Tíminn - 21.08.1982, Blaðsíða 16

Tíminn - 21.08.1982, Blaðsíða 16
Opið virka daga 9-19. Laugardaga 10-16 Skemmuvegi 20 Kopavogi Simar (91)7-75-51 & 7 80 30 Varahlutir Mikiö úrval Sendum um allt land Ábyrgö á öllu Kaupum nýlega bíla til niðurrifs Gagnkvæmt tryggingaféJag / "á labriel HÖGGDEYFAR QJvarahlutir Arimila 24 Simi 36510 M V. '________ ■■ 1«' iB!t __ ~ %nd: HEI. „ÞAÐ ERU ORFA SKIP SEM HINGAÐ KOMA — spjallað við Sigurð Sörensen, hafnsögumann í Stykkishólmi ■ „Ég hef eiginlega veríð í kríngum þetta síðan ég var smá polli og byrjaði að fara með fóstra mínum út í skipin á smá bátum, þegar ég var svona 10 ára gamall. Fóstrí minn, Oddur Valentínus- son, var hafsögumaður hér í 28 ár - frá 1924 - síðan var ég með Bergsveini heitnum Jónssyni sem tók við af honum og var hafnsögumaður í 16 ár. Ég tók svo við af Bergsveini áríð 1968“, sagði Sigurður Sörensen, hafnsögumaður í Stykkishólmi, sem undirrituð var nýlega svo heppin að komast með í smá siglingu. „Jú, það eru orðin örfá skip sem hingað koma og þurfa lóðs, rúmlega 30 skip yfir árið. Þetta var miklu meira áður fyrr. Þá fórum við m.a. með minni báta inn á Hvammsfjörð og Gilsfjörð. Þá sigldi líka Ríkisskip og fossarnir eftir áætlun og fóru inn á alla þessa smástaði. En eftir að við eignuðumst flóabátinn Baldur hefur hann sinnt þessum minni stöðum eins og Búðardal, Króksfjarðar- dropar nesi og Reykhólum. Eftir að verksmiðj- an kom þar fór maður líka með skip þangað sem voru að sækja mjölið. En nú hafa þeir eignast skip og þurfa ekki leiðsögumann lengur. - Hefur þú þá snúið þér að einhverju öðru? - Ég réðist fyrir mörgum árum til Hafnarsjóðs. Ég er „viktarkallinn“ á bílavoginni, en sé svo líka um skipin þá sjaldan þau koma. Fyrir bátinn hef ég smá leigu hjá Hafnarsjóði en einnig skreppum við sonur minn út á honum, þegar okkur langar til. Við höfum m.a. verið á grásleppu á vorin, þar til nú síðustu 2 árin og stundum skreppur maður með handfæri eða lúðulóð á haustin. Jú, það hafa ma rgir áhuga á að komast út á Breiðafjörðinn. En eftir að rúturnar urðu svona stórar hefur Baldur að mestu tekið þetta að sér. Sérstaklega hefur verið mikið um það í sumar og fyrrasumar að Baldur sé á fullu um sundin með fólk á laugardögum og sunnudögum. - Okkur ferðafélögunum þótti að- dáunarvert hvað bátur Sigurðar, Vinur, var vel málaður, hreinn og fallegur? - Það er af því að maður notar þetta svo lítið. Ég hef smá bryggju fyrir hann hér rétt fyrir utan, við Skipavík, og geymi hann þar yfir veturinn. Tjaldaði líka yfir hann í vetur. En það er samt þó nokkuð verk að halda þessu við og ýmislegt vesen í kringum þetta. Venju- lega fer vika af mínu sumarfríi bara í að mála bátinn. - Ferðastu þá ekki eitthvað í fríum þínum? - Við erum búin að fara tvívegis í kringum landið og ég fæ aldrei leið á því. Maður er gamall sjómaður, gat þá aldrei farið neitt og átti heldur engan bílinn í þá daga. Síðan fórum við í heimsókn til sonar okkar sem býr í Noregi, í hitteðfyrra. Þá ferðuðumst við svolítið um Suður-Noreg, sem mér fannst alveg dýrlegur staður. Síðan botna ég ekki í því að það skyldi hafa skeð - hér í gamla daga - að Norðmenn skyldu fara að yfirgefa þetta gósen land út af einhverjum ríg og setjast að hér uppi á íslandi. Nokkrum árum áður dvaldi ég líka í Danmörku um tíma - var þar að sækja bát - og fannst það ákaflega gaman. Þetta var í Nyköbing Mors í Limafirðinum, sem er alveg paradísareyja. Annað hefur maður nú ekki farið út. Hins vegar langar okkur til Ameríku að heimsækja son okkar sem býr þar, í Alabama. - Og heldurðu að þið látið ekki verða af þvf áður en líkur? „Ég veit það ekki, það er svodan ands.... hiti þarna“, sagði Sigurður hæglátlega. - HEI. LAUGARDAGUR 21. ÁGÚST 1982 Síðustu fréttir Ríkisstjórnarfundi enn frestað ■ Ríkisstjórnar- fundinum, sem átti að vera í fyrradag en var þá frestað þar til í gær, var þá frestað í annað sinn. Efnahagsnefnd og ráðherrar ræddu mál- in fram eftir degi. Guðmundur J. Guð- mundsson kom síðan til landsins síðari hluta dags og var væntanlegur til fund- ar með ráðherrum og öðrum forystumönn- um Alþýðubanda- lagsins nánast beint úr flugvélinni. Aðrir ráðherrar ríkisstjórn- arinnar væntu orð- sendingar um álit Guðmundar J. á mál- unum síðar í gær- kvöldi. f>á var og gert ráð fyrir að hinn margfrestaði ríkis- stjórnarfundur yrði haldinn í dag, hver sem raunin verður. Blaðburðarbörn óskast Tintati.. vantar fólk til blaðburðar i eftirtalin hverfi: m Kópavogur:^ Álihólsveg, efris Þverbrekku og víðsvegaríKópa- vogi Reykjavík: Hjallavegur Skjólin Tunguvegur Wivnnn simi 86300 Bæjarritara- kómedían ■ I Vestmannaeyjum -skemmta menn (aðrir en bæj- arfulltrúar sjáifstæðismanna) sér ennþá konungiega yfir „bæjarritarakómedíunni“. Fyrstu dagar nýja meirihlutans hafa nefnilega ekki síst faríð í það að möndia um hvemig þeir gætu sem mest og best einangrað hinn „lúmskulega vinstrimann“ Pál Guðjónsson, fyrrv. bæjarrítara frá hættuleg- um persónulegum tengslum í höfuðstöðvum „sjálfstæðrar bæjarstjómar". Lesendum er síðan látið eftir að gera sér í hugarlund hvernig andlitin duttu af sjálf- stæðismeirihlutanum þegar upp komst að sjálfstæðismeiri- hlutinn í Mosfcllssveit þóttist hafa himin höndum tekið að fá þann ágætis mann - sama Pál Guðjónsson - sem sveitar- stjóra eigin sveitar. Eyjabúar fá sinn kommissar ■ í Vestmannaeyjum er nú fullyrt af fróðum mönnum að þeir sexmenningarnir í sjálf- stæðismeirihlutanum í bæjar- stjórn hafi loks tekist að lemja saman samþykki meirihluta eigin flokks fyrir því að Sigurður Jónsson 2. bæjarfull- trúi þeirra fái hina umdeildu stöðu bæjarritara. í staðinn muni Siggi Vídó, 1. bæjarfull- trúi sjálfstæðismanna fá hina nýju stöðu hafnarstjóra i Eyj- um. Formleg afgreiðsla máls- ins fer fram á bæjarstjómar- fundi 26. ágúst. Með þessu segja menn að Sigurður Jónsson verði nokk- urskonar yfirkommissar (keis- ari) bæjarins. Hann erformað- ur bæjarráðs, fulitrúi Sjálf- stæðisflokksins, pólitískur yfir- maður bæjarstjóra og þegar hann einnig verði bæjarrítarí hafi hann orðið alla hina pólitísku enda í hendi sér. í Eyjum hefur rísið nokkur rígur mUli bUastöðvarínnar og slökkvUiðsins út af innkeyrslu. í framhaldi af því segjast nú gárungarnir í bænum sjá góða von um embætti handa 3. bæjarfulltrúanum ef slökkvi- liðsstjórínn segi af sér. Einnig mun þar laus staða félagsmála- stjóra sem bent er á að gæti kannski hentað 4. bæjarfuU- trúanum svo sem flestir fái nú eitthvað út á sigurinn. Krummi ... ...sér að Davíð borgarstjóri er að fræsa aðra hverja götu í höfuðborginni og spæna upp malbikið. Er hann kannski að leita að „Grænu byltingunni“?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.