Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982 7 erlent yfirlit ■ AF HÁLFU Araba, ekki sízt Egypta, er mjög óttazt, aö eftir Líbanonsstyrjöldina verði ísraelsstjórn enn ófúsari til samninga um vesturbakk- ann svonefnda og Gazasvæðið. Margir fréttaskýrendur telja einnig, að raunverulega sé nú úr sögunni samkomulagið milli ísraels, Egypta- lands og Bandaríkjanna, sem kennt hefur verið við Camp David. Annar aðalþáttur þess var að ná samkomulagi um sjálfstæði íbúanna á framannefndum landsvæðum. Viðræður þær, sem voru hafnar um það milli ísraela og Egypta, hafa alveg legið niðri að undanförnu og engar líkur til, að þær hefjist í bráð. Margt þykir benda til, að ísraelsstjórn hafi nú helzt í huga að innlima þessi landsvæði í ísrael, en þó sé hugsanlegt, að hún fallist á að láta Jórdaníu fá hluta af vesturbakkanum, en þó þvi aðeins að náið samstarf verði milli ísraels og Jórdaníu eða Jórdanía verði nánast sagt leppríki ísraels. SAGA vesturbakkans rekur rætur sínar til þess, að Bretar fóru með völd í Palestínu árin 1922-1948. Vegna skæru- liðastarfsemi Gyðinga, sem beindist gegn yfirráðum Breta, ákvað brezka stjórnin að afsala sér þeim og fela Sameinuðu þjóðunum að ákveða fram- tíð Palestínu. Niðurstaða Sameinuðu þjóðanna varð sú, að rétt væri að skipta Palestínu í tvö ríki, ríki Gyðinga og ríki Araba (sjá meðfylgjandi kort). Samkvæmt því skyldi svonefndur vesturbakki tilheyra ríki Araba, ásamt Gazasvæðinu og stærra landsvæði meðfram landamærum EGYPT SAUDI ARABIA ■ Fyrri uppdrátturinn sýnir Palestínu eins og hún var á yfirráðatíma Breta 1922-1948. Síðari uppdrátturinn sýnir tillögur Sameinuðu þjóðanna frá 1947 um skiptingu Palestínu milli Gyðinga og Araba. Innlima ísraelar vesturbakkann? Arabar eru farnir að óttast það ■ Uppdráttur þessi sýnir ísrael og landsvæðin, sem ísraelsmenn hertóku 1967 (merkt með skástrikum). Þeir hafa skilað Egyptum aftur Sínaískaga. Egyptalands. Auk þess skyldu Arabar fá landsvæði meðfram Miðjarðarhafi í framhaldi af Líbanon. Arabaríkin mótmæltu þessari skipt- ingu og vildu viðhalda Palestínu sem einu ríki. Nú harma Arabar að þeir skyldu ekki fallast á tillögur Sameinuðu þjóðanna. Gyðingar voru hins vegar fylgjandi skiptingu, en töldu sinn hlut of lítinn. Ágreiningur um skiptinguna leiddi til styrjaldar milli Gyðinga og Araba. Skæruliðar Gyðinga reyndust svo vel skipulagðir og þjálfaðir, að her Arabaríkjanna stóðst þeim ekki snún- ing. Niðurstaðan varð sú, að þeir tóku sér mun stærra landsvæði en Sameinuðu þjóðirnar höfðu ætlað þeim. Fyrir atbeina Sameinuðu þjóðanna náðist samkomulag um vopnahlé. Gyð- ingar héldu öllu því landsvæði, sem þeir höfðu hertekið, Egyptaland fékk Gazasvæðið og Jórdanía hlaut vestur- bakkann, en talsvert skertan frá því, sem gert hafði verið ráð fyrir í tillögum Sameinuðu þjóðanna. Jerúsalem var skipt milli ísraels og Jórdaníu. Þessi skipting hélzt í nær tuttugu ár eða til sex daga stríðsins 1967. Þá hertóku ísraelsmenn allan vesturbakk- ann, ásamt hinum arabíska hluta Jerúsalem, og Gazasvæðið. Jafnframt hertóku þeir hluta af Golanhæðum, sem áður voru hluti Sýrlands, og Sínaískag- ann, sem áður tilheyrði Egyptalandi. Ekkert af þessum landsvæðum hefur verið formlega innlimað í Ísraelsríki, nema Jerúsalem og umhverfi hennar. Sínaískaganum hafa ísraelar nú skilað aftur. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafði þessi mál mikið til meðferðar eftir sex daga stríðið. Haustið 1967 náðist samkomulag innan þess um tillögu, sem síðan hefur verið merkt með tölustöfun- um 242. Samkvæmt henni ber ísrael að skila aftur landsvæðum, sem það hertók vorið 1967. Flest ríkin, sem stóðu að ályktuninni, túlka hana þannig, að ísrael eigi að skila öllum þessum landsvæðum óskiptum. ísraelsmenn hafa hins vegar reynt að túlka hana þannig, að hún taki ekki til landsvæðanna allra óskiptra, því að hvergi sé í tillögunum rætt um öll landsvæðin. Þáverandi stjórn ísraels viðurkenndi þó, að hún næði a.m.k. til mikils hluta vesturbakkans. Þetta hefur Verka- mannaflokkurinn, sem þá fór með stjórnina, ítrekað nýlega, en hann er nú í stjórnarandstöðu: STJÓRN Begins hefur hins vegar aldrei viðurkennt, að umrætt orðalag í 242 næði til vesturbakkans og því ekki talið sig þurfa að láta hann af hendi. Samkomulagið í Camp David hefur Begin skýrt þannig, að það nái aðeins til þess að íbúar vesturbakkans njóti sjálfstjórnar undir yfirráðum eða um- sjón ísraels. í seinni tíð hefur hann látiö í það skína, að Jórdanía fái hluta af vestur- bakkanum eins og áður er rakið. Hins vegar komi ckki til mála að stofna þar sérstakt ríki, endasé hvergi gert ráðfyrir því í ályktun 242, heldur að umrædd laþdsvæði verði afhent þeim ríkjum, sem áður réðu þar, að svo miklu leyti, sem ísrael lætur þau af hendi. Þórarinn Þórarinsson, ^2 ritstjóri, skrifar erlendar f réttir Fer Arafat til Túnis? ■ Sagt er að PLO hafi nú fallist á þá kröfu Israelsmanna að skila aftur ísraelskum flugmanni sem þeir hafa í haldi og einnig jarðneskum leifum annarra ísraelskra hermanna. Lík- legt þykir að ísraelska stjórnin muni á fundi sínum í dag fallast á tillögur Habibs, eftir að þær verða lagðar fyrir með breytingum sem Líbanir hafa þegar fallist á. Er gert ráð fyrir að úr því ætti brottför PLO manna að hefjast. Munu sumir þeirra fara frá borginni sjóleiðis, en aðrir yfir landamærin til Sýrlands. Einhverjir munu fara flugleiðis. Hefur heyrst að PLO mennirnir ntuni dreifast um átta arabalönd. Mun Arafat að líkindum halda til Túnis, þar sem honum verður heimilt að setja upp skrifstofu. Óljóst er enn hvenær sýrlensku hersveitirnar í Beirút fara, en ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki draga lið sitt til baka fyrr en allir erlendir herir eru á burt frá Líbanon. ■ Yassir Arafat Deilt um for- seta í Líbanon ■ Nú stendur fyrir dyrum kjör forseta í Líbanon. Er þaö þing landsins scm kýs hann og cr nú aðeins einn maður í kjöri, Beshir Gemaiel, yfirmaður sveita hægri- sinnaöra Líbana. Þingflokkur Cha- moun, fyrrverandi forseta, hcfur tilkynnt að hann muni greiða Gemaiel atkvæði. Hafa foringjar múhameðstrúarmanna snúist hart gegn þessu. þar sem þeir álíta að hann hafi átt of mikil samskipti við ísraelska innrásarlið í landinu. Hafa múhameðstrúarmenn sagt að þeir taki ekki þátt í þingstörfum fyrr en annar maður bjóði sig fram. Segja þcii að xjör Gcamaiels kunni að leiða til þess að borgarastyrjöld brjótist út í Líbanon. Verdbréf hækka í Wall Street ■ Gífurlcg vcrðhækkun varð á vcrðbréfum í New York í gær og er ástæðan talin vcra lækkaðir vextir í Bandaríkjunum. Á þriðjudag seld- ust flciri verðbréf í Wall Street en dæmi eru um áður og í gær var einnig mjög líflegt í kauphöllinni. Áhrifa þessarar þróunar hefur gætt í öörum löndum, svo sem í Sidney í Ástralíu og í Zurich í Sviss. Mikil hækkun varð á gulli og öðrurrl,málmum og er talið aö fjármálakreppa síðustu ára sé nú að taka enda. í gær hækkuðu verðbréf að meðaltali um 18% á klukkustund eftir að viðskiptin hófust, en á þriðjudaginn um 39% á klukkustund og er það met í sögu verðbréfaviðskipta síðustu ára. 37 milljónir verðbréfa seldust á einum klukkutíma í gærmorgun, en við- skiþtin á þriðjudag námu 93 milljón- um. Líbanir óska alþjóölegra herdeilda til aðstoðar ■ Líbanska stjórnin hefur óskaþ, - manna. frá Beirut. Er líklegt að eftir því að alþjóðlegar herdelldir sveitir þéssar verði frá Bandaríkjtfn- komi til landsins í þelm tilgangi að um, Frakklandi og ftalíu. fylgjast með brottflutningi PLO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.