Tíminn - 20.08.1982, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.08.1982, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 r spegli tímans Umsjón: B.St. og K.L. ,MÁ EKKI EIGNAST ■ Tina María hin 17 ára fegurðardrottning Danmerkur. 1 7 iTT — segir Tina Maria, fegurðar- drottning Dan- merkur í ár ■ Tina Maria Nielsen er 17 ára stúlka og hún á heima í Allinge á Borgundarhólmi. Hún var kosin fegurðardrottning Danmerk- ur í ár. Það fór fram keppni fegurðardísa í 70 bæjum og borgum í Danmörku og 1055 stúlkur komu fram í baðfötum. - Það var algjör tilviijun að ég komst í þessa fcgurðar- samkeppni, segir Tina Maria. Það kom til af því, að einungis þrjár stúlkur höfðu gefið sig fram til keppni á Borgundar- hólmi, svo það var reynt að fá fleiri, og ég var beðin - og ég sló ta. Tina fékk 12.500 danskar krónur útborgaðar með kórón- unni en á svo að fá aðrar 12.500 þegar árið er liðið, ef hún hefur staðið við samninga sem fylgja titlinum. Reyndar fer mikið af þessum peningum í kostnað, því að nú verður Tina að kaupa sér heilmikið af fötum fyrir ferðalög og keppni í öðrum löndum. En Tina segir að fyrst og fremst langi sig til að ferðast, og til að byrja með er keppni í lstanbul, en svo er fegurðarsamkeppni í Lima í Perú, önnur í London og Tokyo og svo „Miss Skandi- navien“ í Helsinki. Á þessu ári má Tina ekki láta mynda sig bera - eða topplausa -ekki trúlofa sig eða gifta og alls ekki eignast barn, þá er allt ómark og samningur- inn farinn út um þúfur. Tina sagði í blaðaviðtali, að þetta ár dytti út úr skólanámi sínu, en sagðist ætla að reyna að bæta það upp á næsta ári. Þegar hún var spurð, hvort hún hefði ekki hug á fyrirsætu- störfum eða að komast í kvikmyndir, sagði hún að það hefði ekki komið sér í hug, - ég er bara venjuleg 17 ára sportstúlka (hún er mikið í íþróttum), en hver veit hvern- ig ég hugsa eftir árið, kannski langar mig þá til að athuga möguleikana sem bjóðast, sagði hún og varð hugsandi á svipinn. HenryFonda var enginn hestavinur ■ Hinn nvlátni kvikmynda- leikari Henrv Eonda lék i ótal kúrekamyndum og öðrum kvikmyndum, þar sem hann þurfti að lcika mikinn reið- mann, en hann segir frá þvi i minningum sinum „Fonda My Life“, sem skrifuð er af lloward Teichmann, að hann hali alltaf ált í erfiðlcikum með hestana i kvikmyndunuin. Hann segir: „Ég var hræddur við þá hesta sem ég þekkti ekki, - hræddur við að þeir liitu, væru dettnir og hálsbry tu sig eða mig.“ Fonda var uppaiinn í sveit, en hann segist ekki hafa lært neina hestamennsku, »g hann hafi ekki lært að sitja hest fvrr en hann var farinn að leika i kvikmyndum, - þá sagðist hann vera alvanur hestum til að fá hlutverk. Smatt og smátt vandist hann hestum, en sagð- ist alllaf hafa verið smeykur við þa, og oft kom það fyrir að liann datt af baki, - en þá var liara að hafa sig i það að koma ser a bak aftur, segir Henry i hókinni. \ erst segisl llenry Fonda hafa farið ut ur liestastnði sinu þegar hann lek i myndinni um Jesse James. Þa segist honum svo fra: „Fg lek þar byssubofa af harðgerðari sortinni. Hopur af bófum atti að vera að brjótast ut ur fangelsi. Hestar biðu okkar fyrir utan og við attum að snarast a bak. skjota af hyssum okkar upp i loftið og þeysa svo i burt. Fg lét handlegginn siga með byssuna i hendinni og öryggið var ekki a lija mér. Byssan var að visu ekki með kulu, en full af puðri. Hesturinn hljop út undan ser þegar byssuhvellirnir heyrðust og þar með hljóp skot ur byssunni minni og brenndi mig á lærinu, svo það varð að fara með mig á spítala. Nei, ég var ekki hrifinn af reiðmennsku... og svo allar harðsperrurnar! ■ Henry Fonda gæti verið að liugsa: Skyldi hesturinn hita mig..? JULIE LEIKUR KYNSKIPTING! ■ Julie Andrews er heldur betur farin að færa sig upp á skaftið i hlutverkavali! Sú var tíðin, að hún vildi ekki líta við öðru vísi hlutverkum en sem sæta, saklausa stúlkan, sem hreppti sinn heittelskaða að lokum. Svo fór þó, að hún sá, að slíkar stúlkur féllu ekki í kramið hjá áhorfendum lengur og þá lét hún tilleiðast að koma fram berbrjósta í kvikmynd. Líklega hefur hún þá komist á bragðið, því að í nýjustu kvikmynd sinni leikur hún kynskipting, eða þannig sko! f myndinni Victor, Victoria, fer Julie með hlutverk soltinn- ar og atvinnulausrar söngkonu í París á árunum milli 1930 og 1940. í upphafl myndarinnar sést hún sitja að snæðingi dýrindis kvöldverðar, sem eng- inn möguleiki er á, að hún geti borgað fyrir. Þá hittir hún hómósexúalistann og kabarett- listamanninn Toddy, sem ein- mitt rétt í þessu hafði verið að missa vinnuna, því að það höfðu brotist út óeirðir á næturklúbbnum, þar sem hann hafði skemmt. Þau verða ásátt um að rcyna að stinga af frá reikningnum fyrir máltíðina góðu, án þess að borga hann, og í þeim tilgangi koma þau kakkalakka fyrir í salatleifun- um. Þetta tiltæki hafði víðtæk- ari afleiðingar en þau höfðu séð fyrir, en þau sleppa þó burt. Þegar svo Toddy nokkru síðar sér Victoriu klædda karlmannafatnaði fær hann alveg brjáðsnjalla hugmynd. Hún skal leika karlmann! Þau taka síðan upp nána samvinnu, þar sem Toddy fer vítt og breitt um með „Victor" og kynnir sem ástmann sinn. Victoriu er komið á framfæri sem „mann- inum, sem leiki konu svo vel, að ekki verði á betra kosið.“ Hún gerir alveg stormandi lukku! Heldur fara svo málin að ■ Það verður ekki bæði sleppt og haldið. Victoria á erfltt að gera upp við sig, hvort hún eigi að gefa á bátinn þau forréttindi, sem fylgja því að vera karlmaður, eða glata ástum mannsins, sem hún elskar. Leikstjóri og framleiðandi myndarinnar er eiginmaður Julie Adrews, Blake Edwards. flækjast, þegar Victoria verð- ur fyrir þvi óláni að verða ástfangin af næturklúbbseig- anda, sem er í tygjum við Mafíuna. Hann þykist flnna á sér, að hún sé alls ekki karlmaður, hann hafl mjög sterkt nef fyrir konum! Hann setur það skilyrði fyrir þvi að þau fari að vera saman, að hún gefl karlmannshlutverkið á bátinn, því hann hafl ekki minnsta áhuga á því að vera álitinn hommi. En Victoria er ekkert ginnkeypt fyrir því að hætta að vera karlmaður og verða aftur kona, þvi að hún hefur þegar komist að raun um það, að sem karlmaður hefur hún margfalt meiri möguleika í lífínu, en hún hafði sem kona. En smám saman lcysist þessi 'flækja þó á annan veg, sem er öllum fyrir bestu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.