Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 6
6 stuttar fréttir ■ Blöndubúðir, þar sem um 30 manns á vegum Orkustofnunar hafa búið að undanförnu. Framkvæmdir Orkustofnunar á Blöndusvæðinu í sumar: Fínhönnun á svædinu ■ „Það er verið að finna svör við þeim spurningum sem komið hafa fram við úrvinnslu á því sem búið var að gera áður. Við þekkjum jarðfræð- ina þarna á svæði Blönduvirkjunar nokkuð vel í stórum dráttum, en við nánari úrvinnslu koma alltaf í Ijós ný atriði sem svör þurfa að fást við áður en útboð getur farið fram. Þetta er svona fínhönnun á svæðinu til að finna bestu staðina og minnka líkur á að óvæntir erfiðleikar komi upp á síðar", sagði Haukur Tómasson hjá Orkustofnun er Tíminn spurði hann um framkvæmdir Orkustofnunar á Blöndusvæðinu í sumar. Bæði sagði hann hafa farið fram svokallaðar kjarnaboranir niður í væntanlegt stæði stöðvarhússins til að kanna tæknilega eiginleika bergs- ins og finna stöðvarhúsinu sem bestan stað. Einnig hefur verið borað á stíflustæðum og skurðleið- um miklu ofar með ánni. Að sögn Hauks hafa um 30 manns á vegum Orkustofnunar verið við vinnu þarna nú í ágústmánuði en er nú eitthvað farið að fækka. Það sem enn er ólokið er fyrst og fremst borun einnar skáholu sem fara á eftir þrýstgangaleið. Aðspurður sagði hann slíka borun bæði erfiðari og áhættusamari, m.a. varðandi hættu á festum og öðru slíku, en venjulegar boranir beint niður. Aætlað er að þessum rannsóknum Orkustofnunar á svæðinu verði lokið í septemberlok eða byrjun október. Sjálfar virkjun- arframkvæmdirnar verða svo á veg- um Landsvirkjunar. -HEI ■ Hér er verið að framkvæma kjamaborun til könnunar á væntanlegu svæði fyrir stöðvarhús Blönduvirkjunar á bungu ofan við Eiðsstaði. Örin á myndinni bendir á Blöndubúðir og neðst í hliðunum á móti grillir í slegin tún á býlum í Blöndudal. Myndir: M.Ó. Nýr sveitar- stjóri á Grundarfirði GRUNDARFJÖRÐUR: Nýr sveit- arstjóri tók til starfa í Grundarfirði nú í byrjun vikunnar, samkvæmt málefnasamningi þeim er fulltrúar Framsóknarflokks og Alþýðubanda- lags gerðu með sér um meirihlutasam starf skömmu eftir sveitarstjórnar- kosningar í vor. Hinn nýi sveitarsjóri heitir Sigurður Eggertsson og er vélvirki að mennt. Grundarfjörður er sem kunnugt er einn þeirra staða þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn tapaði stórlega atkvæð- um í kosningunum í vor og þar með einum fulltrúa og meirihluta í hreppsnefnd. Framsóknarflokkur- inn bætti fylgi sitt um 90%, en alþýðubandalagsmenn bættu einnig við sig töluverðu fylgi og unnu annan mann með fárra atkvæða mun. Á fyrsta fundi nýrrar hreppsnefndar var Guðni E. Hallgrímsson, raf- virkjameistari kosinn oddviti og hefur hann síðan gegnt störfum sveitarstjóra þar til Sigurður tók við því starfi, sem fyrr segir. - HEI Fær Búdar- dalur hitaveitu? - BÚÐARDALUR: „Við erum að athuga tilraunaborun eftir heitu vatni á Reykjadal, en þar eru heitar laugar. Orkusjóður veitti okkur stuðning í vor en við erum að athuga hvernig við brúum það sem á vantar varðandi kostnaðinn," sagði Krist- inn Jónsson, oddviti í Búðardal er Tíminn rabbaði við hann nýlega. - Væri þetta ekki löng lögn? - Þetta eru 25 kílómetrar. - Er það ekki í mjög mikið ráðist fyrir svo fámennan stað? - Komi þetta hagkvæmt út reikn- ingslega séð þá förum við í það. Fyrir 3 árum lögðum við hér t.d. lengstu vatnsleiðslu á landinu - fyrir utan Vestmannaeyjar - þ.e. 23ja kíló- metra langa. Þá spurðu menn eins og þú nú, „treystið þið ykkur í þetta“. Við gerðum það og þetta gengur vel. Jú, hér í Búðardal eru ekki nema um 100 hús. En þetta myndi líka koma til góða þeim sveitabæjum sem lögnin færi fram hjá. - HEI ■ Akademik Keldysh ■ Reykjavíkurhöfn. Flaggskip sovéska rannsóknarf lotans, Akademik Keldysh, í Reykjavíkurhöfn: „Metum mikils fram lag íslendinga til hafrannsókna” — segir Alexej Kuznetsov leiöangursstjóri skipsins ■ „Viö Sovétmenn metum mikils framlag íslenskra visindamanna til haf- rannsókna og vonumst eftir áframhald- andi góðu samstarfi við þá“ sagði Alexej Kuznetsov leiðangursstjóri vísinda- manna um borð í Akademik Keldysh flaggskipi sovéska rannsóknarflotans á blaðamannafundi um borð í skipinu en það liggur nú í Reykjavíkurhöfn. Skipið er nú í fjórða leiðangri sínum, að þessu sinni um Norður-Atlantshaf og rannsakaði það m.a. sprungusvæðið á suðurhluta Reykjaneshryggsins. „Við söfnuðum mjög fróðlegum upplýsingum á þessu svæði, upplýsing- um sem eru mikilvægar fyrir kenningar um sprungusvæðin á hafsbotninum" sagði Kuznetsov. „Þessar rannsóknir eiga eftir að leiða ýmislegt nýtt í ljós en þær voru aðallega á sviði jarðfræði, jarðeðlisfræði og líffræði“. Skipið Akademik Keldysh er 5500 tonna skip, nýtískulegt og þægilegt, smíðað í Hollming skipasmíðastöðinni finnsku. 130 manna áhöfn er um borð þar af helmingur vísindamenn. Skipið er útbúið fullkomnu tölvukerfi og er aðaltölva skipsins tengd beint við sjö rannsóknarstofur um borð og vinnur úr þeim upplýsingum sem þar eru rann- sakaðar. Um borð eru fullkomin rannsóknar- tæki sem kleift er að nota til rannsókna á allt að 6,5 km dýpi, þar á meðal lítill kafbátur, eða köfunartæki sem hægt er að Ijósmynda- eða kvikmynda með auk þess að taka sýni á alit að 2000 m dýpi. Skipið er byggt sérstaklega fyrir hafeðlis-, hafefna-, jarðeðlis- og jarð- fræðirannsóknir og er skrúfukerfi skips- ins þannig úr garði gert að það getur snúist 360 gráður á staðnum og helst stöðugt á sama stað á hafinu þrátt fyrir vond veður. - FRI Lítið köfunartæki er um borð í skipinu. Hér er verið að hífa það frá borði. Tímamyndir GE

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.