Tíminn - 20.08.1982, Blaðsíða 5

Tíminn - 20.08.1982, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 fréttir Þrjú tilbod bárust í Ikarusvagna Reykjavíkurborgar: TILBOÐIN HELMINGI LÆGRI EN KAUPVERÐ ■ Þrjú tilboð bárust í Ikarusvagnana, sem nú eru til sölu hjá Reykjavíkurborg. Tilboðin voru opnuð klukkan 11.00 í gærmorgun, að viðstöddum sumum bjóðendanna. Mosfellsleið s.f. bauð 1.2 milljónir króna í alla vagnana, og það var eina tilboðið, sem barst í þá alla. Vélamiðstöð Kópavogs bauð 455 þúsund krónur í einn tiltekinn vagn. Vélamiðstöðin var einnig með annað tilboð, þar sem boðið var í sama vagn og annan tiltekinn og var upphæðin fyrir báða kr. 550 þúsund. Keflavíkurbær bauð 310 þúsund krónur fyrir sama vagn, og Vélamið- stöðin vildi borga 455 þúsund fyrir. Það var Innkaupastofnun Reykjavík- urborgar, sem bauð vagnana út, sam- kvæmt fyrirmælum borgarráðs og nú verða tilboðin send borgarráði til meðferðar. í innkaupi kostuðu þessir vagnar um 850 þúsund krónur hver, eða samtals 2.55 milljónir króna. Samkvæmt upplýs- ingum sem Tíminn hefur aflað sér á eftir að greiða um 1.2 milljónir króna af erlendu láni, sem var fengið til kaupa á þeim, eða sömu upphæð og nú er boðið í þá alla. Einn bílinn er búið að keyra um 28.000 kílómetra, annan um 21.000 km og þann þriðja um 20.000 km. Strætisvagnar Kópavogs buðu lang- mest í einn vagnanna og Tíminn spurði Karl Árnason forstjóra, hvort það væri eini vagninn, sem mönnum hjá SVR hefði ekki tekist að eyðileggja. „Þessi bíll var einna bestur af þeim,“ svaraði Karl. Síðan lýsti hann hinum svo: „Við skoðun á öðrum þeirra kom í ljós að hann smyr lágt, hann skiptir sér ekki nema í annað hraðastig, það er * ■ Pétur Sveinbjarnarson framkvxmdastjóri Kaupstefnunnar-Reykjavík, sem stendur fyrir sýningunni, ásamt breska ofurhuganunt Roy Frandsen. Tímamynd: Eila Heimilið '82: 80 SÝNING- ARDEILDIR ■ Sýningin „Heimilið og fjölskyldan '82“ sem ber undirtitilinn: sýning-hátíð- kátína, opnar í dag í Laugardalshöll kl. 16 með ræðu Tómasar Árnasonar viðskiptaráðherra, verndara sýningar- innar. Síðan er sýningin opnuð fyrir almenna sýningargesti kl. 18. Sýnendur á heimilissýningunni í ár eru á annað hundrað í um 80 sýningardeildum, en auk aðalsýningar- innar verða tvær sérsýningar, matvæla- sýning í anddyri, og bandarísk orkusýn- ing í baksal. Eins og komið hefur fram í fréttum, verður boðið upp á tívolí og ýmsa skemmtikrafta á sýningunni. Tívolíið er frá Ronalds Festival Tivoli í Danmörku, eins og á síðustu sýningu, en fjöldi tækjanna er eitthvað meiri nú. Boðið er upp á þrjár stórar hringekjur, og tvær minni, stóra bílabraut, tvo stóra skot- bakka ásamt minni tækjum. Akrobat listamennirnir Tatyana og Gennady Bondarchuk munu skemmta sýningargestum ásamt félaga sínum úr Moskvusirkusnum, töframanninum Amey Akopian, og einnig mun ofurhug- inn Roy Frandsen koma fram. Verð inn á sýninguna er kr. 80 fyrir fullorðna, 25 fyrir börn, og kr. 50 fyrir ellilífeyrisþega. Ekki er borgað sér inn á tívolísvæðið, en sem dæmi um verð í tæki má nefna að dýrast er í bílabraut- ina, kr. 35 biliinn, en ódýrast er í skotbakkana og minni hringekjurnar, 10 kr. Sýningin er opin frá kl. 15-23 virka daga, og 14-23 um helgar, en henni lýkur 5. september. -SVJ Sex manna nefndin ákveður endanlegt gæruverð ■ I frétt Tímans þann 17. ágúst s.l. um breytingar á verðákvörðun gæruverðs gætti þess misskilnings að í fréttinni mátti lesa að verðákvörðun væri ein- göngu í höndum starfshóps þess sem skipaður hefur verið um málið. Þetta er ekki rétt því starfshópurinn á að vera ráðgefandi til sex manna nefndarinnar svokölluðu sem hefur endanlegt úr- skurðarvald í þessum málum. Jón Sigurðarson sem á sæti í starfshópnum hafði samband við blaðið og vildi árétta þetta atriði og sagði að með skipun starfshópsins væri alls ekki verið að taka endanlegt úrskurðarvald úr höndum sex manna nefndarinnar heldur yrði þetta á svipuðum grunni og ákvörðun á ullarverði hefur verið. Aðspurður um það atriði sem fram kom í frétt Tímans um að verð á gærum myndi lækka um allt að 50% í haust sagði Jón slíkt ekki frá sér komið og að hann teldi enn of snemmt að vera með getgátur um hugsanlegt verð á þessari vöru í haust. - FRl biluð mótorbremsa og það er bilaður hraðamælir. Hafi hann verið lengi svo að hann skiptir sér ekki nema í annað hraðastig, álítum við að vera kunni að vélin hafi verið þanin til þess ítrasta til að komast eitthvað áfram. Þar gæti hugsanlega verið ástæðan til þess að vélin smyr nú lágt. Sá þriðji vinnur ekki neitt og nær ekki snúningshraða. Skiptingin á honum er heldur ekki í lagi, hann skiptir sér illa niður. Þar af leiðandi er eilífur píningur á vélinni og eins og ég sagði þá vinnur hún ekkert. Hins vegar vil ég ekkert fullyrða um hversu alvarlegt þetta er, en við viljum hafa allan fyrirvara," sagði Karl. SV Nýtt fíkniefná- mál í rannsókn: Ung stúlka í sjö daga varðhald ■ Enn eitt fíkniefnamálið er nú á döfinni hjá fíkniefnalögreglunni. í þetta sinn er það tuttugu og þriggja ára gömul stúlka, sem var úrskurðuð í sjö daga varðhald, vegna hlutdeildar sinnar í því. Samkvæmt upplýsingum Tímans er málið töluvert umfangsmikið, en fíkni- efnalögreglan varðist allra frétta af því, þar sem það væri enn mjög stutt á veg komið. SV- BÆNDUR-ATHUGIÐ larmnBMil I D 101 INTCRMATIONAL uiBtftcrn kempEr oc ALFA-LAVAL Höfum sérþjónustu eins 03 undanfarin sumur OPIN BUÐ laugardaga kl.10-14. Komiö cóa hringið. Þjónuituiími 39811. búvélavarahlutir V Geymið @ Véladeild . Aauglýsinguna! SatTIDanOSinS Armula 3 fíeyk/avik VAKA Á VEGI Á NÓTTU SEM DEGI Gerpm tilboð i að sækja bita hvert á land sem er. Sími 33700, Reykjavik. Framleiðum snjóruðnings- tennur fyrir vörubíla og dráttarvélar. Pantanir þurfa að berast sem fyrst svo hægt verði að afgreiða þær fyrri part vetrar Stáliækni SF. I Síðumúla 27, sími 30662 rvr ' ~

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.