Tíminn - 21.08.1982, Blaðsíða 6

Tíminn - 21.08.1982, Blaðsíða 6
6 immm LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 Útgefandl: Framsóknarflokkurlnn. Framkvœmdaatjórl: Qlsll Slgurðsson. Auglýslngastjóri: Steingrlmur Gislason. Skrlfstofuatjórl: Jóhanna B. Jóhannsdóttlr. AfgreiSslustjórl: Slgurður Brynjólfsson Rltstjórar: Þórarlnn Þórarlnsaon, Elfas Snœland Jónsson. Ritstjórnarfulltrúi: Oddur V. Ólafsson. Fróttastjórl: Krlstlnn Hallgrfmsson. Umsjónarma&ur Helgar- Tlmans: lllugl Jökulsson. Bla&amenn: Agnes Bragadóttlr, Atll Magnússon, BJarghildur Stefánsdóttlr, Frlðrlk Indri&ason, Hel&ur Helgadóttlr.lngólfur Hannes- son (Iþróttlr), Jónas Gu&mundsson, Krlstin Lelfsdóttir, Slgurjón Valdlmarsson, Skatti Jónsson, Svala Jónsdóttlr. Útlitstelknun: Gunnar Trausti Guðbjörn&son. Ljósmyndlr: Gu&Jón Elnarsson, Gu&jón Róbert Águstsson, Elln Ellertsdóttlr. Ari Jóhannesson. Myndasatn: Eygló Stefánsdóttir. Prófarklr: Flosl Kristjánsson, Krlstln Þorbjarnardóttir, Marla Anna Þorstelnsdóttir. Rltstjórn, skrlfstofur og auglýsingar: Sl&umúla 15, Reykjavlk. Slml: 86300. Auglýslngasimi: 18300. Kvöldslmar: 86387 og 86392. Verö I lausasölu 8.00, en 10.00 um helgar. Áskrlft á mánu&l: kr. 120.00. Setning: Tœknldelld Tlmans. Prentun: Bla&aprent hf. Greint og gott fólk blekkt ■ Hér í blaðinu hefur nokkrum sinnum verið vikið að þeim fjarstæðukenndu blekkingum leiðtoga stjórnar- andstæðinga, að efnahagslegu erfiðleikarnir, sem nú er fengizt við, stafi ekki nema að örlitlu leyti af þeim óvæntu áföllum, sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir á þessu ári. Jafnhliða þessu ástunda forustumenn stjórnarand- stæðinga annan áróður álíka fjarstæðukenndan. Kappkostað er að innræta hann óbreyttum stjórnar- andstæðingum og láta þá bergmála hann. Þannig hefur honum verið smeygt inn í ályktun, sem nýlega var gerð á fundi samtaka Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörð- um, en þar segir á þessa leið: „Það hefur komið óhrekjandi í ljós á síðustu misserum að efnahagsstefna ríkisstjórnarinnar hefur ekki í neinu skilað þeim árangri, sem að var stefnt.“ Slíkur áróður getur ekki stafað af misskilningi eða fáfræði, því að hverjum manni, sem eitthvað fylgist með stjórnmálum, ætti að vera það vel kunnugt, að meðal höfuðmarkmiða, sem ríkisstjórnin stefndi að í upphafi og stefnir að enn, er að tryggja næga atvinnu og sem stöðugastan kaupmátt launa. Þetta hvort tveggja hefur tekizt í tíð núverandi ríkisstjórnar á sama tíma og stórfellt atvinnuleysi hefur komið til sögu í nær öllum öðrum löndum og kaupmáttur launa rýrnað. Þess vegna hafa íslendingar búið við betri kjör en flestar aðrar þjóðir á þessum tíma og eru a.m.k. margir hverjir betur undir það búnir nú en ella að taka á sig nokkrar byrðar vegna áfallanna, sem þjóðarbúið hefur orðið fyrir á þessu ári. Það er ótrúlegt, en satt, að takast skuli að blekkja svo greinda og góða menn, eins og margir Sjálfstæðisflokksmenn á Vestfjörðum eru, að þeir skuli taka sér í munn aðrar eins fjarstæður og þær, að sú ríkisstjórn, sem tryggt hefur næga atvinnu og nokkurn veginn stöðugan kaupmátt launa, hafi ekki skilað i' neinu þeim árangri, sem að var stefnt. Þetta verður enn augljósara, þegar það er jafnframt tekið með í reikninginn, að á sama tíma hefur atvinnuleysið vaxið hröðum skrefum og lífskjör versnað í flestum öðrum löndum heims. Hitt skal svo viðurkennt, að ekki hefur náðst sá árangur í niðurtalningu verðbólgunnar, sem stefnt var að. Þar hafa versnandi viðskiptakjör átt nokkurn þátt, að ógleymdri þeirri iðju leiðtoga stjórnarandstöð- unnar að styðja allar kröfur, sem hafa verið bornar fram um hækkað kaup og hækkað verðlag. Því má svo ekki gleyma, að hefði t.d. ekki notið við viðnámsaðgerða ríkisstjórnarinnar, myndi verð- bólgan samkvæmt öllum spám hafa orðið frá 70-80% á síðastliðnu ári, en hún varð ekki nema um 40%. Vissulega er þetta nokkur árangur, þótt æskilegt hefði verið, að hann hefði orðið meiri. Eigi að síður ber að viðurkenna hann, en þó umfram allt það, að næg atvinna hefur verið tryggð og stöðugur kaupmáttur meðan stefnt hefur í öfuga átt víðast annars staðar. Þ.Þ. ■ Vatnadrekinn leggst að skipi og verið er að hífa 20 feta gám, og slaka honum niður í farmrýmið. YFIR SJÓ Nýtt tæki til gámaflutn ■ Þótt margar íslenskar hafnir séu góðar frá náttúrunnar hendi, eru þó margar, þar sem erfitt er að koma við stórum skipum, til að mynda vöru- flutningaskipum, og oft verður að skipa upp nauðsynjum og munaði á bátum, eða í nálægri höfn, og aka svo til áfangastaðar. Og sama er að segja um afurðir. Þeim verður að aka langan veg í kaupför, þótt varan sé framleidd á sjávarbakka. Ég tel ekki rétt að nefna hér staðarnöfn, en þó nokkur útgerðar- pláss búa við þessar aðstæður. Vatnadrekinn, sem flytur gáma Nýverið hafa verið sett á markað ný tæki, sem leyst geta vissan vanda, þar sem hafnleysur eru fyrir stærri skip. Þetta er nefnt á útlendu máli Flo-daway, og hefur tækið nafnið Amphitruck, sem vel má nefna vatnadreka á íslensku, þótt eigi sé það bein þýðing. En tækið er sambland af vörubifreið og uppskipunarpramma. Það eru fyrirtækin Buchau Wolf og Krupp í Vestur-Þýskalandi, sem hann- að hafa hið nýja tæki, sem þó byggja á eldri hugmyndum um farar- tæki, sem farið geta á sjó og landi, og voru þegar til í síðari heimstyrjöldinni. Munurinn er á hinn bóginn sá, að ný driftækni, sem þá var lítt eða óþekkt, er nú notuð. Vatnadrekinn hefur það starf að losa gáma úr gámaskipum, sem liggja fyrir akkeri út af ströndinni, þar sem önnur úrræði, eða hafnaraðstaða, er ekki fyrir hendi. Og kosturinn er sá, að tækið tekur ekki aðeins vöruna frá skipinu, heldur ekur það henni á réttan stað í landi. Hollenska ráðgjafarfyrirtækið The Netherlands Maritime Institute telur. eftir ítarlega könnun, að helst sé brúk fyrir svona vatnadreka í Vestur-Af- ríku, Austur-Afríku og í Austurlönd- um, fjær. Hvenær hentar vatnadreki? Við könnun sem gerð var, taldi hollenska fyrirtækið að forsendur fyrir vatnadreka væru við eftirtaldar aðstæð- ur: Ófullkomnar hafnir, þar sem ekki er unnt að afgreiða stór gámaskip, eða annast vörumóttöku. í fámenni, þar sem of fáir búa, til þess að það svari kostnaði að gera höfn, eða bryggju, eða ekki er unnt að gjöra hafnarmannvirki. Þegar reistar eru stórar starfstöðvar nærri sjó, t.d. orkuver, þar sem Að losna við öldugang ■ Saga skipanna er orðin löng, og þótt flutningar og fiskveiðar gangi bærilega, þá hefur mönnum ávallt fundist skips- skrokkurinn sjálfur fremur ófullkom- inn. Hann er góður fyrir augað. Fátt er glæsilegra en vel teiknað skip er brunar eftir haffltjtinum, eða klýfur ölduna af undarlegri mýkt. Þolir stórviðri og kemur heilt að landi. En frá sjónarmiði útgerðar, lítur skipsskrokkurinn öðruvísi út. Hann svelgir olíu, ef halda á uppi sómasam- legum hraða. Stórskipin draga hálft Atlantshafið á eftir sér, eins og sjómenn orða það stundum. Og strax þegar komið er yfir tólf mílna hraða, fer orkueyðslan að segja til sín, og til þess að auka hraða skipa úr 18 hnútum í 19 (33 km hraða í 35 km hraða), þarf jafn mikla viðbótarorku og til að knýja skipið með 11-12 hnúta hraða. Þetta er miðað við sléttan sjó. Þegar vont er í sjóinn og öldur fara að stækka, verður árangurinn ennþá ömurlegri, því hafaldan, eða úthafsaldan er mótvindur stóru vélskipanna. Það eru nú liðin um það bil 30-40 ár, síðan seglskipin hurfu af höfunum, önnur en skemmtiskip, eða leikföng. Kolakynt gufuskip og síðar dieselskip útrýmdu þeim hægt og bítandi á millistríðsárunum og í stríðinu. En ef á málin er litið, þá er vélskip í raun og veru ekki annað en seglskip, sem sett hefur verið í vél. Undir sjólínu er skrokkurinn svo að segja nákvæmlega sá sami. Að vísu eru nýleg skip flatbotna, en munur er lítill sem enginn. Það hefur því verið gjört mikið til þess að reyna að breyta skipsskrokknum, til þess að ná hraða, án þess að auka vélarafl. Og þótt margt hafi komið fram, loftpúðaskip, skíðaskip og katamaran- skip, en þau síðasttöldu hafa tvo skrokka. Þorsteinn Thorarensen, nefnir þau tvískeiðunga, sem er ágætt orð. En þótt þessi skip skili flest allgóðum árangri á réttum stöðum, þá hafa úthafsskip engum breytingum tekið neðansjávar, eða fyrir neðan sjávarmál. T>au halda áfram að berja hafið, sem slær þau sín voðahögg á móti. Og svona brennur eldsneytið upp á höfunum í baráttunni við að sigla í öldugangi. í hálfu kafi Það mun hafa verið fyrir áratug eða svo að Japanir hófu tilraunir með nýja gerð af katamaranskipum, sem var eins konar sambland af kafbáti og katamar- anskipi. Það var vitað að kafbátar halda fullum hraða neðansjávar, hvemig sem úthafið lætur, og sumir halda því fram að nýjustu kjamorkukafbátar séu hrað- skreiðustu skip úthafanna. A.m.k. eru þeir einu skipin er geta einfaldlega flúið undan tundurskeytum. Þessi nýju japönsku skip hafa tvo skrokka, sem em neðansjávar. Síðan koma tveir þunnir „skrokkar" upp úr sjónum og á milli þeirra þilfarið, sem heldur þessum tveim kafbátum saman. (Sjá mynd). Lyftikrafturinn er í kafbátunum tveim, að mestu og þar em vélamar og eldsneytið, en örþunnur hníflaga skrokkur sker yfirborð sjávar. Og það sem menn sjá við þessi nýju skip, er fyrst

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.