í viðtali við Tímann. Yfirlýsingin sem hann metur á þennan hátt er frá bæjarmála- ráðí Alþýðublaðsins á Akranesi og fjallar um meirihlutasamstarf í bæjarstjóminni. Meirihlutann mynda S'jálfstæúis- flokkur, sem á fjóra fulltrúa í bæjar- stjórninni, Alþýðuflokkur með einn fulltrúa og Alþýðubandalag sömuleiðis með einn fulltrúa. Minnihlutann skipa þrír fulltrúar Framsóknarflokksins. Fleygurinn, sem nú er kominn í samstarfið varðar ráðningu bæjarstjóra. Bæjarmálaráð Alþýðubandalagsins seg- ir í yfirlýsingunni að hæfasta um- sækjandanum hafi verið hafnað vegna skoðana hans, en hann er að þess sögn sósíalisti. Því er einnig haldið fram að allar umsóknir hafi verið hunsaðar og ráðinn maður, sem ekki sótti um starfið. „Þessi vinnubrögð eru þess eðlis, að Alþýðubandalagið hlýtur að endur- skoða aðild sína að meirihluta sam- starfinu," segir í yfirlýsingunni og því bætt við að næstu vikur verði notaðar til endurskoðunarinnar og ákvörðun verði síðan tekin á almennum félagsfundi. Guðmundur Vésteinsson sagði það alrangt að sá sem ráðinn var hefði ekki sótt um, hann hefði talað við bæjar- stjórnarfulltrúana og svo sótt um, reyndar eftir að umsóknarfrestur var útrunninn. Tíminn ræddi einnig við Guðjón Guðmundsson, annan mann á lista Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði að þeir sjálfstæðismenn í bæjarstjóm hefðu enn ekki fjallað um yfirlýsinguna og fyrr en það hefði verið gert vildi hann ekíci láta í ljós neitt álit á málinu. SV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.