Tíminn - 11.08.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 11.08.1982, Blaðsíða 6
Tækjavitleysan gengur allt of langt „Eftir aö lánin voru oröin gcngis- tryggö átti það aö duga til þess aö brcmsa þá af scm hugsuðu út í það dæmi. En mcnn fara alltaf í hugsunar- lcysi út í þctta, scgja bara scm svo: „Ríkisstjórnin vcröur aö rcdda þcssu." Skipin scm viö kaupum eru líka alltof dýr, cyðslufrck, mcö mikiö af óþarfa tækjum og flottheitin cftir því. Þcssi tækjavitleysa gcngur allt of langt. Það cru tugir fyrirtækja í innflutningi á ■ „Ástandið núna? Ég er búinn að vera lengi í rekstri og ég get sagt þér það að ástandið hefur aldrei verið verra. Árin 1967 og 68 voru hátíð hjá því sem er í dag. Þá á ég auðvitað við fyrirtæki sem eru að burðast með fjármagnskostnað á bakinu. Togaraútgerðin er t.d. svo langt, langt frá því að geta það sem hún er að gera. Skipin sem keypt voru á óverðtryggðum lánum standa sig, en þau sem keypt voru á verðtryggðum lánum geta ekkert nálægt því borið sig, hversu mikið sem þau veiða. Sjálfur hef ég bara verið með báta og þeir skrimta með því að vera svo til skuldlausir. Þetta er álit Soffaníasar Cecilssonar landsþekkts útgerðarmanns og fiskverkanda á Grundarfirði, sem við hittum nýlega að máli þar fyrir vestan. í framhaldi af því er fróðlegt að heyra álit Soffaníasar á því hvers vegna svo margir vilji þá kaupa og gera út þessi skip. Sannkallaðir farandverka- menn - þeir koma og fara og koma og fara - Getið þið ekki ráðið íslenskt farandverkafólk? - Þótt dýrt sé að taka útlendingana er sannleikurinn nú sá að það er miklu betra en að ráða farandverkafólkið, það er allt of dýrt. Þeir eru nefnilega margir hverjir svo sannkallaðir farandverka- menn, þ.e. þeir koma og fara og koma og fara. Það er lítið varið í það lið. Menn sem við fáum úr sveitunum á vertíðir reynast hins vegar margir mjög vel, miklu betur en flökkufólkið. En það er alltaf mikið dýrara að fá aðkomufólk og vandi að þess skuli þurfa. En það gerir líka hið vitlausa skólahald. Skólarnir ættu að starfa jafnt sumar sem vetur og unglingarnir síðan að vera í vinnunámi til skiptis. Þá þyrftum við enga útlendinga inn í landið. Já krakkarnir eru ágætir að mörgu leyti, en þurfa góða stjórn. - En hvað með mannskap á bátana? - Áður fyrr var hrein pína að manna bátana en nú hefur það snúist við, enda sjóvinnan orðin mjög sæmilega borguð sem betur fer. Fiskvinnslan er hins vegar alltaf vangreidd þannig að heimilisfeður geta nánast ekki verið í fiskinum. Það gefur þeim ekki það lifibrauð sem dugar. Raunverulega eru það húsmæðurnar sem halda úti þessari fiskvinnu. Þetta er meira aukavinna fyrir heimilin, bæði konurnar og krakkana. - Eru ekki einhverjar af erlendu stúlkunum ykkar orðnar húsmæður í Grundarfirði, eða stinga þær kannski af með strákana ykkar? „flÐUR VAR ÞAS UN AÐ FA LAN - Nl) ERU LÁN ÓLÁN” — Spjallað við Soffanías Cecilsson útgerðarmann með meiru á Grundarfirði tækjum í fiskiskipaflotann, þannig að mcnn vita ciginlcga ckki hvaða tæki þeir eru með. Dygði að hafa svona tvö fyrirtæki í þessu. Þá hcfðum við líka „stabílli" tæki. Okkur duga líka ödýrari og minni skip. Þau gcta vcrið alvcg jafngóð eigi að síður. En það hefur alltaf vcrið gcipilcgur hagnaður í innflutningi þessara tækja. Þau ásamt vélum scm mikið hcfur veriö flutt inn af, hafa líka vcriö notuð þannig, að þegar menn kaupa ný skip leggja þeir fram reikninga á fullu vcrði scm stofnfé í skipinu, þó menn fái kannski 20% afslátt af þessu öllu. Já, þctta eru hlutir sem gengið hafa hjá okkur mjög lengi. En þetta skapar ekki peninga hcldur eru þarna „gervipeningar” á ferðinni. Með svo mikið „gervi“ í þjóðfélaginu Við erum með svo mikið „gervi" í þjóðfélaginu. Og þess vegna er nú allt eins og það er. Málunum eins og þau eru nú verður engan veginn bjargað nema með óskaplegri stjórnun og niðurskurði á yfirbyggingunni hjá okkur sem er orðin allt of mikil. Við erum nú komin með tölvur og tækni sem ættu að geta fækkað fólki og minnkað yfirbygg- inguna í stórum stíl.“ - En hvað á þá að gera við fólkið? - Senda það t.d. í fiskinn og vera þannig laus við að þurfa að flytja inn fólk ístórumstíl. Þóéghafickki reiknað út hvað þarna væri um mikla peninga að ræða væri það þó a.m.k. siðferðilegra peninga virði. Það er enginn vandi að koma þessu fólki í vinnu. Við gætum unnið meira úr fiskinum en við gerum. í sumar t.d. fékk ég mikið af ýsu og við urðum að flaka hana mcö roði á lélcgan og arðlausan Brctlandsmarkað. Mcð nægum mann- skap hefðum við gctað unnið þetta á Amcríkumarkað scm gcfið hcfði arð. Þannig cr í mörgum tilfcllum hægt að breyta hrácfninu í arösaman útflutning mcð því að hafa nægt fólk. íslendingar orðnir of fínir - En vill þctta fólk þá fara í fisk? - Það cr nú einmitt vandinn að íslcndingar cru orðnir of fínir. Svona var þetta hjá Þjóðvcrjum, þcir voru orðnir of fínir til að vinna verksmiðjuvinnu og fluttu því inn útlendinga til þess. Við höfum þessi dæmi víða að og ættum að láta okkur þau að kenningu verða, því atvinnuleysið getur cinnig komið hér. Já, við fáum áreiðanlega erfiðleika framundan, því það bólar ekki á atvinnutækifærunum sem svo mikið er búið að tala um að skapa. Við erum t.d. alls ckki búin að bíta úr nálinni með Grundartangaævintýrið. Borgum stórfé til að halda þeirri „gervivinnu" gang- andi. Ég tel nú heillavænlegra að huga fyrst að því sem fyrir hendi er og snúa sér þá fyrst að „gervivinnunni" þegar fólk fer að verða atvinnulaust. En alls ekki að búa hana til áður en búið er að fullnýta raunverulega vinnu í landinu. - Hvaða leiðir sérð þú helstar út úr núverandi kreppu? - Ég sé ekki hvernig við getum mætt henni öðruvísi en með niðurskurði á yfirbyggingunni og fækkun á skipum. Geyma þau bara vel og kaupa engin ný. Ef við stoppum svo alla fjárfestingu í eitt til tvö ár er búið að bjarga þessu. Við vitum að fjárfestingin í landinu er gengdarlaus og duldar tekjur í þjóðfélag- inu í stórum stíl. Öll uppbyggingin sannar það, hún er ekki öll gerð fyrir hinar framtöldu tekjur fólksins. Svört atvinna í miklu stærri mæli en menn halda Hin svarta atvinnustarfsemi er líka í miklu stærri mæli hér en menn halda. Ég efast um að fjármálaráðherra fái nema helminginn af því sem hann ætti að fá í kassann samkvæmt þeim skattalögum sem við höfum, sem að vísu valda allt of mikilli skattheimtu. En auðvitað væri hægt að lækka skatta ef allt væri fram talið og það væri æskilegra. Það er t.d. alls konar iðnaður í landinu sem situr að þessari svörtu atvinnustarfsemi, óþurftar iðnaður og óskaplega dýr. Það eru líka alveg lygilegar tölur sem hægt er að nefna í sambandi við þjónustu við fyrirtækin. Ef við losnuðum við þetta þá trúi ég að hægt væri að laga þetta þjóðfélag okkar. Hitt er annað mál hvort nokkur hlýðir nú á dögum. Satt að segja efast ég um að komið verði á hlýðni fyrr en hér verður komið atvinnuleysi í stórum stíl. Það er það eina sem fólk myndi taka mark á. Þangað til stoppar enginn. heldur halda allir áfram að hrúga bara lánum ofan á lán. Auðvitað er þetta vegna verðbólgunnar og vantrúarinnar á peninga. Gamla spakmælið „Græddur er geymdur eyrir" hefur nú snúist upp í andstæðu sína, „Glataður er geymdur eyrir". Hér áður fyrr var það lán að fá lán en nú eru lán ólán." Tveir togarar nóg í Breiðafirði í stað fjögurra - Þú minntist áðan á fækkun togara. Vilt þú líka láta fækka þeim hér í Grundarfirði? - Já, hér eru tveir, sem er a.m.k. einum of mikið. Við fáum alltof mikið hráefni á köflum. Það er mikill misskilningur að hrúga kannski heilum togarafarmi inn í eitt frystihús, sem tekur síðan jafnvel viku að vinna. Þegar togarinn er búinn að vera úti í viku verður síðasti fiskurinn orðinn hálfs mánaðar gamall. Það er ansi lélegt hráefni og vill því stundum fara i gegnum hcndurnar á fólki og þaðan beint út í fiskimjölsverksmiðju eftir að búið er að leggja mikla vinnu og kostnað í þetta. Það þarf því meiri dreifingu á afla togaranna eins og ákveðið var með loðnuna á sínum tíma. Togararnir ættu ekki að landa þar sem ekki er með góðu móti hægt að taka á móti fiskinum. Hér í Breiðafirði gætu t.d. verið tveir togarar, en ekki fjórir, og fiskinum yrði síðan dreift milli stöðvanna. Síðan ætti að minnka þessa gengdarlausu yfirvinnu, fram á nætur og um helgar, og reyna að ná kaupinu eitthvað svolítið upp. Það er hægt með bónus og öðru því um líku að hressa kaupið svolítið upp ef fólkið þarf ekki að vinna allt of langan vinnudag. Þetta myndi skila öllum jafnari og betri afkomu. Raunverulega ættu ekki að vera fleiri skip en svo að vinnan dugi fyrir heimafólkið. Þessir flutningar á fólki til og frá eru mjög kostnaðarsamir og hrein vitleysa. Að flytja útlendinga hingað inn og út aftur kostar t.d. svo mikið fé að ég veit ekki hvort þjóðin græðir raunverulega nokkuð á því að fá þá inn í landið. -Jú, líklega eru 4 eða 5 orðnar húsmæður hér, enda staðreynd að hvergi í heiminum er betra að vera en hér á hjara veraldar. Um hitt veit ég ekki enn, þó mér sýnist kannski hilla undir eitt slíkt tilfelli núna. En konum er það yfirleitt ekki í blóð borið að taka forystuna, þannig að þær hlaupi með bóndann hvert sem er. Hann er oft þungur í taumi. - Hvað hefur þú svo margt fólk í vinnu? - Yfirleitt um 40 manns við fiskvinnsl- una og síðan 25-30 manns á bátunum. Ég og bátarnir í úreldingarsjóð á sama tíma - en guð hjálpi þeim sem taka við Þegar við komum til Soffaníasar var lítið um að vera í fiskvinnslunni hjá honum. Allir voru í 3ja vikna sumarleyfi fram að verslunarmannahelgi, og því margir burtu úr bænum. Sjálfan var hann þó að finna í frystihúsinu, enda sagðist hann frekar fara eitthvað að vetrinum. „Mér finnst óskynsamlegt að cyða góðu sumri til að fá bara aðeins meiri sól", sagði Soffanías. Eftir fríið skyldi hafist handa við að mála húsin og laga til, þar til bátarnir færu á troll. - Er þá engin kreppa hjá þér sjálfum Soffanías? „Ég á þrjá báta sem eru frá 8 til 28 ára gamlir og allir í góðu standi. Ég hef alltaf sagt að þeir fara í úreldingarsjóð á sama tíma og ég, og þar af leiðandi lifi ég þetta vandamál af sjálfur. En guð hjálpi þeim sem taka við. Það verður ekkert gamanmál." - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.