Tíminn - 20.08.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.08.1982, Blaðsíða 8
8 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 Útgefandi: Framsóknarfiokkurinn. Framkvæmdastjóri: Gisli Sigurðsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gíslason. Skrifstofustjóri: Jóhanna B. Jóhannsdóttir. Afgreiösiustjóri: Sigurður Brynjólfsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson, Elías Snæland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fréttastjóri: Kristinn Hallgrímsson. Umsjónarmaður Helgar- Timans: lllugi Jökulsson. Blaðamenn: Agnes Bragadóttir, Atli Magnússon, Bjarghildur Stefánsdóttir, Friðrik Indriðason, Heiður Helgadóttir,lngólfur Hannes- son (iþróttir), Jónas Guðmundsson, Kristín Leifsdóttir, Sigurjón Valdimarsson, Skafti Jónsson, Svala Jónsdóttir. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson. Ljósmyndir: Guðjón Einarsson, Guðjón Róbert Ágústsson, Elin Ellertsdóttir. Arí Jóhannesson. Myndasafn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarkir: Flosi Kristjánsson, Kristín Þorbjarnardóttir, Maria Anna Þorsteinsdóttir. Ritstjórn, skrifstofur og auglýsingar: Síðumúla 15, Reykjavík. Sími: 86300. Auglýsingasími: 18300. Kvöldsímar: 86387 og 86392. Verð i lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrift á mánuði: kr. 120.00. Setning: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent hf. Vísvitandi ósannindamenn ■ Af hálfu samherjanna í Geirsarmi Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokknum er um þessar mundir haldið uppi blekkingaráróðri, sem mun einstæður í íslenzkum stjórnmálum. Blekkingar þessar eru endurteknar dag eftir dag samkvæmt kokkabókum Göbbels, sem trúði því, að menn færu að trúa lyginni, ef hún væri endurtekin nógu oft. Blekkingar þessar fjalla um það, að efnahagsvand- inn, sem nú er fengizt við, stafi ekki nema að örlitlu leyti af ytri ástæðum eða aflabresti, heldur sé hann fyrst og fremst afleiðing stjórnarstefnunnar. Með þessum ósvífna áróðri á að draga athygli almennings frá eftirgreindum staðreyndum: í fyrsta lagi að mikil efnahagskreppa ríkir nú hvarvetna í heiminum. í flestum löndum hefur hún leitt til stórfellds atvinnuleysis og meiri háttar kjaraskerðingar. Þessi alþjóðlega kreppa þrengir nú að íslenzkum atvinnuvegum á þann hátt, að markaðir hafa dregizt saman og verðlag á útflutningsvörum lækkað. I öðru lagi hefur orðið stórfelldur aflabrestur. Loðnuveiðarnar hafa alveg stöðvazt og þorskafli orðið miklu minni en áður. Gjaldeyristapið, sem hlýzt af þessu; , mun skipta hundruðum milljóna króna. Það er fyrst og fremst þetta tvennt, sem veldur því, að efnahagsvandinn er miklu meiri en ella. Um síðustu áramót bentu þjóðhagshorfur til þess, að vænta mætti svipaðra þjóðartekna á árinu 1982 og á síðasta ári, ef framleiðsla og útflutningsverð- lag héldist líkt og þá. Síðan um áramótin, hefur margt snúizt á verri veg. Verðlag hefur fallið á íslenzkum afurðum erlendis og markaðir þrengzt, eins og að framan er rakið, og aflabresturinn komið til viðbótar. Nú benda þjóðhagsspár til þess, að þjóðartekjurnar rýrni um allt að 7% á árinu, í stað þess, að horfur bentu til þess um áramótin, að þær héldust svipaðar eða ykjust aðeins. Ekkert af því, sem veldur þessari rýrnun þjóðartekna, verður rakið til stefnu eða aðgerða ríkisstjórnarinnar. Hér er nær eingöngu um óviðráð- anlegar orsakir að ræða. íslenzkir stjórnmálamenn hafa aldrei orðið uppvís- ari að meiri blekkingu og falsi en þeir leiðtogar Sjálfstæðisflokksins og Alþýðuflokksins, sem nú birtast þjóðinni eins og álfar út úr hól og neita að viðurkenna afleiðingarnar af aflabrestinum, verðfall- inu og markaðssamdrættinum. Að sjálfsögðu vita þeir betur. Álfagervið, sem þeir hafa valið sér, nægir þeim ekki til afsökunar. Þeir gera sér fulla grein fyrir því,að þeir eru að fara með vísvitandi ósannindi. Það er hörmulegt að á erfiðleikatímum, eins og þeim, sem nú eru, skuli stjórnmálamenn, sem þykjazt ábyrgir, hafa það eitt til málanna að leggja að reyna að blekkja þjóðina og halda því blákalt fram, að þau efnahagslegu áföll, sem þjóðin hefur orðið fyrir og rakin eru hér á undan, skipti engu máli. Þeir menn, sem slíka iðju stunda, verðskuida fyrirlitningu þjóðar- innar. Þ.Þ. menningarmál Rínarsókn Ad þjappa saman stríði Almenna bókafélagið Heimsstyrjöldin 1938-1945 RÍNARSÓKN, eftir Franklin M. Davis og ritstjóra THE TIME LIFE bóka Björn Jónsson íslenskaði Ritstjórí: Örnólfur Thorlacius. Að útskýra stríð ■ Þótt svo eigi að heita, að friður hafi ríkt í heiminum síðan fyrri heimsstyrjöld inni lauk, þá eru vopnaviðskipti, skærur og styrjaldir daglegt brauð. Og satt að segja er maður með öllu hættur að botna í orðinu heimsfriðui. Rússar berjast enn við Afgana, en langur tími er liðinn siðan rússneskur her réðist inn í Afganistan til að fá þar hentuga ríkisstjórn. íranir og írakar eiga í óskiljanlegu stríði við Persaflóa. Barist er í El Salvador, og að maður tali nú ekki um innrás ísraelsmanna í Libanon, sem gjörð er til að hreinsa til, og koma í veg fyrir að Palestínuskæruliðar geti verið með hernað á hendur ísrael frá lybönskum bækistöðvum. Fleira mætti ugglaust telja. Óöld ríkir svo í hinum frjálsa heimi. Sendimenn og óbreyttir borgarar eru drepnir af öfgamönnum, sem vilja neyða sínu réttlæti upp á þjóðrinar. Gjöra það með tímasprengjum og flugvélaránum, og morðum. Það er því dálítið örðugt fyrir barnafólk að útskýra öll þessi stríð, hvers konar heim við erum að yfirgefa, þau að taka við. En fleiri eiga bágt í röksemdarfærsl- unni. Nægir að nefna, að Kínverjar hafa harðlega mótmælt sögukennslubókum sem Japanir kenna í skólum, þar sem þeir telja að japönsk stjórnvöld kenni börnum einhvern uppspuna um stríðs- rekstur Japana í síðari heimsstyrjöldinni og Rússar hafa sína sögu á lausablaða- bókum, sem réttrúnaðarmenn skipta um blöð í, þegar nýr sannleikur kemur í staðinn fyrir þann sem úreltur er og ekki passar við þá sem stjórna landinu í svipinn. Allt þetta, styrjaldir, hryðjuverk og lygar, veikja vorn heim, draga úr siðferðisvitund þjóðanna. En þó þetta sé slæmt, hefur líklega enginn hernaður verið nær því að stofna heiminum í glötun en heimsstyrjaldirnar tvær. Eink- um og sér í lagi hin síðari, því í kjölfar hennar, fylgdi einhver draugalegasta pólitík, sem sögur fara af. Og maður hugsar þá hugsun vart til enda, hvernig umhorfs væri í heiminum, ef Banda- menn hefðu tapað þessu stríði. Nógu vont er ástandið samt. Mjög mikið hefur verið ritað um þessa styrjöld, og líklega ekki meira um neinn atburð á þessari öld. Magaveikir hershöfðingjar hafa skráð minningar sínar, uppflosnaðir stjórnmálamenn, fræðimenn, blaðamenn og kafbátsfor- ingjar, hafa rakið minningar sínar; hvernig þeir unnu stríðið. Og satt að segja er þetta stríð of umfangsmikið til þess að venjulegt fólk haldi þræði. Pað skilur ekki heimspeki þessa stríðs, eða ástæðuna fyrirþví að svona fór, og svo margbrotinn var stríðsreksturinn, að örðugt er að gjöra af honum einfalda mynd. TIME LIFE bækurnar Einhverjar aðgengilegustu bækur um aðdraganda og gang mála í síðari heimsstyrjöldinni eru svonefndar Time Life bækur, þar sem her sérfræðinga vann saman undir stjórn færra ritstjóra. Bækur hafa komið um aðdraganda stríðsins, leifturstríð Þjóðverja, orrust- una um Bretland, hernað á Atlants- hafi, í Sovétríkjunum, í Afríku, Ítalíu, andspyrnuhreyfingar, uppgjörið við Jap- an, og stríðið um Stalingrad. Og að sjálfsögðu um Innrásina miklu, þegar Bandamenn réðust til landgöngu í Frakklandi, en það var upphafið að sjálfum stríðslokunum. Innrásin í Normandí hefur á mörgum heimilum verið talinn einskonar vendi- punktur í hinu tvísýna stríði í Evrópu. og atomsprengjumar sem sprengdar voru í Japan, settu punktinn aftan við stríðið í Austurlöndum fjær. Þessa atburði telja flestir sig þekkja svo að segja út í hörgul, þótt endalaust megi deila um það, hver vann þetta stríð. í raun og veru töpuðu allir, nema ef til vill smávægilegur hluti af siðmenning- unni. Því þrátt fyrir allt, þá hafa orðið framfarir í að leysa milliríkjadeilur með öðru en hergögnum. Almenna bókafélagið hefur nú gefið út bókina Rínarsókn, sem segir frá því, þegar herir Bandamanna voru komnir að Rín og lokasóknin gegn Þjóðverjum var hafin. Rússar sóttu að austan, eftir samræmdum plönum. Það er enginn efi á því að almenningi er bæði hollt og skylt að kynna sér sem mest um heimsstyrjöldina eftir föngum, því þá er líklegra að fleiri verði upp á frið, jafnvel vopnaðan frið, en með hernaðaraðgerðum, sem unnt er að réttlæta, því enn eru landvinningar stundaðir með hervaldi. Nægir að minna á Falklandseyjastríðið, þar sem Argen- tínumenn í skjóli fjarlægðar, hertóku friðsamt land, þar sem menn röltu á eftir fé sínu og gjörðu engum mein. Og innrásina í Afganistan, þar sem verið er að tryggja með hemaði að Afganistan Knut Hclle: Bergen Bys Historie. Bind I. Kongssete og kjöpstad. Fra opphavet til 1536 Universitetsforlaget 1982. 998 bls. ■ Þegar annað bindi af sögu Björgvinj- ar kom út árið 1979 var fjallað um það hér í blaðinu og þess þá jafnframt getið, að stutt væri í útkomu 1. bindis og að 3. og 4. bindi myndu fylgja á eftir. Nú er 1. bindið nýlega komið út, mikil bók og vegleg. Höfundur er prófessor Knut Helle og rekur hann sögu Björgvihjar frá upphafi og fram um siðaskipti. Hann byrjar á því að gera grein fyrir elstu rituðu heimildum um sögu borgarinnar, en þær er að finna í þrem íslenskum ritum, handritunum Morkinskinnu og Fagurskinnu, og í Heimskringlu Snorra Sturlusonar. Þessu næst tekur höfundur til við að lýsa umhverfi Björgvinjar, staðháttum, veð- urfari og öðru því, sem áhrif hefur á ■ Bergen. FYRSTA BINDI BJÖRGVINJARSÖGU búsetu fólks. Þessir kaflar eru mjög ýtarlegir og nákvæmir, en engu að síður þannig samdir, að þeir sem ekki eru kunnugir í Björgvin muni tæplega átta sig nógu vel af lestri þeirra. Fyrir hina, sem nokkuð þekkja til, eru þeir aftur á móti mjög gagnlegir. Að þessum fyrstu köflum loknum tekur höfundur að rekja sögu borgarinn- ar og byggðarinnar á miðöldum. Frásögnin er mjög ýtarleg og stórfróðleg enda styðst höfundur jöfnum höndum við fornleifarannsóknir og ritaðar heim- ildir, þ.á.m. íslenskar. Björgvin var mcsta borg Noregs á miðöldum, kon- ungs- og biskupssetur og þaðan var rekin mikil verslun við önnur lönd, ekki síst verslun með fisk og aðrar sjávarafurðir. Hansakaupmenn höfðu aðsetur í Björg- vin á síðari hluta miðalda og var borgin mikilvægur iiður í hinu mikla verslunar- neti þeirra, sem teygði sig um alla norðanverða Evrópu. Þessi saga er öll stórfróðleg, ekki síst fyrir okkur íslendinga. Á miðöldum var Björgvin mesta viðskiptaborg okkar og á tímum Hansasambandsins fór mikið af verðmætustu útflutningsvörum okkar, fiski og lýsi, um hendur Björgvinjar- kaupmanna. Þar sat einnig Noregskonungur sem jafnframt var konungur okkar um langt skeið og var það önnur undirstaða sambands íslendinga við borgina. Má nteð nokkr- um rétti segja, að frá því Gissurarsátt- máli var gerður og fram til stofnunar Kalmarsambandsins hafi Björgvin gegnt viðlíka hlutverki fyrir íslendinga og Kaupmannahöfn gerði síðar. Mörgum kann að vaxa í augum, hve stór þessi bók er í blaðsíðum talin. Hún hefur mikinn fróðleik að geyma, sem þeir munu fagna, sem ekki telja eftir sér að lesa þykkar bækur. Hinum skal á það bent til huggunar, að bókin er prýdd gífurlegum fjölda ljósmynda, korta og uppdrátta og í bókarlok eru ýtarlegar skrár. Þetta er bók, sent allir áhugamenn um norræna miðaldasögu hljóta að fagna. Jón Þ. Þór ■

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.