Tíminn - 20.08.1982, Blaðsíða 12

Tíminn - 20.08.1982, Blaðsíða 12
20 FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 pw n ^ ** m Frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla Nemendur komi í skólann fimmtudaginn 2. sept. kl. 13. Þá veröa afhentar stundarskrár og bókalistar gegn greiðslu nemendagjalda kr. 400.00. Föstudaginn 3. sept. veröur skólinn kynntur fyrir nýnemum. Kennsla hefst skv. stundaskrá mánudaginn 6. sept. Miðvikudaginn 1. sept. kl. 9 verður deildarstjóra- fundur og sama dag kl. 13. kennarafundur. Skólameistari. Útileikföng Úrval leikfanga fyrir krakka á öllum aldri. Póstsendum. LEIKFANGAVERZLUNIN JOJO AUSTURSTRÆTI8 - SÍM113707 Ódýrar bókahillur Stærð: 184x80x30 Ijós eik og bæs Tréhurðir Glerhurðir kl kr. 395,- kr. 495,- Húsgögn og innréttingar Suðurlandsbraut 18 Sími 86-900 íþróttir Hörkukeppni í bikarkeppni FRÍ ■ Bikarkeppni FRÍ í 1., 2. og 3. deild fer fram nú um helgina. 1. deildin fer fram á Laugardalsvellinum og í þeirri keppni taka þátt ÍR, KR, Ármann, UMSB, FH og HSK. Það er álit manna, að keppnin verði gífurlega spennandi og mæta öll félögin með sitt besta lið. Þannig hafa ÍR-ingar kallað á Lilju Guðmundsdóttur frá Svíþjóð til að taka þátt í keppninni og er mikiil styrkur af henni fyrir lið ÍR. Annars eru íslenskir frjálsíþróttamenn í mjög góðri æfingu um þessar mundir og þeir fjölmörgu kappar sem verið hafa erlendis koma heim til að veita félögum sínum liðsinni. Þá má geta þess að Guðrún Ingólfsdótt- ir, sem átt hefur við meiðsli að stríða að ■ undanförnu mætir í keppnina í kast- greinum og færir félagi sínu áreiðanlega nokkur stig. Sú breyting hefur verið gerð á reglum um bikarkeppnina, að tvö félög færast milli deilda í stað eins áður og ætti það enn frekar að auka á keppnishug frjálsíþróttafólksins. Eins og fyrr segir fer keppnin í 1. deild fram á Laugardals- velli, og hefst hún kl. 14.00 bæði á laugardag og sunnudag. Keppnin í 2. deild ferfram á Akureyri og í 3. deild verður keppt í Vík í Mýrdal. Þar eins og í 1. deild má reikna með skemmtilegri keppni og víst er að frjálsíþróttafólkið mun ekki draga af sér um helgina. sh ■ bikarkeppninni. Getraunir að fara í gang og eiga sum þeirra hreinlega líf sitt undir getraunastarfinu. Íþróttasíða Tímans mun í vetur fylgjast náið með gangi mála í ensku knattspyrnunni og við munum brydda upp á getraunaleik með svipuðum hætti og tíðkaðist í fyrravetur. Og vonandi fer fólk að „tippa“ og skapar sér þannig vinningsmöguleika og takist það ekki, þá er eitt víst að peningarnir fara í þarfa og góða starfsemi. sh Mikil baratta um sætin tvö í 3. deild ■ Hörð barátta er um sætin í 3. deild sem losna nú er Haukar og Árroðinn falla. í fyrrakvöld léku Reynir Árskógsstönd og Valur frá Reyðarfirði á Árskógsströnd. Gest- irnir sneru heim með bæði stigin. Leiknum lauk með 3-2, en það gat varla tæpara staðið, því rétt fyrir leikslok var staðan jöfn 2-2, en þá náðu Austfirðingarnir að tryggja sér sigur. í þeim riðli hafa Austfjarðar-Vals- arar forystu. Þeir hafa unnið báða sína leiki, en Leifur hefur tvö stig, þar sem þeir sigruðu Reyni. f hinum riðlinum eru Stjarnan og Ármann jöfn, hafa bæði 3 stig. Lestina rekur Þór Þorlákshöfn, en þeir hafa ekkert stig hlotið í keppninni. Á laugardaginn verður leikið í úrslitakeppninni, en síðustuumferð- irnar verða leiknar næsta miðviku- dag og laugardag, en úrslitaleik- urinn um hverjir verða íslands- meistarar f 4. deild verður leikinn 5. september n.k. ■ Laugardaginn 28. ágúst næstkom- andi hefst enska deildakeppnin að nýju eftir sumarleyfi. Keppnin hefst viku síðar en venja er og stafar það af þátttöku enskra í lokakeppni HM á Spáni, sem höfðu þörf fyrir gott sumarleyfi eftir þá keppni. íslenskar getraunir hefja nú starfsemi sína og hafa verið gerðar ýmsar breytingar á fyrirkomulaginu. Er seðill- inn nú með sama sniði og vani er á hinum Norðurlöndunum. Átta raða seðillinn er nú úr sögunni, en í staðinn er 10 raða seðill. Ástæðan fyrir þessari breytingu er að Getraunir hafa fengið nýjar myndavélar frá norsku getraununum, sem henta betur 10 leikja seðlum. Vélar þessar eru mun hraðvirkari en eldri tæki og má nefna að þær mynda 12 seðla á sekúndu, en sú gamla komst mest í 6 seðla pr. sek. Seðlagerðirnar verða þrjár, 10, 16 og 36 raða seðlar og hefur verðið verið hækkað um 50% á röð og kostar röðin nú 1,50 kr. Fyrstu seðlarnir eru nú komnir til félaga og söluaðila, en nokkrir aðilar á Reykjavíkursvæðinu hafa enn ekki sótt seðlana. Getraunastarfsemin er ein besta fjáröflunarleið íþróttafélaganna -í VÍÐARA ■ Þegar dagblöð fjalla um íþróttastarfið eru fréttir eðlilega alltaf tcknar fyrst og umfjöllun á breiðari grundvelli um íþróttir og íþróttastarf vill oft algjörlega gleymast. Það er að mínu áliti nauðsynlegt fyrir íþróttirnar að um þær sé fjallað í víðara samhengi og þær séu tengdar því sem gerist í samfélaginu á degi hverjum. Þær tölur sem birtar eru yfir iðkendur íþrótta eru svo háar að engum viti bornum manni dettur til hugar að mæla því mót, að innan íþróttahreyfingarinnar fari fram öflugasta æskulýðs- og félagsstarf á íslandi. Tugir þúsunda manna og kvcnna sækja æfingar og keppni, eða starfa á einn eða annan hátt að framvindu íþróttastarfsins. Þessi vinna er öll unnin án endurgjalds, að því undanskildu að leiðbeinendur taka á stundum laun fyrir störf sín. Það er þó alls ekki algilt og þeir eru margir sem aldrei taka krónu fyrir að vinna að íþróttastarfi og kennslu. En hvernig er búið aö íþróttum á íslandi? Eru þær taldar sjálfsagður þáttur í daglegu lífi fólks? Því er hægt að svara játandi að vissu marki. Viðhorftð til íþrótta hefur breyst mjög til batnaðar á síðustu árum. Holl hreyfing og útivist telst allra meina bót og því er íþróttum haldið fram. íslendingar stunda sund og skíðaíþróttir, skokk og ýmsar fleiri greinar íþrótta í SAMHENGh sífellt ríkara mæli, einungis til að fá hæfilega hreyfingu, en ekki með keppni og afrek sem markmið. Þaö sem er hryggilegast i sambandi við íþróttastarf á íslandi er hversu mikill hluti þess tíma sem menn leggja af mörkum til starfsins fer í fjáröflun ýmiss konar og þeir eru margir sem hafa snúið baki við íþróttastarfi, af því þeir hafi ekki haft geð í sér að halda starfseminni gangandi. Þar er ekkert íþróttafélag undanskilið. Þau eru misvel stæð, en öll ganga þau að meira eða minna leyti fyrir sníkjum. Afleiðingin cr sú, að alltof lítill tími gefst til að sinna hinum félagslega þætti, sem fylgir íþróttastarfinu. En það er grunnþáttur í íþróttastarfi eins og öllu félagsstarfi ungra jafnt sem aldinna, þar er sama hvort um er að ræða skáta, KFUM, Lions eða Frímúrara. Allt er þetta félagsstarf, sem miðar að því að þroska einstaklinginn, til þcss að hann megi nýtast samfélaginu sem allra best. Þessum félögum, a.m.k. skátafélögum og íþróttafélögum (hin bjarga sér áreiðanlega) þarf að skapa betri skilyrði og leiðir til að afla fjár án þess að menn þurfi að skríða milli Heródesar og Pílatusar í þeirri von að þeir láti svo lítið að mega sjá af nokkrum krónum. En sem stendur er mikið óbrúað bil í þessu sambandi, sem þarf aö lagfæra fyrr en seinna. s[,

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.