Tíminn - 20.08.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 20.08.1982, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 'Aætlun Akraborgar tvö skip í ferðum Gildirfrá 22.júií 1982 MÁNUDAGUR ÞRIÐJUDAGUR OG FráAk -FráRvík MIÐVIKUDAGUR 08.30 08,30 10.00 10.00 11.30 11.30 13.00 13.00 14.30 14.30 16.00 16.00 17.30 17.30 20.30 19.00 22.00 FIMMTUDAGUR FraAk. FráRvik 08.30 10.00 10.00 11.30 11.30 13.00 13.00 14.30 14.30 16.00 16.00 17.30 17.30 19.00 20.30 22,00 LAUGARDAGUR FráAk FraRvík 08.30 08.30 10.00 10.00 11.30 11.30 13.00 13.00 14.30 14.30 17.30 16.00 19.00 Frá Ak. Frá Rvík 08,30 10.00 11.30 13,00 14.30 16.00 17.30 19,00 20.30 22.00 FÖSTUDAGUR Fra Ak. Frá Rvik 08.30 10.00 10.00 11.30 11.30 13.00 13.00 14.30 14.30 16.00 16.00 17,30 17.30 19.00 19.00 20,30 20,30 22,00 22,00 SUNNUDAGUR Fra Ak. Frá Rvík 08,30 10,00 11,30 13,00 16,00 16,00 17.30 17,30 19.00 19,00 20.30 20.30 22.00 22,00 Simar: Reykjavík91-16050 - Simsvari91-16420 Akranes: 93-2275 - Skrifstofa: 93-1095 hfVISkaliagrímur. Akmborx þjónusta milli hafna Hefur það bjargað þér UXEROAR go-jo sápan leysir upp alls kynsóhreinindi go-jo er fljótandi sápa í þægilegum skammtara go-jo inniheldur handáburð. BENSINSTOÐVAR SKEUUNGS í flestar gerðir bíla. Falleg - einföld - ódýr. BENSINSTOÐVAR SKELJUNGS fréttir fslenska kvikmyndin Jón Oddur og Jón Bjarni: VINNIIR TIL SILFUR- VERÐLAUNA A ÍTAUU — í alþjóðlegri samkeppni barna- og unglingamynda á 12. kvikmyndahátlðinni í Giffoni ■ íslenska kvikmyndin „Jón Oddur og Jón Bjami“, sem Þráinn Bertelsson leikstýrði eftir sögum Guðrúnar Helga- dóttur, vann silfurverðlaunin, „Me- dallio d’Argento", í alþjóðlegri sam- keppni barna- og unglingamynda á XII kvikmyndahátíðinni í Giffoni í Salerno- héraði á Suður-Ítalíu. Hátíðin var haldin dagana 31. júlí sl. til 8. ágúst og voru þar sýndar kvikmyndir víðsvegar að úr heiminum, eða frá um 30 löndum. Fyrstu verðlaun á hátíðinni í ár vann spænska myndin „Uppreisn fuglanna”. Fyrir utan kvikmyndina um Jón Odd og Jón Bjarna tóku tvær kvikmyndir frá Norðurlöndum þátt í keppninni: „Sölv- munn" frá Noregi eftir Per Blom og „Sjö bræður“ frá Finnlandi, sem er löng teiknimynd eftir Riitta Nelimarkka og Jaakko Seeck. Þeir félagar Jón Oddur og Jón Bjarni vöktu mikla athygli á hátíðinni og virtust ítölsk börn eiga auðvelt með að setja sig í spor þeirra, þrátt fyrir að ytri aðstæður séu ólíkar á íslandi og Suður-Ítalíu. Myndin varsýnd með enskum skýringar- textum og þýdd jafnóðum á ítölsku. Kvikmyndin um Jón Odd og Jón Bjarna gerir víðreist um þessar mundir. Hún var valin úr rúmlega 70 myndum til sýningar á Kvikmyndahátíðinni í Frank- furt, sem haldin verður snemma í næsta mánuði, en aðeins 11 myndir eru valdar til þátttöku í þeirri hátíð. Ennfremur tekur myndin þátt í Norrænu barna- myndahátíðinni, sem að þessu sinni verður haldin í Helsinki í byrjun október og um svipað leyti verður hún á kvikmyndahátíð í Vancouver í Kanada. Auk þessa var kvikmyndin „Jón Oddur og Jón Bjarni“ sýnd í danska sjónvarpinu 8. ágúst sl., og hafa fréttir borist af mjög góðum viðtökum. Franz Berliner, einn fremsti gagnrýn- andi Dana á sviði barnaefnis, segir meðal annars í Politiken 15. ágúst sl.: „Á íslandi eru rúmlega tvöhundruð þúsund íbúar, jafnmargir og í Árósum. Á íslandi er lítil sjónvarpsstöð, sem er algert kríli borin saman við danska sjónvarpið. En þegar músin og fíllinn urðu samferða yfir brúna var það músin sem skók hana: Það athyglisverðasta í sjónvarpinu síðan ég skrifaði síðast hefur verið íslensk kvikmynd byggð á barnabókinni „Jón Oddur og Jón Bjarni". Þessa mynd fengum við að sjá í Sumarbíó næstsíðasta föstudag og það var falleg og indæl norræn reynsla. Maður finnur sig knúinn til að grípa til þeirra hástemmdu lýsingarorða, sem annars eru næstum aldrei notuð, nema þegar um er að ræða barnamyndir frá Austur-Evrópu (þar sem börn eru tekin alvarlega - eins og í hinni frábæru tékknesku mynd „Jakob“ í lok júlí). Kannski gætum við flutt inn nokkra íslendinga til að hleypa nýju blóði í þetta gamla danska? Hér hafa þeir að minnsta kosti búið til mynd, sem byggir á röð atvika og er full af fyndnum og frábærum, skemmtilegum og sorglegum atriðum. Og hún tekur alltaf málstað barnanna. Landslagið var notað með framúrskarandi hætti, næstum eins og í vestra. Og myndin þorði líka óhikað að fást við erfið mannleg málefni. Það lítur út fyrir að allir séu að fara fram úr okkur þessi árin. Efnahagsvandi þarf ekki að hafa menningarvanda í för með sér. Ef við gerum okkur yfirleitt einhverjar vonir um framtíðina er það heimskuleg- asta sem við getum gert að spara þegar barnamenning er annars vcgar.“ Viðurkenningar veittar á afmæli borgarinnar: Fjölnisvegur fegursta gatan — íbúum við Engjasel 52-68 og Gísla Sigurbjörnssyni veittar viðurkenningar ■ í tilefni af afmæli Reykjavíkurborg- ar þann 18. ágúst sl. veitti Uinhverfis- niálaráð Keykjavíkur þrjár viðurkenn- ingar fyrir vel unnin störf til fegrunar í borginni. Fegursta gata borgarinnar 1982 var valin Fjölnisvegur, og lóð fjölbýlishúsa og raðhúss við Engjasel 52-68 fékk viðurkenningu fyrir fyrirmyndar frágang á lóðinni og ræktun. Var þess sérstak- iega getið að vel væri hugsað fyrir leikaðstöðu barna á lóðinni. Þá var Gísla Sigurbjörnssyni forstjóra veitt sérstök viðurkenning í tilefni af ári aldraðra, fyrir vel unnin störf í þágu þeirra. Umhverfismálaráð skipaði þrjár nefndir til að veita þessar viðurkenning- ar. í nefnd þeirri sem velja átti fegurstu götuna áttu sæti Vilhjálmur G. Vil- hjálmsson, Hafliði Jónsson og Pétur Hannesson. Soffía Thorarensen tók við viður- kenningunni fyrir hönd íbúa Fjölnisveg- ar, en Soffía átti 21 árs afmæli þennan sama dag. Vilhjálmur Sigtryggsson, Gísli Krist- jánsson og Guðrún Ólafsdóttir skipuðu nefndina sem veita átti viðurkenningu fyrir lóð rað- eða fjölbýlishúss sem væri til fyrirmyndar hvað frágang og umhirðu snerti. Fyrir hönd íbúanna í Engjaseli 52-68 tók Ólafur Ingi Jóhannsson við viður- kenningunni, en hann er formaður sameiginlegra hússtjórna þessara húsa. Þá nefnd er átti að veita viðurkenn- ingu hugmyndum eða framkvæmdum í þágu aldraðra skipuðu Erna Ragnars- dóttir, Stefán Benediktsson og Jónína Pétursdóttir. Var Gísla Sigurbjörnssyni forstjóra veitt sú viðurkenning, eins og fyrr sagði. -SVJ ■ Soffía Thorarenscn tekur fyrir hönd íbúa við Fjölnisveg, við viðurkenningu frá borgarstjórn fyrir fegurstu götu bxjarins, en Soffía átti 21 árs afmæli þennan dag. Tímamyndir: Ari ■ Fjölnisvegur, fegursta gata borgarinnar árið 1982.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.