Tíminn - 19.08.1982, Side 1

Tíminn - 19.08.1982, Side 1
Blaðauki um Vestfírði fylgir blaðinu í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTT ABLAÐ! Fimmtudagur 19. ágúst 1982 187. tbl. -66. árgangur Sex tonna bátur sekkur á sunnanverðum Breiðafirði: SKIPSTJÓRINN FÓRST EN 2 BÖRNUM H ANS BJARGAÐ ■ Sex tonna bátur, Léttir ÞH 175 sökk á sunnanverðum Breiðafirði í fyrrinótt. Með bátnum fórst skip- stjórinn, Oli T. Magnússon, til heimilis að Réttarbakka 15 í Reykja- vík. Auk Óla voru á bátnum tvö stálpuð börn hans, drengur og stúlka. Komust þau lífs af í gúmmíbjörgunar- báti. Það var laust fyrir klukkan 09.30 í gærmorgun, að flugstjórn í Reykjavík fékk tilkynningu frá áætlunarvél Flug- leiða, sem var á leið til Patreksfjarðar, að hún hefði móttekið neyðarmerki á alþjóðaneyðartíðni flugvéla. Vélin var þá stödd yfir vestanverðu Snæfells- nesi. Eftir því sem hún kom lengra yfir Breiðafjörðinn urðu neyðarsending- ’arnar sterkari. SVFÍ í Reykjavík var þegar tilkynnt um þetta og í samráði við það var þegar ákveðið að senda á vettvang vél flugmálastjórnar, sem stödd var norð- ur af Keflavík, til að ganga úr skugga um hvað þarna væri á seyði. SVFÍ snéri sér einnig til Landhelgis- gæslunnar og björgunarmiðstöðvar- innar á Keflavíkurflugvelli og bað um aðstoð við leitina. Klukkan 09.45 náði vél flugmálastjórnar að miða út neyðarsendingarnar og um tíu mínút- um síðar flaug vélin fram á gúm - björgunarbát, 18 sjómílur vestur af Öndverðarnesi. Sýnt var að a.m.k. tvær manneskjur væru innanborðs. Veður var ekki gott á þessuni slóðum, NNV 4-5 vindstig og talsverð- ur sjór. Nokkrir bátar voru þó í grenndinni og kom Slysavarnafélagið skilaboðum til þeirra um að veita alla þá aðstoð sem hægt væri. Klukkan 11.45 barst svo tilkynning frá þyrlu varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli, um að sjúkralið væri komið um borð í gúmbjörgunarbátinn. Tókst síðan að hífa ungmennin tvö upp í þyrluna. Var þá flogið með þau á Borgarsjúkrahúsið í Reykjavík. Læknisskoðun leiddi í Ijós að þeim hafði ekki orðið meint af verunni í gúmbjörgunarbátnum. - Sjo. Þyrla varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli lenti á þyrlupalli Borgarsjúkrahússins með ungmennin tvö, sem komust lífs af þegar Léttir sökk, laust eftir hádegið í gær - Tímamynd: GE. Forsætisráðherra leggur fram málamiðlunartillögu í efnahagsmálum sem Framsóknarmenn samþykkja: STENDUR A SAMÞYKKI ALÞÝÐUBAN DALAGSINS ■ Ráðherrar Framsóknarflokksins fengu á þingflokksfundi í gær fullt umboð til að ganga frá málum á þeim grundvelli sem þá lá fyrir þ.e. eftir fund ráðherranefndarinnar og efna- hagsnefndarinnar þá fyrir hádegi. Sjálfstæðismenn í ríkisstjóminni munu einnig hafa verið tilbúnir að ganga frá málum á þeim sama grundvelli. Menn vom því bjartsýnir á að samkomulag væri í sjónmáli á ríkisstjómarfúndinum síðdegis í gær, en þær vonir bragðust þar eð enn einn ganginn höfðu komið upp innanflokks- erfiðleikar hjá alþýðubandalagsmönn- um, sem ekki gátu fallist á fyrir- liggjandi málamiðlunartillögu þegar á átti að herða. „Ég verð að viðurkenna að ég varð fyrir vissum vonbrigðum á ríkisstjórnarfundinum. Engu að síður er þetta það langt komið að ég trúi ekki öðru en að þetta gangi saman á morgun", sagði Steingrímur Her- mannsson í gærkvöldi. - HEI heimilis- tíminn: Haust- tískan — bls. 10 Hunda- llf — bis. 19 Nicole slæm stelpa? — bls. 2 •m Hakka- vélin - bls. 26

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.