Tíminn - 12.08.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 12.08.1982, Blaðsíða 20
VARAHLUTIR Sondnm um land allt Kaupum nýlega bíla til nidurrifs Sími (III ) 7 - - 51, (íll ) 7 - HO - :m. Skcmmuvegi 20 HEDD HF. Kopxvmii Mikiö úrval Opið virkit dugu í) 19 Lituf<itr duga 10 16 HEDD HF Gagnkvæmt tryggingaféJag § ^sfiabriel n HÖGGDEYFAR y GJvarahlutir Armúla 24 Sími 36510 HVERVARSI) KRISTNISEM MRVALMIR VfBFÖRU LÆREH? Rætt við séra Gísla Kolbeiras um athuganir hans 'Sf <$> mwm FIMMTUDAGUR 12. AGUST 1982 ■ Á síðasta ári var séra Gísli Kolbeins, sóknarprestur í Stykkishólmi á ferd um England, Þýskaland og Danmörku í þeim tilgangi aö kynna sér kristni og kristnisögu á þeim tíma er Þorvaldur víöförli gerðist kristinn maður og flytur til íslands kristinn boðskap. Við ræddum við séra Gísla og fer hér á eftir útdráttur úr því spjalli. Fyrst spurðum við hann hver kveikjan hefði verið að áhuga hans á þessum fræðum, en Gísli hefur lengi verið þekktur fyrir athuganir sínar á þessu, m.a. vegna fjölda útvarpserinda. Var það m.a. orsök þess ef að líkum lætur að biskup Sigurbjörn Einarsson og ráðherra kirkjumála Friðjón Þórðarson, veittu honum leyfi frá störfum um níu mánaða skeið. „Það er kannske erfitt að kristnu menningu sem skapast svara því hvað hefur verið fyrsta hafði undir handleiðslu heilags spiran að áhuga minum a þessu,“ segir séra Gísli. „Það er aftur á móti öruggt að það erindi sem þeir Þorvaldur og Friðrik fluttu hér skiptir miklu fyrir menningarsögu þjóðarinnar og verður m.a. til þess að íslending- ar læra að lesa og skrifa. Það er hugsunarháttur sá sem á þessum tíma ríkir í Englandi og á Þýskalandi sem er undirrót þess að menn fara að lesa og skrifa.. Ekki er gott að vita hvort komið hefur á undan, en þegar menn eru komnir í klaustur á þessum tíma eru þeir strax settir tii þess að skrifa. Það er sjáif guðfræði- stefnan sem veldur því að menn fara að skrifa, því það er þáttur í ögun andans að temja sig við skriftir. Ég fór utan í þeim tilgangi að glöggva mig á því livað á seyði hefði verið í málum kristninnar á tíundu öld og hvernig hugsun- arhátturinn hefði verið. Eftir miðja tíundu öld er 25 ára friðartímabil, sem síðari tíma sagnfræðingar gera ekki mikið úr, segja aðeins að friður hafi ríkt þessi ár. Menn hafa kannske ekki gert sér grein fyrir hve friöurinn er mikils virði. Ófriður hefst svo að nýju um 980, - kannske hefur það verið trú- málastríð, og má vera að þá hafi Þorvaldur verið í liði Sveins tjúguskeggs. Þar gæti hann hafa komist í kynni við þá Dunstans í Englandi, en á þessu aldarfjórðungs friðartímabili var hann mjög áhrifamikill maður á sviði stjórnmála og kirkjumála. Sumt sem viðhaft er í krýningar- athöfn Bretakonunga enn í dag á rætur að rekja til hans. Dunstan hefur haft mikið sam- band við meginlandið og hafa áhrif hans þar einkum breiðst út í gegn um klaustrið Echternach í Luxemburg. Það er ekki þægilegt að koma miklu máli í fá orð eins og hér er ætlast til en í ferð minni varð ég geysilega mikils vísari um hugsunarháttinn og guðfræði- stefnuna á þessum tíma. Þótt þeir níu mánuðir sem ég hafði til verksins dygðu vel þá dugðu þeir samt ekki til þess að ég gæti sinnt ritstörfum neitt að marki og enn veit ég ekki hvernig mér muni ganga að finna tíma til þess að rita um þessar athuganir, því prestsembættið er tímafrekt starf. Ég var fimm vikur í Englandi, fimm vikur í Luxemburg og fimm vikur í Bremen og enn lengi við samanburðarathuganir í Kaupmannahöfn. Þá fór ég til baka á sömu slóðir, kom bæði til Corvey og Wolfenbúttel í Þýska- landi, en sá staður er skammt frá Braunschweig og er þar mikið bókasafn. Corvey er hins vegar við Weser, vestan við Götting- en. Þar var mikill klausturstaður ■ Séra Gísli Kolbeins og er enn. Enn var ég í þrjár vikur syðst í Jótlandi við Flens- borgarfjörðinn, þar sem ég átti viðræður við fræðinga um hið merkilega verk sem verið er að vinna við fornleifarnar í Heiðar- bæ. Kirkjuklukku sem fannst á sjó utan við Heiðarbæ sá ég svo á sýningu í Hamborg og var hún á ramböldum, eins og íslenskar kirkjuklukkur. Það var einkenni- leg tilfinning að sjá þann grip, en hún hefur ef til vill hljómað í grennd við Heiðarbæ fyrir þús- und árum. í Heiðarbæ kynnti ég mér einnig hvað rúnaristur segja um guðfræðileg efni. Síðasti könnunarstaðurinn var York á Englandi og þar voru ýmsar bækur góðar. Nei, ég varð lítils vísari um Þorvald sjálfan, enda var það ekki ætlunin, því þótt ég sé nokkuð á sagnfræðisviði, þá er ég þó fremur á trúfræði eða kenningalegu sviði. Til gamans má segja frá því að ég rakst á texta sem viðhafður var þegar verið var að kenna mönnum kristni á þessum tíma. Þegar fólk var enn ólæst, varð að hafa þann hátt á er verið var að kenna mönnum kristnina að presturinn spurði en söfnuðurinn svaraði. Var auðvitað sterk kenning í því að menn skyldu forðast allt það sem heiðninni tilheyrði og ját- uðu menn því í heyranda hljóði. í þessum gamalþýska texta kemur á einum stað fyrir orðtakið „in die Werki in die Willi“. Þetta er auðvitað öðru- vísi á þýsku í dag, en var skrifað svona þá. Prestur sem var að líta á þessa hluti með mér sagði mér að þetta þekktist enn svona á ýmsum fáfarnari stöðum í Vestur-Þýskalandi úti við sjó- inn. Orðtakið hefur verið til í mæltu máli og verið tekið upp í textann, því menn skildu ákaf- lega vel hverja merkingu þetta hafði. Hér hefur viljinn auðvitað merkingu sem andleg ákvörðun hjá mönnum. Enn mætti minnast á hve víða það kemur fram á þessum tíma í kristninni hve nauðsynlegt það sé að til sé konungur, sem svari til ábyrgðar gagnvart guði og þjóðinni. Það er hægt að hugsa sér sem granna ágiskun að Snorri Sturluson hafi verið að skrifa sögu Noregskonunga til þess að sýna íslendingum fram á að þessir kóngar væru engin voða- menni og að það mætti því að meinalausu taka upp konungs- samband hér. íslendingar voru mótfallnir því að hafa kóng, en það er talað um þetta í guðfræðinni. Trúlega er Snorri að skrifa sögurnar fyrir ein- hverja aðra og hví skyldu sögurnar vera skrifaðar úti á íslandi, ef ekki væri til þess að rökstyðja eitthvað?" - AM §§j Fréttir Þingflokkur og framkvæmda- stjórn ræða efnahagstillög- urnar. ■ ÞingflokkuF og fram- kvæmdastjórn Framsókn- arflokksins koma saman í Alþingishúsinuídagkl. 16. Þar verða að sjálfsögðu ræddar efnahagstillögur þær sem ræddar hafa verið í sérstakri ráðherranefnd undanfarna daga. ísbrjóturinn Northwind til sýnis ■ Bandarískur ísbrjótur, NORTHWIND, verður til sýnis almenningi á morg- un, laugardag og sunnu- dag, frá kl. 9.00 til 11.00 og frá kl. 13.00 til 16.00. Skipið leggst að bryggju í Sundahöfn í Reykjavík í dag. Er það í cigu banda- rísku strandgæslunnar. Mun það dvelja hér í nokkra daga til að hvíla áhöfnina og taka vistir. -Sjó Blaðburöarbörn óskast Timann \ vantar fólk til blaðburðar i eftirtalin hverfi: mAp. Kópavogur:^ Álfliólsveg, efri Þverbrekku og víðsvegar í Kópa- vogi Reykjavík: Skeiðavog, Voga, Barmahlíð. Igwróro sími 53703 dropar Af ,,spaöM- förum sjómanna ■ „Hættið að scnda sjó- mönnum á hafi úti þessa eilífu hafrótarsöngva. I’að mætti halda að sjómenn hefðu ekki gaman af neinum lögum nema sjómannalögum ef marka má þáttinn Óskalög sjómanna. Ég get sagt ykkur það að strákarn- ir, sem eru úti á sjó, eru orðnir dauðleiðir á þessum sjóara- lögum þar sem hafið og öldurnar rísa og sjómaðurinn fær næstum ekkert að heyra nema einhverjar harmsögur af sjó. Haldið þið að tannlæknar hafi eingöngu gaman af því að heyra sönginn með Karíus og Baktusi? Þetta er alveg fár- ánlegl." Þetta er upphaf lesenda- bréfs úr DV í gær, sem inniheldur umvandanir til heit- kvenna sjómanna hér við land varðandi lagaval með kveðjum þeirra í „Óskalögum sjó- manna.“ En sagan er ekki þar með öll sögð, því bréfritari heldur áfram: „Og ef sjómað- urinn sleppur við að fá skila- boð frá elskunni sinni með lúðalegu sjómannalagi þá fær hann bara eitthvert „sorry- gaul" í staðinn. Þá gengur söngurinn út á það að söknuð- urinn og treginn sé alveg að fara með kærustuna. Ég hef sjálf verið á sjó með strák- unum og þeir fara alveg i „spað" þegar þeir heyra þessi rosalegu saknaðarhróp með harmi þrungnum tregakveðj- um. Hættið því líka að scnda þeim þetta „sorrygaul." Þið skulið hcldur „peppa" strák- ana upp. Scndið þeim hressi- leg lög, alveg sama hvaða lög það eru, svo að strákarnir, sem eru úti á sjó viti að þið eruö hressar.“ Svo mörg voru þau orð, og hér með er boðskapnum kom- ið til skila. Hárgreiðslu- meistarinn léttari ■ Dropar sáu þessa mynd í nýlegu dönsku tímariti, en hún er af Doddy, eins og baunarnir kalla hana, íslenskum hár- greiðslumeistara sem séð hef- ur um það að koma hárlokkum forseta vors, Vigdísar Finn- bogadóttur, í það horf sem forseta sæmir á ferðalögum hennar erlendis. Doddy var langt gengin þegar myndin var tekin, en nú er eins gott að hún sé orðin léttari, því meiningin er aö hún fylgi forsetanum meðan á heimsókn hennar stendur í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Þar mun Vigdís opna sýninguna „Scandinavia today“, fyrir hönd allra Norð- urlandaþjóðanna. Krummi ... ...sér að Birgir ísleifur hefur nú samþykkt Landsvirkjunar- samninginn, sem hann lét Sjöfn fella í borgarstjórn, nær óbreyttan, nema nú verður Landsvirkjun að borga fyrir byggðalinurnar sem áður stóð til að gefa, eða því sem næst.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.