Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 19.08.1982, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 19. ÁGÚST 1982 21 fþróttir Reykjavfkur- meistarar barn- anna árið 1982 ■ Eins og fyrr hefur verið greint frá hér í blaðinu var síðastliðinn sunnudag haldið Reykjavíkurmót barnanna 1982. Keppnin fór fram í Hljómskálagarðin- um og var það skátafélagið Árbúar sem stóð fyrir henni. Keppendur voru alls 413 og luku allir keppni. Sigurvegarar í einstökum greinum voru: SNÚ-SNÚ (yngri flokkur) Margrét Valdimarsdóttir SNÚ-SNÚ (eldri flokkur Dögg Ármannsdóttir Sippa (yngri flokkur) Laufey Erlendsdóttir ■ Stöður framkvæmdastjóra í ensku knattspyrnunni hafa oft á tíðum þótt ótryggar og menn hafa 1 verið reknir fyrirvaralaust. Á síðasta ári hafa átt sér stað 58 sinnum skipti á framkvæmdastjórum, en á jafn löngum tíma 'þar á undan höfðu þau »verið 120. Því ætla menn, að trúin á að framkvæmdastjórar sýni árangur á stundinni hafi dvínað og mönnum sé nú gefið betra tóm til að byggja þau lið sem þeir stýra. Til dæmis um það er nefnt, að Keith Burkinshaw, framkvæmdastjóri Tottenham Hot- spur hafi verið gagnrýndur lengi vel I. flokkur í úrslit ■ t kvöld fer fram á Laugardalsvell- inum úrslitaleikurinn í bikarkeppni 1. flokks í knattspymu. Þar mætast lið Þróttar og Vals og hefst leikurinn kl. 19.00 Sippa (eldri flokkur) Margrét Árnadóttir Húlla (yngri flokkur) Steinunn Blöndal Húlla (eldri flokkur) Steinunn Geirsdóttir Waage 100 metra hlaup (yngri) Jón Ó Valdimarsson 100 metra hlaup (eldri) Jakob Aðils Kassabílarallý (yngri) Birgir Árnason og félagi Kassabílarallý (eldri) Pétur Hannesson og félagi. Skalla bolta á milli (yngri) og ekki þótt sýna nógu góðan árangur. En nú kunna menn vel að meta að félagslið skuli hafa gefið honum tíma og tækifæri til að sýna hvað í liðinu býr. Sigur í ensku bikarkeppninni tvö ár í röð er mikils metinn þar í landi. Frá lokum síðasta keppnistímabils í Englandi hafa nokkur 1. deildarlið þar í landi skipt um framkvæmda- stjóra. Fyrst má nefna Bobby Robson, sem hætti hjá Ipswich og hefur fengið það hlutverk að stýra landsliði Englands í nánustu fram- tíð. Einn þekktur framkvæmdastjóri Alan Mullery var í sumar ráðinn til Crystal Palace og Eddie Gray tekur við liði Leeds, sem féll í 2. deild t vor. Við starfi Robson hjá Ipswich tók Bobby Ferguson. En það er án efa jákvæð þróun hjá enskum að gefa framkvæmdastjór- unum betra ráðrúm til að koma liðum sínum á sigurbraut í stað þess að reka þá um leið og eitthvað á móti blæs. Sigurður Kári Kristjánsson og Geir Sigurður Jónsson. Skalla bolta á milli (eldri) Hilmar Þór Hákonarson og Hallgrímur Jónsson Hitta bolta í mark (yngri) Halldór I. Gylfason Hitta bolta í mark (eldri) Guðmundur Árni Sigfússon Halda bolta á lofti (yngri) Geir Sigurður Jónsson Halda bolta á lofti (eldri) Hilmar Þór Hákonarson Reiðhjólakvartmíla (yngri) Steingrímur Bjarnason ■ Bobby Robson hætti í sumar sem framkvæmdastjórí hjá Ipsvvich og tók við stöðu Ron Grcenwood sem stjórí enska landsliðsins. Þeir taka þátt í Evrópukeppni landsliða og mæta frændum okkar Dönum í fyrsta leik. Hann verður háður í Danmörku, líklega í Kaupmanna- höfn 22. september næstkomandi. Reiðhjólakvartmíla (eldri) Garðar Garðarsson f yngri flokki kepptu 7, 8, og 9 ára gamlir krakkar, en í þeim eldri 10-12 ára krakkar. Þessir krakkar sem nefndir eru hér að ofan eru þar með Reykjavíkurmeistarar barnanna í þessum greinum. Greinilegt var að borgarbúar kunnu vel að meta þessa tilbreytingu í bæjarlífinu því um 3000 manns komu í Hljómskálagarðinn og fylgdust með krökkunum í keppninni. Það er óskandi að framhald verði á þessari starfsemi hjá skátunum. sh Danir eru jaf n góðir ■ Það er ekki ofsögum sagt af samlyndi frænda okkar á Norðurlöndun- um Dana og Svía. Sigur sænska liðsins Gautaborg í einu af Evrópumótunum í knattspyrnu hefur nú fengið ýmsa Dani til að fullyrða, að þeir geti ekki síður náð þetta góðum árangri heldur en Svíar. En til þess þurfi eins og í Svíþjóð að koma til meiri stuðningur opinberra aðila. Þeir nefna dæmi um á hvern hátt sveitarfélög í Svíþjóð styðji knatt- spyrnulið og telja að ef dönsk lið nytu slíks yrðu engin vandræði. Reyndar þyrfti að eiga sér stað ákveðin breyting á viðhorfi leikmanna til íþróttarinnar og sálfræðilegi þátturinn yrði að takast til gagngerrar endurskoðunar. Þannig má segja, að það sé aðeins sitt lítið af hverju sem þurfi að gerast til að dönsk félög komist á spjöld knattspyrnu- sögu Evrópu eins og sænsku liðin hafa gert í tvígang. Enskir stjórar fastari í sessi íþróttaþing 1982 ■ Dagana 4. og 5. seplember næstkomandi verður haldið Iþrótta- þing ÍSÍ í Kristalssal Hótel Loftleiða. Verður þetta íþróttaþing með hefð- bundnum hætti og þingstörf í samræmi við lög ÍSÍ. Meðal annarra þingstarfa verður kjör forystumanna ÍSÍ - þ.e. framkvæmdastjórnar sambandsins. ★ Allt um knattspyrnu ■ Tímaritið Allt um knattspyrnu kom nýlega út. Þetta er 3. tbl. og er blaðið efnismikið að vanda. Meðal efnis eru viðtöl við Janus Guðlaugs- son og Guömund Haraldsson dóm- ara. Einnig er unglingaopna í blaðinu og birt eru urslit í leikjum. í miðopnu blaðsins eru litmyndir af 1. deildarliðum Vals og Fram. ★ Markmenn fá pening ■ Sá markmaður eða þeir mark- menn sem valdir verða bestu mark- verðirnir í 1. deildinni dönsku fá frá danska knattspyrnusambandinu og Carlsberg-vcrksmiðjunum 20.000 danskar krónur að launum. Hafa þessir tveir aðilar skipað dómnefnd sem hefur það hlutverk að velja þann eða þá bestu. * Gat ekki hætt ■ Bandaríska hlaupadrottningin Evelyn Ashford hugðist ekki æfa í eitt ár og halda það sem nefnt er „sabbatsár". Hún hélt bvildina út í sex vikur, en byrjaði þá að æfa af fullum krafti. Aðspurð kvað hún ástæðuna vera þá, að líkaminn hefði ekki þolað hvíldina. „Ég varð bæði vegna andlegrar og líkamlegrar líðanar minnar að byrja að æfa aftur.“ ★ Ástand vallanna ■ Það hefur heyrst nú upp á síðkastið úr ýmsum homum, að menn séu óánægðir með hversu illa gangi að fá leiki á Laugardalsvetlin- um í Rcykjavík. Ástand vallanna í Laugardalnum hefur veríð vægast sagt bágborið í allt sumar og greinilegt er, að ekki hefur verið hægí að halda þeim í skaplegu ástandi. Það leiðir hugann að því, að 1. deiidarfélögin hljóti að fara að vinna markvisst að því að nota heimavelli sína. Valsmenn hugðust gera það á dögunum og fleiri félög hafa möguleika á því. KR-ingar hafa til dæmist ágæta velli, en þar vantar átak í sambandi við áhorfendastæði. En það er áreiðanlega ekki langt í að flest 1. deildarlið í Reykjavík leiki á raunverulegum heimavelli. * Vinnur ÍR einu sinni enn? ■ Nú um helgina verður bikar- keppni FRÍ. Þá verður spennandi að sjá hvort einhverju félagi takist að hnekkja áralöngu einveldi ÍR-inga í þeirri keppni. Sem stendur bendir fremur fátt til þess, en þó eru félögin úti á landi alltaf að styrkjast og gætu veitt harða keppni. Eins cru KR-ing- ar alltaf sterkir, en hvort það nægi þeim nú er ekki víst. Og cina leiðin til að komast að þvi er að bíða og sjá hvað setur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.