Tíminn - 21.08.1982, Blaðsíða 8

Tíminn - 21.08.1982, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 fréttafrásögn fréttafrásögn Tímamyndir: ELLA. ■ Ekki tckst allt sem skyldi i limbóinu, en þá er bara að reyna aftur. ■ Sjáðu þennan! gætu þær verið að segja, stelpumar á myndinni. Allavega er það eitthvað spaugilegt, sem þær vinkonumar era að virða fyrir sér. ■ Sumarnámskeiði fyrir börn, sem haldið var í félagsmiðstöðinni Bústöðum er nýlega lokið, en námskeið þetta er haldið í öllum félagsmiðstöðvum borgarinnar á vegum Æskulýðsráðs. í lok nám- skeiðsins var börnunum og fjölskyldum þeirra boðið á fjölskyIduhátíð í Bústöðum, þar sem farið var í leiki og þegnar veitingar. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 6-12 ára, og stendur hvert námskeið í viku, en mörg börn eru allt sumarið. Mest áhersla er lögð á íþróttir, farið er á söfn og sýningar, skoðuð atvinnufyrirtæki, slökkvistöðin og lögreglustöðin er heimsótt. Börnin fara í sund einu sinni í viku, sigla í Nauthólsvíkinni vikulega og síðan er föndrað og leikið innandyra ef eitthvað er að veðri. Fyrir sex árum síðan var fyrsta námskeiðið af þessu tagi haldið í Bústöðum, en hugmyndina átti Hermann Ragnar Stefánsson, danskennari og forstöðumaður Bústaða, sem kynntist svipuðum sumarnámskeiðum í Bandaríkjunum, þar sem hann var við nám. Síðan hafa hinar félagsmiðstöðvarnar komið inn í myndina, og var námskeiðið í sumar haldið í öllum félagsmiðstöðvum borgarinnar, eins og áður sagði, en þær eru fímm talsins. í lokahófinu, sem haldið var þann 18. ágúst sl. var farið í ýmsa útileiki, svo sem kartöfluboðhlaup og limbó, en síðan var farið inn og foreldrunum sýndur árangur sumarstarfsins, krakkamir sýndu leikrit sem þau höfðu æft, og héldu tískusýningu. Eftir að allir höfðu þegið veitingar var haldið heim á leið, og ef til vill hefur sú hugsun hvarflað að einhverju bamanna að nú er stutt þar til skólinn byrjar. Sum þeirra em að fara í fyrsta skipti, en önn- ur í síðasta bekk bamaskólans. Eflaust er það hjá þeim eins og gengur og gerist, að sumir hlakka til, en aðrir ekki, en víst er ,_að gaman verður að ylja sér í vetur við minningar frá skemmtilegu sumri. -SVJ. ■ Jæja, þá fer ég af stað, við skulum bara vona að þessi kartafla lialdi sig á réttum stað, annars er mér að mæta...... ■ Það er vanaasamt að halda kartöfl- unni á sínum stað á skeiðinni, enda skín einbeitnin úr svip þessa keppanda í kartöfluboðhlaupinu. ■ Það getur oft munað litlu að þátttakendur missi jafnvægið, en í þetta skiptið endaði hann þó á réttum kili. ■ .... og það gerði hún, og nú komst hún undir rána. ■ Er hún að taka myiid af mér: ....jú, hún er að því... kannski kem ég í blöðunum! FJOLSKYLDU HATIÐ BUSTODUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.