Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 1
Heimsókn furstahjónanna frá Monaco — bls. 10-11 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Þriðjudagur 17. ágúst 1982 185. tbl. -66. árgangur. ^singar 18300 Afnrpiftsla na áskrift 86300 ' l/C \it*% Arabaríkin: Dást að baráttu PLO — bls. 7 Okkar á milli — bls. 19 Mót barnanna — bls. 6 Wagner og dæturnar — bls. 2 Framsóknarmenn fjalla um efnahagsadgerdir á löngum fundi í gærkveldi: HUGMYNDIRUM10% VÍSITÖLUSKERÐINGU — eftir 1. september nk. komnar fram hjá öllum adstandendum ríkisstjórnarinnar ¦ Nýtt vísitölukerfi, sú niðurfelling sem nauðsynleg er talin á verðbótavísi- tölustigum, sérstök tekjuöflun og ráðstöfun þeirra tekna í sambandi við efnahagsaðgerðir og breyttur grund- völlur lánskjaravísitölu eru þau atriði sem þingmenn Framsóknarflokksins telja kjarnaatriðin í þeim efnahags- ráðstöfunum sem nauðsynlegt er talið að gera hið fyrsta. Um þessi atriði - og fleiri - var rætt á löngum fundi þingflokks framsóknar- manna í gærkvöldi þar sem afstaða flokksins til þeirra var mörkuð og Steingrími falið að kynna hana á fundi ríkisstjórnarinnar, sem átti að vera í dag, en heyrðist í gærkvöldi að forsætisráðherra mundi hafa frestað til miðvikudags. Það kom. fram að framsóknarmenn leggja mikla áherslu á að þær aðgerðir sem koma eiga að notum í viðureign- inni við verðbólguna verði teknar strax og með ótvíræðum orðum, svo enginn þurfi að velkjast í vafa um hverjar þær eru. Menn undruðust á hinn bóginn það bráðræði alþýðubandalagsmanna að koma þeim tillögum sínum cr þcir gengu frá um hclgina á framfæri í útvarpinu áður en tími vannst til að kynna þær fyrir ríkisstjórninni. Ýmsar af þeim tillögum telja framsóknar- menn fráleitar og erfitt að sjá hvaða erindi þær sumar hverjar eiga inn í tillögur um efnahagsaðgerðir. Hjá öllum aðstandendum ríkis- stjórnarinnar munu nú uppi hug- myndir 10 prósentustiga skerðingu á verðbótum á laun í kringium áramót. ¦ Það sama virðist um þessar mundir eiga við um stjórnarþingmenn og útgerðarmenn að hvorugir munu öfundsverðir af stöðu sinni, en alltaf virðist þó jafn eftirsótt að komast ¦ slíkar stöður. Tímamynd Ella Breyting á verðákvörðun gæruverös: MUN VERD Á GÆRUM LÆKKA UM NÆR 50% ? ¦ Sú breyting hefur orðið á verð- ákvörðun gæruverðs til bænda að skipaður hefur verið starfshópur um það en þetta var áður í höndum 6 manna nefndarinnar svokölluðu. Er ætlunin að starshópur þessi takið mið af heimsmarkaðsverði hverju sinni. Samkvæmt heimildum sem Tíminn telur áreiðanlegar mun verða lögð fram í þessum starshóp tillaga sem kveður á um að gæruverð í ár verði óbreytt í krónutölu frá því sem var í fyrra en þetta þýðir um 50% lækkun á verði á milli áranna. Sem kunnugt er af fréttum í Tímanum fyrir nokkru er mikil deyfð yfir skinna - og gærumörkuðum okkar erlendis og horfur með sölu mjög dökkar og Ijóst að við óbreytt ástand fer verð á þessum mörkuðum lækk- andi f haust. Starfshópur sá sem finna á út gæruverð mun gera tillögu að bráða- birgðaverði þann 1. september n.k. en síðan verður það leiðrétt 1. desember. Þessi starfshópur er til- kominn vegna þeirrar óánægju iðn- aðarins að hafa ekki fulltrúa í 6 mannanefndinni sem ákvað áður verð á gærum til iðnaðarins. -FRI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.