Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGUST 1982 Escort 75 Mjög þokkalegur bíll. Skoðun 1982. Ekinn 65.000 km. Einn eigandi. Sími 91-20957. í nágrenni Reykjavíkur eða ekki fjær en 100 km. frá Reykjavík óskast í skiptum fyrir 250 m2 einbýlishús á Suðurnesjum, sem er 2 íbúðir 65m2 og 125m, geymslur, þvottahús og bílskúr. Góð milligreiðsla. Tilboð óskast sent á Auglýsinga- deild Tímans merkt: „1772“ fyrir 1. sept. Lausar stöður Tvær stöður lögreglumanna í ríkislögregl- unni á Keflavíkurflugvelli eru lausar til umsóknar. Auk almennra skilyrða um veitingu lögreglustarfs skv. 1. gr. reglugerðar nr. 660 frá 1981 er góð enskukunnátta æskileg. Laun skv. launakerfi opinberra starfsanna. Umsóknir sendist undirrituðum eigi síðar en 15. september n.k. Umsóknareyðublöð fást hjá yfirlögregluþjóni og hjá lögreglustjórum um land allt. Lögreglustjórinn á Keflavíkurflugvelli, 12. ágúst 1982. Kennarar Kennara vantar að Menntaskólanum við Sund til stundakennslu í efnafræði allt að 20 stundum vikulega. Upplýsingar í síma 33419 eða 35519. Rektor Kennarar Kennara vantar í almenna kennslu að Grunnskóla Saurbæjarhrepps Eyjafirði. Upplýsingar veitir skólastjóri Gunnar Jónsson, sími um Akureyri. Umsóknum skal skila til formanns skólanefndar Svanbergs Einarssonar, Jórunnarstöðum íbúð óskast til leigu, 2ja-3ja herbergja í Hafnarfirði, Kópavogi, Reykjavík eða nágrenni. Erum 3 í heimili, 100% reglusemi, 100% umgengni. Greiðslumöguleikar 2-3 þús. kr. á mánuði. Upplýsingar í vinnusíma 81144, Grétar (versl. maður). Stangaveiðifélag S Vr F J1 Reykjavíkur óskar að taka á leigu veiðiréttinn í góðri laxveiðiá, helst á suðvesturhluta landsins, fyrir árið 1983. Upplýsingar á skrifstofu félagsins daglega frá kl. 1-7 e.h. Stangaveiðifélag Reykjavíkur. Til sölu Oldsmobile Delta, diesel, árg. 1979. Ný vél - nýtt drif. Bíll í góðu lagi. Upplýsingar í síma 33891 eftir kl. 20.00. Hér er keppt í að skalla á miUi. ■ Meðal keppnisgreina á Reykjavíkurleikum barna 1982 var reiðhjólakvartmíla, og hér bíða keppendur eftir því að keppni hefjist. Tímamyndir:EUa Milli 3-4 þúsund komu á Reykjavíkurmót barnanna 1982 ,ÁNÆGD HVERNIG MÓTIfi HEPPNADIST’ ■ Þrjár dömur á fullri ferð í sippinu. Það voru ekki bara stelpur sem sippuðu og komst einn karlmannanna í annað sætið. ■ Kassabílarallið var eitt vinsælastu keppnisgreinunum, en keppendur voru ýmist á eigin bOum, eða fengu þá lánaða hjá aðstandendum mótsins, skátafélaginu Arbúum, ■ „Við erum mjög ánægðir með hvernig mótið heppnaðist" sagði Benjamín Árnason hjá skátafélag- jnu Árbúum í samtali við Tímann, sem félagið stóð fyrir Reykjavíkur- móti barnanna 1982 sem haldið var á sunnudaginn. Á milli þrjú og fjögur þúsund manns lögðu leið sína í Hljóm- skálagarðinn meðan á mótið stóð yfir, en keppt var í ýmsum greinum sem flestir krakkar eru í stöðugri þjálfun í, svo sem sippi, snú-snú, kassabílaralli, labbi á grindverki og 100 metra hlaupi. Alls tóku 413 krakkar þátt í keppninni, og var mestur áhugi fyrir kassabílarallinu, en þó var nokkuð jöfn þátttaka í öllum greinum. Á meðan mótið stóð yfir var gestum boðið upp á ýmis skemmti- atriði, Tóti trúður mætti á svæðið, og hluti af sönghópnum Hálft í hvoru lék nokkur lög. Boðið var upp á ókeypis siglingu á tjörninni, flugdrekasvif, spyrnukeppni fjar- stýrðra bíla, ofl. „Við munum halda Reykja- víkurmót barnanna aftur að ári, og voanandi verður þetta fastur viðburður á hverju sumri“ sagði Benedikt. „Við höfum lært af reynslunni, og munum reyna að hafa enn betra og fjölbreyttara mót næst. -SVJ ■ Það krefst mUdUar einbeitingar að halda húla- hríngnum á réttum stað.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.