Tíminn - 24.08.1982, Page 1

Tíminn - 24.08.1982, Page 1
Bráðabirgdalög um efnahagsráðstafanir — bls. 6-8-9-10-11 TRAUST OG FJÖLBREYTT FRÉTT ABLAÐ! Þriðjudagur 24. ágúst 1982 190. tbl. - 66. árgangur Heimilis- tTminn: Lost- Að detta I hvala- vöðu — bls. 12-13 Búgarður í afmælis' gjöf — bls. 2 Buff — bls. 23 VÖRUSKIPTAIÖFNUBURINN HRIKAUGA ÓHAGSTÆÐUR — Jafngildir rúmum 7 þús. kr. á hvern landsmann fyrstu sjö mánudi þessa árs ■ Fyrstu sjö mánuði ársins höfum við keypt af útlendingum vörur fyrir 1.654.773.000 krónum hærri upphæð en við höfum getað selt þeim sömu útlendingum okkar vörur fyrir. Þessi upphæð jafngildir 7.164 krónum á hvem einasta íslending, eða 25-30.000 krónum á hverja af okkar dugmiklu vísitölufjölskyldum á þessu sjö mán- aða bili. Á máli Hagstofunnar heitir þetta að vöruskiptajöfnuðurinn sé neikvæður um tæpar 1.654 milljónir nýkróna. Út tókst okkur að selja vörur fyrir 4.302 milljónir en inn keyptum við vörur fyrir 5.957 krónur Það vantar með öðrum orðum 38,5% upp á að við höfum flutt út jafnvirði þess sem við höfum keypt inn til landsins, þetta sjö mánaða tímabil. Af þessum innflutningi nam vöru- innflutningur í júlímánuði rúmum 938 milljónum-, sem er 57,5% hærri upphæð en í sama mánuði 1981. Útflutningur í júlí nam hins vegar aðeins 636 milljónum króna, semer 4 milljónum króna minna en í fyrra, þegar útflutningur nam 640 millj. króna, og þá um 45 milljónum kr. meiri en innflutningurinn í sama mánuði. Að sögn Hagstofunnar er meðal- gengi erlends gjaldeyris talið vera 44,5% hærra janúar- júlí í ár en sömu mánuði í fyrra. -HEI ■ Dönsku forsætisráðherrahjónin sátu kvöldverðarboð forsætisráðherra íslands, á Hótel Sögu í gærkvöldi. Á myndinni, sem var tekin í upphafi kvöldverðarboðsins eru frá vinstri Vala Thoroddsen, Ingrid Jörgensen, Anker Jörgensen og Gunnar Thoroddsen. Nánar um heimsóknina á fjórðu síðu. Tímamynd GE Verðbætur 1. september nk.: HÆKKA UM 7.5% ■Af þeirri 11,79% hækkun sem orðið hefur á framfærsluvísitölu frá maí til ágúst munu launþegar fá 7,5% sem verðbótahækkanir launa hinn 1. september n.k. samkvæmt útreikningi Hagstofunnar. Frádrátturinn er þvi 4,29%. Stærsti frádráttarliðúrinn eru þau 2,9% sem launþegar féHust á að skila aftur af þeirri kauphækkun sem samið var um í júní s.l. Þá koma 0,6% vegna búvörufrádráttar, 0,54% vegna hækkunar á tóbaki og áfengi og loks 0,25% vegna viðskiptakjararýmunar á tímabilinu. Af einstökum liðum vísitölugrund- vallarins hefur mest hækkun orðið á síma- og póstútgjöldum á þessu 3ja mánaða tímabili, eða 18,2%. Þá hafa fargjöld hækkað um 17,9%, lesefni, hljóðvarp og sjónvarp um 14,3% og hiti og rafmagn um 12,6%. Matvara hækkaði um 12,6%. Liðurinn föt og skófatnaður hefur hins vegar hækkað um 9,6% á tímabilinu og kaffi, gos, áfengi og tóbak um 10,3%. HEI

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.