Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 11
10_________________ f réttaf rásögn ■ „Furstahjónin voru afar ánxgð með heimsóknina og þótti mikið til þess koma, sem þau sáu hér og ég hcld að þetta hafi allt tckist vonum framar,“ sagði dr. Sturla Friðriksson, sem hafði veg og vanda af skipulagningu heim- sóknar Grace Kelly og Rainiers fursta til Islands nú um hclgina. Dr. Sturla á sxti í heimskautanefnd Vísindamiðstöðvar Mónakó og tók hann skipulagninuna að sér að beiðni prófessor Louis Ray, sem var með í förinni og annaðist skipulag allrar ferðarinnar frá degi til dags. „Furstahjónin sátu boð forseta ís- lands á laugardagskvöldið", sagðidr. Sturla „og þær móttökur fóru mjög vel og virðulega fram. Svo hófu þau ferð sína hér um landið í einkaerindum. Ferðin hófst með því að komið var í Arbæjarsafnið og það skoðað, cn þá var rennt fyrir lax í Laxá í Kjós, þar sem tími hafi verið tekinn frá fyrir þau. Var það að þakka lipurð Páls Jónssonar, framkvæmdastjóra, sem aðstoðaði Albert prins við veiðarnar. Aðstoðar- maður furstans var Þórólfur Magnússon. Þau stönsuðu hjá ánni í rúman klukkutíma og þeir furstinn og Albert sonur hans renndu fyrir lax og scttu í einhverja smáfiska. Þótt ekki væri miklu landað þá höfðu þcir afskaplega gaman af þessu og þeir voru alltaf að biðja um fimm mínútur í viðbót, því laxinn stökk allt í kring og veiðihugur kominn í þá. Furstinn veiddi lax í skoskum ám á yngri árum og kunni greinilega aðfcröirnar. Nú var haldið yfir Kjósarskarð til Þingvalla og þegar þangað kom skein sólin á okkur. Brúnin lyftist náttúrlega á mönnum, þegar kom fram á brún Almannagjár, en ég hcld að það sé sama með hvaða útlending maður kemur þangað, hrifningin cr alltaf jafn mikil. Þrátt fyrir hvassviðri fór unga fólkið alveg fram á nasirnar, til þess að sjá niður og furstafrúin hafði mikinn áhuga á gjánum og sprungunum og spurði margs um hvernig þetta heföi ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGUST 1982 ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGUST 1982 ■ Á Bcssastöðum. Hér skiptast þau á orðum, Rainier fursti og forseti. Við hlið furstans er sonur hans, Alberl prins, en fyrir miðju standa þxr mxðgur Grace Kelly og Karólína. RAUÐUR HESTUR KOM I VEISLU FURSTAHJÓNANNA Ovænt uppá- koma í heim- sókn fursta- f jölskyldunnar frá Monaco til Islands: myndast og hvenær. Svo var gengið niður gjána og staldrað viö á Lögbergi og þar var saga staðarins rakin. Við vorum í bílum frá Guðmundi Jónassyni, scm Guðmundur bílstjóri af þriðju kynslóð ók, afar clskulcgur og traustur piltur, cins og hann á kyn til. Blaðamenn héldu vcl loforð sitt um að gefa okkur næði og viö hcldum nú upp á Laugardalsvcllina, upp undir hellinn þar, og þar var sest að borðum úti, mcð því að mynda skjól af tjaldi og bílnum okkar. Þarna var lax í ýmsu formi, graflax, reyktur lax, og soðinn lax og cnn murta, síldarréttir og meira að segja hákarl. Máltíðinni lauk svo með því að bornir voru fram íslcnskir ostar. Við Sigrún Laxdal, kona mín og ég, buðum þeim hjónum í þennan málsverð á Laugardalsvöllum. Þetta var mjög ánægjulcgt borðhald. Sólin skcin öðru hverju þótt dálítill úði væri á milli. Þarna var mjög glatt á Hjalla og gott andrúmsloft, og sagði furstafrúin að sjaldan hefði hún skemmt sér betur við útiborðhald. Hér átti Sveinn Sveinsson frá Hótel Sögu, sem aðstoðaði við borðhaldið, sinn hlut að máli. Það setti líka dálítið krydd í þetta að til okkar kont hlaupandi rauður hestur, einhvers staðar ncðan af völlunum, og furstinn spurði hvernig við hefðum getað skipulagt þetta líka, því nógu vel væri heimsóknin skipulögð. Karólína prinscssa á sjálf íslcnska hesta, sem hún heldur mikið upp á, og mcnn höfðu orð á að hesturinn hcfði verið að heim- sækja hana sérstaklega. Hann þáði brauð af henni og vildi greinilega vera með í sclskapinu. Þegar borðið hafði verið tekið upp var ekið að Gullfossi. Þar var þokkalegt veður og fossinn er alltaf jafn tignarlegur og hér gafst nýtt færi á að dást að íslensku landslagi. Að því loknu var snúið við í skyndi því áætlunin var ströng og við urðum að miða við brottför skipsins, sem átti að vera klukkan sex. Samt var dvöldin hjá Geysi nokkru lengri en ráð hafði verið fyrir gert. Við ætluðum að hafa þar hálftíma stopp, en það varð öllu lengra. Nú var mikið tekið af myndum og kvikmyndum af hinum og þessum hveraaugum. Strokkur gaus nokkrum sinnum og unga fólkio hafði mikið gaman af þeim viðburðum. Ég veit ekki hvort þau hafa séð-slíkt fyrr þótt það kunni að vera, ef til vill í Yellow Stone Park. Frá Geysi var svo ekið rakleitt til Reykjavíkur að nýju. Þar stigu gestirnir1 um borð í skip sitt Mermoz og leiðir skildu. Þetta var eins og áður segir mjög ánægjulcg heimsókn og allt fór fram eins og best varð á kosið," sagði dr. Sturla Friðriksson. ■ Hinir tignu gcstir við komuna til Reykjavíkur. Lengst til vinstri er skipstjórinn á skipi þeirra, Mermoz. Þá stcndur nxst Karólína prinsessa, Grace Kelly, Albert prins og loks Rainier fursti. Tímamynd Ari ■ Komið til móttöku hjá forseta íslands að Bessastöðum á laugardagskvöldið. Tímamynd Ella 11 .eikfangahúsið kólavörðustig 10. sími 14806' ©St. Jósefsspítali Landakoti Starfsfólk: nokkrar stööur lausar f.o.m. 1. okt. á barnaheimili spítalans, (aldur barna 1-3 ára). Hjúkrunarfræðingar: lausar stöður á barna- deild, gjörgæslu, skuröstofu, lyflækninga- og handlækningadeildum. Fastar næturvaktir koma til greina. Sjúkraliðar: Lausar stööur á barnadeild, lyflækninga- og handlækningadeildum. Upplýsingar gefur hjúkrunarforstjóri í síma 19600 kl. 11-12 og 1-15. Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-82036. Distribution Transformers 100- 800 kVA. Opnunardagur: Þriðjudagur 14. september 1982 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík fyrir opnunartíma, og veröa þau opnuð aö viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboösgögn veröa seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og meö mánudeginum 16. ágúst 1982 og kosta kr. 50.- hvert eintak. Reykjavík 12. ágúst 1982 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Ifl Borgarspítalinn Lausar stöður Hjúkrunarfræðingar Lausar eru stööur hjúkrunarfræöinga á eftirtöld- um deildum í haust: Hjúkrunar- og endurhæfingadeildir: Grensás Heilsuverndarstöð Hafnarbúöir Hvítaband. Lyflækningadeildir: A-6 A-7 E-6 Geðdeild A-2 Gjörgæsludeild: Staða aðstoðardeildarstjóra. Vaktir og vinnutími eftir samkomulagi. Sjúkraliðar Lausar eru stöður sjúkraliða á flestum deildum spítalans. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu hjúkrunarforstjóra. Sími 81200. Reykjavík 12. ágúst 1982. Borgarspítalinn A Bflbeltin jfg hafa bjargað UXERDAB *'ÍAV$ ilasala«Bilaleiea U630 19514 Greiðari leið meö VISA greiöslukorti go-jo sápan leysir upp alls kynsóhreinindi go-jo er fljótandi sápa í þægilegum skammtara go-jo inniheldur handáburð. BENSÍNSTÖÐVAR SKELJUNGS Stór hópur íslendinga þekkir nú af eigin reynslu kosti VISA greiðslukortanna. Þau má nota erlendis til greiðslu á ferðakostn- aði, svo sem fargjöldum, uppi- haldi o.fl. VISA greiðslukort eru þau al- gengustu sinnar tegundar í heim- inum og njóta mikils trausts. Upplýsingablað með reglum um notkun liggurframmi í næstu af- greiðslu bankans. Kynnið ykkur gjaldeyrisþjónustu Landsbankans. LANDSBANKINN Baitki allra landsmanna

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.