Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 18

Tíminn - 17.08.1982, Blaðsíða 18
ÞRIÐJUDAGUR 17. ÁGUST 1982 18 kvikmyndahornið Hamingjusöm fjölskylda í sprengjubyrgi sínu. Ameríska kvikmyndavikan: Kaffihús kjarn- orkunnar ■ Ameríska kvikmyndavikan hófst í Tjarnarbíó nú um helgina. Einhverjir erfiðleikar voru í upphafi vikunnar þar sem hluti myndanna var ekki kominn til landsins, þar á meðal Kaffihús kjarnorkunnar (At- omic Cafe) og því varð ekki af sýningum þeirrar myndar í upphafi en ætlunin er að fjalla aðeins um þessa mynd hcr þar sem telja verður að hún sc sú athyglisvcrðasta á kvikmyndavikunni og væntanlega verður hún sýnd á næstu dögum en þar seni hún og nokkrar aðrar myndir komu ekki til landsins í tæka tíð munu aðstandendur kvikmynda- vikunnar ætla að reyna að fram- lengja hana eitthvað. Vcgna þessa vandamáls vcrða ekki sýningar í dag og á morgun. Kaffihús kjarnorkunnar (Atomic Cafe) er. gcrð af þcim Kevin Rafferty, Jayne Loadcr og Piercc Rafferty og var frumsýnd í Banda- ríkjunum fyrir nokkrum mánuðum. Hún cr svarthvít og er eingöngu unnin úr áróðursmyndum um kjarn- orku, kjarnorkusprengingar, kjarn- orkuvopn og varnir gcgn kjarnorku- styrjöld sem Bandaríkjastjórn lét framleiða á fimmta og sjötta áratug þessarar aldar. ( myndinni eröllu blandað saman, útvarps- og sjónvarpsþáttum, teikni- myndum, fræðslumyndum, og hinum svokölluðu „sprengjusöngvum" sem ómuðu í öllum útvarpsstöðvum í Bandaríkjunum fyrir 30 árum síðan eins og „Atoniic Power" mcð Buchanan bræðrunum, „Uranium" með Commodores og „Atomic love" með Little Caesar. Klipping myndar- innar þykir til fyrirmyndar og með henni tekst aðstandendum myndar- innar að gera úr henni samstæða hcild. Umfjöllunin í Atomic Cafe á þessu cfni verður oft á tíðum kómísk og kaldhæðin m.a. sjáum við viðtal við Enola Gay manninn sem varpaði kjarnorkusprengjunni á Hirosima, Verslunarmiðstöð í Suður-Kaliforn- íu auglýsir „Kjarnorkuæfingar" því eigandi hennar telur vcrslunarmið- stöðvar vera framverði hins frjálsa framtaks, bandarískir embættismenn eru sannfærðir um að guð hafi gefið Bandaríkjamönnum „Sprengjuna" þar scm þcir elski lýðræði, tvær ungar skólastúlkur sýna hreyknar skotbyrgjamat sem þær hafa gert í bekkjartímum og þar fram eftir götunum. Vincent Canby kvikmyndagagn- rýnandi The New York Times gefur myndinni mjög góða dóma og segir hana eiga mikið erindi til almennings um þessar mundir er umræður fara fram um friðarhreyfingar og bann við kjarnorkuvopnum. Þeir sem áhuga hafa á umræðunni um friðarhreyfingar og bann gegn kjarnorkuvopnum ættu því ekki að láta þessa mynd framhjá sér fara. Friðrik Indriða- son skrifar flokksstarf Héraösmót í Skagafirði Hið árlega héraðsmót Framsóknarmanna í Skagafirði verður í Miðgarði laugardaginn 28. ágúst og hefst kl. 21.00. Meðal skemmtiatriða verður að listafólkið Ólöf Kolbrún Harðardóttir og Garðar Cortes syngja við undirleik Jóns Stefánssonar. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. Nefndin. Vestfjarðakjördæmi Kjördæmisþing Framsóknarmanna í Vestfjarðakjördæmi verður haldið aö Núpi 28. og 29. ágúst n.k. og hefst kl. 14.00 laugardaginn 28. ágúst. Áhersla er lögð á að fulltrúar fjölmenni á þingið. Stjórn kjördæmissambandsins. Kvikmyndir og leikhús

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.