Tíminn - 14.08.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.08.1982, Blaðsíða 1
Marmlíf í Borgarnesi — bls. 8-9 Blað 1 Tvö blöð í dag Helgin 14.-15. ágúst 1982 183. tbl. 66. árgangur Siðumúla 15— Pósthólf 370 Reykjavik — Ritstjórn 86300 — Auglýsingar 18300 — Afgreiðsla og áskrift 86300 — Kvöldsimar 86387 og 86392 Kvikmynda- hornið: Þetta er barmað — bls. 2 Indira og eagai bls. 5 Fonda látinn — bls. 15 Þorska- stríðin — bls. 6-7 TRESMIÐIR BOÐfl VERK- FALL EFTIR HELGINA „Ágreiningurirm eingöngu um samningstímann", segir Júlíus Kr. Valdimarsson, framkvæmdastjóri Vinnumálasambands samvinnufélaganna ■ Ágreiningurínn stendur eingöngu um samningstímann, þeir fara fram á 3 ára samning eins og samið var um við Meistarasamband byggingar- manna en við treystum okkur ekki til þess og viljum semja til eins og hálfs árs eins og við höfum samið við aðra aðila“, sagði Júiíus Kr. Valdimarsson framkvæmdastjóri Vinnumálasam- bands Samvinnufélaganna í samtali við Tímann en trésmiðir í Reykjavík hafa boðað verkfall frá og með næstkomandi mánudegi hafi samning- ar ekki tckist. „Ástæðan fyrir því að við treystum okkur ekki til að gera lengri samninga en til eins og hálfs árs er að eins og ástatt er í efnahagslífi landsmanna nú er erfitt að sjá hvar við stöndum haustið 1983 og í hvaða sporum við verðum þá til að gera hliðstæðan samning við aðra aðila en trésmiði". Júlíus sagði að engin stórverkefni hjá Sambandinu myndu stöðvast ef til verkfalls kæmi. Trésmiðir ynnu nú aðallega við viðhald og viðgerðir hjá Sambandinu, en hann hafði ekki nákvæmar tölur um fjölda þeirra sem slík störf stunda. - FRI Tímamynd gk. ■ Jónas Jónasson, annar fastráðinna starfsmanna ríkisútvarpsins á Akureyri. Föst starfsemi útvarpsins á Akureyri hefst ídag: „SPflNHAR flliT NOftfiURUND — segir Jónas Jónasson annar af tveimur fastráðnum útvarpsmönnum á Akureyri 77 ■ „Frá og með deginum í dag má segja að föst starfsemi útvarpsins á Akureyri sé komin á laggimar en það er ekki eins og við séum að byrja á neinu nýju, útvarpað hefur verið héðan áður“, sagði Jónas Jónasson úrvarpsmaður í samtali við Tímann en hann ásamt tæknimanninum Bimi Sigmundssyni hafa verið fastráðnir til útvarpsins á Akureyrí. Útvarpið hefur keypt sér nýtt 500 fm húsnæði að Fjölnisgötu 3a en Jónas sagði að mörgu þyrfti að breyta í því húsnæði áður en úrvarpsstarfsemi gæti farið fram í því og verður starfsemin því fyrstu um sinn í hljóðhúsinu við Norðurgötu. „Útvarpið hér mun spanna allt Norðurland, en er af augljósum ástæðum staðsett á Akureyri. Við ætlum okkur að reyna að auka hljóðritanir en hér er fullt af góðu tónlistarfólki sem hefur verið að basla í alls konar leiguhúsnæði. Er nýja húsnæðið kemst í gagnið breytist þetta allt saman.“ Jónas sagði að ætlunin væri svo að reyna að framleiða skemmti- og leikþætti fyrir norðan en ekki væri búið að taka ákvörðun um slíkt og yrðu þeir að hafa mikla samvinnu við Ríkisútvarpið, Hann sagði ennfremur að í nýja húsnæðinu yrði aðstaða fyrir sjón- varp. Um hvernig þetta mundi þróast í framtíðinni sagði Jónas: „Við verðum að finna þetta vaxa í höndunum á okkur“. - FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.