Tíminn - 12.08.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 12.08.1982, Blaðsíða 12
FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 Eldhúskrókur Rúsínubrauð 1 3/4 dl. mjólk 75 g smjör eða smjörliki 30 g ger 50 g sykur 1/2 Isk salt 250 g hveiti 1 egg 30 g rúsínur Mjólkin og smjörið er aðeins velgt og gerið hrært út í. Hveiti, sykri, salti og rúsínum er blandað saman við og deigið hnoðað vel. Látið lyfta sér á hlyjum stað'í um 30 mtn. eða þar til deigið er orðið helmingi stærra. Hnoðað létt aftur og mótað í brauð. Sett á smurða plötu og látið lyfta sér aftur í urn 20 mínútur. Þá er skorið í það og það penslað með mjólk eða ’eggi og bakað við 200 gráðu hita í ca. 35 mín. Deig þctta má líka nota í bollur. Stollen 20 g smjör eða smjörlíki 1 t/2 dl mjólk 35 g ger 1 egg 3 matsk. sykur 1 tsk. salt 275 g hveiti. FVLLING: 50 g saxaðar möndlur 25 g kukktcilher (sknrin í tvennt) rífinn börkur af 1/2 sítrónu 50 g rúsínur SKRAUT: 100 g flórsykur 2 matsk. rjómi saxaðar möndlur, kokkteilher (hálf) Velgiö smjörið og mjólkina og hrærið gerið út í. Egg, sykur, salt og hveiti er svo hnoðað saman við.Deigið er hnoðað vel og síöan látið bíða á hlýjum stað í ca. hálfa klukkustund. Deigið þá hnoðað létt aftur og fyllingin hnoðuð saman við. Deigið er mótað í 1 1/2 cm þykka ávala köku og helmingurinn er smurður með smjöri. Hinn hclmingurinn er brotinn yfir, þannig að hann þeki ekki alveg þann nedrj. Látið lyfta sér aftur á bökunar- plötu i ca. 15 mínútur. Bakiö í um 35 mínútur við um 200 gráðu hita. (C) Þcgar brauðið er orðið kalt er það skreytt með glassúr úr flórsykrinum og rjómanum og söxuðum möndium og kokkteilberjum. . Rommsnúðar 35 g smjör cða smjörlíki 3/4 dl. ntjólk 25 g gcr 125 g hveiti FYLLING: 65 g smjör 65 g sykur 1/2 matsk. kanill ROMMGLASSÚS: 100 g flórsykur 1 matsk. vatn romm-bragðdropar Smjörið og mjólkin er v.elgt og gerið hrært út í. Hveitið hnoðað saman við og úrdeiginuer mótuð stór ferkðntuð kaka. Fyllingin or hrærð saman og sett yfir deigið, sem síðan er vafið upp eins og rúlluterta og skorið í snciðar (1 cm þykkar). Snúðamir látnir lyfta sér á plötu í um 15. mín. Þá penslaðir með eggi eða mjólk. Bakaðir í 10 mínútur við 200 gráðu hita. Þegar snúðarnir eru kaldir eru þeir skreyttir með romm- glassúr. ■ Það fer eftir Ijölskyldustærð, hversu há lán eru veitt til húsbygginga. A myndinni sést er verið er að reisa einingahús úr timbri í Kópavogi. Húsið er framleitt hjá Verksmiðju Þórðar, Vestmannaeyjum, og er hæð og ris ofan á steyptum kjallara. Húsið er sett upp á um hálfum mánuði, en þá er eftir að Ijúka frágangi að innan. Mynd: Anna Húsnæðismálastiórnarlánin: ■ Það eru alltaf margir, sem standa í því að kaupa sér íbúð eða byggja. Margir eiga kost á lífeyrissjóðslánum til að leggja í húsnæðið og flestir taka lán hjá Húsnæðismálastjórn. Nú er upphæð lána Húsnæðismála- stjórnar til nýbygginga sem hér segir: fyrir einstakling kr. 161 þús. fyrir 2-4 manna fjölskyldu kr. 205 þús., fyrir 5-6 manna fjölskyldu kr. 278 þús. Húsnæðis- málalánin eru yfirleitt borguð út 4-5 mánuðum eftir að húsið er fokhelt, þ.e.a.s. fyrsti hluti lánanna, sem er 1/3 hluti þeirra, eftir sex mánuði fæst síðan aftur 1/3 hluti og enn eftir sex mánuði síðasti þriðjungurinn. Ofangreind húsnæðismálalán eru að- eins fyrir þá, sem eru að byggja nýtt húsnæði, en svonefnd G-lán fara fyrir sérstaka nefnd, sem metur hvað hver umsækjandi fær hátt lán. Þeir, sem eru að kaupa íbúð í fyrsta skipti fá hæst G-lán eftirfarandi: 1-2 manna fjölskylda (sambýlisfólk) kr. 58 þús. 3-4 manna fjölskylda (þar m.t. einstætt foreldri) kr. 73 þús. 5-6 manna fjölskylda 84 þús., 7 manna fjölskylda og stærri, kr. 95 þús. Ef fólk á íbúð fyrir fær það eftirfarandi G-lán: 1-2 manna fjölskylda kr. 30 þús., 3-4 manna fjölskylda 35' þús., 5-6 manna fjölskylda kr. 42 þús. 7 manna fjölskylda og stærri kr. 47 þús. 4 eindagar eru á G-Iánunum á ári og getur afhending lánanna farið fram um sex mánuðum eftir eindaga. Þau hæstu á þriðja hundrað þúsund kr. Streitan er hættulegur óvinur ■ Það eru margir, sem þjást af streitu. Streitan hefur mörg einkenni, hraðan hjartslátt, andarteppu, höfuðverk, magaverki, o.m.fl. Ef maður þjáist af streitu getur hann orðið árásargjarn eða óskaplega þreytt- ur og þunglyndur. Hann getur fengið slæm höfuðverkjarköst eða migren. Það er eins og verið sé að berja með hamri í höfuðið og eina leiðin cr að liggja fyrir og hafa dregið fyrir alla glugga, því að birtan eykur verkinn. Æðakölkun og hár blóðþrýstingur getur fylgt streitu og streituhrjáð manneskja spennir vöðvana án þess að vita af því og fær verki í hnakkann, axlirnar eða brjóstið. Margir læknar telja að asma orsakist í sumum tilfellum af streitu. Sérstaklega ef viðkomandi hefur orðið fyrir sálar- legu cða líkamlegu áfalli. Streita getur orsakað það að fólk svitnar óeðlilega mikið og fær kláða og jafnvel útbrot. Sá sem þjáist af streitu, oft án þess að gera sér grein fyrir því, getur fundið til andþrengsla, en andþrengsli geta orsak- ast af mörgu öðru og því skal leita til læknis. Flestir gera sér ekki grein fyrir því að þeir þjáist af streitu. Roskið fólk getur haft áhyggjur af ellinni og hvað verði um það, ef það getur ekki bjargað sér sjálft. Þá er gott að dreifa huganum með því að láta gamla drauma rætast, t.d. að fara að læra eitthvað, sem ekki vannst tími til, meðan árin voru fá. Alvarlegustu áhrif streitu eru hjarta- sjúkdómar. Og þeir koma líka fyrir hjá ungu fólki nú á tímum hraðans og samkeppninnar. Streita ásamt ofáti, sígarettureyking- um, hreyfingarleysi og háum blóðþrýst- ingi getur orsakað hjartasjúkdóma. Einnig getur fyrrgreint orsakað magasár og ristilbólgur. Streitan eykur fram- leiðslu á saltsýru í maganum og slímhimnan bólgnar. Hver einstaklingur verður því að reyna að horfast í augu við vandamálin og reyna að minnka streituna með því að slaka á. Besta ráðið við streitu er slökun, og það að horfa á björtu hliðarnar í lífinu. Of mikil sólböð ekki til góðs ■ Sólböð eru holl í hófi, en margir fara of geyst í að ná brúna litnum. Það er mjög í tísku nú á íslandi að vera brúnn og margir leggja mikið á sig til þess. Of mikið af sólargeislum á húðina getur þó valdið krabbameini. Ömmur okkar reyndu að hylja andlit sín með klútum til þess að verða ekki „mórauðar" í framan. En tímarnir breytast og mennirnir með. En hvemig geisla sendir sólin okkur? Það eru geislarnir, sem við sjáum og hafa engin áhrif á húðina. Það eru infrarauðir geislar, sem við finnum. Þeir eru heitir og örva blóðrásina. Einnig ultrafjólu- bláir geislar, en það eru þeir, sem geta verið hættulegir húðinni i of miklu magni. Ein tegund af þeim hefur áhrif á litarefnið melanin í húðinni og húðin sólbrennur. Sólargeislarnir eru nauðsynlegir fyrir okkur vegna þess að við áhrif frá þeim myndar húðin D-vítamín, sem er nauðsynlegt fyrir okkur. Sólböð í hófi eru því gagnleg, en óhóflcg sólböð geta skaðað húðina og valdið sjúkdómum. En nú þarf ekki lengur að njóta sólar til að sólbaða sig, heldur er kostur á sólarlampaböðum til þess. Þess vegna er meiri hætta á því að margir fari of geyst í að sólbaða sig. Húðin verður þurr fyrr og hrukkótt, ef sífellt er verið í sterkri sólarbirtu. Glasaböm ■ Þessir litlu strákar eru glasabörn og fyrstu glasatvíburamir, sem fæddust í Englandi. Þeir heita Krístófer og Daníel og foreldrar þeirra höfðu í sex ár reynt að eignast barn. Móðirin hafði lokaðan eggjaleiðara og hafði aðeins fæðst með einn,hefði því aldrei getað eignast bam á venjulegan hátt. Gleði foreldranna var mikil, þegar drengimir fæddust. Fyrri tilraunir til að koma fyrir frjóvguðum eggjum í líkama móðurinnar höfðu mistekist og þegar tvíburamir urðu til vom sett þrjú frjóvguð egg í líkama móðurinnar. Eitt eggið losnaði hins vegar, en hin tvö urðu að þessum myndarlegu drengjum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.