Tíminn - 20.08.1982, Qupperneq 1

Tíminn - 20.08.1982, Qupperneq 1
Emnnf Helgarpakki dagskrá ríkisfjölmiðlanna dagana 21. til 28. ágúst KALLAÐUR „BUXNASKJONI” ■ í liðinni viku gafst mér ekki mikill tími til sjónvarpsgláps, en það litla sem það var, var mér frekar til ánægju en leiðinda. Síðastliðið laugardagskvöld missti ég ekki af Löðri fremur en fyrri daginn, og hafði reyndar alveg jafn gaman af þættinum og ávallt áður. Þá lét ég mig hafa það að horfa á báðar laugardagskvikmyndirnar í sjónvarp- inu. Fannst mér myndin um Glenn Miller, með þau James Stewart og June Allyson í aðalhlutverkum hin ágætasta skemmtun. Þá spillti það nú ekki ánægjunni að fá að sjá og heyra, þó í litlum mæli væri, gamla snillinga eins og Louis Armstrong og Gene Krupa. Lambakjöt í súpunni hans Sellers Ekki er nú hægt að segja um hann Sellers karlinn, í myndinni There is a Girl in my Soup að hann sé haldinn gráa fiðringnum svonefnda, því eftir öllum sólarmerkjum að dæma, þá hefur hann verið flagari alla tíð, eða eins og þýðandinn kallaði hann á einum stað „Buxnaskjóni"!!! Goldie Hawn leikur lambakjötið sem Iendir í súpunni hans, og gerir hún það með miklum ágætum, enda afbragðs gamanleikkona að mínu mati. Ég lét mig hafa það að horfa á þessa mynd í þriðja sinn, og enn gat ég hlegið á stöku stað eins og tildæmis þegar Sellers horfði sínu forfærandi augnaráði á kvenverur myndarinnar og sagði klisjuna sína „My God, but you are lovely" eins og hann væri að segja hana í fyrsta sinn á ævinni. Því miður missti ég af öðrum þættinum um Jóhann Kristófer, en vona að hann hafi ekki verið síðri en sá fyrsti. Sonur og elskhugi olli mér vonbrigðum Á mánudagskvöldið beið ég með eftirvæntingu eftir því að þátturinn um D.H. Lawrence, uppáhaldsrithöfund minn hæfist. Þættinum vargefið nafnið „Sonur og elskhugi" og átti leikritið að rekja þá lífsreynslu sem lá að baki sjálfsævisögulegu skáldsögunni Sons and Lovers, sem Lawrence skrifaði á unga aldri og fjallaði um uppvöxt ungs drengs, Paul Morel og kynni hans af tveimur áhrifavöldum í lífi hans, sem báðir voru konur: móðir hans, Mrs. Morel og æskuvinkona hans, Jessie Chamber. í stuttu máli sagt, varð ég fyrir vonbrigðum með þennan leik- þátt, því mér fannst hann ekki koma miklu af því til skila sem honum var ætlað. Sam Dale, í hlutverki Lawrence var aldrei sannfærandi og Jessie var óttaleg væla, sem hún alls ekki var auk þess sem afstaða hennar til Lawrence var heldur fegruð frá því sem hún í rauninni er. Því það sést glöggt, ef bréf Jessie Chamber um kynni hennar af Lawrence eru skoðuð, að hún er mun bitrari og sárari í garð Lawrence, fyrir það hvernig hann afskræmdi hana og hennar lífsskoðanir í bókinni Sons and Lovers, til þess eins að upphefja móður sína, en kom fram í myndinni. Eina persónan sem var að mínu mati sannfærandi í þessu heimildaleikriti, var móðirin. Það kom vel fram í myndinni, hvernig áhrif hún hafði á son sinn, með þessum eilífu kröfum um ást hans og athygli. Áhrifin voru í raun þannig, að á meðan að móðir Lawrence lifði, þá var ekkert pláss fyrir aðrar konur í lífi hans, enda er það ekki fyrr en eftir dauða hennar, sem Lawrence hleypst á brott með Fridu, en það hefur verið sagt um Fridu að hún hafi verið Lawrence bæði kona og móðir. En mér var víst ekki ætlað að fjalla hér um David Herbert Lawrence og ásta- og tilfinningamál hans, heldur um dagskrá ríkisfjölmiðl- anna og læt ég því skilið við Lawrence að sinni. Gullleitarmyndin á mánudagskvöld- ið fannst mér vera hin forvitnilegasta og þegar kafararnir loksins fundu gullið, þá gat maður ósköp vel skilið hálftryllta gleði þeirra. . r- j Sam Dale sem Lawrence í D.H. Lawrence - Sonur og elskhugi Vandamálaþættir úr Svíaríki Ég ætla aðeins að geta eins dagskrárliðar sjónvarpsins í viðbót, en það eru miðvikudagsþættir sjónvarps- ins Babelshús, ættaðir úr Svíaríki. Þetta eru dæmigerðir sænskir vanda- málaþættir, þar sem Skrattinn er málaður á svo til hvern einasta vegg. Nú vantar ekkert á, nema að Svíar drífi nú í því að framleiða sjónvarps- þátt sem fjallar um hið þjóðfélagslcga vandamál sem skapast getur í sjón- varpsstúdíóum, við það að framlciða vandamálaþætti. Þorsteinn Eggertsson og Þráinn Bertelsson ekki eitt og hiö sama Á sunnudagscftirmiðdag var í út- Agnes Bragadóttir n blaðamaður, skrifar varpinu ágætur þáttur í umsjá Þor- steins Eggertssonar sem nefnist „Með gítarinn í framsætinu" og var þessi þáttur fyrsti þriggja minningarþátta um Elvis Presley. Það vakti mér allnokkra kátínu, að ekki sé meira sagt, þegar ég á sunnudaginn las dagskrá ríkisútvarps- ins í Morgunblaðinu, þar sem var birt hin veglegasta kynning á þessum þætti og hann var nefndur „Með gítarinn í fanginu" og sagður vera í umsjón Þráins Bertelssonar. Ekki nóg með það - því í þessari vcglegu kynningu er einnig viðtal við Þráin Bertelsson um efni þáttanna! Hvers á Þorsteinn Eggertsson að gjalda? Ég hlusta iðulcga á þætti Ólafs Oddssonar um íslenskt mál, á morgn- ana kl. fimm mínútur fyrir átta, þegar þcir eru cndurteknir. Yfirleitt þykja mér þessir þættir hinir ágætustu, og hef ég lært ýmislegt af þeim. Þykir mér það því hið versta mál, þcgar þeir eru komnir niður á svo lágt plan að ekki einu sinni grunnskólanemi í 7. bekk myndi læra neitt af þeim, cins og einn þátturinn í vikunni var. Þá var Ólafur að svara „norðlenskri konu á Suður- landi" að mig minnir og spurningar hennar voru ekki upp á marga fiska, því spurt var um ritháttinní eiginnafn- inu Þráinn í eignarfalli, hvort rita mætti nafnið Úlfar mcð vaffi, og einhver ein enn spurning sem var ekki gáfulegri en þessar tvær, cf ég man rétt. Ólafur svaraði þessum spurning- um skilmerkilega, en benti síðan á stafsetningarorðabækur sem úrlausn fyrir þá sem ættu í vanda með svipuð spursmál. Ég er þeirrar skoðunar að Ólafur hafi annað hvort vcrið að gera grín að veslings norðlensku konunni, fyrir vankunnáttu hennar, eða þá að hann hafi beinlínis verið að snobba niður á við, sem væri að mínu mati enn verra. Hvort sem önnur þessara tilgátna er rétt cða ekki, þá ætti Ólafur að halda sig við „ögn hærra plan" í þáttum sínum, eins og góður maður sagði eitt sinn. Agnes Bragadóttir Nýtt í PRÓFESSORINN með fyrirlestur Astaðnumer: Gufubað sólaríum líkams- ræktaraðstaða nudd (sértímar) minigolt bátaleiga sjónvarp video. All nýstárleg sýning meö glensi, gríni, brellum og brögð- um sem landsmenn hafa ekki átt kost á aö sjá fyrr en nú. Nú gilda Sértilboðin okkar einnig á sunnudögum þ.e.a.s. ef dvalið er meira en eina nótt. Innifalið: kvöldverður-morgunverður- hádegisverður og gisting fyrir aðeins kr. 390,- per mann. GRILLIÐ verður aö sjálfsögðu opið með öllum sínum krásum. Alltaf nýbakaðar kökur og heitt kaffi á könnunni. Sérlega lágt verð. Valhöll • Jafnt fyrir unga sem aldna • Krakkar takið afa og ömmu með! • Kemur Sibba úr Sandkassanum í heimsókn? sA Líttu við í Valhöll á einum fegursta stað landsins, þú sérð ekki eftir því > Sími 99-4080. Sérstakur leikvöllur er fyrir börnin Sem sé eitthvað fyrir alla

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.