Tíminn - 14.08.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.08.1982, Blaðsíða 8
LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 LAUGARDAGUR 14. ÁGÚST 1982 9 tekinn tali tekinn tali i, „Ooooo þessar sendiferðir alltaf.......“ „Það er mikið að þú kemur loksins!“ Allir hjálpast að við að koma sér upp þaki yfir höfuðið. „Heldurðu að þetta fari ekki að verða nóg hey fyrir þær Bfldu, Kollu og.... ?“ „Hefurðu heyrt það nýjasta frá spekingunum þarna fyrir sunnan?‘ Ólafur Sverrlsson, kaupfélagsstjóri í Borgarnesi: ff HER UFA MENN HVER A ÖDRUM ff ■ Listaverka má njóta á ýmsa vegu. Þetta er skammt frá DvalarheimiU aldraðra í Borgarnesi, gert af HaUsteini Sveinssyni - bróður Ásmundar - sem nú er heimilismaður á Dvalarheimilinu. ■ „Menn lifa hér hver á öðrum, er sagt um þá venjulega“, svaraði Ólafur Sverrisson, kaupfélags- stjóri í Borgarnesi kankvíslega spurningu um það af hverju menn hafi einna helst sitt lifibrauð í „bænum við brúna“. „Mestur fjöldinn vinnur við iðnað ýmisskonar. Hér er t.d. mikill járniðnaður, m.a. starfa um 50 manns í slíku fyrirtæki á vegum kaupfélagsins. Hér er Iíka fyrir- tækið Vírnet h.f., sem framleiðir svo til allan saum sem framleidd- ur er í landinu og verulegan hluta af því þakjárni sem notað er hér á landi. Hér er prjónastofa sem gengið hefur vel undanfarin ár, þó erfiðara sé þar í svipinn, en þar eru nokkrir tugir manna í vinnu. Það er líka stórfyrirtækið Loftorka, sem framleiðir bæði heil hús og húshluta. Síðan má nefna ýmis önnur fyrirtæki samvinnu- félaganna, kjötiðnað, sláturhús, Mjólkursamlagið og fleira að ógleymdri verslun og þjónustu bæði á vegum kaupfélagsins og einkaaðila. Og síðan eru það opinberu stofnanirnar." - Og fólkinu fjölgar, mikið um barneignir? - Bæði er að fólk flytur hingað nokkuð jafnt og þétt og einnig er hér mikið um barneignir hjá unga fólkinu, sem betur fer. Já, þetta er ungur bær í þeim skilningi. - Borgnesingar virðast líka duglegir að byggja, þrátt fyrir allt volæðisvælið í þjóðfélaginu. Marga undrar m.a. hve mikið er um að ungt fólk skelli sér beint í einbýlishúsabyggingar í stórum stíl? - Hér hefur mikið verið byggt. í svokölluðu Bjargslandi er t.d. heilt hverfi í byggingu núna, þó því sé ekki að neita að þetta sé erfitt hjá mörgum. En sennilega er þó heldur auðveldara fyrir ungt fólk að ráða við slíkt hér en t.d. á höfuðborgarsvæðinu. Bæði er að Kaupfélagið lánar t.d. efni í dálítinn tíma meðan beðið er eftir föstu lánunum, lóðir eru miklu ódýrari og gatnagerðargjöld lægri. Fólk flytur síðan inn í húsin meira og minna hálfkláruð, jafnvel inn í bílskúrinn meðan það er að byggja hitt upp. Það er því allur gangur á þessu, en lítið um að fólk þurfi að gefast upp og selja. - Það vekur líka athygli hvað landslagið er látið halda sér? - Já, þess hefur verið gætt að spilla landinu sem minnst, þó auðvitað verði ekki byggður bær öðruvísi en að þess sjáist merki einhversstaðar. En klettarnir sem ekið er fram hjá út úr bænum verða t.d. látnir standa óhreyfðir og eins er þetta víða um bæinn. - Þið þurfið þá væntanlega líka miklar gatnagerðarframkvæmdir? - Það voru miklar gatnagerðar- framkvæmdir hér í fyrra og einnig töluvert í sumar, þó það sé kannski frekar götur og gangstéttir sem eru á minna áberandi stöðum. Bærinn hefur skipt ákaflega mikið um svip við þetta, að mér finnst, frá því sem var fyrir nokkrum árum. En Borgarnes hefur þó auðvitað alltaf verið heldur falleg- ur bær. Hér er garðamenning líka talsverð. íbúarnir leggja metnað sinn í að hafa þokkalegar lóðir kring um hús sín. Á sumrin stendur sveitarfélagið líka fyrir unglingavinnu, sem aðallega felst í því að halda bænum hreinum, þar á meðal Skallagrímsgarði og fleiri útivistar- svæðum. - En þið byggið líka yfir aldraða fólkið? - Dvalarheimilið var reist fyrir nokkuð mörgum árum, en í sumar er verið að bæta all verulega við það. Þar er eingöngu um herbergi að ræða, en ekki byggðar íbúðir. Jú, að mestum hluta dvelur þar fólk sem alveg er sest í helgan stein. En einnig er til að fólk stundi þaðan hálfs dags vinnu, eða bjástri eitthvað fyrir sjálft sig í garðrækt eða því um líku. Ólafur Sverrisson. - Er ekki eitthvað um fénaðarhöld ennþá? - Það hefur minnkað all verulega á undanförnum árum og eingöngu fullorðið fólk sem á kannski nokkrar kindur. Þetta á því vafalaust eftir að leggjast niður áður en langt um líður. Hestaeign er hér aftur á móti mikil, ég held hátt í 500 hross. Hér hefur m.a. verið skipulagt sérstakt hesthúsahverfi í Hamarslandi, þar sem algengast er að menn sam- einist 2 eða fleiri um eitt hús. En aðeins eru þar leyfðar tvær gerðir af húsum, sem menn geta valið á milli. Jú, Hamarsland - sem áður var stór bújörð - er nú í eigu hreppsins, en hún er nú eingöngu notuð til margskonar tómstunda- starfa fyrir íbúana. Golfklúbbur- inn hefur bróðurpartinn, m.a. húsið sem þeir hafa gert ljómandi skemmtilega upp, ásamt golfvelli. Hestamennirnir heyja á túnunum og einnig hefur verið úfbúið þar garðræktarland, þar sem mönnum er gefinn kostur á að leigja sér skika. Af spjallinu við Ólaf má ljóst vera að fólk unir sér vel í „bænum við brúna“, bæði við leik og störf. - HEI ■ „Veriði ekki að bera mig saman við þessi smáböra sem enn era í vögnum. Kaffisopans má njóta hvar og hvenær sem er. ■ „Mamma ætti bara að vita hvað þessi pokask.sígur í“ Tímamynd Ella.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.