Tíminn - 15.08.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.08.1982, Blaðsíða 2
Klippimyndir í Djúpinu ■ Bandaríski listamaðurínn R.I.P. Hayman. ■ Ásgeir við eitt verka sinna. Tímamynd: Ella. Sýning í Asmundarsal ■ Ásgeir Már Einarsson, myndlistar- maður, opnaði í gær sýningu á verkum sínum í Ásmundarsal við Freyjugötu 41. Ásgeir sýnir myndir, unnar með blandaðri tækni á pappír og striga auk skúlptúrs úr brenndum leir. { nær áratug hefur Ásgeir fengist við myndlist. Hefur hann víða komið við, stundað nám í hinum ýmsu deildum Myndlista- og handíðaskóla íslands og þar að auki stundaði hann nám í Stuttgart í V-Þýskalandi veturinn 1977-78. Sýning Ásgeirs stendur til 23. ágúst n.k.. ■ Bandaríski listamaðurinn R.I.P. Hayman verður með hljóðgerning í Nýlistasafninu, Vatnstíg 3b, á mánudag- inn kl. 21. Listamaðurinn mun flytja eitt verk sem hann nefnir á ensku „The Pheno- menology of Aural Apperarances" (fyrirbærafræði þess sem heyrist). Verk- ið verður flutt í myrkri, því fyrir myrkrið framleiðir ímyndunarafl okkar innra ljós, segir í fréttatilkynningu frá safninu. Listamaðurinn tekur það fram að blint fólk sé sérstaklega velkomið. R.I.P. Hayman fæddist árið 1951 í Nýja Mexico. Hann er sjálflærður listamaður og hefur unnið ýmis almenn störf um ævina. Aðalviðfangsefni verka hans er félagsleg hlið tónlistarinnar. Nýlistasafnið vill hvetja sem flesta tii þess að koma á hljóðgerninginn á mánudaeskvöldið. Nýlistasafnið: R.I.P. Hayman fremur hljoðgerning i Nýlistasafninu ■ Undir veitingastaðnum Horninu í Hafnarstræti er, eins og menn vita, kjallari sem hefur verið innréttaður sem sýningarsalur. Kallast Djúpið og þykir huggulegur. Þar hafa bæði vel kunnir og áður óþekktir listamenn sýnt verk sín. í dag, laugardag, verður sem oftar opnuð þar sýning - það er Kristján Valsson sem hefur hengt verk sín á vegg. Kristján Valsson er ungur maður og hefur ekki sýnt myndir sínar opinber- lega áður. Hann er aukinheldur sjálf- menntaður í myndlistinni eins og margir góðir menn, og sýnir á þessari fyrstu sýningu sinni þrjátíu myndir, klippi- myndir svokallaðar. Sýningin í Djúpinu er opin á sömu tímum og veitingahúsið Hornið, frá ellefu á morgnana til hálf tólf á kvöldin. Ekki er ennþá ákveðið hversu lengi sýning Kristjáns Valssonar mun standa, en að minnsta kosti má gera ráð fyrir að hún verði á sínum stað í 2-3 vikur. Tímamynd: GE. ■ Kristján Valsson sýnir klippimyndir í Djúpinu. ■ Mynd frá Almannavömunum bandarísku sem sýnir hvemig fjölskylda lifir þægilega í kjarnorkuskýli sínu. Úr myndinni Kaffistofa kjarnorkunnar (Atomic Cafe) Ameríska kvikmyndavikan hefst í dag: Athyglis- verðar kvikmyndir ■ Ameríska kvikmyndavikan hefst í dag með sýningum á myndunum Heartland (Hjartaland) Atomic Cafe (Kaffihús kjarnorkunnar) og Subway Riders USA (Neðanjarðarknaparnir). Margt góðra mynda er að finna á þessari viku en sú athyglisverðasta er eflaust Atomic Cafe einstök heimildar- mynd sem unnin er upp úr gömlum áróðurskvikmyndum Bandaríkjastjórn- ar um kjarnorkusprengingar og áhrif þeirra. Atomic Cafe er jafnframt nýjasta kvikmyndin á þessari viku, varfrumsýnd fyrir aðeins nokkrum mánuðum í Bandaríkjunum og hefur þegar vakið mikla athygli þar. Heartland hlaut Gullbjörninn í Berlín 1981 og fjallar hún um landnám vestursins séð með augum konu en Subway Riders USA fjallar um stórborg- arlíf og dregur upp nokkuð dökka mynd af því. Kvikmyndavikan hefur hlotið heitið Nýir straumar í amerískri kvikmynda- gerð og er tileinkuð svokölluðum „sjálfstæðum“ kvikmyndum þ.e. kvik- myndum sem aðstandendur hafa fjár- magnað sjálfir eða með styrk frá hinu opinbera. í kvikmyndahorninu í næstu viku mun verða fjallað ítarlega um þær kvikmynd- ir sem sýndar verða í vikunni. Sýningar verða í Tjarnarbíói og hefjast kl. 3. - FRI Ævintýri um rosknar von- sviknar konur og eldri menn Auður Haralds spjallar um nýju bókina ■ „Æ, ég veit ekki hvort ég á að fara að segja þér frá þessu, - ég er að hreinskrifa þetta núna og þá verð ég alveg blind á þetta allt saman og veit ekkert hvort það er gott eða vont,“ sagði Auður Haralds, rithöfundur, þegar við hringdum heim til hennar í gær og spurðum hana um nýju bókina hennar. Blaðamanninum tókst samt að telja Auði á að segja lesendum dálítið frá bókinni og efni hennar. „Bókin heitir „Ævintýri fyrir rosknar vonsviknar konur og eldri menn,““ sagði Auður, „og undirtitillinn er: „Hlustið þér á Mozart?" Þegar Aðal- steinn Ásgarðs sá þetta, þá leit hann upp og sagði: „Ja, hérna. Þetta er bara eins og „Dáið þér Brahms?" og þá kveikti ég á því að ég hafði kannske fengið þetta lánað. Já, efnisþráðurinn. Hlustar þú á Dr. Hook and the Medicin Show? Þá hlýtur þú að kannast við „The Ballad of Lucy Jordan“. Það lag er um 37 ára gamla konu, sem vaknar upp við það einn morgun að maðurmn er fannn í vinnuna og börnin í skólann, sólin skín inn um gluggann og hún getur ráðstafað deginum fullkomlega eins og hana langar til. Hún getur gert hreint eða raðað blómunum, - eða hlaupið æpandi niður götuna. Það er þriðji möguleikinn. í þessum knappa texta þeirra uppgötvar konan sem sagt að það er ekkert eftir. Hún hefur komið út börnunum og manninum og liggur í rúminu og fer ekki á fætur, en liggur og hugsar um draumana sem hana dreymdi. Auðvitað dreymir okkur öll, en þó aðallega konuna, því litteratirinn er í því að punda inn í okkursögunni um riddarann á hvíta hestinum - sem núna er á hvítum sportbíl. En Lucy Jordan verður sem sagt ljóst að riddarinn mun ekki koma úr þessu, til þess að aka henni í gegnum París á meðan vindur leikur um hár hennar. Ég pældi óskaplega mikið í þessum texta og er búin að gera það í mörg ár. Loks fór ég að pæla í hvernig þessi kona muni vera ef hún væri hér. Náttúrlega var þetta einhver afskaplega leiðinleg kona sem alið hefur upp börn í 20 ár og alið upp manninn sinn. En það var mögulegt að hún vaknaði upp einn dag og hefði hreint ekkert að gera nema raða blómunum og gera hreint! Ég trúði því eiginlega ekki að svona kona væri til hér en fór svo samt að búa hana til. Bókin gerist á þessum eina degi og það kemur í Ijós að konan, Lovísa Jónsdóttir heitir hún, er léttklikkuð. En hún er það aðeins til þess að koma í veg fyrir að hún verði geðveik á aðgerðaleys- inu og tilgangsleysinu. Mér finnst Lovísa afskaplega skemmtilegur karakter, - hún líkist mér auðvitað svolítiö...“ (Nú sýður kaffið á könnunni hjá Auði Haralds og hún hleypur frá símanum eitt andartak) „Já, soðið kaffi er ofsa gott,“ segir hún þegar hún kemur aftur. „Ja, löng saga spyrðu? Hún er 160 síður í handriti, sem þýðir að prentuð verður hún um 170 síður. Mér þykir þetta nokkuð stutt, því ég hefði getað haldið áfram í það endalausa og skrifað ameríska sexhundruðsíðna bók, en engan langar í svoleiðis bók hér. Svo mundi ég fremur vilja deyja en hreinrita sexhundruð síður. Ég held að þessi sögupersóna sé ósköp lík okkur öllum saman. Ég held nefnilega að það sé fullt af fólki sem lifir í svona dagdraumum, - alveg trufluðum, litlum skrýtnum draumum, sem eru alveg óframkvæmanlegir. Ég held líka að við verðum að hafa þá. Ég á fullt af svona draumum, en sá eini sem ekkert hefur breyst í gegnum árin er svona: Maður vaknar í sólríku björtu herbergi, dregst fram úr rúminu, fer niður stigann, réttir út höndina og grípur körfu. Svo gengur maður út og niður á ströndina, leggst út af og opnar körfuna og þá eru það rækjur og kampavín. Þetta er eini draumurinn sem hefur blífað og einhvem tíma verð ég að láta hann rætast. En skyldu rækjur og kampavín vera gott saman. Hvað heldur þú?“ - AM ■ Auður Haralds

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.