Tíminn - 12.08.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 12.08.1982, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 erlent yfirlit ■ í RÚSSNESKUM fjölmiölum er nú mikið rætt um Helsinki-sáttmálann og mætti ætla af ummælum þeirra, að Rússar stæðu nú aðalvörð um að ákvæðum sáttmálans væri framfylgt. Það er ekki ófróðlegt að kynnast því, hvemig þessum áróðri er hagað, því að frá sjónarhæð manna vestantjalds horfa málin æðimikið öðruvísi við, eins og síðar verður vikið að. Einn af þekktari fréttaskýrendum í Sovétríkjunum, Vladlen Kuznetsov, hefur nýlega skrifað yfirlitsgrein um þetta efni, og verða hér birt nokkur atriði úr henni. í upphafi segir á þessa leið^, Aimenningur í heiminum minnist þess um þessar mundir, að 7 ár eru liðin frá Öryggisráðstefnu Evrópu og sam- þykkt lokaákvæðis Helsinkisáttmálans. Evrópa hefur um 37 ára skeið búið við frið. Friður er eðlilegur hlutur í álfunni, þar sem háðar hafa verið tvær heims- styrjaldir. Ekkert þessu líkt hefur áður gerst í sögu Evrópu, sem hefur verið styrjaldarhrjáð. Evrópubúar eru að venjast átakalausu lífi og taka það sem sjálfsagðan hlut. Friður í Evrópu hefst, þegar unninn er sigur yfir fasismanum - sigur, sem krafðist 20 milljón manns- lífa af Sovétríkjunum. ■ Brésnjef og Jaruzelski Onnur túlkun austan tjalds en vestan Rússneskir fjölmiðlar ræða Helsinkisáttmálann Helstu greinar lokaákvæðis Helsinki- sáttmálans gera það að verkum að auðveldara er að varðveita friðinn. Þátttakendur Helsinki-ráðstefnunnar, sem hafa viðurkennt friðhelgi landa- mæra í Evrópu, hafa skuldbundið sig til að beita ekki valdi, til að hafa ekki hemaðarafskipti af málefnum annarra þjóða, til að reka ekki áróður fyrir árásarstyrjöldum og ógna ekki öðrum að nokkru leyti. Þessar skuldbindingar eru áfram í gildi. Pólitískar viðræður milli austurs og vesturs halda áfram. Meginmarkmið þessa er að efla innri uppbyggingu Evrópu og slökun spennu í heiminum, leita að leiðum til að draga úr hernaðarlegu andspæni og byggja upp gagnkvæmt traust og gagnkvæman skilning í þágu öryggis og stöðugleika. í þessu sambandi eru þátttakendur í tvíhliða viðræðum að leitast við að samræma afstöðu sína og tilraunir í þá átt að koma í veg fyrir að Madrid- fundurinn renni út í sandinn og að honum ljúki með því að undirrituð verði Iitlaus yfirlýsing, en slíkt mundi vera vilji Bandaríkjanna. Heldur á honum að ljúka með áþreifanlegum árangri, með undirritun skjals, sem inniheldur fullt umboð til að kalla saman ráðstefnu um hemaðarlega slökun og afvopnun í Evrópu. Þjóðir austurs og vesturs halda áfram umfangsmikilli samvinnu á sviði versl- unar og efnahagsmála, sem er efnisleg undirstaða friðsamlegrar sambúðar í Evrópu. Þrátt fyrir viðskiptabönn og refsiaðgerðir og aðrar ráðstafanir í þessum dúr, sem Bandaríkin hafa komið á, hefur framkvæmd gasleiðslunnar haldið áfram, en sú framkvæmd er sú viðamesta í orkumálum í Evrópu á þessari öld. Helsinki-ráðstefnan hefur skapað for- sendur fyrir vaxandi og aukinni sam- vinnu á sviði mannúðarmála, t.d. á sviði menningar, menntamála, upplýsinga og mannlegra samskipta. Svokölluð „þriðja karfa“, sem fjallar um menn- ingarleg verðmæti, hefur verið fyllt af ferskum og þroskuðum ávöxtum." HÉR hafa verið taldar upp helztu jákvæðu hliðarnar að dómi Kuznetsovs. Hann víkur síðan að því, sem hann telur neikvætt: „Það er einnig nauðsynlegt að lýsa hinum neikvæðu þáttum, sem varpa dökkum skugga á stjórnmálalíf í Evrópu. Þeir þættir eru að mestu leyti tengdir andstöðu Washington við áfram- haldandi þróun Helsinki-ráðstefnunnar í Evrópu, en Bandaríkin eru einn af þátttakendum Evrópuráðstefnunnar. Þó að Ford, þáverandi forseti Banda- rfkjanna hafi undirritað Helsinki-sátt- málann, hefur stefna Hvíta hússins í garð Evrópu verið þveröfug við ákvæði og greinar sáttmálans. Bandaríkin hafa verið að reyna að grafa undan stjórn- málalegu, hemaðar-strategísku og efna- hagslegu öryggi Evrópu. Grundvallar- þættir hinnar and-evrópsku stefnu Hvíta hússins eru eftirfarandi: Það á að gera Vestur-Evrópu að fjarlægum hernaðarvettvangi, tilrauna- svæði fyrir fyrsta högg - hernaðarvett- vang, þar sem e.t.v. verða notuð nýjustu meðaldræg kjarnorkuvopn, nifteinda- vopn og kemísk vopn. Það á að endurskoða árangur Evrópu- ráðstefnunnar og lokaákvæðis hennar. Og enn fremur á að endurskoða niðurstöður heimsstyrjaldarinnar síðari og þróun mála eftir stríð. Það á að eyðileggja undirstöðu gagnkvæmrar efnahagssamvinnu í Evrópu í því skyni að veikja bæði Sovétríkin og önnur sósíalísk lönd annars vegar og bandamenn Banda- ríkjanna í Vestur-Evrópu hins vegar. Með öðrum orðum - Bandaríkin eru að reyna að draga Evrópu út af þeirri braut, sem mörkuð var í Helsinki, út á braut, sem getur haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar - þar sem Evrópa getur þurft að horfast í augu við mikið aukið hernaðarandspæni - einkum á sviði kjarnorkuvopna - milli hinna tveggja meginafla heimsins. Bandaríkin eru að reyna að ýta Evrópu út í enn eina and-kommúníska herferð, út í að vanhelga eitt helzta ákvæði Helsinki- sáttmálans og að hafa grófleg afskipti af innanríkismálefnum Póllands og annarra þjóða hins sósíalíska samfélags. Þau eru að reyna að fá Evrópu til að grafa undan pólitískri og efnahagslegri uppbyggingu hins sósíalíska samfélags. Washington reynir einnig að draga þau Vestur-Evrópulönd, sem eru banda- menn þeirra í NATO inn í aðgerðir, sem eru ekki í verkahring NATO samkvæmt landfræðilegu mati. Samningurinn um útþenslu umsvifasvæðis bandalagsins, sem samþykktur var á Bonn-fundi leiðtoga NATO-landanna, ber vitni um það.“ Á ÞENNAN hátt reyna rússneskir fréttaskýrendur nú að túlka afstöðu Bandaríkjastjórnar og verður því ekki neitað, að sumar aðgerðir hennar styrkja þennan áróður, eins og t.d. andspyrnan gegn gasleiðslunni. Hinu er hins vegar sleppt, að segja frá vígbúnaði Sovétríkjanna, herlögunum í Póllandi, ógnarstjórninni í Afganistan og brotum þeim á mannréttindaá- kvæðum Helsinki-sáttmálans, sem rúss- nesk stjórnvöld eru ásökuð um. Full ástæða er til að gera sér grein fyrir því, að þessi áróður fær hljómgrunn austantjalds, þar sem enginn getur opinberlega mótmælt honum. Þórarinn Þórarinsson, ritstjóri, skrifar erlendar f réttir I MIKLIR BARDAGAR í BEIRÚT — þung stórskotahrfð ísraelsmanna á. borgina ■ Á meðan samkomulags um brottflutning PLO-manna frá Beirul var ákaft leitað í gær geisuðu miklir bardagar um borgina. ísraelsmenn og hermenn PLO skiptust á stór- skotahríð í suðurhluta Beirut og ísraelsmenn héldu uppi þungri stór- skotahríð á stöðvar PLO í næstum þrjá tíma samfleytt. ísraelski sjóherinn tók einnig þátt í skothríðinni en miklir eldar blossuðu upp í borginni í gær og liggur nú mikill reykmökkur yfir hluta hennar. Þrátt fyrir að vonir manna um samkomulag um brottflutning PLO- manna frá borginni séu enn miklar gætir kvíða yfir árásum ísraclsmanna á borgina upp á síðkastið en þær hafa stöðugt færst í aukana. Sérstaklcga hafa menn áhyggjur af uppbyggingu herafla ísraelsmanna norðan við borgina en þar hafa ísraelsmenn nú komið fyrir fullskipuðu brynvagna- herfylki. Mcðan á bardögunum stóð átti Philip Habib sérlegur sendifulltrúi Bandaríkjanna viðræður í Jcrúsalem við ráðamcnn ísraclsku ríkis- stjórnarinnar en að loknum þeim fundum sagði talsmaður ísraels- stjómar að nokkur árangur hefði orðið af þessum viðræðum en frekari upplýsingar skorti frá Habib. ísraelsmenn hafa krafist ná- kvæmra upplýsinga unt fjölda og hlutverk þeirra PLO-hermanna sem fara eiga til annarra landa og mun Habib halda viðræðum áfram í Beirut en síðan er áformað að hann haldi aftur til Jerúsalem í dag. París: Sprengingin við sendi- ráð íraks ■ Sprcngja sprakk við sendiráð íraks í París í gær en henni hafði verið komiö fyrir í bíl sem stóð fyrir utan sendiráðið.. Sprengjusér- fræðingar voru kallaðir á staðinn til leitar að sprengjum í öðrum bílum á svæðinu fyrir utan sendiráðið. Sprengingin skaddaði framhluta húss þess sem sendiráðið er í auk annarrar byggingar sem stóð við hlið þess. Fregnir frá París herma að 4 hafi slasast í sprcngingunni. Þcssi sprcnging er önnur spreng- ingin síðustu tvo daga í París en þar í borg sprakk sprengja fyrir utan fyrirtæki sem flytur inn ávexti frá ísracl í fyrrakvöld, aðeins einum tíma áður en minningarathöfn átti að hefjast við bænahús gyðinga til að minnast þeirra scm fórust í árásinni á vcitingahús gyðinga á mánudag. Her Sudur-Afríku ræöst inn í suðurhluta Angóla: „Höfum fellt 300 skæruliða” ■ Herlið frá Suður-Afríku hefur enn á ný ráðist inn í suðurhluta Angóla og segist hafa fellt um 300 skæruliða SWAPO hreyfingarinnar þar af 100 í árás á búðir þeirra síðarnefndu en um 200 í annarri aðgerð þar sem 15 Suður-Afríku- menn féllu er þyrla með þá innanborðs varð fyrir loftvarnaskeyti SWAPO manna. í yfirlýsingu Suður-Afríkustjórnar um þetta mál segjast þeir ennfremur hafa lagt hald á talsvert ntagn vopna þar á meðal loftvarnabyssur. Þessir bardagar hafa verið for- dæmdir af Bretum, cinni af fimm þjóðum á vesturlöndum scm reynt hefur að miðla málum í deilunni milli S-Afríku og SWAPO. Talsmaður breska utanríkis- ráðuneytisins í London sagði í gær að báðir aðilar ættu að halda sig frá aðgerðum sem þessum meðan samn- ingaviðræður væru á viðkvæmu stigi eins og nú er. Spadolini falin stjórnarmy nd u n ■ Pcrtini forseti Ítalíu hefur falið Spadolini myndun nýrrar stjórnar en Spadolini baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt fyrir skömmu. Þetta mun verða 42. stjórn Ítalíu frá lokum síðari heimsstyrjaldarinnar. Fyrri stjórn Sp.-.dolini féll er sjö ráðherrar sósíalistaflokksins sögðu af sér í fyrri viku eftir deilur um efnahagsaðgerðir. Sósíalistaflokkurinn er mótfallinn áframhaldandi fimm flokka sam- steypustjórn eins og hafði verið og virðist eina lausn á stjórnar - kreppunni nú vera nýjar kosningar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.