Tíminn - 20.08.1982, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.08.1982, Blaðsíða 1
„Helgarpakkinn” fylgir Tímanum í dag TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTT ABLAÐ! Föstudagur 20. ágúst 1982 188. tbl. -66. árgangur Erlent yfirlit: Dagur r líf i — bls. 10 Pertini forseti — bls. 7 Julie sem kynskipt- ingur! — bls. 2 Ný mynd Eastwood — bls. 27 Ástæðan fyrir seinagangi við ákvörðun efnahagsaðgerda: EKKI STAEHÐ VIÐ ÞAÐ SEM TAUÐ íRAGENGH) — segir Steingrímur Hermannsson, formadur Framsóknarflokks- ins, um ráðherra Alþýðubandalagsins í ríkisstjórn. Sjá nánar bls. 3 ■ Sýningin „Heimilið og fjölskyldan ’82“ opnar í dag kl. 18., og í tengsium við sýninguna hafa veríð flutt inn tívolítæki frá Danmörku, sem búið er að setja upp fýrir utan Laugardalshöllina. Sjá nánar á bls 5 Tímamynd: Ella Meintur banamaður stúlkunnar sem myrt var í Öræfasveit: IÍRSKURÐAÐUR í ÞRIGGJA MANAÐA GÆSlUVARÐHAlð - Foreldrar frönsku stúlknanna komutil íslands á miðnætti ■ Grétar Sigurður Arnas var í gær leiddur fyrir sakadóm og úrskurðaður í gæsluvarðhald til 17. nóvember og gert að sæta geðheilbrigðisrannsókn. Grétar Sigurður er, eins og kunnugt er af fréttum, maðurinn sem viður- kennt hefur að hafa ráðist á tvær franskar systur í sæluhúsi á Skeiðar- ársandi, orðið annarrj að bana og stórslasað hina. Sú var lögð inn á Borgarspítalann og gerðar hafa verið tvær aðgerðir á höfði hennar. Að sögn Sjafnar Kristjánsdóttur aðstoðarlækn- is var líðan hennar síðdegis í gær sæmileg, eftir atvikum. Sakborningurinn fannst eftir að leitað hafði verið að honum í sólarhring í grjótbyrgi sem hann hafði gert sér í hlíðum Hafrafells í Öræfum og hafði hann þá hjá sér tvær hlaðnar byssur, riffil og haglabyssu. Eftir að hann fannst var hann færður að Skaftafelli, þar sem hann var yfir- heyrður og síðan var farið með hann á vettvang ódæðisins og hann yfir- heyrður á ný. Að því loknu fóru rannsóknarlög- reglumenn með hann til Reykjavíkur, þar sem hann hefur nú verið úrskurð- aður í þriggja mánaða varðhald, eins og fyrr sagði. Foreldrar stúlknanna og sennilega bróðir þeirra einnig, voru væntanleg til landsins um miðnætti síðastliðna nótt, í boði Flugleiða. SV

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.