Tíminn - 20.08.1982, Blaðsíða 11

Tíminn - 20.08.1982, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 ■ Kjeld og Preben eru grafnir í legstað, sem foreldrar þeirra áttu frátekinn fyrir þau sjálf, en Flemming - sem fórst í sumar - er grafínn einn, en í nánd við þá bræður sína. Synir okkar voru haldnir mótorhiólaædi: NÚ HAFA ÞEIR ALUR ÞRÍR - EKIÐ BEINT í DAUÐANN ■ Anna og Emst Krist- ensen í Ruds Vedby í nánd við Slagelse í Danmörku hafa orðið fyrir þungum áföllum. A 10 árum hafa allir þrír synir þeirra farist í vélhjólaslysum, Kjeld, sá elsti, ók á mótorhjóli sínu í dauðann fyrir 10 árum, en þá var hann 18 ára. Sex árum seinna slasaðist Pre- ben, yngsti bróðir hans, og drógu meiðslin hann til dauða á nokkrum dögum, og Flemming miðbróðir- inn fórst í vélhjólaslysi í júní nú í sumar. Flemming náði þvi að verða 25 ára, en hinir bræður hans voru aðeins 18 ára þegar þeir óku í dauðann. Nú eiga þau hjónin eftir á lífi eina dóttur Tove, og er hún flutt heim til þeirra með litla dóttur sína, til þess að reyna að hjálpa og styðja foreldra sína í þeirra sáru sorg. - Drengirnir höfðu allir þessa óstöðvandi löngun til hraðaksturs á mótorhjólum, og það þýddi lítið að reyna að hamla í móti, sagði Emst, faðir þeirra, -Það er sagt, að tíminn lækni öll sár, en okkar sorgarsár hafa ekki haft tíma til að læknast - þau verða dýpri og dýpri með hverju áfallinu. Við hjónin sitjum hér og spyrjum: Hvers vegna, hvers vegna? Af hverju þurfa sumir að verða fyrir svo hörmulegum sorgum æ ofan í æ? Þetta sagði Emst Kristensen við blaðamann, sem fékk viðtal við þau hjónin. Þau samþykktu viðtalið og myndatökur, ef það gæti orðið einhverj- um til viðvörunar. - Það er svo komið, að við getum hvorki heyrt í dyrabjöllu eða sím- hringingu, án þess að hjartað taki viðbragð af ótta. Það em hræðilegar stundir, að vakna upp á nóttunni við það að umferðarlögreglumenn hringja á og koma með harmafregnir, sagði Anna og strauk tár af vanga. - Nú síðast í sumar, - það var hræðilegt, en lögreglumenn- Wim nwm W ,jf lii ............ ■ Anna og Emst Kristensen, foreldrar þeirra Kjelds, Prebens og Flemmings Kristensen, en brxðumir hafa aliir farist í vélhjólaslysum á 10 ámm, sá yngsti í júní í sumar. Þau sitja bér með stórar myndir af drengjunum sínum, sem aUir vora hinir efnilegustu menn. irnir voru fullir hluttekningar og samúð- ar, og alveg niðurbrotnir yfir því að þurfa að færa okkur sorgarfréttirnar. Ernst sagðist svo frá, að synirnir hefðu frá barnæsku talað og hugsað um að eignast mótorhjól, og þegar þeir fóra að vinna fóru fyrstu peningarnir þeirra í það að kaupa hjól. Kjeld var að verða málari, og átti eftir einn mánuð af námstímanum. Hann var orðinn 18 ára og var að fara að heimsækja vinkonu sína í næsta bæ. Stuttu eftir að hann hafði kvatt foreldra sína, - sem báðu hann, eins og vant var, að aka varlega heyrðu þau í sjúkrabíl, og eftir stutta stund kom lögregluþjónn, sem sagði þeim, að elsti sonur þeirra væri látinn eftir umferðarslys. Anna móðirin hafði unnið úti síðan drengirnir stækkuðu, en varð að hætta því um þetta leyti vegna tauganna. Prepen, yngsti sonurinn, fór til sjós eftir að elsti bróðir hans dó í slysinu. Þegar hann kom heim af sjónum fór mest af hýrunni hans til að kaupa Hondu-mótorhjól, það var vorið 1978. f júlí sama ár mistókst honum að ná beygju, er hann ók á miklum hraða og hjólið þeyttist út af með hann. Aftur var hringt á hjá Kristensen-hjónunum að nóttu til af umferðarlögreglunni með þessi tíðindi af syni þeirra. Hann hafði slasast, en von var talin að hann héldi lífi. Höfuðáverkar hans voru þó það miklir að hann dó níu dögum eftir slysið. Anna fékk taugaáfall en Ernst fór strax að vinna, og segir vinnuna vera besta meðalið.Hann hefur í 22 ár unnið hjá vegagerðinni, og segist ætla að vinna svo lengi sem hann fær aldurs vegna. Flemming hafði líka farið til sjós, og hann var staddur í Brasilíu þegar hann fékk fréttirnar af yngri bróður sínum. Hann hafði engan til að tala við, en skipstjórinn reyndist honum vel. Hann var mjög miður sín, þegar hann kom heim aftur, og fékkst ekki til að heimsækja grafir bræðra sinna. Fyrir þremur áram keypti hann sér stórt mótorhjól, og faðir hans sagðist hafa sætt sig við það, vegna þess að Flemming var orðinn það fullorðinn og þroskaður - en ekki unglingur eins og bræður hans þegar þeir keyptu sín hjól. Flemming fullvissaði foreldra sína um að hann væri ekki í neinum slæmum félagsskap, þótt hann væri í vélhjóla- klúbbi. Þeir klúbbfélagamir óku saman út um vegina um helgar og skemmtu sér vel. Það var svo á föstudagskvöldi 4. júnfs.l. að lögreglan þurfti í þriðja sinn að koma í næturheimsókn til Kristensen- hjónanna til að tilkynna þeim lát þriðja sonarins, sem hafði ekið í dauðann. (Þýtt og stytf - BST)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.