Tíminn - 12.08.1982, Blaðsíða 3

Tíminn - 12.08.1982, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 3 fréttir varðandi frádráttarliði og annað slíkt. Fulltrúar BSRB hafa vcrið boðaðir til samsvarandi fundar í dag og síðan aðrir hagsmunaaðilar. Spurður hvort hann teldi tillögurnar góðar cða slæmar sagðist einn framá- maður ASÍ verða aðfámeiri skýringar og sjá fleiri gögn áður en hann gæti sagt um hvaða áhrif svona breytingar mundu hafa. „Hins vegar held ég að menn séu orðnir sammála um að það verður að tengja nýjan vísitölugrundvöll. Raunar hef ég lengi haldið því fram að núverandi vísitala tryggi okkur ekkert nema áframhaldandi verðbólgu, þannig að það er spurning hvort ekki ætti að fleygja öllu gamla kerfinu og finna einhvern nýjan flöt á þessu. Höfuðmálið er að kaupmátturinn haldist og raun- veruleg niðurtalning getur held ég aldrei orðið nema því aðeins að menn geti komið sér niður á einhverja breytingu á þessum víxlhækkunum", sagði fyrrnefndur forystumaður ASÍ. - HEI ■ Lenging vísitölutímabila og breyt- ingar á áhrifum skattheimtu á vísitöluna munu vera meðal þeirra hugmynda sem viðræðunefnd um vísitölumál viðraði á fundi með fulltrúum ASÍ og VSÍ í ráðherrabústaðnum í gær. En þar var nefndin að kynna mönnum ákveðnar hugmyndir um nýtt viðmiðunarkerfi við vísitöluútreikning launa. Hér er átt við nýjan vísitölugrundvöll, er tæki við af þeim gamla, en jafnframt aðrar hugsan- legar breytingar í því sambandi, t.d. ■ Það var léttara yfir fulltrúum vinnuveitenda og formanni nefndar þeirrar sem heitir því virðulcga nafni: „Viðræðunefnd um vísitölumár. Vísitölunefndin á fundi með ASÍ og vinnuveitendum í gær: UENGING VfSUðUI- TÍMABIIA VWRUÐ ■ Fulltrúar ASÍ ganga hér af „vísitölufundinum“ í ráðherrabústaðnum í gær, en ekki treystum við okkur til að spá í hvort svipurinn á þeim segir eitthvað til um álit þeirra á nýju tUlögunum, sem væntanlega eru vel geymdar í tösku hagfræðings ASÍ, því allar eiga þær að vera strangt trúnaðarmál enn um sinn. Innbrotið f gullverslunina að Laugavegi 11 Gæsluvarðhald fram lengt um tvær vikur ■ Gæsluvarðhaldsúrskurður yfir tutt- ugu og eins árs gömlum manni sem hefur játað að hafa brotist inn í skartgripa- verslun Benedikts Guðmundssonar að Laugavegi 11 var framlengdur um tvær vikur í gær. Maðurinn var fyrst úrskurðaður í gæsluvarðhald að beiðni rannsóknarlög- reglunnar í lok júlí s.l. Þá hafði beinst að honum grunur um að hafa brotist inn í verslunina og stoiið skartgripum fyrir rúmlega hundrað þúsund krónur. Fljót- lega gekkst maðurinn við að hafa framið verknaðinn. Hins vegar fékkst hann ekki til að vísa á þýfið. Að sögn rannsóknarlögreglunnar gef- ur maðurinn ákveðnar skýringar á því hvað orðið hafi um þýfið. Skýringarnar tekur rannsóknarlögreglan hins vegar ekki trúanlegar. Ekki er talin ástæða til að ætla að umræddur maður sé viðriðinn önnur innbrot í skartgripaverslanir sem framin hafa verið að undanförnu. - Beið bana í hílslysi í Borgarf irði eystri ■ Sextíu og fjögurra ára gamall maður, Ólafur Pálmi Þorsteinsson, fórst í bílslysi í Borgarfirði eystri aðfaranótt mánudagsins s.l. Ólafur ók bíl sínum út af veginum við bæinn Hofströnd. Hafnaði bíllinn úti í skurði og þegar að var komið var hann látinn. Ólafur var búsettur í Borgarfirði eystri. .Sjó Þrjár skriður féllu við Heiði ■ „Aðfaranótt síðasta mánudags gekk hér í norðan slagveður með óhemju miklu úrfelli og hvassviðri sem stóð í þrjú dægur. Féllu þá þrjár skriður rétt fyrir sunnan bæinn Heiði í Gönguskörð- um. Ein þeirra náði veginum sem slapp þó við skemmdir, en þetta var mikið jarðrask. Má segja að allt hafi verið á floti, víða runnið úr vegum og tjarnir myndast í túnum." Framanskráð kom fram í viðtali við Guttorm Óskarsson á Sauðárkróki í gær. Fyrir þetta úrfelli sagði Guttormur hafa verið fyrirtaks heyskapartíð í þrjár vikur. Sumir hirtu þá upp, en lang flestir eru langt komnir með heyskapinn, að sögn Guttorms. Tveir í varðhald ■ Tveir ungir síbrotamenn voru úr- skurðaðir í gæsluvarðhald að kröfu rannsóknarlögreglu ríkisins á þriðjudag- inn. Voru mennirnir staðnir að verki við innbrot í Austurbæjarbíó aðfaranótt mánudagsins. Ennfremur liggur ljóst fyrir að þeir brutust inn í læknastofu og teiknistofu við Laugaveginn. Þar kom- ust þeir yfir ávísanahefti. -Sjó Greiðari leið með VISA greiðslukorti Stór hópur íslendinga þekkir nú af eigin reynslu kosti VISA greiðslukortanna. Þau má nota erlendis til greiðslu á ferðakostn- aði, svo sem fargjöldum, uppi- haldi o.fl. VISA greiðslukort eru þau al- gengustu sinnar tegundar í heim- inum og njóta mikils trausts. Upplýsingablað með reglum um notkun liggurframmi í næstu af- greiðslu bankans. Kynnið ykkur gjaldeyrisþjónustu Landsbankans. LANDSBANKINN Bcuiki allra landsmanna -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.