Tíminn - 20.08.1982, Blaðsíða 9

Tíminn - 20.08.1982, Blaðsíða 9
verði áfram sovéskt yfirráðasvæði, en nóg um það. Bókin Rínarsókn, eða Across the Rine, eins og hún heitir á frummálinu, kom út árið 1980, og er merkileg fyrir það, að í raun og veru var sóknin yfir Rín engu minna skipulagsfrek og hernaðarafrek, en landgangan í Nor- mandí. Önnur stórsókn í vændum Bókin hefst á stuttum kafla, sem ber heitið Önnur stórsókn ívændum, en stórfljótið mikla var viðlíka þröskuldur í hinu endanlega uppgjöri og Ermasund. Þjóðverjar sprengdu allar brýr (nema eina) yfir stórfljótið, og það var örðugt verk að koma hergögnum og þungum vopnum yfir fljótið. Þctta reyndi ef til vill meira á verkfræðina, en hemaðarlist- ina og vopnin. í bókinni segir í upphafi, orðrétt: „ Síðari hluta janúar 1945 sóttu banda- menn hart fram í Belgíu en herir Hitlers hörfuðu undan. Um svipað leyti voru breskar og bandarískar starfssveitir önnum kafnar að undirbúa lokaþátt stríðsins í Vestur-Evrópu: sókn yfir Rínarfljót inn að lífæð Þriðja ríkisins. Þessar hernaðaraðgerðir jöfnuðust á við innrásina í Normandi, svo margslungnar voru þær og stórar í sniðum. Nálega fjórar milljónir manna þurfti að senda yfir Rín, og þar að auki þurfti hver og ein þeirra 85 herdeilda sem ætlaðar voru til sóknar a.m.k. 500 lestir af birgðum á dag: allar líkur bentu hins vegar til þess að Þjóðverjar myndu eyðileggja hverja einustu brú á undan- haldi sínu. Saga Austurríkis Geschichte der Republik Österreich. Herausegegeben von Dr. iur. et phil. Heinrich Benedikt. Unter Mitwirkung von Dr. Walter Gildinger Dr. Stephan Verosta, Dr. Friedrich Thalmann, Dr. Adam Wandruskzka. R. Oldenbourg Verlag 1977 (2. útg.). 630 bls. ■ Þessi bók er ekki ný af nálinni. Hún kom fyrst út árið 1954, og var endurútgefin með lítilsháttar viðaukum árið 1977. Hún nær yfir sögu lýðveldisins Austurríki, frá því veldi Habsborgara lauk við lok fyrri heimsstyrjaldar og fram til 1954. í síðari útgáfunni er svo stuttur yfirlitskafli yfir sögu Austurríkis eftir 1954. Bókin hefst á inngangi ritstjórans, Dr. H. Benedikt, sem er einna þekktastur austurrískra sagnfræðinga á síðari hluta 20. aldar, en samstarfsmenn hans, þeir GoIdinger.Verosta Thalmann og Wand- ruszka, eru hinir eiginlegu höfundar bókarinnar og skrifa hver sinn kafla. Goldinger skrifar nær helming bókarinn- ar og er viðfangsefni hans pólitísk saga Austurríkis frá lokum fyrri heimsstyrj- aldar og fram til þess er landið hlaut full ríkisréttindi aftur að lokinni síðari hcimsstyrjöld. Þá tekur Wandruszka við og skrifar um austurríska stjórnmála- flokka og stjórmálahreyfingar á sama tímabili. Thalmann skrifar hagsögu Austurríkis og Verosta um Austurríki og sambúð þess við önnur ríki. Eins og að iikum lætur er í þessari bók mikinn fróðleik að finna. A árunum milli stríða áttu Austurríkismenn við margvísleg vandamál að stríða og oft var þar ókvrrt á stjórnmáiasviðinu. Þeim gekk á stundum erfiðlega að tóta sig á hálu svelli lýðræðisins og keisarasinnar, sem vildu endurreisn Habsborgaraættar- ■ Vínarborg. innar voru uðru hvoru háværir. Arið 1938 lögðu nasistar í Þýskalandi landið undir sig og innlimuðu það í Stór-Þýska- land. I lok síðari heimsstyrjaldar var landiö hersetið og ríkti óvissa um framtio þess fyrstu árm eftir stríð. Frá því hersetunni lauk hefur Austurríkis- mönnum aftur á móti gengið flest í haginn og ía ríki hafa búið við meiri cfnahagslegan og pólitískan stöðugieika hin síðari ár. Af þeim sókum hetöu margir fslcnskir ráðamenn gott af því aö kynna sér þessa sögu. Þetta er vel skrifuð bók og vel til hennar vandað að öilu leyti. Jón Þ. Þór. Jón t> Þór skrifar um bækur Meðan bandamenn sóttu fram til Rínarlanda var gert við sundursprengda vegi og járnbrautir og gífurlegt magn skotfæra, bensíns og matvæla flutt inn í land frá hafnarborgunum, aðallega með járnbrautarlestum og flutningabílum. Ein flutningabílasamsteypan, ABC- flutningar (kennd við bandaríska, breska og kanadíska skipuleggendur), varð fyrst til að koma á einkar hagkvæmu selflutningskerfi til að komast hjá umferðaröngþveiti í hafnar- borginni Antwerpen sem gengdi afar mikilvægu hlutverki. Tvær sveitir drátt- arbíla fluttu í sífellu þunghlaðna dráttarvagna til miðstöðva inni í landi og snéru aftur með tóma vagna. Aðrar bílasveitir ABC hirtu fullhlaðna dráttar- vagna í miðstöðinni og fluttu varninginn til dulbúinna birgðastöðva nálægt víg- stöðvunum. Með þessum hætti tókst ABC að flytja 245.000 lestir birgða til á- fangastaðar á 117 dögum. Eríiðast var að flytja stóra brúarhluta og landgönguferjur, t.d. liðsflutninga- ferjur og enn stærri hergagnaferjur sem borið gátu skriðdreka og vörubifreiðar: slíkir flutningar reyndu verulega á verkfræðisveitir hersins, hagkvæmni þeirra og skaps- muni. Gríðarlangar lestir dísiknúinna dráttarbíla með 10 lesta vagna í eftirdragi urðu að mjakast fram um þröngar krókóttar þorpsgötur með rúmlega 30 metra langar brúarstoðir og hergagnaferjur sem voru yfir 4 metra á breidd. Ferlíkin og farmar þeirra komust leiðar sinnar að lokum, en sums staðar urðu jarðýtur að ryðja húsum úr vegi. í marsbyrjun voru bandarískir verk- fræðingar búnir að flytja inn í land 124 landgönguferjur. 1100 áhlaupsfleytur og nægilegt timbur , flotholt og forsmíðað- ar einingar í 62 brýr yfir Rín." Þjáningin og smánin Um þetta fjallar bókin og er stríðinu þjappað saman af undraverðri tækni. Og aragrúi mynda segir söguna, ásamt textanum. 1 raun og veru má lesa bókina á tvennan hátt, hinn ritaða texta, og sem myndasögu. Myndirnar eru merkilegar. Þær eru ekki allar frá tíðindastofum, eða fréttaljósmyndurum, heldur safnaði út- gáfan þúsundum Ijósmynda frá fólki, eða prívatmönnum út um allan heim, auk mynda er Bandaríkjamenn tóku. Þetta er því ómetanlegt heimildasafn í myndum. Af þessum orðum sem vitnað var til má glöggt ráða, að það hefur verið nær ofurmannlegt að skipuleggja þessa sókn. Síðan rekur bókin þjáninguna og smánina. Frelsun dauðabúðanna, hungrið. Heimurinn var þrumu lostinn þegar fregnir bárust frá Belsen og Dachau. Hræðilegur grunur var orðinn að vissu, og enn hefur enginn sómasam- leg skýring fundist á þessum grimmdar- verkum, og líklega finnst húnaldrei.Sú skýring éin, að Hitler hafi verið brjálaður, nægir hér ekki. Þetta var ekki eins manns verk. Frágangur er góður. Við þýðinguna er ég ekki alveg sáttur. T.d. „SS-menn eru snuðraðir uppi í felustöðum sínum næstum hvern einasta dag“ (skrifaði herlæknir í Dachau). „Á vikunum eftir frelsunina fóru fangarnir að hjarna við“ „Bandaríkjamenn í ham“ „í orrustunni um Limburg hafði mann- afli 6. SS-fjallaherdeiIdarinnar fallið niður í u.þ.b. 2000 menn“. Nokkuð er um prentvillur. Eflaust er þetta íslenska, en svona setningar leiða hugann meira að málfarinu en söguefninu. Enskan læðist þarna mjög í gegn, sem er bagalegt. Jafnvel nafnið á bókinni Rínarsókn (Across the Rine), virkar næstum guðfræöiiega, shr Árhæjar- sókn, Giensássókr. o.s.fr. £n þessar aófinnslur eru þó fremur smásmugulegar, því þetta er stórgóð bók og fræðandi. Á hún sérstakt erindi við alla menn, cn einkum þó sér í lagi við æskuna, sem hætti til oftrúar á gæsku mannsins. Jónas Guðmundsson skrifar um bókmenntir 9 gróður og garðar Ingólfur Davídsson skrifar Frá „perlu Limafjarðar” ■ Á Mors: Silfurreynir, beygður af vestanvindi. „Að kirkjufjölda eyjan Mors er flestum fremri. Klukkur hringja um eyju alla, ár og síð til messu kalla“ Kirkjurnar eru um 30, flestar mjög gamlar, margar jafnvel frá Sturlunga- öld. Þykkir múrar, litlir gluggar. „Kirkjan forna virki var á vondum tímum, góöum og illum griðastaður, geym- ir lykla helgur maður.“ Sums staðar kalkmálvcrk á vcggj- um, altaristöflur og predikunarstólar gerð af mikilli Iistfengi endurreisnar- tímabilsins. Fimm kirkjur eru innan 7 km radíus frá Kildevej 12, þar sem ég dvaldi um hríð hjá dóttur og tengdasyni. Ég gekk mikið um nágrennið, leit á gróðurinn og ræddi við bændur og sveitaþorpalýð, en gekk misvel að skilja fólkið, því að mállýskur eru margar þarna þó samgöngur séu greiðar (og hafi jafnan verið held ég). f Elsö t.d. heyrði ég allmörg orð og setningar, sem ég varð að giska á hvað þyddu, en í þorpinu Visp, 7 km þaðan skildi ég hvert orð. Hvar eru kaupfélagið (Brugsen), kráin og kirkjan? spurði ég verka- menn á torginu. Þeir skellihlógu og leiðbeindu mér prýðilega. Kráin og „brugsen" reyndust vera nábúar, en kirkjan, gömul, stór og fögur, í útjaðri þorpsins uppi á hæð (kirke- bakken). Jarðvegur er frjósamur víðast á Mors og hvarvetna víðáttumiklir byggakrar. Hér og hvar svæði með fóðursykurrófum og skærgular skák- ir af repju, en sinnepsolía er unnin úr fræjunum. Allir sveitabæir standa í eða við trjálundi, og á hæðum eru hér og hvar vænir skógarlundir, er gefa hinu lága, öldótta landi reisn. Víða gefur að líta löng skjólbelti, aðallega úr silfurreyni, álmi, þyrni og rauð- greni. Skjólbeltunum hallar víðast til austurs undan hinum ríkjandi vestan- vindi, sem flytur þoku, svala og salt utan af „Vesturhafi." Fyrrum þreifst korn varla vestantil á Jótlandi, þar var endalaus, marflöt beitilyngs- heiðalönd og strjálbyggt. Hefur skáldið Blicher lýst lífinu þar úti snilldarlega Svo hófust Danir handa með mikla skjólbeltagerð og loftslagið batnaði stórum. Nú eru miklir barrskógar, aðallega rauðpreni. ræktaðir á gömlu heiðalöndunum og fjallafura oft harðgerð í sandhólunum út við ströndina. Býli eru orðin mörg með víðlenda akra og tún. Brcylingin er mikil frá því undirritaður var á ferð fyrir 50 árum á þessum slóðum. Jú, veðráttan er mun mildari en á íslandi.en vorhret geta líka komið þar. í skjólbeltum og víðar gaf að líta mörg visin barrtré eftir hart vor, salta vinda af Norðursjó og brennisteins- regn frá iðnaðarborgum Bretlands- eyja og víða að. Þessa alls gætti talsvert á Mors. Júlíveðrið var dásamlegt, besta ferðamannaveður í mörg ár sögu Danir, 300 sólskinsstundir í júlí og oftast um ogyfir20stiga hiti. Sjaldan rigndi, en loftið var rakt samt, svo sumum gekk erfiðlega að sofa á nóttum í hitanum, og héldu sig inni um hádaginn. Tvær nætur gekk á með þrumum, eldingum og helli- dembum. Kviknaði í nokkrum úti- húsum á heiðunum. Rafstraumur er venjulega rofinn þegar þrumuveður nálgast. Danskir bændur kvarta mjög um kreppu, þar eins og hér, og atvinnuleysi er mikið, einkum í borgunum, - og harðar stjórnmála- deilur. Allmargir ungir atvinuleys- ingjar fá styrki til náms, t.d. á lýðskólum. Vel þykir búið að eldra fólki á Mors.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.