Tíminn - 15.08.1982, Blaðsíða 21

Tíminn - 15.08.1982, Blaðsíða 21
SUNNUDAGUR 15. ÁGÚST 1982 21 bókamarkaði Marcel Duchamp Seaver Books 1981 ■ Marcel Duchamp var listamaður er átti dálítið óvenjulegan feril. Hann var mjög aktífur á fyrsta hluta aldarinnar og er talinn hafa lagt grunn að því sem nú kallast nýlist, hano var óhræddur við að nota óvenjuleg efni í „myndir" sínar og nægir þá að minna á hinar svokölluðu „ready-mades“ hans, en þá tók hann ofurvenjulegan hlut úr sínu venju- lega umhverfi, breytti honum ofuriít- ið eða kom fyrir í nýju samhengi og setti á sýningu. Duchamp var mjög umdeildur á sínum tíma en flestir eru nú sammála um mikilvægi hans. Þekktasta verk hans er sem kunnugt er „Stóra glerið" furðulega. En 1923 hætti Duchamp öllum listiðkunum og tók að stunda skák! Hann náði að vísu ekki á toppinn á því sviði, en var lunkinn áhugamaður. Eftir að hann lést árið 1969 kom svo í Ijós að hann hafði alls ekki hætt öllum afskipum af listum og stórt og mikið verk sem hann lét eftir sig er talið með hans merkustu. Hér hefur ljóðskáldið Octavio Paz skrifað ákaflega góða og skemmtilega bók um Duchamp, bæði sem mann og listamann. Skyldulesning fyrir alla áhugamenn! John Updike: Rabbit is Rich Penguin 1982 ■ Við eigum í svolitlum erfiðleik- um með að gera okkur grein fyrir því hvort og þá hvernig John Updike höfðar til íslendinga. Bandaríkja- menn meta hann aftur á móti mjög mikils og hann er nú talinn einn besti rithöfundur í Ameríku. Hann fæddist árið 1932 og hefur skrifað fjölda bóka, flestar þeirra eru óaðskiljanlegar amerísku umhverfi, en þó hefur hann brugðið sér bæjarleið og til dæmis skrifað um afrískan harðstjóra í bókinni The Coup. Hér er hins vegar á ferðinni þriðja bók Updike um Harry Angstrom, sem gengur undir nafninu „Rabbit", en áður voru komnar Rabbit Run og Rabbit Redux. Fyrir þessa bók fékk Updike Pulitzer-verð- launin í ár. „Rabbit" virðist í huga Updike vera tæki til að virða og velta fyrir sér bandarísku samfélagi sem bækur þessar standa föstum fótum í, bæði í tíma og rúmi. Nú er „Rabbit“ orðinn miðaldra, það er nokkurt rót á þjóðfélaginu og einnig í einkalífi hans sjálfs. Vissulega er bók þessi vel og haganlega skrifuð, en sem sagt: við eigum í erfiðleikum með það hvort og þá hvernig John Updike höfðar til íslendinga. **&*'*' S^lovewoóthe dreamsbe livedfor Daniclle Steel: Palomino Sphere Books 1982 ■ Danielle Steel er á góðri leið með að verða einn vinsælasti rómanhöf- undur þessi árin. Hún hefur líka bakgrunninn! Hún er komin af Lowenbrau-barónunum í föðurætt en Portúgölum í móðurætt, fædd í Bandaríkjunum og skrifaði lengi fyrir tímarit á borð við Cosmopoli- tan, Good Houskeeping og Ladies Home Journal. 1977 sló hún í gegn sem rómana-höfundur og hefur skrifað margar geysivinsælar ástar- sögur. Tími Theresu Charles og hvað þær hétu allar saman er liðinn, tími Danielle Steel og annarra hennar nóta er kominn. Þessir rómanar eru á yfirborðinu miklum mun raunsærri en gömlu Theresu Charles-bækurn- ar, en það þarf þó ekki að kafa djúpt til að finna nákvæmlega sömu einkennin. Hér segir frá hinni órólegu Samanthu sem loksins fann manninn sem hún elskaði (les: manninn sem sigraði hana) og þessi bók er til í ótal afbrigðum eftir ótal höfunda. En þetta er vinsælt lestrar- efni og því þá að amast við því - dóp fyrir lýðinn eða saklaus afþreying, það býttar víst litlu meðan fólkið vill lesa þetta. Anthony Fox: Threat Waming Red Pan Books 1982 ■ Anthony Fox er sérfræðingur í sovéska flotanum og flotamálefnum yfirleitt. Þekkingu sína hefur hann svo notað til að skrifa reyfara, sem greinilega hafa í og með það hlutverk að vara andvaralaust fólk á Vestur- löndum við sívaxandi hernaðarmætti sovéska flotans og svo framvegis. Hér gefur hann sér þær forsendur að skyndilega og upp úr þurru lýsi Sovétríkin yfir yfirráðum sínum á stóru hafsvæði suður af íslandi. Auðvitað hrein og bein ögrun og floti NATO er sendur að kanna málið. „Threat Warning Red“ þýðir „Ormsta í aðsigi" á dulmáli NATO- ríkjanna. Risastór og mikill sovéskur floti nálgast skip Vesturveldanna, heimurinn riðar á barmi heimsstyrj- aldar og óttinn magnast. Sjónarhorn- ið er fyrst og fremst bundið við stjórnklefa NATO-skipanna og aðal- stöðvarnar í landi. Svo er stóra spurningin: Tekst að afstýra átökum á síðustu stundu? Og hvað er eiginlega um að vera á þessu hafsvæði sem Sovétríkin vilja allt í einu ráða. Fox hefur sýnilega mikla þekkingu úr að moða og tekst að búa til ágætlega læsilegan reyfara. Eink- um fyrir flotafrík og áhugamenn um hættuna af Sovétríkjunum. ■ Bxkumar hér að ofan eru fengnar hjá Bókabúð Máls og menningar. Teldð skal fram að hér er um kynningar að rxða en öngva ritdóma. Sætaáklæöi í flestargerðirbíla. Falleg - einföld - ódýr. BENSÍNSTÖÐVAR SKELJUNGS aulostar Hverjum^^ bjargar það næst ÖLL ALMENN PRENTUN LITPRENTUN TÖLVUEYÐUBLÖÐ • Hönnun • Setning • Filmu- og plötugerð • Prentun • Bókband PRENTSMIÐJAN ^dddt Cl HF. SMIÐJUVEGI 3, 200 KÓPAVOGUR SÍMI 45000 Bifreiðastjóri Óskum eftir að ráða bifreiðastjóra sem fyrst. Umsóknir sendist starfsmannahaldi f. 18. þ.m. S AINBAND ÍSL. SAMV1NNUFÉ1AGA STARFSMANNAHALD Felagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Droplaugarstaðir Heimiii aldraðra Snorrabraut 58. Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar óskast á hjúkrunardeild heimilisins. Einnig er laus staða sjúkraþjálfa. Upplýsingar gefur deildarstjóri og forstöðumaður á staðnum eða í síma 25811. RÍKlSSPtTALARNÍR Lousar stöður LANDSPÍTALINN Sérfræðingur óskast í fullt starf við svæfinga- deild Landspítalans. Einnig óskast sérfræðingur til afleysinga í 1 ár við svæfingadeild frá 1. janúar n.k. Umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum sendist stjórnarnefnd ríkisspítalanna fyrir 27. september n.k. Upplýsingar gefur yfirlæknir svæfingadeildar í síma 29000. Hjúkrunarfræðingar óskast nú þegar á lyflækningadeild 1 og á blóðskilunardeild (gervinýra). Einnig óskast hjúkrunarfræðing- ar á næturvaktir (hlutastarf) á öldrunarlækninga- deild svo og sjúkraliðar til starfa á öldrunarlækn- ingadeild. Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Landspítalans í síma 29000. Læknaritari óskast á Barnaspítala Hringsins. Stúdentspróf eða hliðstæð menntun áskilin, ásamt góðri vélritunar- og íslenskukunnáttu. Umsóknir er greini menntun og fyrri störf sendist Skrifstofu ríkisspítalanna fyrir 6. septem- ber n.k. Upplýsingar veitir skrifstofustjóri Barna- spítala Hringsins í síma 29000. VÍFILSSTAÐASPÍTALI Meinatæknir óskast í hálft starf á rannsóknardeild Vífilsstaðaspítala. Upplýsingar veitir deildarmeinatæknir í síma 42800. KLEPPSSPÍTALI Hjúkrunarfræðingar óskast á ýmsar deildir spítalans. Húsnæði og barnaheimiii á staðnum. Upplýsingar veita hjúkrunarframkvæmdastjórar í síma 38160. KÓPAVOGSHÆLI Bifreiðastjóri óskast á vakt- og flutningadeild Kópavogshælis. Upplýsingar veitir forstöðumað- ur í síma 41500. RÍKISSPÍTALARNIR Reykjavík, 15. ágúst 1982.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.