Tíminn - 20.08.1982, Blaðsíða 20

Tíminn - 20.08.1982, Blaðsíða 20
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 HEÞÞ/U Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7 75 51 & 7-80-30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um allt land Ábyrgð á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag ^TBabriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir sYmTSsío FÖSTODAGLR 20. ÁGÚST Nolan mundar Tímamynd GE lcelandic Masters golfkeppnin hefst í dag: ,ÁHUGI A G0LFI HEFUR flUKIST GÍFURLEGA — segir John Nolan sem skipuleggur keppnina ■ „Áhugi á golfi hefur aukist gífurlega á undanförnum árum og hér stundar fólk golf allt frá 4 ára aldri þeir yngstu og til áttrxtts.Dæmi eru um að heilu fjölskyldunar komi í einu og spili yfir daginn,“ segir John Nolan golfkennari í Grafarholti, golfvelli Golffélags Reykja- víkur í samtali við Tímann en hann hefur starfað hér við golfkennslu undanfarin fimm ár og hefur nú skipulagt Icelandic Masters golfmótið. „Ég fékk hugmyndina að Icelandic Masters í vetur og hef unnið að henni síðan. Þetta er fyrsta mót sinnar tegundar hérlendis og í því munu taka þátt 16 sterkustu golfmenn Islands, en það hefst á Grafarholti á morgun. Einn aðaltilgangurinn með þessu móti er að styrkja golfmenn okkar og undirhúa þá fyrir utanlandsferð á næstunni en þeir fá ekki nógu mikið að spreyta sig í verulega sterkri keppni hérlendis" segir Nolan. Hann segir að af þessum 16 mönnum sem keppa á morgun séu margir frábærir golfmenn. „Ég vil nefna hér fjóra menn sem að mínu mati skara fram úr en þaö eru Björgvin Þorsteinsson, Hannes Eyvindsson, Ragnar Ólafsson og Sig- urður Pétursson og ég myndi telja Ragnar í hópi þeirra 25 sterkustu í Evrópu" segir Nolan. Utanlandsferð í verðlaun Mjög verður vandað til þessarar keppni á morgun en aðalverðlaunin í henni er utanlandsferð á vegum Sam- vinnuferða. Keppendurnir keppa saman tveir og tveir en reglurnar eru eftir- farandi: Keppendur skulu leika holukeppni án forgjafar með útsláttarfyrirkomulagi og er hver umferð 18 holur. Leiknar skulu tvær umferðir á dag. Þeir fjórir keppendur, sem eftir eru í keppninni eftir fyrri daginn skulu leika áfram síðari daginn til úrslita með sama keppnisfyrirkomulagi. Hinir 12, sem fallnir eru úr keppninni, skulu hins vegar keppa innbyrðis síðari daginn í 18 holu höggleik. Verðlaun skal veita sigur- vegaranum úr þeirri keppni svo og öllum þeim fjórum, sem leika til úrslita í holukeppninni. Nolan segir að lokum að mjög gaman hafi verið að starfa hérna þessi ár og sennilega komi hann til með að ílengjast hér lengi áfram. Hann hefur svo mikið að gera við kennsluna að hann hefur ráðið sér aðstoðarkennara en samt eru þeir á fullu frá morgni til kvölds við starfið. - FRI Fréttir Anker í opinbera % heimsókn ■ Anker Jörgensen for- sætisráðherra Dana og frú hans, Ingrid Jörgensen verða í opinberri heim- sókn á Islandi dagana 22.-26. ágúst 1982. Fyrsta dag heimsóknarinnar verð- ur þeim boðið til Þingvalla og um kvöldið snæða þau kvöldverð í Valhöll. Á mánudagsmorgun ræðast forsætisráðherrarnir við, en hádegisverður verður á Bessastöðum í boði for- seta íslands. Síðdegis verða skoðuð söfn, en forsætisráðherra íslands býður til kvöldverðar í Súlnasal. Á þriðjudag skoða forsætisráðherra- hjónin sig um á Norður- landi og í Vestmannaeyj- um á miðvikudag. Þau koma svo upp úr hádeginu til Reykjavíkur og mót- taka Reykjavíkurborgar hefst að Höfða kl. 15,15. Um kvöldið bjóða þau til kvöldverðar en fara af landi brott snemma á fimmtudagsmorgun. SV Blaöburöarbörn óskast Timat.,- vantar fólk til blaöburðar i eftirtalin hverfi: Kópavogur:^ Alfhólsveg, efri Þverbrekku og víðsvegar í Kópa- vogi Reykjavík: Hjaliavegur Skjólin Tunguvegur Wmmm simi 86300 dropar Rætt um leyst vandamál ■ Hlýtur ekki bæjarmálum að vera feikn vel fyrír komið í bæ þar sem bæjaryfirvöld eru enn að dunda sér við umfjöUun vandamála sem þegar voru leyst fyrir ári? I Hafnarstjórn Vest- mannaeyja var samþykkt á fundi síðla í júlímánuði s.l. að faríð skyldi fram á það við Fiskiðjuna og ísfélag Vest- mannaeyja að stöðvarnar komi upp búnaði til að varna því að fiskúrgangur berist í höfnina og skyldi það gert fyrir næstu síldarvertíð. Dropar leituðu upplýsinga um þetta inál hjá forsvars- manni annarrar þessara stöðva, sem kom af fjöllum, þar eð umræddri framkvæmd var lokið þegar á síldarvertíð- inni haustið 1981, eða fyrir nær ári. Ekki kvaðst hann heldur vita til að bæjaryfirvöld hafi rætt við forsvarsmenn stöðv- anna um téð vandamál. „Ekki sent þeim línu, einu sinni.“ Ikarus fellur í verði urn 20 kr. við hvern km. ■ Eins og kemur fram á fréttasíðum blaðsins voru til- boð opnuð í gærmorgun í þá þrjá strætisvagna af Ikarus (1) gerð sem núverandi borgar- stjórnarmcirihluti er að reyna að losa sig við. Aðeins þrjú tilboð bárust, ÖU frá nágranna- sveitarfélögum höfuðborgar- innar, þ.e. Kópavogi, Mos- fellssveit og Keflavík. Mos- fcllshreppur býður einn í alla vagnana, en hin tvö sveitar- félögin bjóða í einn ákveðinn vagn. Virðist af þessu mega ráða að SVR hafi tekist svo gott sem að eyðileggja hina tvo, úr því áhugaleysi er uin kaup þeirra. Athyglisverðast er þó að bera saman tilboð Mosfellshrepps og svo aftur upphaflegt kaup- verð vagnanna. Vagnamir kostuðu 2.55 millj. kr., en aðeins er boðið í þá 1.2 millj. kr. Lætur því nærrí að afskríft vagnanna á hvem ekinn kQó- metra sé nálægt 20 kr. Af morðóð- um böðlum ■ Dropum barst þessi staka á dögunum í tilefni frétta af hinu ómennska stríði Gyðinga í Líbanon: Hvar mundi þeim verða að endingu úthlutað vist, er að kemur síðustu dómskuld við lífið að greiða, hinum morðóðu böðlum, er fyrmm krossfestu Krist og konur og smábörnin líb- önsku kvelja og deyða. Krummi ... ...leggur til að Ikarusvagn- arnir verði ekki hreyfðir svo þeir falli ekki meira í verði.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.