Tíminn - 12.08.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 12.08.1982, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 11 10______ íþróttir Æfingaleikir enskra ■ Enska dcildarkeppnin hefst laug- ardaginn 28. ágúst n.k. Liðin eru þessa dagana á ströngum æfingum og talsvert hefur verið leikið af æfinga- leikjum ytra að undanförnu. Swan- sea sem komu mjög á óvart á síðasta keppnistímabili léku gegn skoska 1. deildarliðinu Raith Rovers og sigr- uðu 4-0. Oxford og Coventry gerðu jafntcfli 2-2 og lið Ipswich sigraði Aberdeen 1-0. Hættir Allison? ■ Vegna slæmrar hegðunar leik- manna Sporting Lissabon í keppnis- ferðalagi á dögunum hótaði fram- kvæmdarstjórinn frægi Malcolm Allison að hætta störfum. Leikmenn voru ekki nógu ánægðir með ákvörð- un hans og sendu nefnd til Allison í þeirri von að honum snerist hugur. Áhangendur liðsins voru heldur ekki alltof hrifnir af ákvörðun stjóra, enda leiddi hann félagið til sigurs bæði í dcildarkcppninni og bikar- keppninni í Portúgal. Okkur hafa ckki borist fregnir af hverjar verði málalyktir. Brosið bætir ■ Menn velta því fyrir sér hvernig fara eigi að því að gera knatt- spyrnuna skemmtilegri í Englandi og það á svo sannarlega víð víðar. Einn góður maður hefur svar á reiðum höndum við þeirri spurningu. Hann sagði, að menn yrðu að brosa og hafa gaman af þessu þá færi knattspyman batnandi. Leiöinleg framkoma danska meistarans ■ Bandaríski tennisleikarinn John McEnroe þykir ekki gott dæmi um íþróttamann sem hefur íþrótta- mannslega framkomu númer eitt. Þegar danski tcnnislcikarinn Lars Elvström keppti á danska tennis- meistaramótinu töldu menn, að framkoma hans á leikvelli væri svo slæm, að hann slægi McEnroe jafnvel við. Og þá er nú mikið sagt. En þrátt fyrir þetta vann Elvström sigur og þegar hann átti að taka á móti sigurlaununum vildi hann ekki láta hengja þau um háls sér, heldur taka við þeim úr hendi formanns tennissambandsins í Kaupmanna- höfn. Þótti mönnum Elvström setja leiðinlegan svip á annars ágæta keppni. Rono meiddur ■ Hlaupagikkurinn frá Kenya Henry Rono varð að hætta við að taka þátt í móti í Knarvik í Noregi vegna meiðsla. Þetta varsúrt í brotið fyrir Rono, sem hugðist gera atlögu að heimsmetinu í 5000 metra hlaupi í téðu móti. En það tókst ekki. Sigraði í hjól- reiðakeppni ■ Hjólreiðar eiga vaxandi vinsæld- um að fagna hér á landi og þannig hefur raunin verið í Danmörku um árabil. Þess vegna er ekki úr vegi að geta þess að Rene W. Andersen varð sigurvegari í 186 km. langri hjúl- rciðakeppni sem fram fór á þjóðveg- um. Þótti mönnum keppnisstfll hans minna mjög á þann stfl sem einkenndi þjálfara hans meðan hann var upp á sitt besta. Þar með má ætla að þjálfunin hafi borið nokkurn árangur. Vallarmet í Grafarholti Sigurdur Pétursson ef stur í Skagamenn í úrslitin. Unnu Víking 2-1 í gær keppninm andsmobnu ■ Ragnar Olafsson undirbýr högg Grafarlmlti vandlega. ■ Þegar fimm mínútur voru til lciks- loka í leik Víkings og Akraness á Laugardalsvellinum í gærkvöldi benti allt til þess að Víkingar sigruðu með einu marki gegn engu. Þó höfðu Skagamenn sótt mun meira, en mörkin létu á sér standa. En á síðustu fimm mínútum jöfnuðu þeir og bættu um betur er þeir skoruðu sigurmarkið þremur mínútum fyrir leikslok. Þar með tryggðu þeir ,§ér sæti í úrslitaleik bikarkeppninnar 29. ágúst næstkomandi og keppinautar þeirra verða Keflvíkingar sem sigruðu KR-inga í gærkvöldi. Leikurinn byrjaði fremur rólega í gærkvöldi. Skagamenn virtust vera ívið sterkari framan af, en þeim gekk illa að finna leiðina í netamöskvana. Víkingar áttu fyrsta færið er Sverrir Herbertsson átti skot að marki, en Davíð Kristjánsson markvörður Skaga- manna varði. Á 24. mínútu tók Árni -- mjSi ■■ :----a___ Sveinsson aukaspyrnu úti á vinstri kanti og gaf háan bolta á Sigurð Lárusson sem skallaði framhjá Ögmundi Víkings- markverði í stöngina innanverða og þaðan hrökk boltinn til Júlíusar Péturs sem klúðraði einstaklega góðu mark- tækifæri. Fyrsta mark leiksins kom á 31. mínútu. Þá hafði miðvörður Víkinga Stefán Halldórsson brugðið sér í sóknina og stóð allt í einu á auðum sjó með knöttinn, afgreiddi hann til Helga Helgasonar sem hafði engar vífilengjur heldur sendi hann rakleiðis í netið. Staðan 1-0 fyrir Víkinga. Bæði lið áttu nokkur góð tækifæri í síðari hluta fyrri hálfleiksins og var Ómar Torfason næst því að skora er Davíð varði skalla frá honum vel. Staðan var 1-0 í hálfleik og menn reiknuðu með að meira líf yrði í leiknum í síðari hálfleiknum. En lengst af var hann mjög daufur og fátt um fína drætti. Helst glöddu góðar sendingar Sigurðar Jónssonar Skagamanns augað. Skaga- mennirnir sóttu öllu meira, en þeim gekk eins og í fyrri hálfleiknum frekar illa að skapa sér góð færi. Víkingar áttu síðan á milli skyndisóknir sem sköpuðu hættu, en ekki skoruðu þeir mark. Þegar áhorfendur voru í þann mund að fara að tygja sig til heimfarar lifnuðu Akurnes- ingar við og jöfnuðu. Guðjón Þórðarson átti háa sendingu frá hægri inn á markteig þar sem Sigþór Ómarsson var óvaldaður og skallað í bláhornið framhjá Ögmundi. Rétt áður hafði Sigþór átt fallega hjólhestaspyrnu sem Ögmundur varði. Einni mínútu eftir að Skagamenn jöfnuðu og flestir voru farnir að búa sig undir framlengingu skoraði Sigurður Lárusson með skalla eftir hornspyrnu. Staðan 2-1 fyrir Akurnesinga og leikurinn svo gott sem búinn. Lið Skagamanna lék ekki reglulega vel í gærkvöldi. Miðjuspilið var á köflum ráðleysislegt og sóknaraðgcrðir ekki nógu markvissar. En þcir björguðu sér fyrir horn og sigruðu og til þess var leikurinn gerður. Mesta athygli vakti leikur Sigurðar Jónssonar. Hann skilar knettinum mjög vel frá sér og yfirleitt til samherja. Það átti ekki við um alla leikmenn á vellinum. Víkingsliðið er sterkt. Vörnin stóðst öll áhlaupþar til ósköpin gerðust í lokin. Best lék Ómar Torfason. Hann skilaði varnarhlutverki sínu óaðfinnanlega og einnig var Ögmundur traustur í mark- inu. Leikurinn var á köflum nokkuð harður og óþarfa nöldur leikmanna spillti fyrir. En Guðmundur Haraldsson dómari hafði samt sem áður góð tök á leiknum. sh ■ í gær hófst keppni í meistara- flokkum karla og kvenna á Lands- mótinu í golfi á Grafarholtsvellinum. Keppni í öldungaflokki, 1., 2. og 3. flokki hófst á mánudag og er henni raunar lokið í öldungaflokknum. Eftir fyrsta daginn í meistaraflokki karla eru efstir: högg 1. Sigurður Pétursson, GR 70 2. Björgvin Þorsteinss. GA 73 3. Ragnar Ólafsson GR 75 Árangur Sigurðar er vallarmct á vellinum í Grafarholti. Reyndar náðist bctri árangur á vellinum áður en gerðar voru á honum breytingar, en þetta er vallarmet á vellinum í núverandi ástandi. Þrjár efstu í meistaraflokki kvenna eru: högg 1. Ásgerður Sverrisdóttir GR 85 2. Þórdís Geirsdóttir GK 86 3. Jóhanna Ingólfsdóttir GR 91 Eftir þrjá fyrstu dagana í 1., 2. og 3. flokki er staða efstu manna: 1. flokkur: .. hogg 1. Stefán Unnarsson GR 240 2. Sæmundur Pálsson GV 242 3. Jóhannes Árnason GR 244 2. flokkur: hogg 1. Ómar Kristjánsson GR 257 2. Jón Ó. Carlsson GR 265 3. Stefán Halldórss. GR 265 3. flokkur: högg 1. Sveinn J. Sveinsson GOS 282 2. Ólafur Guðjónsson GR 282 3. Þorsteinn Lárusson GR 283 4. Arnar Guðmundsson GR 283 Eins og sjá má er keppnin mjög spennandi í öllum flokkum. Kepp- cndur á mótinu eru rúmlega 200. Keppni á landsmótinu lýkur á laugardaginn. ■ Myndin sýnir knöttinn á leið í markið. Sigur Skagamanna er staðreynd. Innskotsmyndimar sýna Ijóslega fögnuð þeirra. Harka í Keflavík Er Keflvíkingar unnu KR ■ Það var hart barist í Kcflavík er KR-ingar léku þar gegn liði ÍBK. Lciknum lauk með sigri heima- manna sem skoruðu tvö mörk gegn einu marki KR-inga. Þar með leika þeir gegn Akurnesingum til úrslita í bikarkeppninni. Leikurinn í Keflavík í gærkvöldi fór frekar rólega .af stað og liðin virtust vcra jöfn. Það gerðist fátt sérlega markvert fyrr en á 28. mínútu er Óskar Ingimundarson skallaöi yfir í færi, scm erfiðara hefði verið að skora ekki úr. En það tókst samt. Tveimur mínútum síðar náðu KR- ingar forystu. Einhver misskilningur átti sér stað milli Þorsteins markvarð- ar og Gísla Eyjólfssonar sern olli því að Magnús Jónsson náði knettinum og sendi hann af öryggi í netið. í lok fyrri hálfleiksins áttu bæði lið góð marktækifæri, Sæbjörn við Keflavíkurmarkið og Ragnar Mar- geirsson við KR-markið. Rétt fyrir lok fyrri hálfleiks meiddist Stefán markvörður KR-inga og varð hann að yfirgefa völlinn í Icikhléinu. í hans stað kom Halldór Pálsson. í síðari hálfleik náðu Keflvíkingar betri tökum á leiknum. Þcir sóttu töluvert og á 24. mínútu uppskáru þeir vítaspyrnu. Menn voru ekki á sama máli um á hvað hún var dæmd, en einhverjar stimpingar áttu sér stað í teignum. Ragnar Margeirsson gerði engin mistök er hann tók vítaspymuna og jafnaði. Áfram sóttu Keflvíkingar og sex mínútum síðar skoruðu þeir annað mark upp úr þvögu í vítateig KR-inga. KR-ing- ar mótmæltu því marki ákaft, en ekki þýddi að deila við dómarann, og uppskar Ottó Guðmundsson gult spjald frá honum. Það var mat manna að of mikil harka hefði verið í leiknum og vildu þcir kenna dómaranum um, að hann hafi ekki haft nógu góð tök á leiknum. Um það má endalaust deila. Fyrir leikslok átti Óli Þór Magnús- son skot í stöng, en ekki voru skoruð fleiri inörk. Liðin voru nokkuð jöfn í fyrri hálfleik. En Keflvíkingar voru mun sprækari í þeim síðari. Bestu menn Keflvíkinga voru Ragnar Margeirs- son, Óli Þór, Sigurður Björgvinsson og Þorsteinn í markinu. Erfitt er að nefna nokkra sérstak- lega úr KR-liðinu. Það var frekar jafnt. Þó léku þeir Jósteinn og Sæbjörn hvað best. Halldór vara- varamarkvörður verður ekki sakað- ur um mörkin og stóð hann sig með prýði. BH/sh KR í úrslit ■ Á sama tíma og bikarleikirnir fóru fram í gær léku lið ÍBV og Breiðabliks í riðlakeppni íslands- mótsins í 2. flokki. Hefðu Eyjamenn sigrað hefðu þeir tryggt sér sæti í úrslitum keppninnar eftir rúma viku, en með tapi tryggðu þeir KR-ingum sæti í úrslitakeppninni. Breiðablik sigraði í leiknum 1-0 og þar með komu þeir KR í úrslitin. Auk KR-inga leika lið Breiðabliks, Vík- ings og Grindavtkur í úrslitakeppni 2. flokks. mikíl harka í leik IBK og KR í gær. Þessi mynd er úr leik liðanna í 1. deild fyrr í sumar. Skráum vínninga í •••••••» •••••••••• •••• •••• •••• •••• ••■••••••• •■•••••• ■••• •••■ •••• •••• ••■••••••• •••■•••• •••• •••• ■••• •••■ •••• •••• „ HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS VINNINGAR I 8. FLOKKI y82 KR.20.OOO 25144 29828 KR.7.500 8448 34620 49471 24233 46621 50223 50776 52678 52293 59452 KR . 1521 1 _ 500 5437 9329 14137 19082 23178 23049 32708 41307 45438 50070 55753 1636 5441 9353 14617 19253 23455 28218 33172 41867 45532 50096 56788 1809 5657 9797 15272 19511 24032 23344 34259 42329 45846 50101 56818 2211 6308 9867 15932 20063 24043 28670 35033 42462 46092 50322 57157 2466 6334 10087 16045 20082 24207 23730 36377 42436 46331 50354 58034 2680 6394 10357 16480 20190 24821 28877 37083 42622 46412 50479 58296 2761 6759 10361 16830 20266 24966 28935 37576 42711 46455 50566 53300 3126 6878 10708 17506 20657 25036 29166 37701 42888 47402 50645 58314 3592 7052 10971 17548 20869 25275 29228 37713 42962 47422 50962 58350 3687 7126 11116 17620 21050 25820 29315 38239 43164 47701 51407 59656 3834 7365 11881 17629 21141 25993 29583 38378 43232 47788 51426 59928 3972 7660 12102 17941 21166 26175 29935 38808 43647 47801 52269 4210 8269 12477 17976 21367 26246 30442 39286 43666 48270 52326 4214 8668 12727 18139 21581 26490 30625 39293 43882 49109 52842 4445 8788 13256 18504 21664 27258 30740 39537 44278 49308 53952 4593 9083 13384 18514 21858 27535 31434 39835 44456 49845 54408 4663 9261 13635 18713 22749 27716 31860 40025 44963 49914 54627 5124 9274 13841 18964 22983 27809 32037 40091 45370 49926 55562 KR 79 - 750 4990 9737 13655 17460 20559 25299 30065 34420 38020 42508 46581 50978 55519 85 5141 9880 13767 17472 20656 25587 30255 34443 38136 42658 46711 50980 55530 98 5153 9941 13802 17541 20803 25665 30436 34455 38255 42692 46719 51074 55583 234 5209 10035 13813 17671 20863 25716 30453 34478 38328 42833 46922 51152 55749 517 5254 10038 13833 17706 20973 25784 30484 34509 38486 429^4 47138 51175 55796 539 5295 10168 13837 17714 20982 25832 30588 34538 38775 42981 47144 51194 55946 659 5345 10233 13894 17789 20991 25861 30630 34573 38895 43014 47242 51394 56104 681 5408 10288 13947 17796 21108 25895 30651 34596 38923 43086 47257 51422 56154 975 5422 10295 13971 17800 21170 25912 30679 34605 38933 43100 47327 51581 56292 976 5433 10371 14042 17803 21187 25914 30680 34668 38940 43217 47384 51588 56401 1122 5533 10540 14110 17805 21467 25937 30736 34703 39016 43295 47502 51657 56474 1248 5602 10672 14128 17856 21482 25977 30780 34952 39034 43357 47632 51755 56536 1307 5693 10691 14346 17869 21682 26106 30786 35050 39142 43475 47690 51775 56544 1343 5770 10926 14374 17922 21738 26138 30842 35072 39149 43480 47730 51783 56883 1377 5775 10943 14599 17926 21847 26180 30995 35118 39272 43515 47736 51858 56899 1785 5807 10956 14720 17936 21853 26266 31001 35126 39337 43553 47881 51887 56999 1788 5977 11024 14748 17992 22084 26292 31057 35142 39363 43595 47940 51904 57334 1789 6088 11064 14750 17994 22127 26334 31066 35146 39392 43637 47971 52191 57520 1870 6385 11094 14761 18004 22150 26451 31144 35147 39503 43638 47993 52292 57544 2004 6398 11112 14813 18142 22157 26456 31246 35168 39549 43700 47999 52315 57563 2011 6416 11146 14873 18170 22165 26638 31330 35221 39588 43834 48014 52384 57616 2045 6589 11206 14880 18212 22208 26647 31398 35262 39774 43884 48107 52473 57655 2046 6735 11231 14902 18225 22293 26786 31431 35276 39841 43918 48142 52517 57696 2060 6795 11239 14908 18230 22384 26808 31456 35307 39844 43935 48182 52705 57725 2072 6892 11285 14929 18247 22440 26814 31477 35325 39849 44162 48242 52712 57823 2081 6909 11339 15064 18273 22667 26910 31512 35346 39855 44239 48244 52825 57868 2209 6991 11386 15098 18286 22777 26914 31608 35355 39899 44272 48275 52863 57937 2411 7067 11387 15113 18304 22854 27080 31625 35454 39912 44280 48345 52879 57970 2447 7158 11455 15142 18367 23118 27331 31731 35523 39966 44341 48433 52913 57984 2475 7230 11497 15200 18371 23124 27338 31774 35535 40059 44425 48438 5294$ 58008 2546 7331 11525 15246 18377 23136 27443 31835 35547 40156 44536 48656 53012 58067 2582 7341 11628 15304 18494 23202 27476 31959 35569 40202 44603 48936 53062 58132 2620 7381 11783 15580 18502 23224 27600 32013 35654 40249 44é21 48941 53104 58147 2710 7391 11784 15685 18631 23368 27622 32097 35720 40393 44653 48965 53208 58244 3007 7486 11831 15736 18719 23600 27677 32123 35952 40491 44656 48979 53258 58319 3030 7554 11856 15761 18757 23696 27690 32205 35953 40505 44713 49db3 53306 58327 3066 7587 11888 15767 18799 23806 27694 32388 35959 40575 44731 49145 53322 58330 3146 7590 11918 15771 18820 23860 27695 32587 36185 40585 44766 49307 53460 58349 3487 7614 11984 15776 18879 23923 27827 32683 36280 40649 44772 49333 53462 58408 3567 7690 12115 15952 18966 23933 27907 32742 36335 40759 44803 49408 53630 58417 3636 7719 12328 15956 19118 23965 27912 32751 36421 40787 44906 49434 53823 58431 3738 7720 12380 16019 19165 23975 28235 32935 36491 40809 44917 49440 53842 58434 3753 7767 12397 16042 19183 24002 28460 32960 36528 40815 45008 49502 53956 58529 3758 7805 12407 16047 19234 24098 28542 33246 36538 40874 45055 49580 54081 58613 3853 7829 12448 16085 19348 24132 28611 33314 36553 40883 45154 49640 54115 58647 3949 8081 12554 16124 19361 24173 28829 33399 36609 41058 45178 49901 54278 58690 3956 8089 12689 16129 19372 24200 28836 33402 36747 41190 45358 50028 54456 58813 3958 8117 12701 16195 19444 24228 28892 33403 36784 41286 45369 50080 54471 58856 3999 8237 12713 16249 19553 24319 28996 33411 36818 41301 45388 50172 54549 58973 4<JlO 8326 12746 16257 19582 24434 29096 33534 36931 41317 45446 50255 54578 59064 4038 8381 12865 16403 19669 24541 29156 33611 37250 41322 45505 50348 54692 59081 4282 8455 12930 16509 19772 24542 29174 33707 37361 41325 45585 50367 54756 59190 4352 8470 13030 16737 19836 24550 29207 33855 37374 41467 45605 50386 54816 59249 4369 8586 13075 16738 19838 24633 29215 33901 37412 41614 45722 50415 54883 59335 4422 8746 13104 16866 19850 24684 29321 33981 37447 41638 45936 50539 54997 59439 4440 8854 13188 17012 19877 24761 29453 34012 37585 41738 45978 50581 55108 59528 4488 9001 13225 17072 19888 24879 29455 34175 37610 41753 46090 50625 55118 59592 4^30 9104 13243 17091 19919 24989 29503 34178 37623 41777 46101 50674 55202 59617 4610 9109 13303 17121 19993 25085 29544 34196 37680 41816 46204 50750 55230 59730 4623 9337 13366 17130 20113 25121 29621 34229 37730 41821 46219 50823 55246 59820 4720 9509 13497 17141 20323 25156 29682 34280 37803 42196 46415 50851 55261 59897 4748 9563 13505 17178 20396 25169 29752 34331 37851 42289 46423 50902 55379 59934 4769 9601 13551 17391 20514 25257 29836 34389 37962 42319 46486 50919 55453 59965 4808 9613 13619 17430 20555 25263 30041 34419 37990 42443 46556 50966 55487 AUKAV I IMIM I NGAR KR - 3 - OOQ 25143 25145 29827 29829

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.