Tíminn - 20.08.1982, Blaðsíða 13

Tíminn - 20.08.1982, Blaðsíða 13
FÖSTUDAGUR 20. ÁGÚST 1982 íþróttir Jafnt í slökum leik KR-ingar enn í áttunni um 2. bar- ■ í gærkvöldi léku Skagamenn og KR-ingar í 1. deildarkeppninni á Akranesi. Leiknum lauk með jafn- tefli, bæði liðin skoruðu eitt mark. Leikurinn var í heildina tekið frekar slakur og fátt eitt sem gladdi augað í vindstrekkingnum á Akranesi. Það var strax á 10. mínútu sem Skagamenn fengu fyrsta tækifærið í leiknum (ef hægt er að kalla það tækifæri). Þvaga myndaðist í vítateig KR-inga og ekki virtist nein hætta á ferðum, en Halldór Pálsson missti frá sér knöttinn á marklínuna, þar sem Guðjón Hilmarsson var, hugðist hreinsa frá markinu, en ekki tókst betur til en að boltinn hrökk í Sigþór Ómarsson og inn í markið. 1-0 fyrir Akurnesinga Næsta færi áttu Skagamenn líka, en á sitt eigið mark. Sæbjörn Guðmundsson lék í átt að marki Skagamanna, en Jón Áskelsson náði knettinum og skaut á eigið mark föstu skoti, sem fór rétt yfir þverslána. Rétt undir lok fyrri hálfleiks varði Halldór Pálsson vel gott skot Sigurðar Jónssonar. Strax á 3. mínútu s.h. jöfnuðu KR-ingar. Var Ágúst Már Jónsson þar á ferð og skallaði í netið eftir þvögu í vítateig Skagamanna. A 17. mínútu átti Sigurður Jónsson skalla að marki KR, en Halldór varði meistaralega. 10 mín- útum síðar var þvaga við KR-markið og Halldór missti boltann frá sér, en vörnin bjargaði á elleftu stundu. Á 32. mín. hálfleiksins skoruðu KR-ingar mark, sem Magnús Péturs- son dómari dæmdi af. Hann áleit að brotið hefði verið á Davíð markverði Skagamanna. Þar með er upptalið það sem markvert gat talist í þessum leik. Hann var fremur jafn í síðari hálfleiknum, en fyrri hálfleikurinn einkenndist af kýlingum og tiltölu- lega lítilli knattspyrnu. Vera kann að rokið hafi haft áhrif á leikinn, en þegar á leið lygndi og knattspyrnan lagaðist heldur. Bestu menn liðanna voru Sigurður Jónsson í Akranesliðinu. Hann var sá leikmaður Skagaliðsins sem reyndi að leika knattspyrnu allan leikinn. Hjá KR voru Sæbjörn og Elías Guðmundsson góðir og Hall- dór stóð sig með prýði í markinu í síðari hálfleik. En varnarmenn KR verða að treysta honum betur til að hann öðlist nauðsynlegt sjálfstraust. i« ■ Sigþór Omarsson skoraði mark ÍA. Magnús dómari var blómum skrýddur í upphafi leiks, þar sem hann er að enda sinn feril sem dómari í 1. deild. Hann hefur dæmt í am.k. 25 ár og verður áreiðanlega sjónarsviptir af honum á knatt- spyrnuvöllunum. En það kemur maður í manns stað. BH/sh ■ Ekki er Rúnar Vífilsson Isfirðingur árennifegur á þcssari mynd þar sem hann er að kljást við einn leikmann Breiðabliks á dögunum. Hann og félagar hans munu áreiðanlega berjast til sigurs um helgina. Leikið í öllum deild- um í knattspyrnu um helgina Kínverskir badminton- menn til íslands ■ Kínverskir badmintonleikarar eru meðal hinna fremstu í heiminum í íþróttinni. Þess vegna ríkir mikil tilhlökkun meðal iðkenda íþróttarinnar hér á landi vegna fyrirhugaðrar heim- sóknar hóps badmintonmanna frá Kína. Staðið hafa yfir umræður við kínverska sendiráðið í Reykjavík og hafa badmin- tonmenn góðar vonir um að af heimsókninni geti orðið. Þetta er 10 manna lið Kínverja sem fer í haust í keppnisferð til Norðurland- anna og hafa íslenskir badmintonstjórar komist á snoðir um ferðaáætlun Kínverj- anna og vilja njóta þeirrar ánægju að leika gegn þeim ekki síður en frændur okkar handan hafsins. Kínverjar eru tiltölulega nýlega byrjaðir að hafa samskipti við erlendar þjóðir í íþróttinni og gengu þeir í Alþjóðabadmintonsambandið í maí 1981. Síðan þá hafa þeir náð mjög góðum árangri á mótum í Evrópu og urðu til að mynda sigurvegarar á Thomas-Cup í maí s.l. En það er keppni landsliða í badminton. Badmintonsamband íslands verður 15 ára á þessu ári og hefur hug á að halda mót með Kínverjunum af því tilefni. sh Skagfirðing- ar sigruöu ■ Um síðustu helgi var haldin keppni í frjálsum íþróttum milli UDN, HSS, USVH, USAH og UMSS í Reykja- skóla. Tveir keppendur tóku þátt í hverri grein frá hverju sambandi. Keppt var í 10 greinum kvenna og 11 greinum karla og náðist ágætur árangur í ýmsum greinum. Aðalheiður Böðvarsdóttir USVH setti t.d. héraðsmet í spjótkasti 25,20 m. og einnig í kúluvarpi, en hún varpaði 10,26 m. Keppnin var stigakeppni og í sam- eiginlegri keppni sigruðu Skagfirðingar, UMSS og hlutu 256 stig, en í öðru sæti urðu Austur-Húnvetningar og hlutu þeir 249,5 stig. 1 kvennakeppninni urðu skagfirsku dömurnar efstar með 126 stig, en í flokki karla urðu Austur-Hún- vetningar efstir með 150 stig. Að lokinni keppni var þátttakendum boðið til kaffidrykkju og þar voru verðlaun afhent, en þau gaf Sparisjóður V-Húnvetninga, en farandbikar sem nú var keppt um í fyrsta sinn í stigakeppn- inni var gefinn af þeim Remming Jessen, Páli Sigurðssyni og Sigurði Björnssyni. sh ■ Mikið verður um að vera í knatt- spyrnunni nú um helgina, eins og raunar flesta daga að undanförnu. Leikið verður í öllum deildum. Á laugardag leika í 1. deild ísfirðingar og Akurnes- ingar og fer sá leikur fram á ísafirði. Á sama tíma kl. 14.00 á laugardag leika Vestmannaeyingar og KA í Eyjum. Reikna má með hörkuleikjum á báðum stöðum og þá má segja að úrslitin í þeim geti haft áhrif á stöðu bæði efstu og neðstu liða. Þriðji leikurinn í 1. deild verður á mánudagskvöld í Keflavík, en þar leika heimamenn gegn Fram og á sama tíma leika Víkingar og Valsmenn á Laugardalsvelli. Sigri Víkingur í þeim leik þá er fátt sem getur stöðvað þá á leiðinni til íslandsmeistaratitilsins, en sigri Valsmenn gæti keppnin orðið ■ í gærkvöldi léku Valsmenn og Þróttarar til úrslita í bikarkeppni 1. flokks í knattspymu. Valsmenn hugðust tefla fram meðal annarra landsliðs-' talsvert spennandi. Síðasti leikurinn í þessari umferð verður svo leikinn á þriðjudagskvöld, en þá leika KR og Breiðablik á Laugardalsvelli. í 2. deild verða fjórir leikir á laugardag og síðasti leikur þeirrar umferðar verður háður á miðvikudags- kvöld. Á Akureyri leika Þór og Einherji og í Borgarnesi leika Skalla- grímur gegn FH. Austur í Neskaupstað leika Þróttarar gegn Fylki og í Njarðvík keppa heimamenn gegn Völsungi frá Húsavík. Allir þessir leikir hefjast klukkan 14.00 á laugardag. Á miðviku- dagskvöld leika svo Þróttur Reykjavík og Reynir Sandgerði. Þróttararnir hafa örugga forystu í 2. deild og ekkert annað en kraftaverk getur komið í veg fyrir að þeir leiki í 1. deild að ári. mönnunum Albert Guðmundssyni og Guðmundi Þorbjörnssyni, en við höfum ekki haft af því fregnir hvort þeir hafi leikið. En hafi svo farið, hafa þeir ekki í 3. deild hefst úrslitakeppni milli þeirra liða sem urðu í tvcimur efstu sætunum í riðlakeppni 3. deildar. Á Siglufirði mætast KS og Selfoss. Þau lið byrja keppnina með tveimur stigum og fjórum minna en andstæðingarnir Víðir og Tindastóll sem leika á sama tíma í Garðinum. Víðismenn eru óneitanlega sigurstranglegir í þessari úrslitakeppni, en það er of snemmt að afskrifa hin liðin, sem búa öll yfir góðum leikmönnum og geta áreiðanlega sýnt andstæðingunum harða mótstöðu. Á laugardag verður einnig leikið í úrslitakeppni 4. deildar. Ármann leikur gegn Þór Þorlákshöfn og Reynir Ár- skógsströnd fær Leiftur úr Ólafsfirði í heimsókn. Að lokum má geta úrslitakeppninnar í 2. og 3. aldursflokki, sem fram fer í Kópavogi og í Vestmannaeyjum og. lýkur með úrslitaleikjum n.k. sunnudag. sh. nægt gegn Þrótturum, því þeir sigruðu Val með þremur mörkum gegn einu og eru þar með orðnir bikarmeistarar í knattspyrnu 1. flokks 1982. SH Frjálsíþrótta- þing í Áþenu ■ Alþjóða frjálsíþróttasambandið heldur þing sitt t Aþenu í byrjun september. Þangað fara tveir full- Irúar frá íslandi, þeir Örn Eiðsson formaður FRÍ og Sigurður Björns- son varaformaður. Sambandið er eitt ijölmennasta alþjóðasambandið í íþróttum og eru aðildarfélög þess 162. Það var stofnað 1912 og er því 70 ára á þessu ári. Ólympíu- leikar nálgast ■ Ólympíuleikarnir verða haldnir árið 1984. Vetrarleikarnir verða í Sarajevo í Júgóslavíu, en sumar- leikamir verða haldnir í Los Angeles í Bandaríkjunum. Stefnt er að því í Ólympíunefnd íslands að velja kepp- endur með góðum íyrirvara, þannig að þeir geti einbeitt sér markvisst að undirbúningi undir leikana og geti á þann hátt staðið sig betur og haldið á lofti nafni lands vors. Júdónámskeid á íslandi ■ Nú á næstunni verður haldið hér á landi júdónámskeið, sem alþjóða- ólympíunefndin mun algjörlega kosta. Fengnir verða hingað til lands erlendir þjálfarar til að lciöbeina landanum í þessari vinsælu íþrótt, en á undanförnum ámm hafa íslenskir. júdómenn sýnt umtalsverðar fram- farir og staðið sig vel í keppni á alþjóðavettvangi. Nægir þar að nefna árangur Bjama Friðrikssonar. Studmadur fulltrúi íslands í L.A. ■ íslenska ólympíunefndin hefur skipað Jakob Magnússon formann íslendingafélagsins í Los Angeles scm fulltrúa sinn þar fborg gagnvart Ólympíuleikunum sem þar standa fyrir dymm. Jakob þessi er ekki frægur fyrir þátttöku í keppnisíþrótt- um heldur sem tónlistarmaður og lék hann meðal annars með hinum margfrægu Stuðmönnum fyrir nokkrum ámm. Dómarar notið spjöldin rétt! ■ Það liefur vakið alhygli að' dómarar sem dæmt hafa leiki í 1. deild hafa óvenju sjaldan þurft að visa leikmönnum af leikvelli nú i sumar. Vonandi er það til vitnis um að knattspyman sé ekki eins hörð og að leikmenn eigi betra með að stjóma skapi sínu. En þó vekur það athygli hversu sjaldan raenn fá tiltal fyrir leiðindabrot, sem geta hugsan- lega valdið meiðslum hjá leikmönn- um, en þeir em alltaf komnir af stað ef einhver opnar munninn og gerir athugasemd við dómgæsluna. Það er ekki gott ef menn reyna að stjóma fyrir dómara, en þó er enn verra ef menn komast upp með að valda andstæðingi meiðslum án þess að minnsta athugasemd sé við það gert. Þetta var til dæmis áberandi í leik Fram og KR á mánudagskvöldið. . Vonandi verður á þessu bót fyrr en síðar. Þeir væru efstir ef... ■ Valsmenn hljóta að naga sig í handarbökin ótt og titt þcssa dagana þegar þeir sjá, að hefðu þeir ekki tapað stigunum fjómm í kæru- leikjunum væru þeir efstir í 1. deild. En þeir þurfa að tuka sig hressilega á og að hafa heppnina heldur betur með sér eigi þeim að takast að verða íslandsmeistarar 1982. Þróttarar bikarmeistarar 1. flokks

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.