Tíminn - 12.08.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 12.08.1982, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 Wtmim Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvæmdastjóri: Gisll Slgurösson. Auglýsingastjóri: Steingrlmur Gislason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgrelóslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórár: Þórarinn Þórarinsson, Elias Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Krlstlnn Hallgrlmsson. Umsjónarmaöur Helgar- Tlmans: lllugi Jökulsson. Blaöamenn: Agnes Bragadóttlr, Atll Magnússon, BJarghlldur Stefánsdóttir, Friörlk Indrlöason, Helöur Helgadóttirjngólfur Hannes- son (Iþróttlr), Jónas Guömundsson, Kristin Lelfsdóttir, Slgurjón Valdlmarsson, Skaftl Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlltstelknun: Gunnar Trausti Guöbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Elnarsson, Guöjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttlr. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Krlstjánsson, Kristin Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Rltstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Siöumúla 15, Reykjavik. Slmi: 85300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. Verö I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrlft á mánuði: kr. 120.00. Setnlng: Tæknldelld Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Vestrænt samstarf ■ Talsvert hefur verið rætt um það að undanförnu í fjölmiðlum bæði austan hafs og vestan, að vestræn samvinna gæti verið í þann veginn að bresta, sökum vissra árekstra, sem hafa komið til sögu síðustu misserin, en þó mest á þessu ári. Fljótt á litið má komast að þessari niðurstöðu, en þegar málin eru könnuð nánara, verða ályktanirnar á annan veg. Þrátt fyrir það, sem ber á milli nú, er hitt samt enn miklu sterkara, sem tengir þjóðirnar beggja megin Norður- Atlantshafsins saman, stjórnmálalega, efnahags- lega og menningarlega. Það þarf vissulega mikla árekstra til að slíta þau bönd. Upptök umræddra árekstra eru að verulegu leyti þau, að Reagan-stjórnin hóf störf sín á þann veg, að Vestur-Evrópumenn gátu vel ætlað, að hún teldi sig fara með húsbóndavald innan vestræns samstarfs. Tilraunir hennar til að þvinga þjóðir Vestur-Evrópu til að hætta við gasleiðsluna miklu er gleggsta dæmið um þetta. Viðbrögð flestra ríkisstjórna í Vestur- Evrópu hafa orðið þau, að hafa þessar þvingunartilraunir að engu. Margt bendir til, að almenningsálitið í Bandaríkjunum hafi snúizt eða sé að snúast á sveif með þeim. Reagan sjálfur er farinn að gera lítið úr þessum árekstri. Það er því ástæða til að ætla, að þessi árekstur geti orðið lærdómsríkur fyrir Bandaríkjamenn sökum þess, að þjóðir Vestur-Evrópu brugðust við af fullri reisn. Vestrænt samstarf getur ekki byggzt á því, að eitt ríki fari með húsbóndavald. Atlantshafsbandalagið getur aldrei orðið Var- sjárbandalag. Innan þess verður að ríkja jafnrétti og samráð í stað valdboðs. Margar yfirlýsingar Reaganstjórnarinnar í fyrstu bentu til þess, að hún ætlaði sér að leggja allt kapp á vígbúnað og fresta á meðan öllum afvopnunarviðræðum. Þetta vakti andúð og ugg í Vestur-Evrópu, sem ekki er úr sögunni enn. Hins vegar hefur Bandaríkjastjórn nú tekið tillit til þessara viðbragða í Vestur-Evrópu og hafið viðræður við hitt risaveldið um takmörkun bæði langdrægra og meðaldrægra eldflauga. Af hálfu ríkisstjórna í Vestur-Evrópu verður lögð áherzla á, að risaveldin ræði þessi mál í alvöru. Síðast, en ekki sízt, er að víkja að þeim ágreiningi í vestrænu samstarfi, sem nú er langsamlega alvarlegastur, en það er sú hávaxtastefna, sem Bandaríkjastjórn fylgir, og veldur ekki aðeins miklu atvinnuleysi og kjararýrnun þar í landi, heldur öllu meira í Vestur-Evrópu. Ýmis ummæli hafa fallið af hálfu ýmissa valdamanna í Bandaríkjunum á þann veg, að þessari stefnu verði ekki fylgt til langframa. Hættan er samt sú, að henni verði fylgt of lengi. Böndin milli landanna við Atlantshaf eru sterk og til tjóns fyrir þau öll, ef þau slitna. Verði réttilega greitt úr þeim árekstrum, sem nú eru fyrir hendi, ætti það að geta styrkt þau og aukið gagnkvæman skilning, sem jafnan er mikilvæg- astur grundvöllur alls samstarfs. — Þ.Þ. Kosningar í Svíþjód ■ Krúten demokrati.sk samling i i fyrsta skipti möguleika á að fá þingmann kjönnn. F.v. Alf Svenson formaður flokksins og Bjöm Gillberg, sem er einn af aðal talsmönnum Kds. ■ Hinn nýstofnaði flokkur umhveifis- manna verður Miðflokknum þungur í skauti. Myndin er af foringja flokksins í kosningabaráttunni, Ragnhild Pouhanka. ■ Thorbjörn Fálldin forstetisráðhcrra og formaður Miðflokksins. Frá fréttamanni Tímans í Svíþjóð Gylfa Kristinssyni. ■ Þann 19. september n.k. ganga rúmlega 6 milljónir Svía að kjörborðinu, kjósa nýtt þing, fulltrúa í 24 lénsstjórnir og 281 sveitarstjórn. Kosningabaráttan hófst formlega í júní, en ef að líkum lætur færist ekki að ráði fjör í leikinn fyrr en nú í ágúst að afloknum sumarleyfum. Að vísu hafa flokksforingarnir staðið í orðavígum í Almedalen á Gotlandi. Þar hafa þeir haldið ræður með nokkurra daga millibili allan júlímánuð og talað fyrir mismunandi stórum hópi áheyrenda. Flestir hlustuðu á foringja Sósialdemokrata Olof Palme eða 4000 manns. Ræðuhöldin í Almedalen vekja alltaf töluverða athygli í sænskum fjölmiðlum. Reynslan sýnir að þau mál sem þar ber á góma verða aðalkosninga- málin. Að þessu sinni er það eitt mál sem óumdeilanlega verður mál mál- anna. Það eru tillögur sænska alþýðu- bandalagsins og Sósialdemokrata um svonefnda launþegasjóði (löntagarfond- er). Nýgræðingurinn í flokksforingja- hópnum Ulf Adelsohn formaður Hæg- faraflokksins (Moderata samlingsparti- et) helgaði launþegasjóðunum meiri- hluta ræðu sinnar í Almedalen. Aldel- sohn taldi launþegasjóðina hættulegasta óvin markaðskerfisins og stærsta skref Svíþjóðar í áft til sósialisma ef tillögumar um sjóðina yrði að raunveru- leika. Formenn þjóðarflokksins (Folk- partiet) og Miðflokksins (Centerpartiet) Ola Ullsten utanríkisráðherra og Tor- björn Fálldin forsætisráðherra tóku í sama streng. Aðeins formaður Vpk (Vánsterpartiet kommunisterna) Lars Werner tók undir málflutning sósial- demókrata í launþegasjóðsmálinu. Við fyrstu sýn virðist baráttan eins og svo oft áður standa milli tveggja fylkinga. Annars vegar milli sósialisku flokkanna (Sosialdemókrata og Vpk) og hins vegar borgaraflokkanna (Hægfaraflokksins, Miðflokksins og Þjóðarflokksins). Þeg- ar grannt er skoðað er staðan mun flóknari. Samkomulagið um skattamálin Fyrir kosningarnar 1979 lá það á borðinu að mynduð yrði borgaraleg ríkisstjórn ef Hægfaraflokkurinn, Mið- flokkurinn og Þjóðarflokkurinn næðu sameiginlega þingmeirihluta. Úrslit kosninganna urðu að Sósialdemókratar og Vpk hlutu 48.8% atkvæða (s-43.2% og Vpk-5.6%) og 174 þingsæti. Borgara- flokkarnir fengu samanlagt 49% at- kvæða og 175 þingsæti og þar með eins þingsætis meirihluta. Að kosningum loknum mynduðu þríflokkamir rikis- stjórn undir forsæti Torbjörns Fálldin. Eftir 18 mánuði slitnaði upp úr stjórnarsamvinnunni vegna ágreinings um samkomulag við Sósialdemokrata um breytingar á skattalögum sem fela í sér verulega lækkun tekjuskatts. Hæg- faraflokkurinn vildi ekki standa að þessu samkomulagi vegna þess að hann taldi að breytingarnar tækju ekki nógu fljótt gildi. Eftir að slitnaði upp úr stjórnar- samstarfinu hafa Miðflokkurinn og Þjóðarflokkurinn setið saman í minni- hlutastjórn og síðan hefur andað köldu milli stjómarflokkanna og Hægfara- flokksins, sem í áróðri sínum hefur áifellt færst meir og meir til hægri, m.a. krafist mikils niðurskurðar ríkisútgjalda og enn meiri skattalækkunar en sam- komulag stjórnarflokkanna og Sósial- demókrata fól í sér. Það er þannig óvíst hvort borgaraflokkarnir nái saman um stjórnarsamvinnu jafnvel þótt þeir fái þingmeirihluta. Annað atriði sem skiptir vemlegu máli er að frá árinu 1973 hefur kjörfylgi borgaraflokkanna breyst vemlega. Hæg- faraflokkurinn fékk í þingkosningum sem þá fóm fram 14.3% atkvæða, 1979 20.3% og hefur í dag ef marka má skoðanakannanir allt að 26% atkvæða á bak við sig. Miðflokkurinn fékk 1973 25.1%, en samkvæmt skoðanakönnun- um virðist nú hafa 10.5 -12.5% atkvæða (1979 - 18.1%). Tölumar fyrir þjóðar- flokkinn em 9.4% (1970 - 16.2%!) og a6-7% í skoðanakönnunum. Verði atkvæðahlutfall borgaraflokkanna í komandi kosningum eitthvað í líkingu við niðurstöður skoðanakannana er ljóst að Hægfaraflokkurinn gerir kröfu til stjómarforystu ef borgaraflokkamir bera sigur úr býtum. En það er jafn ljóst að miðflokkamir em þess lítt fýsandi að sitja í ríkisstjórn sem Hægfaraflokkur- inn leiðir. Áfram minnihlutastjórn eða „rauðgrænt sam- starf“? Eins og mál standa nú stefna miðflokkarnir að áframhaldandi ríkis- stjórnarsamstarfi eftir kosningar ef borgaraflokkarnir hljóta meirihluta, með eða án Hægfaraflokksins. í þeirri stöðu ætti hann um þrennt að velja. Að taka þátt í ríkisstjórn með miðflokkun- um og þá með þeim skilyrðum sem þeir settu, standa utan stjórnar og verja minnihlutastjóm miðflokkanna van- trausti eins og nú, eða eiga á hættu að mynduð yrði meirihlutastjórn undir forsæti Sósialdemókrata með tilstyrk Þjóðarflokksins eða Miðflokksins. Síð- asti valkosturinn á sér marga talsmenn bæði í Miðflokknum og meðal Sósíal- demókrata, sem telja samsteypustjórnir þessara flokka 1936-1939 og 1951-1957 einhverjar mestu framfarastjómir sem setið hafa í Svíþjóð. Þótt það kunni að virðast mótsagnakennt verður staða Hægfaraflokksins mjög erfið við borg- aralegan sigur. Sameinast miðflokkarnir? Þótt Þjóðarflokkurinn og Miðflokkur- inn séu á margan hátt líkir hafa þeir löngum eldað grátt silfur saman. Sérstaklega eftir að Bændaflokkurinn breytti nafni sínu 1957 í Miðflokkurinn og lagði áherslu á að auka fylgi sitt í bæjum og borgum oft á kostnað Þjóðarflokksins. Þrátt fyrir ríg á milli flokkanna heyrast öðru hverju raddir sem tala um nauðsyn þess að flokkarnir sameinist og hefir kröftuga sókn gegn stjórnmálahreyfingum til hægri og vinstri. A.m.k. tvisvar sinnum hefur aðeins vantað herslumuninn á að sameining tækist. Slæm kosningaúrslit stjórnarflokkanna munu vafalaust gefa sameiningarsinnum byr t seglin. Reynsl- an af stjómarsamstarfinu bendir til að slík sameining gæti heppnast. Samvinna flokkanna hefur gengið vel og óumdeil- anlegt er að stjómin hefur náð árangri á ýmsum sviðum. Staða ríkissjóðs hefur batnað veralega á þessu ári, verðbólgan er á niðurleið, er nú 8% á ársgrandvelli, og vöruskiptajöfnuður jákvæður það sem af er þessu ári. 160.000 atvinnulausir Það vandamál sem hefur valdið stjómarflokkunum veralegum áhyggj- um er ástandið á vinnumarkaðnum. Samkvæmt nýjustu tölum era nú 160.000 Svíar atvinnulausir eða rúmlega 2% vinnufærra manna. Meðal aðgerða sem ríkisstjómin hefur beitt til að bæta ástandið var gengisfelling sænsku krón- unnar s.l. ár um 10% og sérstakar styrkveitingar til atvinnurekenda sem ráða ungt fólk í vinnu. Þótt of snemmt sé að dæma árangurinn af þessum aðgerðum hefur stjómarandstöðunni, einkum sósíaldemókrötum, þótt hann verða klénn fram til þessa. Astandið á vinnumarkaðnum hefur lítið verið rætt í kosningabaráttunni. Það hefur fallið í skuggann af áróðursstríðinu sem ríkt hefur um launþegasjóðina. Atvinnu- horfurnar verða vafalaust meira til umræðu þegar nær dregur kosningum. Þegar litið er yfir störf miðflokka- stjórnarinnar verður að viðurkenna að henni hefur tekist aurðuvel að viðhalda því velferðarþjóðfélagi sem byggt hefur verið upp á undanförnum áratugum í Svíþjóð og virðist hafa tekist að jafna byrðunum réttlátlega þrátt fyrir umtalsverða erfiðleika. í sameiginlegri kosningastefnuskrá stjórnarflokkanna er hvorki lofað gulli né grænum skógum, einungis að lífskjör almennings versni ekki frá því sem nú er og að reynt verði með öllum ráðum að tryggja fulla atvinnu. Þótt slík stefnuskrá endurspegli kaldar staðreyndir í þjóðarbúskapnum er erfitt að sjá hvort hún laðar kjósendur til fylgis við flokkana. Umhverfísflokkurinn og Kds. Enn eru ónefndir tveir flokkar sem samkvæmt skoðanakönnun eiga mögu- leika á að uppfylla þau skilyrði sem lögum samkvæmt þarf að uppfylla til að fá þingmann kjörinn. Þessi skilyrði era að flokkur þarf að fá minnst 4% atkvæða yfir landið eða 12% atkvæða í minnst einu kjördæmi. Skoðanakannanir sem framkvæmdar hafa verið nú í vor og sumar benda til þess að hinn nýstofnaði flokkur umhverfismanna Umhverfis- flokkurinn (Miljöpartiet) fái 6-8% atkvæða í komandi kosningum, fyrst

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.