Tíminn - 12.08.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 12.08.1982, Blaðsíða 18
18 frímerkjasafnarinn FRÍMERKJAUPPBOÐ i Félagsheimili Húsavikur laugardaginn 28. ágúst kl. 14 1982 Uppboðsskráin. Stórt uppboð á dánarbúi frí- merkjasafnara Það cr ckki á hverjum dcgi að uppboð á því scm þekktir frímerkja- mcnn skilja cftir sig hcrna mcgin grafar, cru haldin hér á landi. Oftast leita menn til útlanda um slíkt og verða íslcnskir safnarar svo að kaupa merkin hcirn aftur, fyrir erlendan gjaldeyri og greiða erlendum aðilum umboðslaun. Nú er aö minnsta kosti gefið eitt fordæmi um að slikt skuli ekki gert. Það er safn og frímerki þau er William heitinn Pálsson sem bió á Halldórsstöðum í Laxárdal átti oggaf eftirlátin frímerki minjasafni Þing- eyinga. Paö er vel og veröur vonandi um svo góðar undirtektir að ræða, að þarna vcrði ekki um einsdæmi að ræða. Uppboð þetta verður haldið í Félagshcimilinu á Húsvík, laugar- daginn 28. ágúst, klukkan 14.00. Á uppboðinu eru um 200 númer, svo eftirmiödagurinn ætti að endast vel til þess. Þar sent þarna er um vcnjulegt dánaruppboð aö ræða, cr efniö selt í því ástandi, sem það er í við hamarshögg, og er upp frá því á ábyrgö kaupanda. Grciðsla skal einnig fara fram viö hamarshögg eða eftir póstkröfu, flema um annað sé samið fyrirfram, en þá veröur kaupandi að greiða allan aukakostnað. í því tilfelli að tvö boð berist jafnhá, gildir það er fyrr berst upphoðshaldara, þar sem gera má skrifleg boð í uppboðsefnið, sem þurfa að hafa borist uppboöshaldara þrem dögum t'yrir uppboðið. Þá cr rétt að gæta þess, að uppboðshaldari er hreppstjóri Reykdælahrepps, Þverá íLaxárdal,641 Húsavíkogber að snúa sér til hans með allt er varðar uppboðið. Því skyldi heldur ekki glcyma, að þar sem um dánarbús- uppboð cr að ræða sem haldið er af viðkomandi hreppstjóra, leggst ekki söluskattur á uppboðsefnið. Einnig að gæta þess að heimilt er að hafna þcim boðum, sem ckki eru talin viðunandi. Þá er átt við það efni, sem ekki er með lágmarksboði í uppboðsskrá. Að öðru leyti gilda um þetta' uppboð sömu reglur og önnur frímerkjauppboð, svo sem um yfir- boð og hækkun boða vegna skrif- legra tilboða. Uppboðsefnið verður til sýnis í Veiðihúsinu í Laxárdal þann 21. ágúst á milli klukkan 13.00 og 16.00. En þar sem þá stcndur yfir afmælis- frímerkjasýning Félags frímerkja- safnara í Reykjavík, verður það einnig sýnt á uppboðsstað, þann 28. ágúst, í klukkustund áður en uppboð hefst. Þá er að snúa sér að efni uppboðsins. Þarna eru t.d. tvö heil Færcyjasöfn. Stimplar á bréfum frá íslenskum vcsturförum frá Kanada. Fyrstadagsbréf með stimpli Hall- dórsstaða, sem margir munu sækjast eftir auk mikils fjölda einstakra merkja, en William verslaði lengst af mcð frímcrki. Auk þess cr svo Islandssafn hans með miklum fjölda auramerkja af ýmsum prentunum, og nokkrum upprunastimplum. Stærsti bitinn er heilt fjórblokkasafn Lýðveldisins í fyrsta flokks ástandi eða efni sem merkt er í uppboðs- skrám. Auk þcss eru á uppboðinu 50 númer mcrkja frá ýmsum löndum, sundurgrcind eftir löndum og er þar ýmsa væna bita að finna. Þá er íslenskt flugmcrkjasafn, sem meðal annars innifelur I af Hópflugsmerkj- unum og svona mætti lengi telja. Því hefi ég gefið þessu uppboði svo mikið rými hér í þættinum að með því tel ég aö brotið sé blað í sögu uppboðshalds á frímerkjum hcr á landi. Ekki aðeins að hér sé um dánarbúsuppboð að ræða, sem tekst að halda inni í landinu, hcldur ekki síður hitt, að þetta uppboð undir- strikar enn bctur, að verið er að selja að nýju hluti, sem cigandinn hefir keypt og þegar grcitt söluskatt af, því á ekki að greiða enn á ný söluskatt af þcssum hlutum, nema ef slíkt uppboð væri haldið á vegum póststjórnar og því um fyrstu sölu merkjanna aö ræða. Nú eru hinsvegar uppboð hausts- ins framundan og hefir Hlekkur þcgar boðað sitt fyrsta uppboð, sem sagt hefir verið frá hér í þáttunum. Þá kemur uppboð Félags Irímerkja- safnara, þar sem segja má að nær eingöngu komi innanfélagsmenn, annaðhvort í F.F. eða einhverju öðru Landssambandsfélagi. Á virki- lega að láta mcnn halda áfram að greiða söluskatt á slíkum uppboð- um? Þarna bjóða líka útlcndir menn, sem ekki þurfa að greiða söluskatt vegna landfræöilegs heimilisfangs síns. Frændur okkar Svíar, hafa þegar afnumið þennan ófögnuð og væri okkur hollt að kynna okkur rök þau, sem voru fyrir því að það var gert. Ætla ég að þau hin sömu rök eigi ekki síður við hér á landi. Væri þeim komið á framfæri hér held ég líka að íslensk yfirvöld mundu undan láta og ekki framar krefjast söluskatts á íslenskum frímerkjauppboðum. Hafnarfirði, 7.8. ’82 Sigurður H. Þorsteinsson. Sigurður H. Þorsteinsson skrifar 19. þing Sambands ungra framsóknarmanna verður haldið að Húnavöllum helgina 3.-5. sept. n.k. Nánar auglýst síðar. S.U.F. Fóstrur - Atvinna Tvær stööur eru lausar til umsóknar viö nýjan leikskóla í Hveragerði. Upplýsingar á skrifstofu Hveragerðishrepps í síma 4150. Bilaleigan\f} CAR RENTAL 29090 REYKJANESBRAUT 12 REYKJAVIK Kvöldsími: 82063 Auglýsing um Ijósaskoðun bifreiða Athygli bifreiöaeigenda skal vakin á því aö í skráningarskírteinum bifreiöa, sem ekki hafa verið færðar til skoðunar á þessu ári, skal vera áritun um aö aðalljós bifreiöarinnar hafi veriö stillt eftir 31. júlí 1982. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 10. ágúst 1982. Einbýlishús meö bílskúr óskast til leigu fyrir dagskóla. Þarf að vera staðsett í Garöabæ eða Kópavogi. Nánari upplýsingar veitir fræöslustjóri í síma 54011. Fræðslustjórinn í Reykjanesumdæmi. Kaupfélag Árnesinga Bakarameistari Kaupfélag Árnesinga vill ráöa reglusaman bakara með meistararéttindi til þess aö veita brauðgerö félagsins forstööu. Æskilegt er aö umsækjandi hafi reynslu í stjórnun og rekstri brauðgerðar. Upplýsingar gefur kaupfélagsstjóri í síma 99-1208 eða aðstoðarkaupfélagsstjóri í síma 99-1207. ffX Kaupfélag Árnesinga 4 Kjötiðnaðarmaður Viljum ráða reglusaman mann í kjötvinnslu okkar strax. Umsækjandi þarf að hafa kjötiðnaðarrétt- indi og geta veitt kjötvinnslunni forstöðu í forföllum. Upplýsingar í síma 99-1208 eða að- stoðarkaupfélagsstjóri í síma 99-1207. FIMMTUDAGUR 12. ÁGÚST 1982 Kvikmyndir & HIOUIM Sími 78900 0^*-a Salur 1 FRUMSÝNIR Flugstjórinn (The Pilot) The Pilot er byggö á sönnum atburðum og framleidd í cinema- scope eftir metsölubók Robert P. Davis. Mike Hagan er frábær flugstjóri en áfengið gerir honum lifið leitt. Aðalhlutv.: Cliff Robertson, Diane Baker, Dana Andrews. Sýndkl. 5-7-9-11 Hvellurinn John Travolta varð heimsfrægur fyrir myndirnar Saturday Night Fever og Grease. Nuna aftur kemur Travolta fram á sjónar- sviðið i hinni heimsfrægu mynd DePalma BLOW OUT. Hækkað miðaverð. Sýnd kl. 5-7.05-9.10og 11.15. Salur 2 Óskarsverðlaunamyndina Amerískur varúlfur í London Pað má með sanni segja að þetta er mynd i algjörum sérflokki, enda gerði John Landis þessa mynd, en hann gerði grínmyndimar Kentucky Fried, Delta klikan, og Blue Brothers. Einnig lagði hann mikið við að skrifa handrit að James Bond myndinni The Spy Who Loved Me. Myndin fékk Óskarsverðlaun fyrir förðun i mars s.l. Sýnd kl. 7 og 9 Salur 3 Píkuskrækir (Pussy-talk) Pussy Talk er mjög djörf og jafn- framt fyndin mynd sem kemur öilum á óvart. Myndin sló öll aðsóknarmet í Frakklandi og Svíþjðð. Aðalhlutverk: Penelope Lamo- ur, Nils Hortzs. Leikstjóri: Frederic Lansac. Stranglega bönnuð börnum Innan 16 ára. Sýnd kl. 5 og 11 Salur 4 Breaker Breaker Frábær mynd um trukkakappastur og hressileg slagsmál. Aðalhlutverk: Cuck Norrls, Terry O'Connor. Sýndkl. 5-7 og 11.20 Fram í sviðsljósið (Being There) (4. mánuður) Grínmynd í algjörum sérflokki. Myndin er talin vera sú albesta sem Peter Sellers lék í, enda fékk hún tvenn Óskarsverðlaun og var úlnefnd fyrir 6 Golden Globe Awards. Sellers fer á kostum. Aðalhlutverk: Peter Sellers, Shlrley MacLane, Melvin Douglas og Jack Warden. Leikstjóri: Hal Ashby. islenskur texti. Sýnd kl. 9.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.