Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 9
ÞRIDJUDAGUR 17. ÁGUST 1982 ,Frimínútumar“ gáfu góða raun á Hallormsslad Stjórnmálamenn og þessir efnahagssér- fræðingar virðast skeikulir í áætlunum. Við hljótum að minnast þess að ætlunin var að verðbólgan yrði svipuð í lok þessa árs og í helstu viðskiptalöndum okkar. Við erum nú æði langt frá því marki og verðbólgusúlan rís hratt. Verðbólguhugsunar- hátturinn skapar hér eilífa Sturlungaöld Þjóðarbúið hefur orðið fyrir margvís- legum áföllum, markaðshruni og afla- brestur hefur dunið yfir. Samt sem áður skortir hinar raunhæfu aðgerðir ekki síst þær sem gætu stuðlað að þjóðarátaki gegn vandanum. En þrátt fyrir þetta verðbólguvandamál megum við heldur ekki gleyma hinu að enn hafa flestir íslendingar það gott ef heilsan er í lagi. okkar vandamál er því síst stærra en hjá mörgum öðrum þjóðum. Samt sem áður er nú aðgerða þörf því verðbólguhugsun- in rekur á dyr dýrmætt hugarfar og skapar hér eilífa Sturlungaöld. Ég tel að SUF-þing þurfi að reka hornin í forystu flokksins og ýta þeim til raunhæfra aðgerða gegn efnahagsvandanum. Og Ágústsson, fráfarandi formaður SUF — segir Gudni kannski sýnir best hversu vímuefna- vandamálið er stórt er t.d. að stærsti aldurshópurinn sem leitað hefur hjálpar hjá áhugamannafélögum um áfengis- vandamálið er á aldrinum 17 til 22-23 ára. Stjórnmálamenn og efnahagssérfræðingar virðast skeikulir Og auðvitað verður rætt um stjórn- málaviðhorfið. Síðast var það g< rt í Ijósi óðaverðbólgu, en nú trúlega í skugga hennar. Við ungir framsóknarmenn hljótum að harma hversu hægt miðar og hversu allar aðgerðir eru skammvinnar og iíkjast þeirri að „pissa í skóinn sinn". þá með það fyrst og fremst í huga að áætlanir verði gerðar um að ná verðbólgunni niður á lengri tíma cn rætt hcfur verið um upp á síðkastið, við getum nefnt 5-7 ár. Ríkisstjórnin hefur enn ekki misst af lestinni og staðan er ekki töpuð þótt dauðir leikir hafi verið hafðir í frammi. Auk þessara höfuðmála þingsins mun formaður flokksins Steingrímur Her- mannsson flytja ávarp í upphafi þings- ins. Ennfremur mun Guðmundur G. Þórarinsson flytja erindi um vígbúnaðar- kapphlaupið og afvopnunarmál. - Býst þú við fjölmennu þingi? - Það verða áreiðanlega næg verkefni á þessu þingi og ég finn mikinn áhuga hjá ungu fólki að koma á Húnavelli, enda liggur staðurinn vel við til að ná aðsókn þangað. - Að lokum Guðni, af hverju hyggst þú nú hætta formennsku í SUF? - Bæði tel ég að menn cigi að skipta oft, enda sú verið þróunin innan SUF, en einnig er þetta erfitt, sérstaklega þegar maður er langt frá höfuðstöðvun- ■ Guðni Ágústsson, form. SUF. ■ Tveir menn í hvalstöðinni í Hvalfírði skera eldsneyti eins og notað var í Stakkavík. af rekaviði til að kynda gisið íbúðarhús- ið. Og í dularfullum rökkrum viðsnarkið í eldinum, sögðu menn sögur og vöktu nær til morguns. Oft var lundi á borðum, er synti í þykkri brúnni sósu, en lundinn hefur þá náttúru, að annaðhvort er hann herra- mannsmatur, eða óæti. Hvergi hefur lundi verið eins góður og í Stakkavík. Soðinn fyrst vestur á Ásvallagötu, og síðan soðinn enn meir í Stakkavík og þá orðinn hæfur til matar. Það var eitt sinn á síðsumardegi eða í byrjun vetrar, að ég fór eina ferð í Stakkavík. Það rigndi og svört og draugaleg skýin sigldu frá hafinu inn yfir hamrana og fjöruna og regnið streymdi úr himninum og stormurinn vældi. Nú verður kalt í Stakkavík, sagði cg, ef ekki verður þeim mun meira kynt. - Hafðu ekki áhyggjur vinur sagði Kjartan þá glettnislega. Nú er nægur hiti í Stakkavík. Ég cr með hvalspik. Ég man nú ekki hverju ég svaraði. En var vanur þeim sérkennilega yl og ilmi er fylgir því að brenna vatnssósa eik og öðrum sætrjám. Og nú átti að brenna spiki, eða lýsi. Mér leist satt að segja ekki eins vel á þetta og rekaviðinn. Að brenna hvalspiki Ef til vill hefur Kjartan lesið einhverja vantrú úr augum mínum, en hann sagði: Það rak hérna hval í vor,eða vetur, og cnginn hirti um hann. Ég skar spik, því hvalspik er fyrirtaks eldsneyti, skal ég segja þér. Um það hafði ég lesið í bókum Eskimóa og fleiri. Ég skar mér því í eldinn, og svo sögðum við ekki meira, en ókum hlykkjóttan, grýttan veginn og síðan troðninginn niður að Stakkavík, sem stendur á hæðarbrún, þar sem sést vel til sjávar og fyrir neðan túnið er svo Hlíðarvatn, fullt af silungi ogdraumum. Þegar inn var komið og búið að bera lundapottinn inn og annan farangur, líka sósur og annan mat, fór Kjartan að kvcikja upp. Hann brcnndi hvalspiki. Hann hafði skoriö spikið í stykki sem voru á stærð við sígarettukarton, cða rúgbrauð og nú skeðu mikil undur. Hvalspikið logaði glatt og það átti ckkert skylt við grútarlampa forníslend- inga, sem gerðu þá svarta og sjónlausa. Hvalspik logar, eða brcnnur nefnilcga með sprittloga, alveg eins og kósangas. Lyktarlaust var það með öllu og scm hitagjafi hafði það vel við suðaustan 14 í gisnu og gömlu húsi. Þetta var dularfullt kvöld og hlýtt með afbrigðum, og vcfurinn í spikinu, skammtaði cldinn. Þetta fuðraði ekki, heldur brann mcð hæfilegum hraða, uns stykkið var allt brunnið, en það tók langan tíma. Og nú spyr ég, cr hvalspik ekki hugsanlcgur orkugjafi, t.d. í iðnaði eða til húshitunar á stöðum þar scm ekki finnst heitt vatn í jörðu? Ég veit að hvalspik er notað í hvallýsi, sem síðan er notað í smjörlíki og fl. Til þess að sjóða hvallýsi þarf mikla orku, sem mun fcngin með svartolíu. Ef unnt væri að selja hvalspikið sem cldsneyti til heimabrúks, myndi mikil olía sparast við lýsisgerð, og olíukyndingar til húshitunar myndu syngja sitt síðasta á mörgum stöðum. Ég sá það einhvers staðar í fréttum nýverið, að iðnaðarríkin hefðu minnkað olíunotkun sína um 10%, sem er hreint ekki svo lítið. Þetta gjörðu þjóðirnar, með því að nýta orkuna betur og mcð því að nota aðra orkugjafa en olíu. Það cr því mikið hugsaö í þessa vcru. Að vísu vcit ég ekki hvort hvalspik er, eða hefur verið notað sem eldsneyti hér, nema í Stakkavík. En víst er að hvalspik cr fyrirtaks cldsneyti og hitagjafi. Laust við alla mengun. Þá er ég líka minnugur þess, er ég sigldi á olíuskipum sem ungur maður, að við fluttum heilu lýsisfarmana úr hvalstöð- inni í Hvalfirði, þannig að nokkrir skipsfarmar eru til staðar af hvalspiki á þessum stað og verða það, þegar búið cr að koma vitinu fyrir þá, sem drepa dýr eftir greind og vitsmunum, og leggja sér til munns. Jónas Guðmundsson skrifar um orkumál

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.