Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 12
ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGUST 1982 Sólveig sigraði r kvennaflokki ■ Landsmótinu í golfi 1982 lauk. síödegis á laugardag á Grafarholts- Vellinum. íslandsmeistari í meistatía- flokki karla varö Sigurður Pétursson GR og í mcistaraflokki kvenna varð Sólveig Þorsteinsdóttir GR í fyrsta sæti, en hún lék á 345 höggum samtals. Prír efstu í meistaraflokki karla skiptust á um að sitja í toppsætunum þremur alla keppnisdagana. Fyrir síðasta dag var Ragnar Olafsson í I. sætinu, cn á næsta leiti var Sigurður Pétursson sem haföi svo betur á síðasla keppnisdcginum, en þá lék liann á 78 höggum, en Ragnar notaði á kama tíma 81 högg. t Staða efstu manna í lok keppninn- ar í mcistaraflokki varsem hérsegir: i.SigurðurPéturssonGR 298högg 2. Ragnar Ólafsson GR 302 högg 3. Björgvin Porsteinss. GA 303 högg Af þessu má sjá, aö Björgvin Porsteinsson hefur leikið betur en t keppinautar hans síðasta daginn, þar scm hann notaði aöeins 75 högg, en bctri staða þcirra , Sigurðar og Ragrtars kom þcini til góða. íslandsmeistari í kvennaflokki varð Sólveig Þorsteinsdóttir og hafði hún talsverða yfirburði yfir keppi- nautana. Þetta er annað árið t röð scm hún sigrar á landsmótinu í golfi og hafði hún nú forystu frá því á öðrum kcppnisdegi. Þrjár efstu í kvennaflokki urðu: I.SólveigÞorsteinsd.GR 345högg 2. Þórdís Geirsdóttir GK 360 högg 3. Ásgeröur Sverrisd. GR 369 högg í 1. flokki karla sigraði Stefán Unnarsson GR. en hann lék á 320 höggum. Annar varð Sæmundur Pálsson úr Vestmannaeyjum, en hann lék á 323 höggum. 1 2. flokki karla sigraði Ómar Kristjánsson GR örugglega og ick á 346. Á 356 höggum léku Jón Carlsson og Bergur Guðnason og hafði Jón bctur í aukakcppni og hlaut því 2. sætið. f 3. flokki varð Arnar Guðmunds- son GR hlutskarpastur og lék á 378 höggum. Annar varö Svcinn J. Sveinsson GOS, cn hann notaði einu liöggi tticira en Arnar. Því næst komu tveir ntcð 380 högg og urðu að heyja aukakeppni um 3. sætið og varð Ólafur Guðjónsson GR þar hlutskarpari cn Þorsteinn Lárusson úr sama klúbbi. í 1. flokki kvenna sigraði Ágústa Guðmundsdóttir GR á 369 höggum og í 2. flokki kvcnna sigraði Kristín Eide úr Nesklúbbnum á 206 höggum. í „öldungaflokki" með forgjöf sigraði gamalreyndur íþróttamaður Sigurjón Hallbjörnsson. Lands- mótið í ár var 40. landsmótið sem Sigurjón er með í og samkvæmt þvt hcfur hann aðeins setið heima einu sinni meðan mótið hefur staðið yfir. Er það Ijós vottur þess að fólk á öllum aldri getur stundað golf sér til ánægju og heilsubótar. í „öldungaflokki" án forgjafar sigraði Sveinn Snorrason úr Golf- klúbbnum Kcili á 169 höggum. í öðru sæti varð Gunnar Pétursson úr Nesklúbbi á 170 höggum og þriðja sætið hrcppti Hólmgeir Guðmunds- son, scm notaði 171 högg. sh Sigurður Pétursson, íslandsmeistari í golfi 1982. Nú er útlitid dökkt hjá KA — Eftir að ísfirdingarnir sigrudu 3:2 á Akureyri um helgina Landsliðs- madurinra ■ Útlitið er nú vægast sagt dökkt hjá KA í i. deildinni i knattspyrnu, og má mikiö koma til ef liöinu tekst aö foröast fall í 2. deild. Kftir að ísfiröingar höföu sigrað KA 3:2 á Akureyri á laugardag er KA aðeins meö 13 stig. Og þaö sem meira er, KA á mjög erfiða leiki eftir, útileiki gegn IBV og Breiðablik og heimalcik gegn mcisturum Víkings. Eins og fram kcmur hér á síöunni átti Willoughby þjálfari KA í erfiðleikum meö aðsetja saman liö fyrir þennan leik. Markverðirnir báðir úr leik og Elmar Geirsson erlendis auk þess scm fleiri leikmenn liðsins eiga í meiðslum. Og strax á 6. niínútu leiksins var KA marki undir. Gunnar Pétursson fékk þá boltann inn Víkingur enn á toppnum ■ Á laugardaginn léku tvö þeirra liða sem fyrir fslandsmótið voru talin hvað sigurstranglegust. Þaö var lið Víkings sem hefur lcikið í samræmi við það sem við var búist og hins vegar lið Breiðabliks, sem átt hefur misjafna leiki og ekki leikið eins vel og margir álitu að efni stæöu til. Leikurinn á laugardaginn var ágæt- lega leikinn, bæöi lið áttu mörg marktækifæri og máttu lcikmenn hafa sig alla við á stundum til að koma í veg fyrir mörk. Þannig bjargaði Breiðabliks- vörnin tvisvar sinnum á síðustu stundu á línu. Blóma- leikur hjá Rafni ■ Rafn Hjaltalín knattspyrnudómari sem er einn af okkar elstu og reyndustu knattspyrnudómurum er nú að dæma sitt síðasta keppnistímabil í 1. deild. Fyrir leik KA og Isfirðinga á Akureyri á laugardag færðu forráðamenn KA honum heilmikinn blómvönd. Rafn, sem dæmir fyrir Þór var þarna að dæma sinn síðasta leik í I. deild á Akureyri og af þvf tilefni sýndi KA honum þennan þakklætisvott. Víkingar áttu nokkur tækifæri í upphafi leiks, en skot þcirra voru annað hvort varin cða þá að þau hittu ekki á markiö. Þegar stundarfjórðungur var liðinn af lciknum fékk svo Sigurður Grctarsson mjög gott tækifæri, en Víkingsvörninni tókst að bægja hætt- unni frá. Á 28. mínútu náðu Blikarnir svo forystu með góöu marki Helga Bents- sonar. Hann fékk sendingu inn fyrir vörn Víkings og lék laglega á eina tvo varnarmcnn áður en hann sendi knött- inn í netið af öryggi. í seinni hálfleik lögðu Víkingar alla áherslu á að jafna og í því skyni settu þeir Þórð Marlesson inná í hálflcik, en hann hefur ekki leikið að undanförnu með Víkingsliðinu vegna meiðsla. Og það bar árangur þegar 20. mínútur voru til lciksloka. Ragnarbakvörður Víkings sendi náa sendirgu inn í vítateig Brciðabliks og þar var Sverrir Her- bertsson fyrir og skallaði í netið. 1-1. Bæði liöin lögðu sig fram við að tryggja sér sigur á lokakaflanum, en allt kom fyrir ckki. Úrslitin urðu jafntefli og verða að teljast sanngjörn eflir gangi leiksins. Það hafði góð áhrif á vörn Breiðabliks að fyrirliöi þeirra Ólafur Björnsson lék með þeim að nýju. Af sóknarleik- mönnunum sýndi Hákon einna glæstust tilþrif. í Víkingsliðinu, sem er tíklega eitt jafnasta liðið í 1. deildinni var Stefán Halldórsson bestur. Leikinn dæmdi Þóroddur Hjaltalín frá Akureyri. sh í vítatcig KA og hann var ekkert að tvínóna við hlutina heldur klippti boltann laglega og skoraði með góðu skoti. KA fékk aðeinscitt tækifæri í fyrri hálfleiknum. Guðjón Guðjónsson tók aukaspyrnu á 15. mínútu og eftir glannalegt úthlaup Hreiðars markvarð- ar JBI hrökk boltinn til Erlings Kristjánssonar við markteig. En Erling- ur hitti boltann illa og hættunni var bægt frá. Á 56. mínútu bjargaði Haraldur Haraldsson marki KA cr hann skallaði af marklínunni í horn eftir misheppnað úthlaup Ormars í markinu. - En á 67. mínútu sá ég ekki betur en að KA ætti að fá vítaspyrnu cr Halldór Ólafsson sló boltann með útréttri hendi innan vítateigs, en hvorki Rafn Hjaltalín dómari né Kjartan Tómasson línuvörð- ur sáu neitt athugavert. Sjö mínútum fyrir leikslok skoraði ÍBÍ aftur. Eyjólfur Ágústsson lét Gunnar Pctursson hirða af sér boltann útundir miðju og Gunnar geysist upp völlinn og inn í teig þaðan sem hann skoraði með lausu skoti í stöngina. Örstuttu síðar minnkaði svo KA muninn íslandsmót 5. flokks í 2:1 er Eyjólfur skoraði með firnaföstu skoti frá vítateigslínu. ísfirðingar sneru stax vörn í sókn og skoruðu. Boltinn var gefinn fyrir markið og Ámundi Sigmundsson var á auðum sjó og skallaði inn af stuttu færi. Og enn leið ekki nema örstutt stund, þá kom fyrirgjöf fyrir mark ÍBÍ og Gunnar Gíslason skoraði með föstu skoti í slá og inn. En fleiri urðu mörkin ekki og ísfirðingar fögnuðu mikilvægum sigri. KA-liðið var afar ósannfærandi í þessum leik og reyndarekki nema aðeins í lokin að leikmenn liðsins bitu frá sér. Aftasta vörnin var mjög óörugg og áberandi hvað hún valdar illa upp. Þá var miðjuspilið slakt og framlínan bitlaus. Lið sem fær þessa umsögn á varla skilið að vinna leik. ísfirðingarnir voru ekki mikið betri, en þeir höfðu þó eitt framyfir KA-menn og það var baráttan. Barist var um hvern bolta og ekkert gefið eftir. Mörk þeirra voru hinsvegar ódýr, en það er ekki spurt um slíkt í leikslok heldur það hversu mörg mörkin urðu og það nægði Isfirðingum að skora fleiri til að hreppa tvö ákaflega dýrmæt stig. Um cinstaka leikmenn liðanna er óþarfi að fjalla, lcikmenn KA voru yfir höfuð slakir en hjá ísfirðingum voru þeir bestir Gústaf Baldvinsson og Örnólfur Oddsson. fór í markið! ■ Það vakti gífurlega athygli þegar KA-liðið hljóp inn á leikvöllinn er leikur KA og IBÍ var að hefjast, að landsliðsmaðurinn Gunnar Gíslason var klæddur í búning markvarðar. Skýringin var sú að Aðalsteinn Jóhannesson markvörður liðsins er meiddur, og varamarkvörðurinn mun hafa brugðið sér einn túr með togara út á sjó. Gunnar, sem aðeins mun hafa komið í mark er hann lék í yngri aldursflokkunum með KA var því drifinn í markmannsbúninginn. Þetta veikti að sjálfsögðu allt miðju- spil KA, en Gunnar er lykilmaður í öllum leik KA-liðsins og jafnframt geysilega hættulegur við mark andstæð- inganna. Enda fór það svo að í fyrri hálfleik átti KA aðeins eitt umtalsvert marktækifæri. í leikhléi fór Gunnar því úr mark- mannsbúningi sínum og skipti við Ormar Örlygsson um stöðu. En allt kom fyrir ekki, því þrátt fyrir að Gunnar skoraði eitt mark : síðari hálfleik fögnuðu ísfirðingarnir sigri eins og fram kemur hér í síðunni. Valsmenn meistarar ■ íslandsmóti 5. flokks lauk í Keflavík á sunnudaginn. Þar léku til úrslita lið frá 8 félögum og lauk úrslitakeppninni með sigri Valsmanna. í úrslitaleik léku þeir gegn liði Þróttar í Reykjavík og sigruðu með tveimur mörkum gegn einu. Vegna plássleysis á íþróttasíðunum í dag verða nánari fréttir af þessum úrslitaleikjum að bíða til morguns. ■ A þessári mynd sest Ormar Örlygs- son i hlutverki markvarðar. I fyrri halflcik gegn IBI lek Gunnar (,isla- son i niarki hja KA. en Ormar leysti liann af homi i þcim siðari. gk-Akureyri gk-Akureyri.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.