Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982 Útgefandi: Framsóknarfiokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gísli Sigurösson. Auglýsingastjóri: Steingrímur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna Ð. Jóhannsdóttir. Afgreiðslustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fróttastjórl: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar- Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir.lngólfur Hannes- son (íþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristín Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elín Ellertsdóttir. Ari Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosl Krlstjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavik. Simi: 86300. Auglýsingasimi: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð í lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknideild Timans. Prentun: Blaðaprent hf. Megintilgangur ■ Mikil fundarhöld hafa staðið yfir hj á stj órnarflokk- unum að undanförnu í tilefni þeirra efnahagsaðgerða, sem óhjákvæmilega verður að gera nú þegar, ef atvinnuvegirnir eiga ekki að stöðvast og Island að bætast í hóp atvinnuleysislandanna. Það ætti ekki að undra neinn, þótt það taki nokkurn tíma og viðræður að ná samkomulagi um slíkar aðgerðir, jafnvel þótt til skamms tíma sé. Grundvallaratriðið, sem allt þarf að miðast við, er að atvinna haldist og reynt sé eftir megni að tryggja atvinnureksturinn. Þetta þarf ekki sízt að vera meginatriðið, þegar illa árar og lítið þarf út af að bera til þess, að mikilvægar atvinnugreinar stöðvist alveg. Rekstur atvinnuveganna getur stöðvazt af mörgum ástæðum, en tvær hafa reynzt einna örlagaríkastar. Önnur er sú, að verðbólga aukist úr hófi fram. Hin er sú, að of langt sé gengið í samdrætti, kaupgeta og eftirspurn minnki um of og atvinnufyrirtækin verði því að draga saman seglin eða hætta alveg. Það eru slíkar samdráttaraðgerðir, sem valda atvinnuleysinu í Bretlandi og Bandaríkjunum. Viðnám gegn verðbólgunni er óhjákvæmilegt, en það verður að vera innan þeirra marka, að það leiði ekki til of mikils samdráttar og atvinnuleysis. Núverandi ríkisstjórn er álasað fyrir það, að hún hafi ekki getað efnt fyrirheit stjórnarsáttmálans um niðurfærslu verðbólgunnar. En tvennt þurfa menn að íhuga í því sambandi. í fyrsta lagi hafa viðskiptakjörin farið versnandi síðustu árin og olnbogarými orðið minna til niðurfærslu en ella. í öðru lagi hefur það verið aðalmarkmið ríkisstjórnarinnar að tryggja fulla atvinnu og sem stöðugastan kaupmátt launa. Þetta hefur verið látið hafa forgangsrétt. V egna þess er stór hluti launafólks betur undir það búinn nú að mæta erfiðleikum versnandi árferðis en verið hefði, ef hér hefði ríkt mikið atvinnuleysi og lífskjörin verið lakari síðustu árin en raun varð á. Þá hefur það staðið í vegi raunhæfra aðgerða, að forustumenn launþegasamtakanna hafa haft oftrú á vísitölukerfinu og talið það launþegum fullkomna vörn gegn óðaverðbólgu. Reynslan er þó búin að sýna það í marga áratugi, að vísitölukerfið er óhagstætt láglaunafólki, en hagstætt hálaunamönnum. Lær- dómsríkt er ekki sízt það, að niðurfærslan, sem framkvæmd var í ársbyrjun 1981, reyndist kjarabót en ekki kjaraskerðing. Allar efnahagsaðgerðir verða að taka mið af því, að hlutur láglaunafólks verði sem bezt tryggður. Þetta var gert í efnahagslögunum, sem sett voru af stjórn Ólafs Jóhannessonar vorið 1974, og aftur í efnahagslögunum, sem sett voru af ríkisstjórn Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins veturinn 1978. Því miður hefur þessari stefnu ekki verið nægilega fylgt um skeið. Framsóknarflokkurinn leggur megináherzlu á, að hún verði tekin upp aftur. Jafnframt því, að stefnt er að því að halda fullri atvinnu og tryggja hlut láglaunafólks, verður að gæta þess, að kjörin almennt skerðist ekki það mikið, að til alvarlegs samdráttar komi. Hins vegar er óhjákvæmilegt, að hann verði nokkur, sökum þeirra áfalla, sem þjóðarbúskapurinn hefur orðið fyrir. Þ.Þ. á vettvangi dagsins samgöngur Áskorun til ríkisstjórnar íslands vegna innrásar ísraelshers í Lfbanon undirrituð teljum okkur vini Gyðinga, og höfum látið okkur annt um tilveru ísraelshers. Því erum við harmi slegin vegna árásarstríðs ísraels- ríkis í Líbanon, árásarstríðs sem bitnar á þúsundum saklausra manna í flóttamannabúðum, þorpum og borgum Líbanons. Þótt við á undanförnum árum höfum orðið vitni að því, að samúð heimsins við málstað Ísraels hefur dvínað, ekki sízt vegna óbilgirni Ísraelsríkis gagnvart arabískum þegnum sínum og íbúum herteknu svæðanna, höfum við þagað. Við vonuðum ef til vill, að ísrael sœi sig um hönd. En eftir innrás ísraelshers í grannríkið Líbanon og þœr œgilegu blóðsúthellingar og þá óskaplegu eyðileggingu, sem hún hefur haft íför með sér, þá get- um við ekki þagað lengur. Va mótmælum harðlega þessari innrás og fordæmum blóðs- úthellingar og eyðileggingu þá, sem ísraelsher er valdur að. Va. sendum hinum hrjáðu Palestínumönnum og Líbönum samúðar- og stuðningskveðjur, og lýsum jafnframt stuðningi við þær þúsundir hugrakkra Gyðinga í ísrael, m.a. ísraelskra hermanna, sem hafa lýst sig andvíga stríðinu og styðja þjóðréttindi Palestínumanna. V ið vekjum athygli á eftirfarandi: ísrael hefur haft að engu allar ályktanir Allsherjarþings Sam- einuðu þjóðanna og Öryggisráðsins um brottför herliðs síns frá Líbanon. ísrael hefur virt að vettugi allar ályktanir Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna og Öryggisráðsins, er beindust gegn innlimun austurhluta Jerúsalem og Golanhæða í ísrael. Palestínumenn, sem nú eru um fjórar milljónir, hafa misst ættjörð sína í Palestínu. Forystusamtök Palestínumanna, PLO, eru viðurkennd sem fulltrúi Palestínuþjóðarinnar af 117 ríkjum, þar á meðal íslandi. Ýmsir helstu forystumenn PLO hafa gefið ískyn vilja samtak- anna til að viðurkenna Ísraelsríki. iá. fögnum því að ríkisstjórn íslands hefur samþykkt að leggja fram kr. 800.000 til hjálparstarfs í Líbanon og skorum jafnframt á hana að beita sér fyrir því • aðhún geri ríkisstjórn Ísraels það Ijóst, að það gæti haft alvar- legar afleiðingar fyrir samskipti íslands og ísraels, efhún láti ekki tafarlaust af árásarstríði sínu í Líbanon og dragi herlið sitt þaðan, • að stjórn ísraels og PLO hefji þegar ístað viðræður um sam- búð þjóðanna á grundvelli gagnkvæmrar viðurkenningar, • að Norðurlöndin veiti PLO fulla viðurkenningu sem fulltrúa Palestínuþjóðarinnar og hafi samráð við líknarstofnanir Pal- estínumanna og Líbana um brýna aðstoð, • að hún geri Bandaríkjastjórn grein fyrir áhyggjum sínum vegna stuðnings Bandaríkjanna við árás Israelsríkis á Líbanon. Áskorun okkar Ijúkum við með ósk um, að íslendingar megi með einhverjum hætti stuðla að friði og kærleika meðal þeirra' þjóða, sem nú berast á banaspjót í Landinu helga. Reykjavík, 11. ágúst 1982 Árni Bergmann, ritstjóri SéraÁrni Pálsson Elías Davíðsson, kerfisfr. Haraldur Ólafsson, dósent dr. theol. Jakob Jónsson Jóhanna Kristjónsdóttir, blaðamaður Vilmundur Gylfason, alþingismaður ■ Það er nú orðið Ijóst í Vestur-Ev- rópu, að cf takast á að reka velferðar- þjóðfélagið og ef borga á mannsæmandi laun fyrir vinnu - og geta samt selt framleiðsluna, þá verður að leita nýrra leiða í arðsemi. Taprekstur ríkisfyrir- tækja og stórfyrirtækja ár eftir ár, dregur dilk á eftir sér og þjóðirnar geta ekki endalaust lifað um efni fram. Þetta kemur meðal annars fram í útgerð, bæði fiskiskipa og kaupskipa. Ný aðferð við lestun á sementi í Linghamn í Svíþjóð, smáborg, sem er samvaxin Málmey eru einhverjar mestu sementsverksmiðjur á Norður- löndum. Þessar verksmiðjur framleiða meira sement en svo, að Svíar geti hrært það allt í sína steypu. Stór hluti framleiðslunnar fer því á erlendan markað. Það háði sementsfabrikkunni í Lim- hamn, að stór búlkaskip, sem flytja sement milli heimsálfa, gátu ekki athafnað sig í höfninni við verksmiðjurn- ar, en flutningskostnaður hefur afger- andi áhrif á verðið. Til þess að geta lestað stærri búlkaskip.létu verksmiðjurnar breyta flutningaskipi sínu Vástanvik og settu í það nýtískulegt og afkastamikið lestun- artæki, þannig að það getur lestað skip á ytri höfninni. Búlkaskip, allt að 40.000 lestir, geta nú tekið sementsfarma til útflutnings í Limhamn. Um það bil 75% af farminum er dælt um borð í höfninni, en þá verður stóra skipið af fara út á leguna, þar sem dýpi er meira. Þar bætir Vástanvik á svo að skipið sé með fullfermi. Vástanvik getur losað 250 tonn af sementi á klukkustund og það tekur tvo daga að dæla 8-10.000 tonnum um borð í stóra skipið, sem nú getur siglt með fullfermi. Kostnaður við þetta nýja áfyllingar- kerfi í Vástanvik, kostaði 3.8 milljónir Skr., en það hefði kostað tíu sinnum meira að dýpka höfnina fyrir búlkaskip, en græjurnar um borð í Vástanvik. Myndin sýnir þegar verið er að fylla á norska búlkaskipið Barda. „Flugvélamóðurskip" til gámaflutninga Sameinaða gufuskipafélagið danska, hefur nýverið gjört nýstárlega breytingu á ekjuskipum, er sigla milli Bandaríkj- anna og Mið-Ameríku, Karabíska hafsins og Venezuela, eða í svonefndri Nopal-línu. Þessi skip reyndust hafa mun meira burðarmagn, en lestarrými fyrirvarning- inn og var gripið til þess ráðs, að breikka þilfarið,eða efsta þilfarið, þannig að skipin líkjast nú flugvélamóðurskipum. Skipunum var breytt hjá Savannah skipasmíðastöðinni og árangurinn var, að flutningageta NOPAL DANUAS jókst um 23-125 einingar og NOPAL OPTIMUS um 11-76 einingar, og hafa breytingarnar stórlega aukið arðsemi skipanna. Nopal línan hefur höfuðstöðvar í Miami í Florida og er sameign Samein- aða gufuskipafélagsins og Lorentzen skipafélagsins. A myndinni sjáum við, hvernig farið var að, en þess er þó rétt að geta, að þessi skip sigla á leiðum, þar sem veðurlag er betra en í Norður-Atlants- hafi, þótt að vísu komi þarna hvirfilvind- ar á vissum árstímum. Breytingar af þessu tagi eru mun ódýrari, en hin venjulegu úrræði, sem eru þau, að skip eru lengd til að auka lestarrýmið. Svo er hafnaraðstaðan oft þannig, að örðugt er að sigla á lengri skipum. Aalborg Værft í Álaborg fær stórverkefni Aalborg Værft í Álaborg á Jótlandi er mörgum Islendingum kunnugt, því þar hafa mörg íslensk skip verið smíðuð, til dæmis varðskipin og farþegaskipin Esja og Hekla voru á sínum tíma smíðuð í Aalborg Værft. Nýverið fékk skipasmíðastöðin stór- verkefni, en það var að smíða farþega-.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.