Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGUST 1982 Lestunar- áætlun GOOLE. Arnartell................... 23/8 Arnarfell.................... 6/9 Arnartell................... 20/9 Arnarfell................... 4/10 ROTTERDAM: Arnarfell................... 25/8 Arnarfell.................... 8/9 Arnarfell................... 22/9 Arnarfell................... 6/10 ANTWERPEN. Arnarfell............. 26/8 Arnarfell.............. 9/9 Arnarfell............. 23/9 Arnarfell............. 7/10 HAMBORG: Helgafell............. 20/8 Helgafell.............. 9/9 Helgafell............. 29/9 HELSINKI: Dísarfell............ 13/9 Dísarfell............ 11/10 LARVÍK: Hvassafell........... 30/8 Hvassafell........... 13/9 Hvassafell........... 27/9 Hvassafell........... 11/10 GAUTABORG: Hvassafell........... 31/8 Hvassafell........... 14/9 Hvassafell........... 28/9 Hvassafell........... 12/10 KAUPMANNAHÖFN: Hvassafell ........... 18/8 Hvassafell............ 1/9 Hvassafell............ 15/9 Hvassafell............ 29'9 Hvassafell .......... 13/10 SVENDBORG: Dísarfell............. 19/8 Helgafell............. 23/8 Hvassafell ............ 2/9 Helgafell............. 10/9 Helgafell............. 30/9 AARHUS: Helgafell............. 24/8 Helgafell............. 12/9 Helgafell............. 2/10 GLOUCESTER, MASS.: Skaftafell............ 3/9 Skaftafell............ 5/10 HALIFAX, CANADA: Skaftafell............ 6/9 Skaftafell............ 7/10 SKIPADEILD SAMBANDSINS Sambandshúsinu Pósth. 180 121 Reykjavík Sími 28200 Telex 2101 NOTAR ÞÚ? Kartöflu- upptökuvél Nýleg kartöflu- upptökuvél til sölu. Upplýsingar í síma 99-5626. fréttir Fríhöfnin bíður ekki eftir formlegri ákvörðun um gengisfellingu: HÆKKAR ALLAR, VOR- UR UM 10.5 PROSENT ,,Fékk heimild frá utanríkisráðuneytinu” segir forstjórinn ■ Fríhöfnin á Keflavíkurflugvelli, sem verömerkir allar sínar vörur í Banda- fikjadölum, tók upp nýja skráningu á erlendum gjaldmiöli á föstudaginn. Samkvæmt nýju skráningunni hækkar Bandaríkjadalur úr 12,55 krónum í 13,88 krónur. Lætur nærri að hér sé um 10,5% hækkun að ræða. „Meðan ekki er til skráð gengi í landinu og gengisfelling er í sjónmáli verðum við að hafa einhverja viðmið- un,“ sagði Guðmundur Karl Jónsson, forstjóri Fríhafnarinnar, þegar Tíminn spurði hann hverju þetta sætti. „Við eigum mjög erfitt með að gera eins og bankarnir, sem selja erlendan gjaldeyri með 18% álagi á síðasta skráð gengi gegn loforði um endurgreiðslu verði gengisfellingin minni en 18%. - Hvar fáið þið heimild til að taka upp nýja gengisskráningu? „Ég fékk heimild frá utanríkisráðu- neytinu, sem Fríhöfnin heyrir undir. Einnig má benda á það, að í sjálfu sér er verðlagning hjá okkur frjáls. Þannig að við erum ekki bundnir af verðlagslögum í landinu." - Hefur þessi ákvörðun ykkar mætt einhverri mótspyrnu? „Þess hef ég ekki orðið var. Þó getur vel verið að einhverjum hafi þótt þetta undarlegt," sagði Guðmundur. - Sjó. ■ Margir stjórnmálamenn voru viðstaddir frumsýninguna þeirra á meðal Ragnar Arnalds fjármálaráðherra sem hér sést með Jóni Ormi Halldórssyni aðstoðarmanni dr. Gunnars Thoroddsen. Tímamyndir GE ,,Okkar á milli ,.. ” vel tekið ■ Langvinnt lófatak glumdi í sal Háskólabíós aö lokinni frum- sýningu myndarinnar „Okkar á milli - í hita og þunga dagsins11 s.l. laugardag. Óhætt er að segja að þessi nýjasta mynd Hrafns Gunnlaugs- sonar hafi hlotið góðar undir- tektir áhorfenda sem fjölmenntu í Háskólabíó en auk aðstand- enda myndarinnar og gesta þeirra mátti sjá marga frammá- menn í stjórnmálum sem mættir voru á frumsýninguna enda fer einn þeirra, Hjörleifur Gutt- ormsson, með gestahlutverk í myndinni og hefur þeim senni- lega þótt gaman að því að sjá hvernig hann tæki sig út á hvíta tjaldinu. Myndin „Okkar á milli...“ er nú sýnd í tveimur kvikmynda- húsum í Reykjavík og tveimur út á landi. -FRI ■ Hrafn Gunnlaugsson lcikstjóri „Okkar á milli...“ ásamt einum leikar- anna í myndinni Margréti Gunnlaugs- dóttur. Öldruðum boðið í íslandsferð ■ Á morgun, miðvikudaginn 18. ágúst, býður Samvinnuferðir - Landsýn öllum þátttakendum í orlofsferðum aldraðra 1982 til dagsferðar um ísland. Lagt verður af stað frá Austurvelli kl. 8,45 að morgni og verður ekið um söguslóðir suðurlands. M.a. verðurfarið á Þingvöll og Laugarvatn, þar sem Samvinnuferðir - Landsýn býður til hádegisverðar. Síðan verður ekið að Skálholti, Gunnarsholt verður heimsótt og síðan farið að Keldum og ekið inn eftir Fljótshlíð að Hlíðarenda áður en haldið er til Reykjavíkur. Efnt er til þessarar boðsferðar í tilefni af ári aldraðra. Samvinnuferðir - Landsýn vonast til þess að sem allra flestit sjái sér fært að koma og bíður væntalega þátttakendur um að skrá sig á skrifstofunni í dag í símum 27077 eða 28899. Innbrotafar- aldur í höfuð- borginni ■ Innbrotafaraldur var í Reykjavík um helgina. Þjófar voru á ferð í sex gullsmíðaverslunum. Auk þess var brotist inn í verslunina Bristol við Bankastræti. Þaðan hurfu einhverjar tóbaksvörur. Talsverðu tóbaki og sælgæti var stolið úr versluninni Ásgeir í Grímsbæ við Bústaðarveg. Einnig voru þjófar á ferð í bakaríi í sama húsi. Þar stálu þeir rúmlega tvö þúsund krónum. Krullujárnum, vöfflujárnum, strau- járnum og einhverju fleiru var stolið þegar brotist var inn í verslunina Rafvörur við Laugarnesveg 54. Ekkert þessara innbrota er upplýst. -Sjó Á fimmta hund- rað farþegaí útsýnisflug yfir ísland og Grænland ■ í þotu Arnarflugs var flogið með 110 farþega af franska skemmtiferðaskip- inu Mermos, því sem furstahjónin af Monaco voru með hér, í útsýnisflug yfir ísland á laugardaginn. Þrátt fyrir slæma spá og hryssingslegt veður var orðið við óskum farþeganna um þetta flug, en ekki þótti ráðlegt að fljúga til Grænlands þá. Á sunnudag var veðrið hagstæðara og þá flaug þotan tvær ferðir í útsýnisflug yfir Grænland með 187 farþega, Fokker- ar frá Flugleiðum fóru fjórar ferðir með 134 farþega og 25 voru fluttir með minni vélum. Þannig tókst með góðri samvinnu Arnarflugs við Flugleiðir og Helga Jónsson að flytja 456 farþega í útsýnisflugi yfir fsland og Grænland meðan skipið stóð við. Guðmundur Magnússon var flugstjóri þotunnar í öllum ferðum hennar en Arngrímur Jóhannsson yfirflugstjóri hjá Arnarflugi flaug einu vélinni, sem lenti með farþega af skipinu í Græn- landi, en það var ráðherra frá Monaco og fjölskylda hans.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.