Tíminn - 21.08.1982, Blaðsíða 4

Tíminn - 21.08.1982, Blaðsíða 4
LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 Tækjasalan hf ......tæki i takt viðtímann. Pósthólf 21 202Kópavogi S 91- 46577 - 45500 „Met Vilmund ekki þess verðan að deila við hann” — segir Friðjón Guðröðarson, sýslumaður Austur-Skaftfellinga Heiðmörk: Lúpínufræj- um safnað ■ Landvernd stendur fyrir söfnun á lúpínufræjum í Heiðmörk nú um helg- ina. I frétt frá Landvernd segir: „Á undanförnum árum hefur Landvernd fengið skólanema úr Reykjavík og Kópavogi til sjálfboðavinnu að safna lúpínufræjum í Heiðmörk. Nú er lúpín- an tilbúinog við megum ekkiv.era að bíða eftir að skólar taki til starfa. Landvernd biður því alla þá sem hafa tíma og tækifæri, að koma í Heiðmörk í dag og á sunnudag klukkan 13 til að aðstoða við fræsöfnun." Menn frá Landvernd verða við Jaðarshliðið í Heiðmörk og munu þeir leiðbeina við söfnunina. - Sjo. Tækjasalan hf. tilkynnir viðskiptavinum sínum Höfum flutt afgreiöslu okkar í Fífuhvamm Kópavogi (hús Steypustöövarinnar). Ath. höfum einnig fengiö nýtt símanúmer, 46577. Veriö velkomin, nú höfum viö næg bílastæöi. Þingmaður krefst þess að sýslu- manni verði vikið úr starfi: ■ „Það sem mestu máli skiptir í málflutningi Vilmundar er að hann er þama að gefa sögunni um eiturlyfja- neyslu stúlknanna byr undir báða vængi,“ sagði Friðjón Guðröðarson sýslumaður, þegar Tíminn ræddi við hann um grein Vilmundar Gylfasonar í Helgarpóstinum í gær. I umræddri grein lætur Vilmundur í Ijós þá skoðun að lögfræðingar landsins séu mcnningar- snauðir og viti lítið um tilgang og anda laga, nánast að þeir væm haldnir andlegri eymd og hugsuðu um fátt annað en hversu háa þóknun þeir gætu tekið. Aðalefni greinar Vilmundar er þó að krefjast þess að Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra setji nafna sinn Guðröðarson sýslumann af, vegna embættisglapa sem felast í að mati Vilmundar, of miklum upplýsingum til fjölmiðla um morðið á Skeiðarársandi. Hann boðar að krafa muni koma fram á Alþingi um að sýslumaður verði settur af, hafi ráðherra ekki gert það áður. Tíminn spurði Vilmund hvort ekki kveði við nýjan tón í málflutningi hans, sem hefði áður fyrr beinst að því að skapa opnari umræðu um málin. „Það sem spurningin innifelur er óskaplegt rugl í þér,“ svaraði Vilmundur. „Ég hef ævinlega gert algeran greinarmun á opinberum athöfnum, sem blöð eiga að fjalla um, annarsvegar og á einkamál- um, sem eru allt annað. Rannsóknar- blaðamennska snýst um rannsóknir á opinberum málum. En ég hef miklar áhyggjur af blaðamönnum, sem halda að það sé opnun á kerfinu ef sýslumaður kemur og blaðrar um fullkomna einka- hagi.“ Hann var þá spurður hvort hann muni bera fram tillögu um frávikningu sýslumannsins, hafi dómsmálaráðherra ekki gert það áður. „Málið verður tekið upp á vettvangi Alþingis," svaraði hann. Vilmundur segir orðrétt í grein sinni: „Þessum róg um hina látnu erlendu konu er auðveldara að koma af stað en bera til baka. Og það er rógur, hvort sem það er satt eða logið.“ Um þetta segir Friðjón Guðröðarson: „Ég sagði frá því í hádegisfréttum að við fyrstu yfirheyrslu hefði sakborningur borið að stúlkurnar hafi verið að reykja hass. Síðar sama dag sagði ég fjölmiðl- um að við rannsókn hefði ekkert fundist í farangri stúlknanna, sem renndi stoðum undir framburð sakborningsins. Vilmundur lætur eins og hann viti ekki af þessu og gerir því skóna að framburðurinn geti verið sannur. Með því lyftir hann sögunni á flug. Annars vil ég ekki fara út í neinar deilur við Vilmund, ég met hann ekki þess verðan. Hann hefur reynt að upphefja sig á því að níða niður marga af ágætustu mönnum þjóðarinnar og ég má vel við una að vera kominn í þeirra hóp,“ sagði Friðjón Guðröðarson sýslu- maður. -SV ■ Ómar og Jón keppa á BMW bO í Ljómarallinu. Þeir voru í fjoröa sæti um miðjan dag í gær. Ljómarallið ’82: ■ „Ljómarallið er alveg rosalega jafnt og spcnnandi,“ sagði Eh'n Bjarnadóttir, á stjómstöð Ljómarallsins á Hótel Loftleiðum, þegar Tíminn leitaði frétta hjá henni í gær. Að lokinni sjöundu sérleið er staðan þannig, að Eggert og Guðmundur á Ford Escort voru fyrstir með 5,55 refsistig. Hafsteinn og Birgir Viðar á Ford Escort voru í öðru sæti með 5,58 refsistig. Ómar og Jón voru með 8,57 refsistig, en þeir bræður aka nú BMW 315, í þriðja sæti. í fjórða voru Jóhann og Jóhanna á Ford Escort 2000, með 9,05 í refsingu. Þá koma Birgir og Sveinn á Ford Cortina með 9,17 í refsingu. í sjötta sæti eru þeir Óskar og Árni á Ford Escort, en fyrir þessa keppni stóðu þeir næst íslandsmeistara- titlinum. Að sögn Elínar hefur rallið gengið sérstaklega vel. Hefur samvinna með keppnismönnum og lögreglu verið mjög góð. „Blönduóslögreglan og Sauðár- krókslögreglan hafa gert allt til að greiða götu okkar. Þeir komu meira að segja alla leið upp að Hveravöllum til að taka á móti keppendum og bjóða þá velkomna,“ sagði Elt'n. Aðeins einn bíll var dottinn úr keppni, þegar Tíminn spjallaði við Elínu í gær. Var þar bíll þeirra Bjarna og Braga, en vélin í honum sprakk þegar þeir voru að byrja á áttundu sérleið. Allar upplýsingar um stöðuna í rallinu og hvar bílarnir eru hverju sinni eru gefnar á stjórnstöð Ljómarallsins á Hótel Loftleiðum. Rallinu lýkur á sunnudag, en þá renna bílarnir í hlað Laugardalshallar, þar sem sýningin HEIMILIÐ ’82 fer fram. -Sjó Þýfi fannst í f jöruborðinu ■ Stálborðbúnaður, tuttugu og tveir hnífar, þrettán stórir bakkar og sitthvað fleira, fannst í fjöruborðinu neðan við Skúlagötuna í Reykjavík á miðvikudag- inn. Það var lögreglan í Reykjavík sem fann búnaðinn, en grunur leikur á að hér sé um þýfi að ræða. Rannsóknarlögregla ríkisins sagðist ekki hafa sérstaka ástæðu til að tengja þennan fund innbrotum í skartgripa- verslanir, sem tíð hafa verið undanfarið. Biður rannsóknarlögreglan þá sem einhverjar upplýsingar geta gefið um hvaðan borðbúnaðurinn er kominn að láta sig vita. - Sjó. Tveir úrskurð- aðir í gæslu ■ Tveirmennumfertugtvoruúrskurð- aðir í gæsluvarðhald að kröfu rannsókn- arlögreglu ríkisins nú í vikunni. Hafa mennirnir orðið uppvísir að innbrotum og þjófnuðum úr íbúðarhúsum í Reykja- vík. Meðal þess sem þeir eru grunaðir um að hafa stolið, eru ávísanahefti. Grunur leikur á að þeir hafi síðan falsað ávísanir úr heftunum. Mennirnir hafa báðir komið við sögu hjá rannsóknarlögreglunni áður. - Sjó. Stuðmerm í Árseli á tónleikum til heiðurs Lars Himmelberg ■ Tónleikar til heiðurs Lars Himmel- berg, rythmagítarleikara, verða haldnir í félagsmiðstöðinni Árseli n.k. þriðju- dag. Hljómsveitin Stuðmenn leikur, og eru þetta einu tónleikar sveitarinnar í félagsmiðstöðvum borgarinnar að þessu sinni. Á dagskrá verður tónlist samin af finnska djassgítarleikaranum Pakkii Riikmekkkii. Segir í fréttatilkynningu frá Árseli að ekki sé að efa að hinir fjölmörgu aðdáendur rythmagítarsins muni fjöl- menna til leiks, enda fari vegur rythmagítarsins vaxandi með hverjum deginum og augu almennings beinist í ríkara mæli að hinum ókönnuðu möguleikum sem hljóðfærið bjóði uppá. Húsið opnar kl. 20, og aðgangseyrir er 80 kr. Bent er á að leið 10 gengur frá Hlemmi á hálftíma fresti upp að Árseli. -SVJ VÉLIN SPRAKK HJÁ BRAGA OG BJARNA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.