Tíminn - 21.08.1982, Page 1

Tíminn - 21.08.1982, Page 1
TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTTABLAÐ! Helgin 21.-22. ágúst 1982 189. tbl. - 66. árgangur (IM FJOGUR HUNDRUÐ HVflUR SVÖMLUDU INN A RIFSHÖFN! — tókst að hrekja hluta þeirra út úr mynninu ■ Múgur og margmenni safnaðist á brimgarðinn við Rifshöfn á Snæfeilsnesi til að virða fyrir sér hvalavöðuna sem kom þar inn í gær. Talið er að þegar mest var hafi hvalimir verið um tjögur hundmð. Tímamynd Ari, ■ „Það var hreint stórkostleg sjón að sjá skepnumar svamlandi hérna í hundraðavís. Maður vissi ciginlega ekki hvort átti að fagna. eða verða hryggur vegna dapuriegra örlaga sem þær virtust vera að mæta,“ sagði Kristófer Þorleifsson, frá Ólafsvík, einn þcirra sem fylgdist með grindhvalavöðunni sem svamlaði inn á Rifshöfn í gærmorgun og sjnti síðan upp á land. „Þegar ég kom hingað í morgun var vaðan inni í höfninni. Það tókst að hrekja stærstan hluta hennar út úr mynninu. En það dugði ekki til hún tók stefnuna með brimgarðinum utanverðum og upp í fjöru. Það var hérna stórt svæði hreinlega þakið þessum skepn- um. Mér er ómögulegt að gera mér í hugarlund hversu margar þær voru. Þó tel ég víst að þær hafi skipt hundruðum." - Gáfu þær frá sér einhver hljóð? „Það var greinilegt að greyin kvöldust rosalega. Þau gáfu frá sér hljóð sem einna helst líktist mannsgráti.“ - Voru menn með einhverjar tilgátur um hvað veldur því að hvalirnir synda á land. Þar sem ekkert virðist bíða þeirra annað en dauðinn? „Það voru hérna nokkrir Færeyingar. Þeir sögðu að grindhvalurinn fengi slikju fyrir augun á vissum árstímum og yrði hálf blindur. Síðan er vaðan sögð fylgja forystuhvalnum hvert sem hann fer, jafnvel þótt hann syndi upp á grynningar og land.“ - Hvað voru þeir stærstu stórir? „Þeir stærstu hafa sennilega verið einir átta metrar. Svo voru þarna smákríli inn á milli.“ - Veistu til að svona hafi átt sér stað fyrr hérna á Nesinu? „Það kom ein álíka stór inn í höfnina fyrir einum tuttugu árum, síðan veit ég ekki til að svona vöður haft synt á land héma í nágrenninu.“ Kristófer sagði, að einhverjir hefðu skorið hvalinn en þó hefði verið mjög lítið um það. Talið er að hvalirnir i vöðunni hafi verið einir fjögur hundruð. Tókst að hrekja stærstan hluta þeirra á haf út aftur. Milli tuttugu og þrjátíu hefðu þó drepist í fjöruborðinu. -Sjó SAMMAIA VAXTAHÆKKUN — við núverandi aðstædur, segir Steingrímur Hermannsson ■ „Við þær aðstæður sem hér eru samþykkjum við framsóknarmenn ekki vaxtahækkun. í öðru lagi tel ég að í lánskjaravísitölunni eigi að taka tiliit til kaupgjaldsMSÍtölunnar, sem er opinber vísitaia, ekki síður en framfærsluvísital- an. En í lögum um efnahagsaðgerðir frá 1979 segir aðeins, að lánskjaravisitalan skuli byggð á opinberum vísitölum“, sagði Stcingrímur Hermannsson er Tíminn spurði hann vegna tillagna í » Seðlabankans um vaxtahækkanir, og mismunandi skoðanir manna á því hvort breyta skuli um viðmiðun lánskjaravísi- tölunnar úr framfærslu- í kaupgjaldsvísi- tölu, þannig að greiðslubyrði verð- tryggðra lána vaxi ekki langt umfram það sem laun manna hækka. Steingrímur benti á að þessi viðmið- unarbreyting lánskjaravísitölunnar hefði út af fyrir sig ekki stór áhrif alla jafna, en myndi þó hægja á vexti hennar ■MHnHBIHBHi ef kaupið fer eitthvað niður. Kvaðst hann trauðlega trúa að þeir sem bundið hafa fé sitt með lánskjaravísitölu gætu ekki sætt sig við slíkt og ótrúlegt að það gæti verið brot á neinum samningum. Varðandi vaxtahækkun benti hann jafnframt á að þegar verðtrygging var ákveðin 1979 hafi greinilega komið fram í umræðum allra að slíkt væri einungis hægt að fullnægðum ákveðnum skilyrð- um, sem enn hefði ekki tekist. Þ.e. í fyrsta lagi að lán yrðu stórlengd, sem ekki hefði gerst. í öðru lagi að atvinnuvegunum yrði úthlutað stór auknu rekstrarfé, sem ekki hefði verið gert, þannig að þeir sitji nú rekstrarfjár- lausir þegar bankarnir, sem fyrst hafa aðgang að öllu, séu búnir að hirða sitt. Og í þriðja lagi hefði verið miðað við minnkandi verðbólgu, sem nú er hins vegar á uppleið. „Þetta gengur því ekki upp“, sagði Steingrímur. _ HEí í spegli tímans Diana síung — bls. 2

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.