Tíminn - 11.08.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 11.08.1982, Blaðsíða 12
16 MIÐVIKUDAGUR 11. AGUST 1982 pkMjmobil pkiymobll Úrvalið af leikföngum fyrir alla krakka á öllum aldri. Póstsendum LEIKFANGAVERZLUNIN JOJO AUSTURSTRÆTI8 - SÍM113707 Framkvæmdastjóri ÞÓRUNGAVINNSLAN HF. á Reykhólum óskar að ráða framkvæmdastjóra. Umsóknir með upplýsingum um menntun og fyrri störf berist fyrir 20. ágúst n.k. til stjórnarformanns, Vilhjálms Lúðvíkssonar, Laugavegi 13, sem gefur nánari upplýsingar í síma 21320. Jörð til leigu Til leigu er góð bújörð í Eyjafirði. Upplýsingar hjá Búnaðarsambandi Eyjafjarðar frá kl. 9-10 í síma 22455. Bændur - Hestamenn Vil selja 8 vetra harðviljugan og „hundléttan" klárhest. Hesturinn er „dauðspakur". Upplýsingar á kvöldin í síma 99-4346, Tómas. Ritari óskast Starf ritara á skrifstofu borgarlæknis er laust til umsóknar. Umsækjendur þurfa að hafa reynslu í læknaritun og skjalavistun, auk góðrár íslenskukunnáttu. Upplýsingar gefnar á skrifstofu borgarlæknis, Heilsuverndarstöðinni v/Barónstíg. Umsóknir sendist undirrituðum á umsóknareyðu- blöðum er fást á sama stað. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst n.k. Borgarlæknirinn í Reykjavík. íþróttir Molar Úrslitin byrja í 4. deild íkvöldl ■ Úrslitakeppnin í 4. deild í knattspymu hefst í kvöld. Það em sigurvegaramir í riðlunum sex semj leika til úrslita og er leikið í tveimur riðlum, heima og heiman. Efstu lið í hvomm riðli komast síðan upp í 3. deild og leika loks til úrslita um íslandsmeistaratiti! í 4. deild. f kvöld leika í Þorlákshöfn Þór Þorlákshöfn og Ármann og á Ólafsfirði leika heimamenn gegn Reyni Árskógsströnd. Auk þessara liða leika Valur á Reyðarfirði og Stjaman í Garðabæ í úrslitakeppn- inni. Úrslitaleikurinn fer svo fram 5. september n.k. Hópferð á leik ÍBK og KR ■ Vegna leiks IBK og KR ■ Keflavík í kvöld efna KR-ingar tii hópferðar og verður lagt af stað frá KR-heimilinu kl. 17.45. Veskinu var stolið frá Keegan ■ Ekki er víst að Kevin Keegan verði tilbúinn til að gefa áhugasöm- um aðdáendum eiginhandarárítanir nú á næstunni. Hann varð nefnilega fyrír því óláni á dögunum, meðan hann skrifaði nafn sitt í gríð og erg, að einhver þrjótur læddLst aftan að honum og hnuplaði veskinu hans með 100£ innanborðs. Þetta átti sér stað eftir að lið Southampton hafði leikið æfingaleik gegn Ballymene á Norður-írlandi. Það var þó smá sárabót að Southampton vann leik- inn 4-2. Bond leitar að leikmönnum ■ John Bond framkvæmdastjórí Manchester City er á höttunum eftir nýjum leikmönnum eftir að Trevorj Francis tók pokann sinn. Líklegt er talið, að fyrrverandi Manchester United og Coventry-leikmaðurinn Gerry Daly gangi til liðs við City. Þá j: era uppi sögusagnir um að miðherji Livcrpool David Johnson sé á sömu leið. En hann hefur einnig verið orðaður við nágrannalið Liverpool Everton. Fjórir á þing IHF ■ Næstkomandi mánudag hefst þing IHF eða Alþjóða handknatt- leikssambandsins í London. Frá íslandi fara Ijórir fuiltrúar þeir Júlíus Hafstein, Jón Erlendsson, Ámi Arnason og Þórður Sigurðsson. Þingið stendur yfir alla næstu viku. Hartford til West Brom? ■ Sennilegt þykir, að skoski lands- liðsmaðurinn Asa Hartford sé á förum frá Man. Ciíy til West Brom. Standa nú yfir umræður um málið. Chelsea hefur gert miklar, en árangurslausar tilraunir til að fá kappann til liðs við sig. Arabarnir björgudu ekki Úlfunum ■ Sögusagnir hafa verið á lofti í Englandi um að eitthvað af því Ijármagni sem varð til að bjarga hinu gamalkunna félagi Wolverhampton Wanderers frá gjaldþroti hafi komið frá Aröbum. Forvigismenn félagsins neita þvi cindrsgið og hafa látið uppi hvaða fyrirtæki hafi átt mestan þátt í björgunarstarfinu. Undanúrslit í bikarkeppninni í kvöld: Víkingur - ÍA ÍBK - KR ■ í kvöld fæst úr því skorið hvaða tvö félög leika til úrslita í bikarkeppni KSÍ 1982. Liðin fjögur sem leika í undanúr- slitum eru Víkingur, ÍA, Keflavík og KR. Fyrrnefndu liðin tvö leika á Laugardalsvelli, en KR-ingar heim- sækja Keflvíkinga. Báðir þessir leikir verða án efa mjög spennandi og ekkert þessara liða kemur til með að gefa hið minnsta eftir til að komast í úrslitaleik- Eins og flestir vita, standa Víkingar nú best að vígi í 1. deildarkeppninni og Heimir Karlsson og félagar hans í Víkingsliðin Tveir spe leikir frar setja markið líklega fyrst og fremst á sigur þar. Það þarf samt ekki að þýða að þeir gefi neitt eftir í baráttunni gegn Skagamönnum. Skagamenn hafa níu sinnum leikið til úrslita um bikarinn og alltaf tapað nema einu sinni, 1978. apa Lið IBK og KR eru bæði mikil baráttulið og leikmenn þeirra hafa án efa mikinn áhuga á að leika úrslitaleik- inn 29. ágúst n.k. Gengi ÍBK hefur verið Bók eftir Yuri Sedov ■ Nú alveg á næstunni er væntanleg á markað bók, sem hlýtur að teljast forvitnileg fyrir alla knattspymumenn og aðra sem á einn eða annan hátt tengjast íþróttinni. Hún fjallar um íslenska knattspymu á breiðum grund- veUi og er höfundur hennar þjálfari íslandsmeistara Víkings, Sovétmaður- inn Yuri Sedov. Það er Bókhlaðan sem gefur þessa bók út. sh. KR-ingar sækja varamarkmanninn til Hollands ■ Stefán Amarson er mikið á ferðinni þessa dagana. ■ Stefán Jóhannsson markvörður KR- inga sem átt hefur við meiðsli á hendi að stríða að undanförnu hefur jafnað sig af þeim meiðslum og var byrjaður að æfa með félögum sínum. Þá meiddist hann illa á hné og mun verða frá keppni um a.m.'.k. tveggja vikna skeið. Vara- markvörður liðsins Stefán Arnarson hefur verið á keppnisferðalagi með 2. flokki KR í Hollandi og Belgíu og var hann kallaður heim til að leika hinn mikilvæga bikarleik gegn ÍBK í kvöld. Kom hann til landsins síðdegis í gær og mun standa í marki hjá KR í Keflavík. Nokkrir leikmanna KR-liðsins hafa átt við meiðsli að stríða og er til dæmis óvíst hvort Ottó Guðmundsson fyrirliði leikur með í kvöld. sh Leikið allan sólarhringinn á móti sem handboltalið KR tekur þátt í í Noregi ■ Meistaraflokkslið karla úr KR tekur þátt í nokkuð merkilegu handboltamóti í Moss í Noregi í lok þessa mánaðar. Allir leikirnir á mótinu fara fram á einum sólarhring og leika KR-ingamir t.d. á miðnætti, kl. 3 um nóttina og kl. 7 að morgni. Auk KR keppa á þessu móti 1. deildarlið frá Noregi og Svfþjóð. Eftir Moss-mótiö nýstárlega halda KR-ingarnir yfir til Danmerkur og leika þar fjölmarga leiki, m.a. gegn 1. deildarliðum frá Danmörku, Svíþjóð og Noregi. Alls eru á dagskránni 14 leikir á 12 daga ferðalagi. Strembin dagskrá það. -IngH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.