Tíminn - 11.08.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 11.08.1982, Blaðsíða 8
8 Útgefandl: Framsóknarflokkurinn. Framkvœmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þ«Srarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fróttastjóri: Kristinn Hallgrimsson. Umsjónarmaður Helgar- Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttlr, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir.lngólfur Hannes- son (íþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristin Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Utlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elln Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siðumúla 15, Reykjavik. Sími: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsimar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Árásirnar á sjávar- útvegsrádherra ■ Um langt skeið hefur íslenskur stjórnmálamaður ekki verið eins rægður og ofsóttur af andstæðingum sínum og Steingrímur Hermannsson, sjávarútvegsráð- herra. Allt hefur verið tínt til í þeim tilgangi að reyna að ófrægja hann. Það hefur m.a. verið notað eftir megni til útúrsnúninga, að Steingrímur er hreinskiln- ari en títt er um stjórnmálamenn. Einkum hefur verið reynt að nota það gegn Steingrími, að hann hafi leyft óeðlilega mikla aukningu fiskiskipastólsins og komi það að sök nú, þegar loðnuveiðarnar stöðvast og aflabrestur verður á þorskveiðum. Annar hefði hins vegar verið tónninn, ef loðnuveiðarnar hefðu aukizt og þorskaflinn verið að styrkjast, eins og menn væntu að yrði árangurinn af útfærslu fiskveiðilandhelginnar og á vafalaust eftir að verða. Staðreyndin er annars sú, að Steingrímur Her- mannsson á miklu minni þátt í aukningu skipastólsins en andstæðingar hans vilja vera láta. Þetta byggist á eftirgeindum staðreyndum: 1. Þegar Steingrímur Hermannsson varð sjárvarút- vegsráðherra veturinn 1980 var hafin smíði eða veitt lánsloforð til smíða á fiskiskipum, sem námu samanlagt 5200 smálestum, þar af 8 togarar og tvö stór nótaskip. 2. Þegar Steingrímur Hermannsson varð sjávarút- vegsráðherra, voru fiskiskip á frílista, þ.e. innflytjend- ur þurftu engin leyfi frá stjórnvöldum, ef þeir gátu greitt þau af eigin ramleik eða þurftu ekki samþykki fyrir lánum. Tveir togarar, samtals um 1000 rúmlestir, voru fluttir inn með þessum hætti, nokkru eftir að Steingrímur varð ráðherra. Fiskiskip hafa nú verið tekin af frílista. 3. í stjórnartíð Steingríms Hermannssonar hefur það verið aðalreglan, að leyfa ekki innflutning á fiskiskipum, nema skip hafi verið selt úr landi eða tekið úr notkun. 4. Undantekningar frá áðurgreindri reglu eru örfá skip, sem ráðstafað hefur verið til útgerðarstaða, sem höfðu orðið útundan og afkoma fólks þar byggðist á því, að úr yrði bætt. Undantekningarlaust hefur þetta verið stutt af viðkomandi þingmönnum úr öllum • flokkum. Þegar þessara staðreynda er gætt, er ljóst, að Steingrímur Hermannsson hefur reynt að halda aukningu skipastólsins í hófi, en ýmis frávik, sem stöfuðu m.a. frá fyrirrennurum hans, hafa gert þetta örðugra en ella. Þrátt fyrir það, hefði skipastóllinn nú verið nokkurn veginn í jafnvægi, ef stöðvun loðnuveiðanna hefði ekki komið til sögu. Vegna þess áfalls, getur reynzt nauðsynlegt að stöðva innflutning og nýbyggingu fiskiskipa um nokkurt skeið, t.d. tvö ár. Aðstaða sjávarútvegsins hefur verið slík síðan Steingrímur Hermannsson varð sjávarútvegsráð- herra, að ekkert annað ráðherraembætti hefur verið erfiðara á þessum tíma. Hvað eftir annað hefur stöðvun flotans verið yfirvofandi. Fyrir ötula forgöngu Steingríms Hermannssonar hefur því verið afstýrt og það átt drýgstan þáttinn í þeirri velmegun, sem verið hefur á íslandi síðustu ár, ef miðað er við flest önnur lönd. Steingrímur Hermannsson á vissulega annað skilið en róg fyrir þennan mikilvæga árangur. Þ.Þ á vettvangi dagsins MIÐVIKUDAGUR 11. ÁGÚST 1982 Gegn kjarn- orkuvopnum — ræða Guðmundar G. Þórarinssonar, alþingismanns, á útifundi á Miklatúni ■ Steinn Steinar orti eitt sinn „Hug- leiðingu um nýja heimsstyrjöld". Hún byrjar á þessa leið: Nú baðar jörð í blóði og barist er af móði og þessu litla ljóði mun lítil áheyrn veitt. Og þótt ég eitthvað yrki um Englcndinga og Tyrki má telja vist það virki sem verra en ekki neitt. Steinn var þannig ekki bjartsýnn á það að orð hans eða ljóð fengju miklu áorkað í þeirri römmu vígbúnaðar- og stríðsglímu. Líklegt þykir mér að þessi fundur okkar hér á túninu hefi engin úrslitaáhrif í baráttunni gegn kjarnorkuvopnum þótt ég taki ekki undir svartsýni Steins Steinars og telji hann „verra en ekki neitt“. Menn segja gjarnan að afstaða og viðhorf {slendinga skipti engu máli. Við höfum engin áhrif á lausnir, við ráðum engu, við höfum ekkert afl, við höfum ekkert vald. Risaveldin ráða ferðinni, þau ráða öllu, þau hlusta ekki á smáþjóðir í þessu efni. Eftir árangurslitlar afvopnunarvið- ræður í nærfellt 30 ár breytir fundur okkar hér á Miklatúnu litlu. Ræður okkar hérna á túninu hafa svipuð áhrif á gang heimsmála og ræða Steins Steinars á Þingvöllum, sem hann flutti yfir Jóni á Brúsastöðum einum. En þannig hugsa allt of margir. Ég get ekkert, það munar ekkert um mig. Sannleikurinn er sá, að sú bylgja sem risið hefur meðal almennings víða um heim gegn kjarnorkuvopnum hefur fært umræðumar í nýjan farveg. Fjöldasam- tök hafa knúið ráðamenn til þess að endurskoða afstöðu sína. Það er ekkert einkamál risaveldanna þegar gjöreyðing ógnar öllu mannkyni mörgum sinnum. íslendingar eru smáir, það er rétt, en þeir mega ekki láta stærðina blinda sig. íslendingar verða að gera greinarmun á aflinu og réttinum. Við höfum lítið afl, en við höfum mikinn rétt. Rétturinn til að mótmæla ógnum gjöreyðingar og útrýmingu alls lífs er skýlaus. Réttur hvers einstaklings til að mótmæla er skýlaus, hvar í flokki sem hann stendur, hvar í landi sem hann býr, í heimi þar sem 500 biljónum dollara er varið árlega til vígbúnaðar, í heimi þar sem 40.000 börn deyja daglega úr hungri og örbirgð. Rétturinn í þessu efni er allra þjóða án tillits til stærðar, allra þjóða án tillits til staðsetningar. Réttur- inn er mannkynsins alls. Smáþjóðirnar þurfa ekki að hika. Hvað er það sem gerir stórþjóð að stórþjóð? Fleiri einstaklingar. Réttur þeirra er ekki sterkari þó þeir séu fleiri. Við erum öll íbúar þessarar jarðar. Við megum ekki láta herstyrk, auðmagn eða stórvirki risaveldanna blinda okkur. Styrkur þjóðar er heldur ekki fólginn í stærð þegar til lengdar lætur. Styrkur- inn er fólginn í lífsmagninu, lífsþrótt- inum, styrk andans sem í þjóðinni býr. Stórveldin líða undir lok ef lífsmagn ,Fjöldasamtök hafa knúið ■ Ég veit ekki hvort það er neitt gagn að því að fá óráðsíur til að skrifa greinar um peninga í blóðin. En þar sem fleiri en hagfræðingamir og viðskiptafræð- ingamir hafa hagsmuna að gæta, til að mynda þingið og almenningur, leyfi ég mér að skrifa dálítið um verðbólgu. Ef litið er til baka, voru íslendingar líklega ein ríkasta þjóð í veröldinni í stríðslok, miðað við mannfjölda. Það þurfti að sprengja upp svo til allan heiminn, til þess að íslendingar fengju vinnu, en meðan á bardögum stóð var bókstaflega ekkert hægt að gjöra við peninga, og mun það ástæðan fyrir því, að íslendingar söfnuðu peningum. Ef aðgangur hefði verið að búðum erlendis má telja víst, að þeim peningum hefði verið eytt samstundis með einhverjum hætti. Okkur er ekki sýnt um að spara. En langur tími hefur liðið og frá stríðslokum höfum við í raun og veru verið skuldum vafin. Eyðslan hefur haft allan forgang. Ekki hefur verið tekið tillit til þjóðartekna að neinu ráði svo lengi sem ég man, hvorki þegar kaup er reiknað, eða ráðist er í munað eða framkvæmdir, enda svo komið að ísland er komið í röð skuldseigustu ríkja heims. Er númer þrjátíu og níu í peningalegri æru á heimsmælikvarða, að því er útvarpið hermir eftir svörtum lista yfir lánstraust ríkja heims. Verðbólgan Við erum nú sjálfsagt öll jafn sek, svona efnahagslega séð, nema ef vera kynni að hann Jón Jónsson, sem vinnur í fiski væri saklaus. Og ég efast ekki heldur um að opinberar skýrslur um það, að við lifum um efni fram um þessar mundir, eru réttar. En á hinn bóginn er ■ Skýrslur frá sérfræðingum hlaðast upp í stjómarráðinu og em svo dapurlegar að það byrjar samstundis að rigna, ef þær em opnaðar. Hvemig litu svona skýrslur um verðbólg- una út, ef hætt væri að nota sauðaket við reikninginn? Um saudaket í verðbólgu Jónas Guðmundsson, rithöfundur, skrifar i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.