Tíminn - 14.08.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 14.08.1982, Blaðsíða 2
2 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 Imsjón: [. og K.L. ■ Fegurðardrottningin frá Arkansas varð „Miss USA“ og henni varð mikið um! Fegurdar- drottningar gráta alltaf — en eiga þó helst að taka sig vel út á meðan ■ Það er stundum verið að gera grín að því, að fegurðar- drottningar tárist, þegar þær séu krýndar. Sjálfsagt er mikil taugaspenna í sambandi við fegurðarkeppni ekki síður en í annrri samkeppni, og ekki vist að dömumar þoli álagið. Fegurðardrottningin Terry Lea Utley háöskraði, eins og sjá má á meðfylgjandi mynd, þegar hún vann titilinn fegurðardrottning Banda- rikjanna (Miss USA) í Biloxi í Mississippi. Líklega hefur hún ekki búist við að Ijós myndarinn nxði mynd af henni í þessum æsingi, því að fegurð hennar nýtur sín vissu- lega ekki á myndinni, þar sem hún ranghvolfir augunum og gapir. En stúlkan hlýtur vissu- lega að hafa verið mjög falleg, því að sú bráðfallega sem stendur við hlið hennar var kosin „Miss Texas“ var númer tvö í keppninni. Sam- dráttur — en adeins á hvíta tjaldinu ■ Tveir fallegustu leikarar Frakka - þau Alain Delon og Catherine Deneuve - hafa í fyrsta sinn leikið saman í kvikmynd. Myndin heitir „Chok“ (Taugaáfall) og þykir mjög spennandi. Samstarfið gekk svo vel, að þau hafa bæði samþykkt að halda áfram að vera saman, þ.e.a.s. á hvíta tjaldinu en ekki í raunveruleikanum. Mmi: ■ „Það er súper-sumar og 30 stiga hiti dag eftir dag“, söng unga konan og dansaði á Ráðhústorgi í Kaupmannahöfn. ■ Frá því viku af júlímanuði og sam- fellt í 31 dag mátti heita stöðug hita- bylgja í Danmörku og reyndar víðar á Norðurlöndum. Þá voru taldar 365 sólarstundir á 31 degi í Danmörku, svo að mælst hafa um 11 sólarstundir á dag þann tíma. AI- menningur þar kall- aði þetta „súper- sumarið ’82“. Margir stunduðu baðlif á ströndum Danmerkur og fólk var yfirleitt fáklætt í sumarhitanum. Hún sló samt öll met unga konan, sem kastaði klæðum á Ráðhústorgi á mesta umferðar- ÞETTA MA EKKI A rAdhiístorginu þrátt fyrir 31 dags hita- bylgju ■ .....og komdu svo með okkur á stöðina. Þú verður sektuð. tíma dagsins, einn sólardaginn um daginn. Hún var þó með hliðartösku sína og dansaði um torgið með kaldan bjór í annarri hendi en sígarettu í hinni. Ekki fékk hún þó að dansa lengi, því að innan skamms kom lögregluþjónn til hennar og sagði: - Þetta má ekki á Ráðhústorgi, góða mín, og komdu þér nú í einhver föt. Næsta dag fór að rigna í Kaupmanna- höfn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.