Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 12
20 O - ' FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982 Útboð Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-82035.132kV SUÐURLÍNA niðurrekst- ur á staurum. Verkið felst í niðurrekstri á tréstaurum á svæði frá Hornafirði til Prestbakka. Verksvið eru í Hornafjarðarfljóti, Skeiðará, Núpsvötn- um, Gigjukvísi og víðar. Fjöldi tréstaura er 345 stk. Opnunardagur: mánudagur 13. september 1982 kl. 14:00 Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík fyrir opnunartíma, og verða þau opnuð að viðstöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, frá og með fimmtudegi 19. ágúst 1982 og kosta kr. 300,- hvert eintak. Reykjavík 17. ágúst 1982 RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Utileikföng Úrval leikfanga fyrir krakka á öllum aldri. Póstsendum. LEIKFANGAVERZLUNIN J0J0 AUSTURSTRÆTI8 - SÍM113707 Tveir leikmenn ganga úr KR ■ Að undanförnu hafa heyrst sögu- sagnir um að margir leikmenn úr úrvalsdeildarliði KR í körfuknattleik væru í þann mund að hverfa á braut. Til að fá fréttir af gangi mála í herbúðum þeirra KR-inga hafði blaðamaður Tím- ans samband við Ágúst Líndal forvígis- mann körfuknattleiksdeildar KR og leitaði fregna af liði þeirra. KR-ingar hafa ráðið Stuart Johnson annað árið í röð og eru æfingar byrjaðar af fullum krafti hjá liðinu. Ágúst sagði að tveir leikmenn, þeir Kristján Rafns- son og Kristján Oddsson hefðu sagt sig úr félaginu, en aðrir yrðu áfram með í vetur. Reyndar kvað hann vafa leika á, hvort Garðar Jóhannsson léki með. Hann væri á sjó og ekki lægi enn Ijóst fyrir hvort eða hvenær hann kæmi í land. Ágúst sagði ennfremur að margir ungir leikmenn kæmu til með að leika með liðinu í vetur og nefndi hann Pál Kolbeinsson sem mikla athygli vakti í fyrravetur og einnig minntist hann á Matthías Einarsson, Jóhannes Krist- björnsson (Albertssonar) og Ólaf Guð- mundsson og taldi að þeir myndu allir leika meira og minna með liðinu í vetur. Einnig hafa þeir Gunnar Jóakimsson og Pröstur Guðmundsson æft með liðinu að undanförnu, en þeir hafa leikið með KR með hléum í nokkur ár. Ágúst sagði að það kæmi til með að há liðinu að það skorti hæð, en þeir hygðust vinna það upp með því að keyra upp hraðann. — sh. ■ Úrslitakeppni íslandsmótsins í knattspyrnu í 2. aldursflokki fer fram í Kópavogi nú um helgina. Það eru fjögur lið sem áunnið hafa sér rétt til að leika til úrslita og leika allir við alla. Liðin sem keppa um Islandsmeistaratitilinn í þess- um aldursflokki eru Víkingur Reykja- vík, Breiðablik, KR og Grindavík. Keppnin hefst á morgun föstudag klukkan 17.30. Þá leika fyrst Víkingur og UBK og síðan KR og Grindavík. Á laugardaginn hefst fyrri leikurinn klukk- an 13.30, en þá mætast Breiðablik og Grindavík og Víkingur og KR strax á eftir. Á sunnudaginn verður síðan leikið klukkan 13.30 og klukkan 15.10, og leika þá Grindavík og Víkingur og KR og UBK. Ekki liggur ljóst fyrir hvor leikurinn verður háður á undan, þar sem stefnt er að því að síðari leikurinn verði úrslitaleikur og ekki verður hægt að taka afstöðu til þess hvor leikurinn það verður fyrr en úrslit liggja fyrir á laugardag. Keppnin í 2. flokki í sumarhefurverið óvenju spennandi. í A-riðli höfðu Breiðabliksmenn nokkra yfirburði, þeir voru efstir í riðlinum og næstir þeim komu KR-ingar, en þar var hart barist og lá ekki Ijóst fyrir fyrr en í síðasta leik riðlakeppninnar hverjir myndu fylgja Breiðablik í úrslit. Úr B-riðli leika Víkingar og úr C-riðli Grindvíkingar. Fólki er eindregið ráðlagt að fylgjast með keppni í 2. flokknum, þar sem reikna má með mikilli og spennandi keppni fjögurra góðra liða. — sh. ■ Stuart Johnsson í leik gegn ÍS í fyrravetur. Tímamynd: Ella. ÍA — KR leika á Akranesi ■ í kvöld verður háður á Akranesi leikur Akurnesinga og KR-inga í 1. deildarkeppninni í knattspymu. Þessi leikur var fyrirhugaður 28. júlí s.l., en Skagamenn fengu frestun vegna fjar- veru Sigurðar Jónssonar, sem þá lék með drengjalandsliði íslands á Norður- landamóti. Leikurinn er mjög mikilvæg- ur fyrir bæði lið. Sigri Skagamenn eiga þeir raunhæfa möguleika á að ná a.m.k. 2. sæti í deildinni og þar með rétt til að leika í UEFA keppninni næsta ár. Staða KR-inga hefur ekki verið jafn góð í 1. deild um langt árabil og takist þeim að sigra, má segja að þeir eiga einna mesta möguleika á að veita Víkingum ein- hverja keppni um íslandsmeistara- titilinn. Leikurinn á Akranesi hefst klukkan 19.00,- Ferð verður með Akraborginni frá Rvík. kl. 17.30 til Akraness og til baka aftur að leik loknum. Ferðin og miði á leikinn kostar aðeins 100 kr. fyrir fullorðna, 40 kr. fyrir 10-12 ára og 20 kr. fyrir yngri en 10 ára. - sh. Golfklúbbur Selfoss með mót í Alviðru ■ Næstkomandi laugardag verður haldið opið golfmót á vegum Golf- klúbbs Selfoss á velli félagsins við Alviðru undir Ingólfsfjalli. Leiknar verða 18 holur með og án forgjafar. Keppendur verða ræstir út frá klukkan 9.00 til klukkan 13.00. Hitachi-umboðið Vilberg og Þor- steinn hafa gefið öll verðlaun til keppninnar. Þar á meðal eiga keppendur möguleika á að verða sér úti um litasjónvarp og myndsegul- band. Golfklúbbur Selfoss hefur komið sér upp ágætri aðstöðu við Alviðru og hvetja þeir Selfyssingar alla „golfara“ til að koma á laugardaginn og reyna sig þar. — sh. íþróttir Urslrtakeppni r 2. flokki

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.